Morgunblaðið - 21.05.1997, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Olíubíll valt á
Suðurlandsvegi
A annað
tonn af
olíu lak út
Á ANNAÐ tonn af gasolíu lak út
þegar stór olíuflutningabíll frá Olíu-
dreifingu valt á Suðurlandsvegi,
rétt ofan við gatnamót Vesturlands-
vegar og Suðurlandsvegar, um fjög-
urleytið í gær.
Svo virðist sem ökumaður olíu-
bílsins hafi misst stjórn á honum í
beygjunni, með þeim afleiðingum
að bíllinn fór á hliðina. Ökumaður-
inn var fluttur á slysadeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur og að sögn vakt-
hafandi læknis þar voru nokkur rif
hans brotin en annars virtist hann
laus við meiriháttar áverka.
Tvö göt komu á tank olíubílsins
og út um þau streymdi olían þar
til slökkvilið kom á vettvang og
tókst að stöðva lekann með því að
troða loftpúðum í götin og loka
þannig fyrir þau. Að sögn Erlings
Lúðvíkssonar, varðstjóra hjá
Slökkviliðinu í Reykjavík var bíllinn
fullhlaðinn, eða með um 40 tonn
af gasolíu á tanknum en hann gisk-
aði á að um eitt til tvö tonn hefðu
farið niður.
Froða dregur
í sig olíu
Slökkvilið sprautaði yfir svæðið
froðu sem dregur í sig olíuna og
þeirri olíu sem eftir var á bílnum
var dælt yfir á annan tankbíl. Knút-
ur Hauksson, framkvæmdastjóri
Olíudreifingar, sagði í samtali við
Morgunblaðið að allt yrði hreinsað
upp sem hægt væri og síðan yrði
skipt um jarðveg ef með þyrfti.
_________FRETTiR______________
Komið í veg fyrir löndun
úr togara í Hafnarfirði
Landað úr Páli Pálssyni í
Reykjavíkurhöfn eftir stimpingar
Morgunblaðið/Ásdís
VERKFALLSVERÐIR frá Vestfjörðum komu í veg fyrir að land-
að yrði 200 tonnum af frosinni rækju í Hafnarfirði í gær.
VERKFALLSVÖRÐUM frá Vest-
fjörðum tókst ekki að hindra lönd-
un úr togaranum Páli Pálssyni ÍS
í Reykjavíkurhöfn í gær en fyrr
um daginn komu verkfallsverðir í
veg fyrir að landað yrði úr togaran-
um Bessa frá Súðavík í Hafnar-
firði.
Verkfallsverðir fóru til
Hvammstanga um helgina þar sem
Framnesið landaði og náðist sam-
komulag við heimamenn um að það
yrði síðasta vestfirska skipið sem
landað yrði úr á Hvammstanga á
meðan á verkfallinu stæði.
Um 15 verkfallsverðir voru svo
mættir í Hafnarfjarðarhöfn í gær-
morgun til að koma í veg fyrir
löndun úr Bessa frá Súðavík sem
þangað var kominn með 200 tonn
af frystri rækju. Verkalýðs- og sjó-
mannafélag Alftfirðinga hafði áður
neitað beiðni um að landað yrði
úr skipinu í Súðavík. Verkfalls-
verðirnir voru á fimm bílum sem
þeir komu fyrir á hafnarbakkanum
þannig að ekki yrði hægt að koma
við löndun úr skipinu. Lögregla
kom á staðinn og bað verkfalls-
verði að færa bíla sína en þeir
neituðu því og aðhafðist lögreglan
ekkert frekar í málinu.
Stimpingar
Undir hádegið í gær var byijað
að girða af svæði í Hafnarfjarðar-
höfn með frystigámum og var tal-
ið að færa ætti Bessa þangað til
löndunar. Verkfallsverðir náðu að
komast inn á svæðið áður en því
var lokað og tókst þannig að koma
í veg fyrir þessa fyrirætlan.
í gær freistuðu verkfallsverðir
þess síðan að koma í veg fyrir lönd-
un úr Páli Pálssyni i Reykjavíkur-
höfn og höfðu til þess stuðning
verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar. Til
nokkurra stimpinga kom á bryggj-
unni en undir kvöld var lokið við
að landa úr skipinu, um 100 tonn-
um af fiski. Að sögn Trausta Ág-
ústssonar verkfallsvarðar beittu
þeir sér ekki frekar því fólk hafði
verið í hættu.
Starfsmenn Löndunar hf. sem
eru í Dagsbrún, unnu við að landa
úr skipinu og gagnrýndi Stefán
Sigutjónsson framkvæmdastjóri
Löndunar hf. aðgerðir Dagsbrúnar
í gær, en sagði að samúðarverkfall-
ið, sem Dagsbrún hefur boðað í
kvöld, yrði virt.
Togarinn Stefnir ÍS lagðist að
bryggju í Reykjavíkurhöfn í gær-
kvöldi og stóðu verkfallsverðir vörð
um skipið. Sagði Stefán að ákveðið
hefði verið að landa ekki úr Stefni
í gærkvöldi hvað sem yrði í dag.
Ekki landað gegn vilja
verkfallsvarða
Verkamannafélagið Hlíf í Hafn-
arfirði og Dagsbrún í Reykjavík
hafa boðað samúðarverkfall frá og
með miðnætti í nótt og frá þeim
tíma verður ekki landað úr vest-
firskum skipum í Reykjavík og
Hafnarfirði þar til samningar í
kjaradeilunni hafa tekist. Sigurður
T. Sigurðsson, formaður Hlífar í
Hafnarfirði, sagði í samtali við
Morgunblaðið að ekki yrði hvikað
frá þessari ákvörðun og hafnfirsk-
ir hafnarverkamenn myndu ekki
hafa sig í frammi þar til samúðar-
verkfallið hefst.
„Það verður ekki landað af hafn-
firskum verkamönnum hér gegn
vilja þessa fólks, þannig að þeir
ætla hvorki að fara í handalög-
mál, þrætur eða neitt slíkt, enda
ekki ráðnir til slíks. Við skiljum
þessa menn að vestan mjög vel.
Þeir eru í hatrammri deilu og vilja
fá einhvern botn í hana, en ég
verð að lýsa yfir undrun minni á
sjómönnum á Vestfjörðum. Hvar
eru þeir? Af hveiju þarf þetta fólk
að koma í aðra landsíjórðunga til
að fá samúðarvinnustöðvun þar?
Ég veit ekki til þess að sjómönn-
um, t.d. á ísafirði, hafi dottið í hug
að sýna þessu fólki samúð,“ sagði
Sigurður.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
SLÖKKVILIÐSMENN sprauta froðu yfir olíuna sem flæddi úr
tanki olíubílsins en 1-2 tonn fóru niður.
Seinfeld sækir
Island heim
BANDARÍSKI leikar-
inn Jerry Seinfeld er
staddur hér á landi.
Seinfeld er stjarna
samnefndra sjón-
varpsþátta, sem njóta
mikillar hylli í Banda-
ríkjunum og víða um
heim.
Seinfeld er upp-
hafsmaður, framleið-
andi og aðalleikari
þáttanna, sem eru
margverðlaunaðir og
hafa m.a. hlotið
Emmy-verðlaun.
Þættirnir hafa verið
sýndir á Stöð 2 og mun næsta
sýningartímabil hefjast í septem-
ber.
Jerry Seinfeld er fæddur í
Brooklyn-hverfi New York borg-
ar 29. apríl 1954. Hann byrjaði
sem grínisti („stand-
up comedian") á
seinni hluta áttunda
áratugarins og kom
reglulega fram í „The
Tonight Show“ með
Johnny Carson. Vin-
sældir hans jukust
jafnt og þétt á niunda
áratugnum, ekki síst
vegna þátttöku hans
í „Late Night With
David Letterman".
Árið 1987 byrjaði
hann með sinn eigin
sjónvarpsþátt, „Jerry
Seinfeld’s Stand-Up
Confidential". Árið 1989 hófu
Seinfeld-þættirnir göngu sína og
á dögunum var samið um að þeir
héldu áfram í haust.
Ráðgert er að Seinfeld haldi
af landi brott seinna í vikunni.
Mökkur frá Skeiðarársandi berst um allt Suðurland
Hitastig lækkar
vegna mökksins
Tnrmlr
Morgunblaðið/Kristinn
MÖKKUR hefur verið yfir Skeiðarársandi meira og minna í
allan vetur. Undanfarna daga hefur dustið borist með austanátt-
inni yfir allt Suðurland.
MÖKKUR með fínu ryki af Skeiðar-
ársandi hefur legið yfir Suðurlandi
síðustu daga og segir Einar Svein-
björnsson veðurfræðingur að rykið
hafi náð til höfuðborgarsvæðisins.
Hann segir mökkinn valda því að
hitastig Iækki. Hiti á Kirkjubæjar-
klaustri hafi t.d. verið 4-5 gráðum
lægri af þessum sökum en við eðli-
iegaj' aðstæður.
„Ég fór um Suðurlandið um helg-
ina og skoðaði þetta. Þetta var
mjög skrýtinn mökkur. Hann var
ótrúlega dökkur og hleypti lítilli
birtu í gegnum sig. Það var brún
móða yfír öllu Suðurlandi og vestur
í Ölfus. Það eimdi minna af þessu
á höfuðborgarsvæðinu, en þegar ég
vaknaði í morgun sá ég að það var
ryk á öllum bílum og það er komið
austan af Skeiðarársandi."
Vindstrókar myndast á
sandinum
Einar sagði að þetta efni væri
ákaflega fínt og það hefði borist
auðveldlega upp í andrúmsloftið
þrátt fyrir að það hefði ekki verið
mjög hvasst á Skeiðarársandi um
helgina. „Þetta barst upp í loftið
með dálítið merkilegum hætti. Efn-
ið sópaðist ekki upp í loftið með
vindinum heldur mynduðust litlir
hvirflar, 3-5 metrar í þvermál, sem
soguðu dustið upp í 100-200 metra
hæð. Þaðan barst það áfram með
austanáttinni til vesturs."
Einar sagði ástæðuna fyrir því
að svona vindstrókar myndast vera
að það væri mjög staðbundinn
óstöðugleiki í loftinu. Sólin næði
að hita upp sandinn meira á einum
stað en öðrum og þá byijaði upp-
streymi. Hann sagði að þarna væri
að verki sambærilegt veðurfarslega
fyrirbærið og skýstrokkar í Banda-
ríkjunum nema miklu kraftminni.
„Það virðist sem það kólni mjög
mikið þegar þessi mökkur nær sér
á strik. Hitinn á Kirkjubæjar-
klaustri í gær fór rétt yfir 6 gráð-
ur. í gær var léttskýjað og þess
vegna hefði hitinn átt að ná 10-12
gráðum. Mökkurinn náði að dreifa
sólarljósinu og endurkasta því
þannig að sólarljósið nýttist. ekki
til upphitunar eins og venjulega. I
Skaftafelli bar miklu minna á þessu
vegna þess að dustið barst undan
austanáttinni. Þar var líka talsvert
hlýrra en annars staðar."
Spáð óbreyttu veðri
Einar sagði að það væri búið að
vera sérstaklega þurrt á suðaustur-
landi í vor. Úrkoma á Kirkjubæjar-
klaustri það sem af er þessum
mánuði væri aðeins 3 mm og það
væri óvenjulega lítið. Við þessar
aðstæður ætti vindurinn mjög auð-
velt með að blása rykinu af stað.
Það þyrfti góða rigningu til að binda
þetta niður, en það væri hins vegar
ekki útlit fyrir að það færi að rigna
á næstunni. Samkvæmt veðurspá
væri ekki sjáanlegt annað en að
þurrviðrið héldi áfram svo lengi sem
séð yrði.
Einar sagði ljóst að grasspretta
væri seinna á ferðinni í Síðu og
Landbroti en í venjulegu ári. Kenna
mætti þurrkum um það, en hann
sagðist ekki útiloka að mökkurinn
af Skeiðarársandi hefði haft þar
einhver áhrif. Það væri greinilegt
að dust austan af Skeiðarársandi
væri á gróðri um allt Suðurland.
Það mætti aftur á móti gera ráð
fyrir að í dustinu væru áburðarefni
sem hefðu jákvæð áhrif á gróðurinn
þegar færi að rigna.