Morgunblaðið - 21.05.1997, Page 12

Morgunblaðið - 21.05.1997, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Forystumenn skóla á háskólastigi segja þá ekki geta keppt við almennan markað í launum R i EKTORAR Háskóla íslands, Há- skólans á Akureyri og Kennarahá- skóla Islands eru sammála Guð- brandi Steinþórssyni, rektor í Tækniskóla Islands, sem sagði í Morgun- blaðinu sl. fimmtudag að hækka verði laun háskólakennara eigi skólarnir að geta keppt um starfsmenn við almennan vinnumarkað. Þórir Ólafsson, rektor KHÍ, segir að kennar- ar vinni mikla yfirvinnu sem komi niður á rannsóknum þeirra. Sveinbjörn Björnsson, rektor HÍ, segir að núna þegar atvinna hafi aukist í þjóðfélag- inu sé greinilegt að færri umsóknir berist um stöður í vissum greinum. Hann segir að skólar á háskólastigi hafi getað boðið kennurum yfirvinnu til þess að þeir næðu upp hærri launum eða, sem stjórnendur skólanna vilja síður, veitt þeim heimild til að stunda aukastörf annars staðar. í Há- skóla íslands hafi svokallaður vinnumats- sjóður reynst sumum kennurum búbót en úr honum er kennurum greitt fyrir rann- sóknir. „Sjóðurinn hefur getað bætt laun þeirra sem eru duglegir við skriftir. Þeir sem hafa hæstu laun hér meðal kennara hafa verið með þriðjung sinna heildarlauna vegna yfir- vinnu við kennslu og einstaka kennarar með einn þriðjung til viðbótar úr vinnumatssjóðn- um. En menn geta ekki unnið svo mikið nema stuttan tíma starfsævinnar," sagði Sveinbjörn. Sveinbjörn telur að hætta steðji að há- skólastiginu að óbreyttu launakerfi. Vonir séu þó bundnar við að tekið verði upp nýtt kerfi við kjarasamninga sem gefi stofnununum meira frjálsræði um launa- greiðslur. Breyta þarf launastefnu „Það gæti verið að við þyrftum að víkja frá þeirri föstu stefnu að greiða öllum sömu iaun og fara að greiða mishá laun sem ráðast af markaðsaðstæðum. Þarna er ég aðallega að tala um þær greinar sem okkur gengur verst að ráða í, þ.e. viðskiptagrein- ar, verkfræðigreinar og upplýsingatækni. Þarna er gróskan í atvinnulífinu mest. Eg sé enga aðra leið til þess að bæta laun kennara og standast langvinna samkeppni en að Háskólinn fái svigrúm og sjóði til að geta boðið þeim starfsmönnum betur sem við viljum umfram allt halda,“ sagði Sveinbjörn. Hann sagði að einnig kæmi til greina að auka kostun fyrirtækja á stöðum. Háskólinn sé engu að síður bundinn af því núna að greiða þann launataxta sem ríkið býður. Umsækjendur um stöðurn- ar eru því ekki margir þar sem launakjörin eru ekki freistandi. „Það væri þó vel hugsandi að auka kost- un á stöðum en það eina sem menn þurfa að vara sig á er að Háskólinn tapi ekki sjálfstæði sínu gagnvart styrkjendum. Mikil yfírvinna kemur niður á rannsóknum Rektorar telja að hætta steðji að háskólastifflnu að óbreyttu launakerfí. í grein Guðjóns Guðmundssonar kemur fram að þeir binda vonir við að stofnununum verði gefið meira frjálsræði um launagreiðslur. Þórir Ólafsson Sveinbjörn Björnsson Þorsteinn Gunnarsson Hugsanlega vikið frá því að greiða öll- um sömu laun Styrkjendur mega ekki ráða því hvað er kennt eða hvernig það er kennt,“ segir Sveinbjörn. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að þessi vandi blasi við annars staðar á háskólastiginu. Hann tekur þó ekki svo djúpt í árinni að telja að at- gervisflótti sé brostinn á. Stofnanirnar semji sjálfar við sína starfsmenn „Við höfum getað haldið þokka- lega í okkar kennara en við fáum fáar umsóknir um þær stöður sem við auglýsum. Við höfum úr mjög litlum hópi kennara að velja. Nýlega augiýst- um við fimm eða sex kennarastöður en umsækjendur eru fáir og lítið hefur verið spurt um stöðurnar," sagði Þorsteinn. Hann segir að ein lausn á þessum vanda sé sú að stofnanirnar fái meiri völd til þess að semja sjálfar við sína starfsmenn og losni úr því miðstýringarkerfi spm er á kjarasamn- ingum. „Mér sýnist einhver viðleitni vera í þá áttina. En einnig gæti það hjálpað mikið, altént hvað varðar Háskólann á Akureyri, að hafa aðgang að meira fjár- magni til rannsókna. Það gæti komið út í betri kjörum fyrir kennara,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að sú hætta blasi við háskólastiginu hér á landi að vel menntað fólk flytjist úr landi og skólarnir hafi ekki tök á því að ná þeirri þekkingu sem þurfi til þess að byggja upp grundvallargreinar eins og upplýsingatækni og tölvutækni sem eru í harðri samkeppni við einkamarkaðinn. Þorsteinn segir að vandinn geti orðið afar Grunnlaunin eru tvöfalt hærri á Norð- urlöndunum alvarlegur en bendir á móti á að stofnanirn- ar verði að bregðast við með því móti að auka samstarf sitt við fyrirtæki og atvinnu- líf um fjármögnun á kennarastöðum í grund- vallargreinum. „Þær leiðir sem við höfum farið til þess að bæta úr þessu ástandi hjá okkur er annars vegar að gera samninga við rann- sóknastofnanir atvinnuveganna um sam- ráðningu á sérfræðingum og hins vegar að gera samninga við fyrirtæki um kostun á kennarastöðum. En það leysir þó ekki þann vanda sem við blasir að grunnlaun háskóla- kennara eru alltof lág. Að mínu mati þyrfti að tvöfalda launin til þess að gera skólana samkeppnishæfa við atvinnulífið," sagði Þorsteinn. Tvöfalt hærri grunnlaun á Norðurlöndum Þórir Ólafsson, rektor í Kennaraháskóla íslands, segir að ekki sé farið að bera alvar- lega á atgervisflótta frá KHÍ. Hann telur að það byggist helst á því að kennarar séu tiltölulega ánægðir með starfið og mikilli yfirvinnu sem flestum bjóðist. „Ef við berum okkur saman við Norður- löndin eru grunnlaunin þar tvöfalt hærri en þar tíðkast alls ekki yfirvinna. Heildar- laun eru því svipuð en menn vinna baki brotnu hér eins og reyndar víðar í íslenska þjóðfélaginu. Við finnum það einnig mjög á ákveðnum sviðum, t.d. upplýsingatækni- sviði, að það er alls ekki hægt að keppa við almennan markað sem býður mun betri laun. Sama má reyndar segja um verk- og tæknigreinar. Þó er ánægjulegt að allmarg- ar umsóknir hafa borist um stöður sem við höfum auglýst undanfarið. Sumir umsækj- enda eru reyndar að koma erlendis frá og bregður í brún þegar þegar þeir átta sig á því hver launin eru. Þess eru dæmi að menn, sem hafa fengið stöðu, hætti við þegar þeir átta sig á því hver launin eru,“ segir Þórir. „Það er mjög alvarlegt ástand þegar háskólamenntað fólk, kannski með 6-10 ára nám eftir stúdentspróf, er með um 100 þúsund krónur á mánuði í grunnlaun. Það sem bjargar þessu er mikil vinna en hún kemur auðvitað niður á rannsóknum. Sum- ir ná styrkjum út á rannsóknaverkefni en það er fyrst og fremst greidd yfirvinna fyrir kennslu," sagði Þórir. Þórir segir að KHÍ þurfi senn að taka mið af vinnutímatilskipun ESB en reyndar hafi verið yfirvinnuþak vegna kennslu. „Það verður enn erfiðara með tilskipun ESB fyrir kennara að ná upp laununum með mikilli yfir- vinnu. En mér sýnist stjórnvöld hafa skilning á því núna í fyrsta sinn um nokkurra ára bil að það verði á einhvern hátt að hækka grunnlaun háskólakennara og færa hluta af yfirvinnu inn i grunnlaun- in,“ sagði Þórir. R-listi gagnrýndur fyrir seinagang við meðferð óskar um niðurrif tveggja húsa Reynt verður að vemda hús við Laugaveg 21 ÁKVEÐIÐ hefur verið í borgarstjórn að reyna að leita leiða til að vernda húsið við Laugaveg 21 með viðræðum við lóðareiganda. BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að hefja viðræður við eiganda lóðar nr. 21 við Laugaveg um leiðir til verndunar húss á lóðinni en hann óskaði eftir niðurrifi hússins sem reist var árið 1887. Þá var sam- þykkt að rætt yrði við sama aðila um uppbyggingu á lóð við Klapp- arstíg 30. Málið á sér langa forsögu og gagnrýndu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins meirihlutann harð- lega fyrir seinagang við afgreiðslu málsins en lóðareigandinn hafi fyrst óskað eftir niðurrifi húsanna við Laugaveg og Klapparstíg fyrir sex mánuðum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi sagði að málið hafi siglt í strand þegar ljóst var að skiptar skoðanir voru um það hjá R-listanum. Minnti hann á að full- trúar meirihluta í byggingarnefnd hafi ekki treyst sér til að synja beiðni um niðurrif en fulltrúar hans í skipulagsnefnd hafi á hinn bóginn gert það. Vilhjálmur sagði réttarstöðu borgarbúa oft mjög óljósa í samskiptum við borgar- kerfíð og kvað algengt að menn yrðu að bíða mánuðum saman eft- ir úrlausn mála sinna. Tillögu um niðurrif vísað frá Sjálfstæðismenn lögðu fram til- lögu um að borgarstjórn sam- þykkti fyrir sitt leyti að húsin yrðu rifin. Tillögunni var vísað frá. Tveir borgarfulltrúar R-lista, sem jafnframt sitja í byggingar- nefnd, lýstu yfir því að afstaða þeirra væri óbreytt. Á hinn bóginn greiddu þeir atkvæði með tillögu um viðræður við lóðareiganda í því skyni að hægt væri að reyna á hvort tækist að vernda húsið í sátt við eiganda þess. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, sagði ástæðu þess að heimila ætti niðurrif húss við Klapparstíg en ekki við Laugaveg þá að húsið við Laugaveg væri mikilvægur hlekkur í götumynd- inni og hluti af verslunarsögu borg- arinnar. Hornfirð- ingar vilja taka við flóttafólki Á FUNDI bæjarstjórnar Hornaijarðar 15. maí sl. var til umræðu sú hugmynd að Hornafjörður sækti um að taka á móti flóttafólki frá ríkj- um gömlu Júgóslavíu. Félags- málaráðuneytið hefur nýlega auglýst eftir sveitarfélögum til þess að taka við u.þ.b. 15 flóttamönnum sem koma til Iandsins í sumar. Bæjarstjórn Hornafjarðar samþykkti að kannaðir verði til hlítar möguleikar á að Hornafjörður taki á móti flóttamönnum frá ríkjum fyrr- um Júgóslavíu sem eru að flytja til íslands í sumar. Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði Hornafjarðar að vinna að málinu og sækja um til félagsmálaráðuneytisins að taka á móti flóttamönnun- um, að því tilskildu að fjár- magn og aðrar aðstæður til móttöku verði tryggðar. - i i i > i I I I r i i i I i 1 t L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.