Morgunblaðið - 21.05.1997, Side 16

Morgunblaðið - 21.05.1997, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Félag um framfaramál í Snæfellsbæ Ólafsvík - Haldinn var stofnfund- ur félags um framfaramál í Snæ- fellsbæ 14. maí sl. Félagið er opið einstaklingum og forsvarmönnum stofnana, félaga og bæjarfélags- ins. Á fundinum fiutti Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður byggðadeildar Byggðastofnunar, erindi um þróun atvinnulífsins og búsetuskilyrði í Snæfellsbæ. Að því loknu svaraði hann fyrirspurnum. Um 120 manns mættu á fundinn og ríkti mikill samhugur um stofn- un félagsins. Hlutverk félagsins er að stuðla að framförum í menn- ingar- og atvinnulífi Snæfellsbæj- ar. í stjórn voru kosin: Stefán Jó- hann Sigurðsson, formaður og aðr- ir meðstjórnendur voru kosnir Margrét Vigfúsdóttir, Guðlaugur Berírmann, Erla Kristinsdóttir og Sæyar Hansson. Ákveðið var að auglýsa eftir starfsmanni fyrir félagið og verður starf hans ijármagnað með árs- gjöldum félagsmanna og framlagi úr Snæfellsbæ. Bæjarstjórn Snæ- fellsbæjar lýsti eindregnum stuðn- ingi við félagið og eflingu Snæ- fellsbæjar á þennan hátt. Mikill framfarahugur var í fund- armönnum og bent var á nauðsyn þess að kynna betur þá mikiu möguleika sem felast í því að búa í Snæfellsbæ í framtíðinni. Viðhorf fólks til búsetu væri að breytast. Auk atvinnuöryggis horfi fólk til annarra mikilvægari þátta, s.s menntunar, samgangna og aíþrey- ingar. Með návist stórbrotinnar náttúru við Snæfellsjökul í miðju sveitarfélagi gæti Snæfellsbær orðið dráumasvæði framtíðarinnar. Verður það hlutverk félagsins m.a. með stuðningi íbúanna að láta þann draum verða að veruleika. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir ÞÓRDÍS Haraldsdóttir og Ólafur Tryggvason taka við 50.000 kr. gjöf frá Hauki Torfasyni grásleppusjómanni á Drangsnesi. Krakkarnir fengn 50.000 vegna áheits Drangsnesi - Haukur Torfason, grásleppusjómaður, afhenti nem- endafélagi Drangsnesskóla 50.000 kr. að gjöf nú nýverið. Sagði Hauk- ur við það tilefni að hann hefði ákveðið í vetur þegar nemendur Drangsnesskóla voru að safna í ferðasjóðinn sinn að ef hann fengi Biddu um Banana Boat ef þú vilt spara 40-60% hegar þú kaupir Aloe Vera gel. □ Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlítra at Aloe geli þegar þú getur fengið sama magn af Aloe Vera geli frá Banana Boat á um 700 kr eða tvöfalt meira magn af Banana BoatAloeVerageliálOOOkr. 0 Hvers vegna að bera á sig 2% al rotvarnarefnum þegar þú getur fengið 99,7% (100%) hreint Banana Boat Aloe Vera gel? O Banana Boat naeringarkremið Bnin-án-sólar í úðabrúsa eða með sólvöm #8. O Stýrðu sólbrúnkutóninum með t.d. hraðvirka Banana Boat dökksólbrúnkuoliunni eða -kreminu eða Banana Boat Golden oliunni sem framkallar gyllta brúnkutðninn. □ Hefur þú prófað Naturica húðkremin sem allir eru að rala um, uppskrift Birgittu Klemo, eins virtasta húðsérfæðings Norðurtanda? Naturíca Ört-krám og Nalurica Hud-krám. Banana Boat og Naturíca lásl i sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur. Banana Boat E-gelið faest líka hjá Samtökum psoriasis-og exemsjúklinqa._____________________________________ ákveðið tiltekið magn af grásleppu- hrognum á vertiðinni í vor skyldi hann gefa krökkunum 50.000 kr. í sjóðinn þeirra. Og þau urðu við áheitinu eins og stundum er sagt. Undanfarnar vertíðir hafa verið mjög lélegar, en nú er Haukur kom- inn með það sem hann vonaðist eftir og vertíðin er aðeins hálfnuð en hann vildi standa við orð sín frá í vetur og því afhendir hann þeim þessa peninga nú. Einnig sagði Haukur að það gleddi hann mikið að heyra haft orð á því að hvar sem þau kæmu á ferðalögum á vegum skólans væri eftir því tekið hvað þau væru kurteis, prúð og skemmtileg. Þórdís Haraidsdóttir, 11 ára og Ólafur Tryggvason, 10 ára, tóku á móti peningunum fyrir hönd nem- endaráðs Drangsnesskóla. Buxur frá kr. 1.690. Dragtir, kjólar, bldssur og pils. Ódýr náttfatnaður Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 Morgunblaðið/Sig. Jóns. FORSETAHJÓNIN hr. Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir ganga til kirkju ásamt oddvitahjónunum á Eyrarbakka Ingu Láru Baldvinsdóttur og Magnúsi Karel Hannessyni. Selfossi - Eyrbekkingar fögn- uðu 100 ára afmæli sveitarfé- lagsins um helgina, en 18. maí voru liðin rétt 100 ár frá því að Magnús Stephensen landshöfð- ingi skipaði svo fyrir til amt- mannsins í suðuramtinu að Stokkseyrarhreppi skyldi skipt í tvö sveitarfélög, Eyrarbakka- hrepp og Stokkseyrarhrepp. Dagskráin hófst með hátíð- arguðsþjónustu í Eyrarbakka- kirkju þar sem séra Úlfar Guð- mundsson sóknarprestur þjónaði fyrir altari. Hátíðarsamkoma með fjölbreyttri dagskrá var síð- ar um daginn í samkomuhúsinu Stað og kaffi og afmælisterta í framhaldi af henni í tjaldi á Garðstúninu. Á miðnætti hófst síðan afmælisdansleikur á Stað, þar sem Eyrbekkingar dönsuðu fram undir morgun. Á sunnudag var síðan sprell- dagur á Garðstúninu, útivistar- og samkomusvæði Eyrbekk- inga. Þar skemmtu börnin sér konunglega í leik á meðan þeir eldri sátu og horfðu á með vel- þóknum. Eyrbekkingar fundu Ameríku Magnús Karel Hannesson oddviti rifjaði í hátíðarræðu sinni upp nokkra þætti í sögu Eyrarbakka og gat þess meðal annars að frá Bakkanum var farin ein merkasta sigling sem Líflegir afmæl- isdagar á Eyrar- bakka um getur í fornsögum þegar Bjarni Herjólfsson sigldi í vest- urátt og fann meginland Norð- ur-Ameríku fyrstur norrænna manna eins og sagt er frá í Grænlendingasögu. Það hafi því verið Eyrbekkingur sem fann Ameríku. Hann rifjaði einnig upp nokkur atriði frá blómatíma verslunar og viðskipta á Eyrar- bakka frá miðöldum og fram á þessa öld. Þéttbýlismyndun hófst á miðri 19. öld og mikil viðreisn varð í menningar- og félagslífi á Eyrarbakka. „Það er því ekki ofmælt að Eyrarbakki hafi verið höfðu- staður Suðurlands og á þeim grunni stofna menn svo nýtt, sjálfstætt sveitarfélag fyrir eitt hundrað árum.“ Hann sagði mikilvægt að Eyrbekkingar hugi að sögu staðarins og þeim mönnum sem mótuðu hana. „Framtíð byggðar og mannlífs á Eyrarbakka er fólgin í því að við séum meðvituð um grund- völlinn. En fyrst og fremst byggist framtíð Eyrarbakka á því sama og hún hefur gert síð- ustu eitt hundrað ár, á frum- kvæði og dug þeirra einstakl- inga sem hér kjósa að lifa og starfa," sagði Magnús Karel Hannesson oddviti. Byggðarlög með sögu eru auðlind Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Islands ávarpaði hátíð- arsamkomuna og sagði meðal annars að sérhver kynslóð hefði unnið sína sigra á Eyrarbakka sem annarstaðar í landinu. Hann sagði Eyrarbakka hafa tengt Island við umheiminn á sínum tima með þeim verslunarumsvif- um sem þar hefðu blómstrað. Hann gat þeirra atriða í sögu Eyrarbakka sem tengdu staðinn við Islandssöguna og nefndi Húsið, kirkjuna og Barnaskóla Eyrarbakka. Þá sagði hann byggðarlög með mikla sögu vera auðlind að gjaldeyristekj- um nýrrar aldar, Eyrbekkingum og þjóðinni allri til heilla. ÞAU flögguðu í blómapottinum fyrir afmæli Eyrarbakka. Heilsuval - Barónsstíg 20 ■a 562 6275

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.