Morgunblaðið - 21.05.1997, Síða 19

Morgunblaðið - 21.05.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 19 Afengt gos vek- ur ugg í Bretlandi London. Reuter. NÝ STJÓRN Verkamanna- flokksins í Bretlandi hefur ákveðið að kanna vandamál vegna áfengra drykkja með ávaxtabragði - alcopops - vegna vaxandi uggs um að þeir séu helzta orsök ölvunar og glæpa unglinga. Jack Straw innanríkisráð- herra hefur falið nefnd aðstoð- arráðherra að „athuga hvaða fleiri ráðstafanir kunni að vera nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að þessi misnotkun auk- ist“. „Alkópopp," þar á meðal Hooch, Lemonhead og Diam- ond Zest, er sterkara en flestir bjórar sem seldir eru á börum. Þessir drykkir hafa notið vax- andi vinsælda síðan sala þeirra hófst 1995. Söluverðmæti nem- ur 265 milljónum punda á ári. Færzt hefur í vöxt að kenna þessum drykkjum um aukna drykkju unglinga og jafnvel barna, þótt helztu framleiðend- ur segi að markhópur þeirra sé fólk yfir 18 ára aldri. „Freklegt ábyrgðarleysi" Dómari í Bolton á Norður- Englandi gagnrýndi framleið- endur fyrir „freklegt ábyrgð- arleysi" þegar hann heyrði að 14 ára gamall drengur, sem hefði drukkið alkópopp, hefði kveikt í skóla og valdið 750.000 punda tjóni. Samkvæmt könnun æsi- fréttablaðsins Sun á drykkju 700 unglinga á aldrinum 14 til 17 ára drukku 94% þeirra ein- hvers konar áfengi og 59% al- kópopp. „Heimilisfaðir okkar (Tony Blair forsætisráðherra) verður að gera eitthvað fljótt," sagði blaðið í ritstjórnargrein. Murdoch kaupir LA Dodgers New York. Reuter. NEWS CORP fyrirtæki fjölmiðla- kóngsins Ruperts Murdochs hefur komizt að bráðabirgðasamkomulagi um kaup á hafnaboltaliðinu Los Angeles Dodgers fyrir um 350 millj- ónir dollara, að sögn Wull Street Journal Leikvangur Dodgers í Los Angel- es og æfingaaðstaða á Flórída og í Dóminíska lýðveldinu eru innifalin í kaupunum samkvæmt heimildum blaðsins. Forseti Dodgers, Peter O’Malley, kveðst hafa beðið tvær efstu deild- irnar í bandaríska hafnaboltanum um leyfi til samninga við News Corp eins og venja er í málum sem þess- um. Blaðið hermir að O’Malley segi í yfirlýsingu að hinn hugsanlegi kaupandi sé Fox Group, það er Fox- íþróttadeild News Corps. -----♦--------- Toyota spáð methagnaði Tókýó. Reuter. TOYOTA er spáð methagnaði á yfir- standandi fjárhagsári vegna veik- leika jens til þessa og niðurskurðar. Hiroshi Okuda forstjóri býst ekki við að gengi jens og dollars hafi áhrif á útflutning japanskra bifreiðaverk- smiðja. „Gengið er ekki vandinn," sagði hann. ESB hefur efasemdir um banda- lag BA og American Airlines London. Reuter. FYRIRHUGAÐ bandalag flugfé- laganna British Airways og Amer- ican Airlines kann að hafa orðið fyrir áfalli vegna vísbendinga um að Evrópusambandið muni ganga í lið með þeim sem telja að samn- ingnum skuli breytt. Samkeppnisstjóri ESB, Karel Van Miert, hefur rætt við við- skipta- og iðnaðarráðherra Breta, Margaret Beckett, í London um bandalagið. Samkvæmt heimildum í ESB tjáði ESB-fulltrúinn brezku ríkis- stjórninni að fyrirhuguð tengsl BA og American mundu skaða heiðar- lega samkeppni, ef þeim yrði ekki breytt. í tiiefni frétta um mótbárur ESB sagði BA að koma mundi á óvart að sambandið léti í ljós slíkan ugg og benti á að framkvæmdastjórnin hefði ekki rætt slíkar áhyggjur við flugfélagið. Búizt hefur verið við niðurstöðu framkvæmdastjórnarinnar síðan í janúar þeger Van Miert benti brezku stjórninni á það í bréfi að bandalagið mundi tortíma sam- keppni á mörgum mikilvægum leiðum milli Bandaríkjanna og Bretlands. Reglur um lögsögu Nefndin hefur birt drög að regl- um um lögsögu sína í málum sem varða bandalög flugfélaga í lönd- um ESB og annarra flugfélaga. Hún er einnig birt í kjölfar sam- komulags Lufthansa, SAS, United Airlines og fleiri flugfélaga um „Stjörnubandalag." Nýju reglurnar taka ekki gildi áður en samningar um Stjörnu- bandalagið og BA/American taka gildi. Van Miert hefur hótað brezkum yfirvöldum málaferium, ef hún tek- ur ekki afstöðu til uggs fram- kvæmdastjórnarinnar um að sam- keppnisreglur séu ekki hafðar í heiðri. Ny tilboð íFokker- verksmiðjurnar Amsterdam. Reuter. SKIPTASTJ ORAR Fokker-flug- vélaverksmiðjanna búa sig undir könnunarviðræður við nefnd rúss- neskra og kínverskra fjárfesta, sem telja sig geta endurreist hið forn- fræga fyrirtæki. En Fokker hefur verið gjaldþrota í rúmt ár, smíði síðustu þotunnar lauk fyrir nokkrum vikum og skiptastjórarnir segja að fyrirtæk- inu verði aðeins bjargað með krafta- verki. Rússnesku og kínversku fjárfest- arnir hafa komið til liðs við hol- lenzkan iðnrekanda, Rosen Jacob- son - sem komið hefur við sögu fyrri tilrauna til að bjarga Fokker - og sagt að þeir hafi fjárhagslegt bolmagn og tæknilega þekkingu til að tryggja samkomulag um að fyr- irtækinu verði bjargað á síðustu stundu. Nefnd frá Kína og Rússlandi er væntanleg til Hollands í næstu viku til frumviðræðna við skiptastjórana. Dularfullir fjárfestar Lítið er vitað um ijárfestana. Ron Rietti, talsmaður þeirra, segir að áhrifamiklir rússneskir kaupsýslu- menn styðji björgunartilraunina og njóti flárhagslegs og tæknilegs stuðnings fyrirtækja í kínverskum hergagnaiðnaði. Samkvæmt fréttatilkynningu frá samtökum fjárfestanna eru þessi fyrirtæki Turmile Group og Harbin Aircraft Industry Company. Rússarnir hafa sameinazt í Int- erconversiya Group og Kínverjarnir eru undir leiðsögn kaupsýslumanns- ins Henry Ho. Harbin Aircraft Industry er eitt hundraða fyrirtækja sem hafa út- vegað Fokker flugvéiahluti, að sögn kunnugra. Arabískur auðmaður Almenni hlutabréfasjóðurinn Kennitala 521090-2009 Laugavegi 170, Reykjavík Almennt hlutafjárútboð (jUpphæð að nafnvirði 10.000.000 -100.000.000 knj Fyrsti söludagur: 20. maí 1997 Sölutímabil: 20. maí til 20. nóvember 1997 Sölugengi í upphafi: 1,93 Umsjón: Fjárvangur hf. Söluaðilar: Fjárvangur hf. og skrifstofur VÍS um land allt. Sölugengi er breytilegt eftir fyrsta söludag. FJÁRVANGUR lOCGUI VERÐBRtFAFYRIRTÆKI Laugavegi 170, 105 Reykjavík, sími 540 50 60, símbréf 540 50 61, www.fjarvangur.is kaupir 3% í Cordiant Dubai. Reuter. SAUDI-ARABÍSKI auðmaðurinn al- Waleed bin Talal prins hefur keypt rúmlega 3% í auglýsinga- og mark- aðssetningarfyrirtækinu Cordiant í London fyrir 150 milljónir rijala eða 40 miljónir dollara. Aðalframkvæmdastjóri Cordiants, Bob Seelert, hefur fagnað kaupununt segir í tilkynningu frá prinsinum, sem ____STEINAR WAAGE f SKÓVERSLUN Marc O’Polo Tegund: 1930 Tegund: 1913 Verð 3.995 • Stærðir 36-41 • Ýmsir litir hefur keypt hlutabréf í ýmsum bönk- um, hótelum og fleiri erlendum fyrir- tækjum. Cordiant er eignarhaldsfyrirtæki sem áður hét Saatchi & Saatchi. í apríl var sagt að í ráði væri að gera auglýsingadeildimar Saatchi & Saatc- hi og Bates og fjölmiðladeildina Zen- ith að þremur óháðum fyrirtækjum. 1 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR r STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ' SÍMI 551 8519 # Voppskórinn Veltusundi viö Ingólfstorg • Slmi 5521212. STEINAR WAAGE SKÖVERSLUN SÍMI 568 9212 ^ ER HÆGT AÐ LOSNA VIÐ „APPELSÍNUHÚÐ"? CLINIQUE 100% ilmefnalaust Nei - megrunakúr eða líkamsþjálfun duga ekki til að fjarlægja „appelsínuhúð", en hjálp er að finna. Ójafnt yfirborð húðarinnar á mjöðmum og lærum verða til vegna líkamsfitu og lélegs húðstyrks. Hverjar fá þetta? Konur af öllum stærðum í mismunandi formi á öllum aldri. m believer vody tomng keatment FIRM BELIEVER nýja líkamskremið frá Clinique byggir upp og bætir teygjanleika húðarinnar svo yfirborðið verður sléttara og styrkara á 6-8 vikum. • Firm Believer Body Treatment 200 ml. • Ásamt kaupauka • Facial Soap Mild, andlitssápa 42 gr. • Moisture On-Call 7ml • Different Lipstick varalitur 4gr. Verð alls 2.815 Tilboðið fæst í eftirtöldum Clinique verslunum í Reykjavík og nágrenni: Sara, Hygea, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Hagkaup snyrtivörudeild, Brá, Gullbrá, Snyrtistofan Hrund, Snyrtistofan Maja, 17 snyrtivörudeild, Garðs Apótek, Lyfja, Vesturbæjar Apótek, Apótekið Garðabæ. Verslanir utan Reykjavíkur og nágrennis: Apótek Akraness, Amaró Akureyri, Hagkaup Akureyri, Apótek Siglufjarðar, Krisma ísafirði, Apótekið Keflavík, Ninja Vestmannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.