Morgunblaðið - 21.05.1997, Side 21

Morgunblaðið - 21.05.1997, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1997 21 Hundrað talin af í Bangladesh HUNDRUÐ manna eru talin af eftir að geysiöflugur hvirfilbylur gekk yfir strendur Bangladesh á mánudag. Landið liggnr lágt og er fjöldi þorpa nú einangraður eftir að flóðbylgjur gengu yfir strandsvæðin við Bengalflóa. Auk mannskaðans er fullvíst talið að gífurleg eyðilegging hafi orðið á híbýlum manna og uppskeru. Ekki er vitað hversu margir létu lífið í hvirfilbylnum, en stærsta blað landsins taldi að um 500 manns hefðu farist og um 2.000 slasast. Það var þó lán í óláni að fjara var þegar hvirfilbyl- urinn gekk yfir og því varð flóð- aldan í kjölfarið mun lægri en ella. Einn mannskæðasti hvirfil- bylur sem gengið hefur yfir Bangladesh varð árið 1991 en þá fórust að minnsta kosti 138.000 manns. Reuter Bill Clinton býr sig undir deilu við Bandaríkjaþing Hyggst ekki skerða viðskiptakjör Kína Washington. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, kvaðst á mánudag hafa ákveðið að Kínverjar héldu áfram vildarkjörum í viðskiptum við Bandaríkin á næsta ári þrátt fyrir deilur ríkjanna í ýmsum málum, einkum mannréttindamálum. Búist er við að deilt verði um ákvörðun forsetans á þinginu þar sem nokkr- ir þingmenn hafa sagt að þeir hygg- ist reyna að hnekkja henni. Kínveijar fögnuðu ummælum Clintons, sem hann viðhafði á fundi með kaupsýslumönnum í Washing- ton. „Ég tel að ef við ógildum eðli- leg viðskiptakjör Kínveija myndum við slíta sambandi okkar við kín- versku þjóðina og draga úr áhrifum okkar á kínversku stjórnina," sagði Clinton. Aðeins sex ríki njóta ekki vild- arkjaranna í Bandaríkjunum, en þau eru Afganistan, Kúba, Laos, Norður-Kórea, Serbía og Víetnam. íran, írak og Líbýa njóta þessara kjara formlega en þau hafa hins vegar sætt viðskiptabönnum af hálfu Bandaríkjanna. Clinton þarf að skýra þinginu frá ákvörðun sinni ekki síðar en 3. júní. Til að fulltrúadeildin og öldunga- deildin geti hnekkt ákvörðuninni þurfa þær að samþykkja sameigin- lega yfirlýsingu gegn henni ekki síðar en 31. ágúst. Beiti forsetinn neitunarvaldi sínu gegn yfirlýsing- unni getur þingið hnekkt því með tveimur þriðju atkvæða. Miklir hagsmunir í veði Embættismenn í Hvíta húsinu sögðust vongóðir um að Clinton gæti komið í veg fýrir að andstæð- ingar hans á þinginu gætu aflað nógu margra atkvæða til að hnekkja ákvörðun forsetans en vildu þó ekk- ert segja um hversu miklar líkur væru á að honum tækist það. Clinton hefur samþykkt að ræða við Jiang Zemin, forseta Kína, síðar á árinu og hann hefur lagt mikla áherslu á að bæta samskiptin við Kínveija síðustu tvö ár. Bandaríkin eiga mikilla efnahagslegra hags- muna að gæta því bandarískir emb- ættismenn áætla að 170.000 banda- rísk störf séu háð útflutningi til Kína og að ógilding viðskiptakjar- anna myndi kosta bandaríska neyt- endur 600 milljónir dala, sem svar- ar 42 milljörðum króna, á ári vegna verðhækkana á skóm, fatnaði og heimilistækjum. Sandy Berger, þjóðaröryggisráð- gjafi Clintons, sagði að ógilding viðskiptakjaranna myndi hafa lítil áhrif á stefnu Kínveija en draga úr áhrifum Bandaríkjamanna í Kína. „Við myndum ekki einangra Kinveija, heldur einangra okkur sjálfa frá Kína. Þetta er kjarni málsins." Niðurstöður nýrrar rannsóknar við Harvard-háskóla Óbeinar reyk- ingar tvöfalda hættuá hjartaáföllum New York. Reuter. SAMKVÆMT New York Times hefur rannsókn sem gerð var við Harvard-háskóla sýnt fram á að óbeinar reykingar tvöfaldi hættu á hjartaáföllum. I rannsókninni sem framkvæmd var á tíu ára tímabili var fylgst með rúmlega 32 þúsund heilbrigð- um konum. Konurnar, sem voru á aldrinum 36 til 61 árs, höfðu aldrei reykt en komist reglulega í snert- ingu við tóbaksreyk á heimili eða vinnustað. Á tímabilinu fengu þær 152 hjartaáföll, þar af 25 banvæn. „Samkvæmt rannsókninni getum við gert ráð fyrir að 50.000 Banda- ríkjamenn látist árlega úr hjarta- áföllum vegna óbeinna reykinga," sagði Ichiro Kawachi, prófessor við Harvard-háskóla og stjórnandi rannsóknarinnar. Dauðsföll úr lungnakrabbameini vegna óbeinna reykinga eru hins vegar mun færri eða um 3.000-4.000 á ári. Stærð þorsk- stofnsins ofmetin Atök blossa upp á ný í Afganistan Taleban lýsir yfir nýjum landvinningum Ósló. Morgunblaöiö. NORSKIR fiskifræðingar segja að stærð þorskstofnsins í Barentshafi sé ofmetin en veiðikvóti norskra og rússneskra stjórnvalda þar er óvenjumikill í ár, 850.000 tonn. Hefur hann ekki verið eins mikill frá árinu 1977. Fiskifræðingarnir segja ástandið þó ekki svo alvarlegt að skera þurfi niður áður ákveðinn kvóta. Fiskifræðingar við hafrannsókn- arstofnunina í Björgvin segja ástæðuna þá að líklega séu ekki notaðar réttar aðferðir við mæling- arnar. Erfitt sé að meta stofnstærð og í ljós hafi komið að menn hafi ofmetið stærð góðra árganga. Of snemmt sé hins vegar að segja til um raunverulega stærð. Þetta kemur fram í bréfi fiski- fræðinga í Björgvin til Alþjóðlegu hafrannsóknarstofnunarinnar, IC- ES, í Kaupmannahöfn. Leggja norsku fiskifræðingarnir til að rannsóknaraðferðir við mat á fiski- stofnum verði teknar til endurskoð- unar. Kabul. Reuter TALEBAN-hreyfingin, sem nú fer með völd í tveimur þriðju hlutum Afganistans, kveðst hafa náð á sitt vald borgunum Kunduz og Sar-i- Pul auk Shibar þjóðleiðarinnar sem liggur til borgarinnar Bamiyan í Mið- Afganistan og er auk þess mik- ilvægur tengilið- ur við norðurhér- uð landsins. And- stæðingar þeirra neita hins vegar öðru en því að Kunduz hafi fallið. Yfirlýsing Talebana um nýja landvinninga kom degi eftir að Abdul Malik, sem áður var háttsett- ur í liði andstæðinga hreyfingarinn- ar, gekk til liðs við hana. Malik, fylkisstjóri Faryab-fylkis var bróðir Rasul Pahlivan, sem þjónað hafði sem herforingi í liði Abdul Rashid Dostum, en tekinn var af lífi í fyrra. Liðhlaup hans kom af stað uppreisn í að minnsta kosti fjórum norðurhéruðum lands- ins sem eru á valdi Dostums. Hóta „íslömsku réttlæti" Talsmaður andstæðinga Tale- ban sagði einnig að Taleban hefði unnið landvinninga í suðurhluta Faryab en ekki náð til höfuðborgar fylkisins Maimana. Sagði hann alla áherslu verða lagða á að endur- vinna Malik í flokk uppreisnar- manna og að lið hefði verið sent til Jawzjan til að hefta framsókn Taleban inn á landsvæði Dostum. Æðsti leiðtogi Taleban, Mullah Mohammad Omar, hvatti alla and- stæðinga Taleban til að ganga til liðs við hreyfinguna, ella muni þeir mæta „íslömsku réttlæti". Einnig varaði hann nágrannaríki Afganist- ans við að blanda sér í innanríkis- mál landsins. Taleban hefur ásakað Rússland, Iran og Úsbekistan um að styðja andstæðinga sína, en andstæðingar þeirra segja Taleban njóta stuðn- ings Pakistans, Saudi-Arabíu og Bandaríkjanna. Yfirmenn öryggismála í ná- grannaríkinu Tadjíkistan, sem bæði óttast að átökin breiðist út svo og nýja bylgju flóttamanna frá Afgan- istan, héldu neyðarfund í kjölfar átakanna. Abdul Rashid Dostum Norðmenn unnu fyrir CIAí Víetnam NORSKA sjónvarpið hefur upplýst að þrír norskir skip- stjórar hafi starfað fyrir banda- rísku leyniþjónustuna, CIA, í Víetnam, skömmu áður en Ví- etnamstríðið braust út árið 1964. Voru mennirnir ráðnir með milligöngu norsku leyni- þjónustunnar ári fyrr og störf- uðu í Norður-Víetnam. Norski varnarmálaráðherrann, Jorgen Kosmo, hefur lýst því yfír að ráðning mannanna kunni að hafa brotið í bága við lög. Stóðst vantraust TYRKNESKA stjórnin stóðst vantrauststillögu sem stjórn- arandstöðuflokkarnir lögðu fram á þingi í gær. Mjótt var þó á mununum því 265 greiddu atkvæði gegn stjórninni en 271 studdi hana. Gagnrýni hefur aukist mjög á flokk heittrúaðra múslima í stjórninni, þar sem þeir þykja ýta undir starfsemi ýmissa hópa heittrúarmanna. Hafa m.a. þrír ráðherrar sam- starfsflokks þeirra sagt af sér vegna þessa. • • Okuþór í for- setaframboð FYRRVERANDI kappakst- urshetja, Carlos Reutemann, hefur lýst því yfir að hann hyggist bjóða sig fram til emb- ættis forseta Argentínu, en Carlos Menem lætur af emb- ætti forseta eftir tvö ár. Kvaðst Reutemann í gær hafa sagt Menem af fyrirætlunum sínum og að forsetinn hefði heitið sér fullum stuðningi. Eignir Harriman á uppboði EIGNIR Pamelu Harriman, sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi, sem lést fyrr á árinu, voru seldar á 4,7 milljónir dala, rúm- lega 330 milljónir ísl. kr. á upp- s boði hjá Sotheby’s á' mánudag. Á meðal muna í eigu hennar var mynd sem Winston Churchill, fyrrum forsætisráð- herra Breta og tengdafaðir Harriman, málaði af vínflösk- um. Um 800 manns voru við uppboðið og fékkst mun hærra verð fyrir munina en búist hafði verið við. Tíkin Millie dauð MILLIE, tík George og Bar- böru Bush, fyrrverandi for- setahjóna, drapst á mánudag, 12 ára gömul. Millie öðlaðist frægð er út kom bók, sem eignuð var henni, um lífið í Hvíta húsinu, en forsetafrúin mun hafa aðstoðað hundinn við ritun bókarinnar. Pamela Harriman

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.