Morgunblaðið - 21.05.1997, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 23
LISTIR
Gunnar klárar með
Rodolfo í Lyon
París. Morgunblaðið.
GUNNAR Guðbjörnsson tenór-
söngvari syngur nú sitt stærsta hlut-
verk til þessa í óperunni í Lyon.
Hann syngur Rodolfo í La Boheme
og á fímmtudaginn er síðasta sýn-
ingin á dagskrá og þar með lýkur
föstum samningi Gunnars í Lyon.
Hann ætlar í lausamennsku, „meiri
áhætta peningalega fyrir fjölskyldu-
mann en meira spennandi fyrir
söngvara". í júlí syngur hann með
sinfóníu Savoie-héraðs, Serenöðu
fyrir tenór og hom eftir Benjamin
Britten (Marlhes 23., Taninges 24.,
Montsapey 26. og Clermont 31.)
Skipst á við Gedda
Síðan tekur við „sumarfrí" á ís-
landi með upptöku geislaplötu og
ef til vill tónleikum út um land og
í október syngur Gunnar í Mahogony
Kurts Weills í Bastillunni í París. í
desember er ætlunin að syngja í
Singapúr, nokkuð sem kom til vegna
tónleikagesta sem heyrðu í Gunnari
á Kirkjubæjarklaustri, og í Þýska-
landi í tónleikaröð á móti Nicolai
Gedda, sem hefur þjálfað Gunnar.
Svo er söngvarinn bókaður í Hol-
lendinginn fljúgandi í Lille eftir ára-
mót og áður, í mars, heldur hann
tónleika í Óðinsvéum og Flensborg
í Danmörku. Fleiri verkefni bíða
staðfestingar, „bíða eftir stjörnun-
um, sem ganga fyrir minna þekktum
mönnum“.
ÁLAFOSSKÓRINN.
Alafoss-
kórinn með
tvenna
tónleika
ÁLAFOSSKÓRINN lýkur vetrar-
starfí sínu með tvennum tónleik-
um. Þeir fyrri verða í Bæjarleik-
húsinu í Mosfellsbæ miðvikudaginn
21. maí kl. 20.30 og þeir seinni í
Grensáskirkju fimmtudaginn 22.
maí kl. 20.30.
Sungin verða íslensk lög og nýtt
verk, Eyjan, eftir söngstjóra kórs-
ins, Helga R. Einarsson. Undirleik-
ari er Aðalheiður Þorsteinsdóttir.
Gersemar
úr rafí
SÝNING á hlutum úr rafher-
berginu svokallaða hófst í
Moskvu um hvítasunnuhelgina
en þeir hurfu i heimsstyrjöldinni
siðari frá Sovétrílyunum. Höfðu
þýskir nasistar gersemar úr rafi
og mósaíkmyndir úr herberginu
á brott með sér í stríðinu og
hefur ekkert til þeirra spurst,
þar til nýlega, að þýskir og rúss-
neskir tollverðir gerðu yfir 1.300
kg. af rafi og myndum upptæk
hjá smyglurum. Eru munirnir nú
á sýningu í höll Katrínar miklu
í borginni Púshkín, skammt frá
Pétursborg.
Laxnessár í Norræna húsinu
Matthías ræðir sam-
töl sín við Halldór
Ný tímarit
ÚT ER komið vorhefti bókmennta-
tímaritsins Andblæs, en tímaritið
kemur nú út í sjötta sinn. í Andblæ
hefur frá upphafí verið lögð áhersla
á að birta nýjan frumsaminn skáld-
skap.
Eins og jafnan kennir margra
og ólíkra grasa í ritinu, höfundar
eru 22 á ýmsum aldri, sumir að
stíga sín fyrstu skref á ritvellinum,
aðrir þjóðkunn skáld. í hópi hinna
síðarnefndu eru Kristján Karlsson,
Matthías Johannessen og Þóra
Jónsdóttir, ásamt norska skáldinu
Knut 0degárd sem búsettur hefur
verið hérlendis um árabil. Ljóð
hans birtast í þýðingu Jóhanns
Hjálmarssonar og Matthíasar Jo-
hannessen. Tímaritið Andblær flyt-
ur bæði ljóð og laust mál. Ritstjóri
er Þorvarður Hjálmarsson og í rit-
nefnd eru félagar úr Ritlistarhópi
Kópavogs.
Andblær er 73 síður, skreyttur
myndum eftir íslenska grafíklista-
menn. Forsíðumynd er eftir Ágúst
Bjarnason. Ritið fæst íáskrift hjá
ritstjóra ogritnefnd, ogeráskrift-
argjald 500 kr., en einnig í lausa-
sölu á 700 kr.
Á 95. afmælisári Halldórs Laxness
verður efnt til margvíslegrar um-
fjöllunar um skáldið og verk þess á
vegum Vöku-Helgafells og Laxness-
klúbbsins. Þar á meðal er röð fyrir-
lestra í Norræna húsinu. Fimmtu-
daginn 22. maí heldur Matthías Jo-
hannessen skáld og ritstjóri fyrir-
lestur um samtöl sín við Halldór
Laxness frá ýmsum tímum. Erindið
hefst klukkan 17.15, er öllum opið
og aðgangur ókeypis. Þetta er fyrsti
fyrirlesturinn sem efnt er til í tilefni
af afmælisári Halldórs Laxness, en
Nóbelsskáldið varð sem kunnugt er
95 ára hinn 23. apríl síðastliðinn.
í kynningu segir: „Samtöl Matt-
híasar Johannessen við Halldór Lax-
ness taka til ólíkra þátta, fy'alla jafnt
um bernsku Halldórs og skoðanir
hans á fyrirbærum í nútímanum,
skáldskap og stjórnmál, nútíð og
fortíð - í raun er þeim fátt óviðkom-
andi í þessum samræðum. Þær vitna
um viðhorf Nóbelsskáldsins á ýms-
um tímum, verk hans og þau djúpu
spor sem hann hefur skilið eftir í
sögu og menningu þjóðarinnar.
Samtölin eru þó öðru fremur
skemmtileg, í tilsvörum skáldsins
er oft leiftrandi fyndni en um leið
djúp alvara, jafnvel harmur. í fyrir-
lestri sínum í Norræna húsinu á
fimmtudaginn klukkan 17:15 rifjar
Matthías Johannessen upp þessi
samtöl og kynni sín af skáldinu.
Hann hefur víða birt samtöl sín við
Halldór, m.a. í bókinni Skeggræðum
gegnum tíðina.
Annar fyrirlesturinn á vegum Lax-
nessklúbbsins og Vöku-Helgafells
verður miðvikudaginn 11. júní í Nor-
ræna húsinu. Þá ræðir Skúli Bjöm
Gunnarsson um handrit Halldórs
Laxness sem afhent hafa verið
Landsbókasafninu til varðveislu en
hann hefur unnið að flokkun þeirra
þar.
Kraftlítið eldgos
KVIKMYNPIR
Iláskólabíó/
BíóhölI i n
TINDUR DANTES
(Dante’s Peak) Vi
Leikstjóri: Roger Donaldson.
Handrit: Leslie Bohem og Allan
Scott Tæknibrellur: Ranch
Entertainment/ CIS Hollywood/
Computer Film Company/ Digital
Domain. 110 mín. Bandarísk.
Universal Pictures/ Pacific
Westem. 1997.
í AUGLÝSINGUM fyrir Tind
Dantes er áhorfendum lofað
hraða, spennu og tæknibrellum.
Það verður að segjast að kvik-
myndinni tekst ekki að standa
undir þessum loforðum. Leik-
stjóri myndarinnar, Roger Don-
aldson, virðist telja að það sé nóg
að sveifla myndvélinni, skipa
leikurum að hlaupa um og skella
nokkrum tölvutæknibrellum með
til þess að skapa hraða eða
spennu.
Söguþráður myndarinnar og
aðalpersónur eru einstaklega
óspennandi. Tindur Dantes
skreiðist áfram milli rútínuatriða
hamfaramynda án þess að vekja
minnsta áhuga manns á yfirvof-
andi eldgosi. Hetjan er að sjálf-
sögðu ein fullviss um að eldgos
sé á næsta leiti en enginn trúir
honum. Tölum og línuritum er
veifað í miklum ákafa en auðvit-
að hefur hetjan rétt fyrir sér, það
vita allir. Fólk keppist um að
taka rangar ákvarðanir en þetta
er stórslysamynd svo það er ekki
við öðru að búast.
Leikararnir fara með sínar
aulalegu línur án nokkurra til-
þrifa. Það var helst Charles
Hallahan sem sýndi sannfæring-
arkraft í hlutverki yfirmanns
hetjunnar. Pierce Brosnan leikur
hetjuna af þvílíku máttleysi að
sjaldan hefur maður séð jafn
óáhugaverða persónu á hvíta
tjaldinu. Hann á að hrífast af
bæjarstjóra smábæjarins sem er
í hættu, en hann er leikinn af
Lindu Hamilton. Það eina sem
er gott hjá henni er útlitið. Hún
er mjög þreytuleg alla myndina,
enda á persóna hennar að vera
einstæð tveggja barna móðir sem
rekur sitt eigið fyrirtæki auk
þess að vera bæjarstjóri. Þegar
eldgos bætist við og hún þarf að
þeytast upp og niður fjallið með
Brosnan og börnin er ekki nema
von að konan líti þreytulega út.
Ég beið eftir eldgosinu og
hugsaði, allt í lagi, hamfara-
myndir eru ekki þekktar fyrir
stórleik eða spennandi söguþráð
heldur grípandi tæknibrellur,
þetta hlýtur að batna. Loks gaus
eldfjallið. Brosnan og Hamilton
hlupu undan öskufalli, keyrðu
yfir hrauneðju og reyndu að var-
ast að fá steina í hausinn. Smá
snurða hljóp á þráðinn, flestum
var bjargað, síðan var allt búið
en ég var ennþá að bíða eftir
atriðum sem væru sambærileg
við stórspennumynd síðasta sum-
ars, Twister. Þau komu bara
aldrei.
Tæknibrellurnar voru þarna,
en þær voru einfaldlega óspenn-
andi og ekkert sérlega glæsileg-
ar. Allt var reynt til þess að hrella
aðalsöguhetjurnar. Aska, súrt
vatn, hraunelfur, hraunhnullung-
ar, eldsvoðar, sprengingar og
flóð koma öll við sögu, en tókst
engan veginn að skelfa mann.
Þegar tæknibrellurnar vekja ekki
aðdáun í hamfaratæknibrellu-
mynd eins og Tind Dantes er
ekkert eftir.
Anna Sveinbjarnardóttir
Damr ráða ekki við að
kaupa Gauguin-mynd
Kaupmannahöfn. Morgfunblaðið.
NY Carlsberg-sjóðnum dugðu ekki
til þær 20 milljónir danskra króna,
sem ætlaðar voru til að kaupa sjálfs-
mynd af Gauguin. Málverkið var í
vikunni á uppboði í New York og
þar ætlaði sjóðurinn að krækja í
myndina í viðbót við safn mynda á
Glyptotekinu eftir þennan franska
málara, sem bjó um hríð í Danmörku
og átti hér konu og börn. Myndin
var á endanum seld óþekktum kaup-
anda á 3,5 milljónir Bandaríkjadala.
Danirnir hættu að bjóða í þegar
verðið var komið upp í 3,1 milljón
Bandaríkjadala, en ef þeir hefðu náð
myndinni á því verði hefði myndin
þar með orðið sú dýrasta sem keypt
hefur verið á danskt safn.
Forráðamenn sjóðsins segja að
með þessu sé ljóst að Danir eigi
ekki lengur erindi á alþjóðleg upp-
boð, þar sem boðin eru upp málverk
gömlu meistaranna. Dýrasta verkið
á uppboðinu var konumynd eftir
Renoir, sem seld var á 12,4 milljón-
ir dala. Ny Carlsberg-sjóðurinn er
öflugasti listaverkakaupasjóður
Dana og er fjármagnaður með bjór-
sölu Carlsberg. Til samanburðar má
geta þess að Statens Museum for
Kunst, danska ríkislistasafnið, hefur
aðeins um fímm milljónir danskar
til listaverkakaupa á ári.
B rúðarkjólaefni.
B rúðarkjólasnið.
Blúnduefni.
Leggingar o.fl.
VIRKA
Mörkinni 3 (við Suðurlandsbraut).
Lokað á laugardögum frá 1/6.