Morgunblaðið - 21.05.1997, Side 29

Morgunblaðið - 21.05.1997, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 29 AÐSENDAR GREINAR Óbyggðir íslands og almannahagsmunir A SIÐASTA ári voru málefni miðhá- lendisins mjög til um- ræðu manna á meðal og létu þá fjölmiðlar sig sannarlega varða margt það, sem snertir eignarrétt yfir há- lendissvæðum, stjórn skipulags- og bygging- armála þar, fyrirhug- aða eða mögulega vegagerð eða annars konar mannvirkjagerð, framtíð ferðamála á hálendinu almennt og umferðar- og dvalar- rétt almennings á land- svæðum utan byggða. Páll Sigurðsson af hálendinu (en ekki annarra landsmanna, sem þó eru margfalt fleiri en hinir fyrr- nefndu), hefur unnið að hin síðustu árin, er brýnt að vekja menn til gagnrýnnar um- hugsunar og umfjöll- unar um skipulag og önnur málefni hálend- isins á almennum vett- vangi. Eins og margir munu minnast, var á fyrra ári m.a. talsvert rætt um eignarrétt (grunneignarrétt og annars konar einka- Kom þá í ljós, að almenningur læt- ur sig þessi mál varða, enda um mikla hagsmuni að ræða fyrir landsmenn alla, sem nú eru uppi, og ekki síður fyrir óbornar kynslóð- ir íslendinga sökum þeirrar ómæl- anlegu auðlegðar, sem felst í óbyggðalendum okkar, þegar rétt er metið. Skyldu menn þá minnast þess, að miðhálendið er dijúgur hluti fjóstuijarðar okkar, en sann- ast sagna hefur þó margt verið á huldu um margvísleg grundvallar- atriði, sem það varða. Svo sem við mátti búast og eðlilegt verður að teljast í lýðræðisríki komu fram margvísleg viðhorf til þessara mála - og stundum látin í ljósi af tals- verðri festu - en hvað sem því líð- ur var mikilsvert, að líflegri um- ræðu og umfjöllun var haldið uppi um skeið og ljóst var að sú umfjöll- un snart strengi tilfinninga meðal margra og hvatti almenning til umhugsunar um framtíð þess snara þáttar af þjóðarauðlegð okkar, sem felst í ósnortnum víðernum hálend- isins - söndum, jöklum, hraunum og gróðurvinjum. Um allnokkurt skeið hefur þó verið hljóðara um þessi mikilvægu mál en heppilegt megi kalla, því að lifandi og örv- andi umræða um þetta þjóðmála- svið má síst niður falla. Með vak- andi athygli og fijálsri umræðu getur almenningur m.a. veitt ráða- mönnum hollt aðhald, þannig að ekki verði teknar vanhugsaðar ákvarðanir um framkvæmdir eða aðrar ráðstafanir, sem skipt geta sköpum um framtíð hálendisins. Ymislegt er nú á döfínni, sem mikilvægt er, að áhugamenn um þessi efni fylgist vel með, og annað hefur einnig gerst, sem óhjákvæmi- lega hefur áhrif á framtíðarskipan tiltekinna þátta óbyggðamálefn- anna. I ljósi þess m.a., að brátt munu skipulagsyfirvöld hefja al- menna kynningu á tillögum um skipulag miðhálendisins, sem nefnd, skipuð fulltrúum þeirra hér- aða einna, er gera tilkall til skáka Stóll aida Hönnun Richard Sapper Verð kr. 6.9S0, kr. 6.600 stgr. réttindi) yfir hálendinu eða einstök- um hlutum þess og ber þá jafn- framt að minnast þess, að á undan- förnum árum hafa gengið allnokkr- ir hæstaréttardómar, þar sem skor- ið var úr um eignarrétt á afmörkuð- um hálendissvæðum. Hefur niður- staðan þar oftar en ekki orðið sú, að krefjendur eignarréttar hafa eigi getað sannað beinan eignarrétt sinn yfir svæðunum - og þess er meira að segja alkunnugt dæmi, að íslenska ríkið fékk ekki viður- kenndan grunneignarrétt sinn yfir allstóru öræfasvæði (Landmanna- afrétt), enda þótt jafnframt væri ljóst að aðrir þeir aðilar, sem hags- muna höfðu að gæta, gætu ekki heldur talist eigendur svæðisins. En nýverið urðu enn tíðindi á þessu sviði. Hinn 10. apríl sl. gengu í Hæstarétti dómar í tveimur mál- um, þar sem reyndi á kröfur tiltek- inna sveitarfélaga norðanlands um, að viðurkenndur yrði grunneignar- réttur þeirra yfir afmörkuðum en allvíðáttumiklum afréttarlöndum á hálendinu. Var þar annars vegar um að ræða kröfu Svínavatnshrepps og Torfalækjarhrepps í Austur- Húnavatnssýslu um, að þeim yrði dæmdur fullkominn eignarréttur Mörkinni 3, sími 588 0640 casa@treknet.is Bolta- og skrúfufrítt kerfi Hillukerfi með milligólfi sem fullnýtir lofthæð Auðvelt í uppsetningu Fagleg ráðgjöf ISOldehf. Umbods- & heildverslun Faxafeni 10 • 108 Reykjav/k Sími 581 1091 • Fax 553 0170 Hæstiréttur hefur í dómum á síðari áratug- um, segir Páll Sigurðs- son í þessari fyrri grein sinni, markað skýra og afdráttarlausa stefnu um kröfur til sönnunar um eignarhald. yfir Auðkúluheiði, sem teygist inn á Kjöl, vestan Blöndu, og tekur m.a. yfir Hveravallasvæðið, sem nokkuð bar á í fjölmiðlaumfjöllun á síðasta ári. Hins vegar var jafn- hliða, en í öðru dómsmáli, fjallað um meintan eignarrétt Bólstað- arhlíðarhrepps í Austur-Húnavatns- sýslu og Lýtingsstaðahrepps og Seyluhrepps í Skagafjarðarsýslu til svonefndrar Eyvindarstaðaheiðar, sem jafnframt nær inn til Hofs- jökuls milli Blöndu og Jökulsár vest- ari. Gerðu hreppar þeir, er hér voru nefndir, kröfu á hendur Landsvirkj- un um bætur vegna skerðingar á hagsmunum, sem þeir töldu leiða af hinum beina eignarrétti sínum yfir þessum landsvæðum. Skemmst er frá því að segja, að Hæstiréttur féllst ekki á þessar kröfur hrepp- anna. Varð það niðurstaða hans, að ekki væri nægilega í ljós leitt, að umrædd landsvæði hefðu nokk- urn tíma verið undirorpin beinum eignarrétti neins þess aðila, sem hér gat komið við sögu fyrr á öldum og allt til þessa dags, enda þótt snemma hefði stofnast réttur til hefðbundinna beitarafnota á þess- um afréttum. Skipti þá ekki máli allvíðtækt orðalag afsalsgeminga yfir þessum svæðum frá fyrri tíð, svo og annara löggeminga (sumra einhliða) sem hugsanlega gátu bent til þess að um beinan eignarrétt væri að ræða, enda gæti aldrei fal- ist í þeim afsölum víðtækari eignar- réttur til handa kaupenda afréttar- lendnanna (og þarmeð þeirra aðila, er nú lögðu fram kröfur sínar), en seljendumir hefðu sjálfir öðlast. Með öðmm orðum: enginn getur selt annað og meira en hann á sjálfur með réttu. Þá var einnig tekið fram í báðum hæstaréttardómunum, að staðhættir og víðátta umræddra heiðalanda væri með þeim hætti, að líkur mæltu gegn óskomðum eignarráðum einstakra jarðeigenda. Skal áhugamönnum um þessi efni, sem eru áreiðanlega margir, bent á að kynna sér dóma þessa, sem em vissulega merkir og stefnu- markandi hvað varðar meintan eignarrétt tiltekinna aðila yfir öðr- um óbyggðasvæðum, þar sem að- stæðum svipar til þeirra, er hér áttu við. Verður að ætla, að sam- bærilegar aðstæður eigi víða við um önnur öræfasvæði og má reynd- ar fullyrða, að kröfur til eignarrétt- ar yfir sumum svæðum yrðu studd- ar mun veikari gögnum og rökum, ef til kæmi, en fyrmefndir hreppar gátu þá teflt fram í umræddum dómsmálum. Á hinn bóginn má ekki gleyma því, að þess finnast dæmi að dómstólar hafi viðurkennt fullkominn eignarrétt tiltekinna aðila yfir vissum skákum af hálend- inu, þar sem fyrirliggjandi gögn þóttu veita næga sönnun í því efni - þótt þau dæmi séu mun færri en hin, þar sem kröfum um viður- kenningu eignarréttar var hafnað með dómi. Sé litið heildstætt á þá dóma, sem á síðari áratugum hafa gengið um meintan eignarrétt til- tekinna aðila yfir öræfasvæðum, má hiklaust draga þá ályktun, að Hæstiréttur hafi fyrir alllöngu markað skýra og afdráttarlausa stefnu um það, að gera verði mjög ríkar kröfur til sönnunar um að stofnast hafi beinn eignarréttur einstakra aðilja að afmörkuðum hlutum hálendisins eða að þess háttar réttur sé enn við lýði. Þá er og Ijóst, að dómstólar hafa nú staðfest, að nokkrar vænar skákir af miðhálendinu lúti ekki eignar- ráðum þeirra aðila, sem gert höfðu kröfu þar um, og ætla verður með fullum rökum, að hið sama eigi við um mörg önnur öræfasvæði. Hlýtur þetta m.a. að hafa áhrif á umræðu meðal almennings og stjórnmála- manna um framtíðarskipan hálend- ismálefnanna og móta jafnframt að nokkru efni þeirrar löggjafar, sem nauðsyn ber til að sett verði um þau innan tíðar, svo sem nánar verður vikið að í síðari grein minni. Höfundur er prófessor við Lagadeild Háskóla íslands í tilefni sjötíu og fimm ára afmælisárs .* ,í Bræðranna Ormsson bjóðum við nokkra vöruf lokka á sérstöku sumarverði á meðan birgðir endast! OMEER The Art of Entertainment Eitt verð DEH 425 Bíltæki m/geislaspilara • 4x35w magnari • Útvarp/geislaspilari • Laus framhliö-þjófavörn • Aðskilin bassi og diskant • Loudness • BSM ♦ 18 stööva minni • RCA útgangur M-COM 506 1 Þyngd 215g • ' Taltími 3 klst. Biðtími 60 kl • Data/Fax 9600 bps Sf » lí & i lí ^ioonn-jpi ^lndesíl Helluborö í stáli og hvitur ofn • Ofn: undir og yfirhita • Blástur *Gril1 Eittverð Attu þ< að gleym< SHARP QZ-4000 Skipuleggjari Afar nettur en öflugur skipuleggjari sem gerir þér kleift að halda utan um ýmsar upplýsingar á einfaldan og þægilegan mála. ffW39.900.-1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.