Morgunblaðið - 21.05.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 31
SVR stefnir
á stundvísi
ÞJÓNUSTA SVR
er í stöðugri þróun
og öðru hveiju þarf
því að gera breyting-
ar á henni. Hinn 15.
ágúst í fyrra voru
gerðar mjög veiga-
miklar breytingar,
en gamla kerfið var
að stofni til frá 1970.
Akstursleiðum var
breytt og tíðni stór-
aukin. Sem dæmi má
nefna að nú eru
vagnar á um 5 mín-
útna fresti milli
Hlemmtorgs, Lækjar-
torgs og Kringlu og á
annatíma eru ferðir á
10 mínútna fresti að og frá úthverf-
um. Einnig var upplýsingaefni end-
urbætt með nýrri leiðabók og leiða-
kerfí í símaskránni.
Skipulagning á
almenningssamgöngum
Þegar unnið er að hönnun á al-
menningssamgöngum er margs að
gæta. Þau atriði sem snúa beint
að viðskiptavinum eru meðal ann-
ars: Tíðni ferða, akstursleið, viðmót
starfsfólks, upplýsingar, göngu-
vegalengdir, aksturstími og stund-
Þjónusta SVR er í stöð-
ugri þróun. Jóhannes
Sigurðsson segir óskir
viðskiptavinanna ráða
ferðinni.
vísi. Þessi atriði hafa mismikið
vægi hjá ólíkum hópum viðskipta-
vina. Sumir leggja mest upp úr
stuttum gönguvegalengdum og
vingjarnlegu viðmóti starfsfólks, á
meðan aðrir leggja mesta áherslu
á stundvísi, öra tíðni eða stuttan
aksturstíma. Sum þessara atriða
vinna hvert gegn öðru. Stytting
gönguvegalengda í hverfum þýðir
að vagnar þurfa að aka lengri leið
og eru þar af leiðandi lengur í ferð-
inni. Upplýsingar þurfa einnig að
vera einfaldar og aðgengilegar
þannig að sem flestir eigi auðvelt
með að setja sig inn í kerfið.
Kröfur um stundvísi
Það atriði sem margir farþegar
leggja nú hvað mesta áherslu á er
stundvísi vagna. Við þessu viljum
við hjá SVR bregðast og við endur-
skoðun á kerfinu hefur mikil
áhersla verið lögð á þetta atriði. í
maí 1995, áður en kerfinu var
breytt, voru gerðar tímamælingar
í Mjódd. Þá voru 11% vagna meira
en 5 mínútum of seinir. I septem-
ber 1996, stuttu eftir leiðakerfis-
breytingarnar, voru aftur gerðar
samskonar mælingar í Mjódd og
voru þá 6% vagna meira en 5 mín-
útum of seinir. Þessar mælingar
sýna að það stefnir í rétta átt.
Hvenær er
vagn of seinn?
í fljótu bragði má draga þá
ályktun að vagn sem ekki er kom-
inn á auglýstum tíma, þ.e. á mínút-
unni, sé of seinn. Svo er hins vegar
ekki. Tímaáætlanir eru miðaðar við
að ytri aðstæður, svo sem veður,
færð og umferð, séu í meðallagi
og ennfremur farþegafjöldi. Gert
er ráð fyrir að vagnar aki ekki af
viðkomustöðum á undan áætlun,
þótt aðstæður séu betri en í meðal-
lagi. Á hinn bóginn eru aðstæður
stundum erfiðar, t.d. þegar færð
er slæm, umferð þung eða farþega-
fjöldi mikill. Þá getur
verið ógerlegt að
fylgja tíma-áætlun ná-
kvæmlega og geta
vagnar þá orðið á eftir
áætlun. Það er því
beinlínis gert ráð fyrir
því að vagn geti orðið
á eftir áætlun þegar
aðstæður bjóða svo.
Þessi fyrii-vari á tíma-
setningu leiða hefur
verið allt frá 1970 hjá
SVR.
Algengt er að vögn-
um sé ætlað 40-50
mínútur í u.þ.b. 20 km
langa ferð og ekki þarf
mikið að gerast svo
vagn tefjist um nokkrar mínútur.
Allir sem ferðast í umferðinni í
Reykjavík vita þetta. Ef tafir verða
meiri en 5 mínútur veldur það við-
skiptavinum óþægindum og er þá
mikilvægt að málið sé skoðað strax
og gripið til viðeigandi ráðstafana.
Áhrifaþættir
á stundvísi vagna
Segja má að þeir þættir sem
mest áhrif hafí á stundvísi vagns
séu tímaáætlunin, umferðin, far-
þegafjöldinn, ökumaðurinn og
framkvæmd aksturs og önnur ytri
skilyrði, s.s. veður, færð, skyggni
o.þ.h.
Ljóst er að tímaáætlun getur
verið það þröng, að ógerlegt er að
vera á réttum tíma. Ef svo er,
ættu vagnar nánast alltaf að vera
of seinir, óháð hinum þáttunum
fjórum.
Umferð í Reykjavík er breytileg
frá einum tíma til annars. Er þá
átt við árstíðasveiflur, dagasveifl-
ur, og svo sveiflur innan hvers
dags. Vitað er að umferðartoppar
eru fyrir hendi, milli 7:30-8:30
virka daga, og svo aftur seinni
part dags. Ljóst er að umferð hefur
veruleg áhrif á stundvísi vagna
SVR og ólíklegt að vagnar standist
áætlun þegar hún er mest. Ein leið
til að draga úr neikvæðum áhrifum
umferðarþunga er að auka forgang
SVR í umférðinni, en í dag er að-
eins um slíkan forgang að ræða á
fáum stöðum í borginni.
Farþegafjöldi er einnig breyti-
legur frá einum tíma til annars.
Sveiflur í farþegafjölda fylgja
nokkuð sveiflum í umferð, þ.e. um
er að ræða sveiflur milli mánaða,
daga, og svo tímabiia innan hvers
dags. Mikill toppur er milli kl. 7-9
virka daga og svo aftur seinni part
dags.
Rétt eins og í öðrum þjónustufyr-
irtækjum hefur mannlegi þátturinn
áhrif á framkvæmd þjónustunnar.
Því er hér um mikilvægan þátt að
ræða sem þarf að hafa í huga þeg-
ar lagt er mat á virkni leiðakerfis-
ins og gæði þjónustunnar yfirleitt.
Veður, færð, skyggni o.þ.h. hef-
ur veruleg áhrif á stundvísi vagna
SVR. Slæm færð hægir á allri
umferð, jafnt umferð strætisvagna
sem og umferð einkabíla. Einnig
getur mikil rigning haft samskonar
áhrif.
Breyttar áherslur
Því miður höfum við hjá SVR
ekki stjórn á öllum þeim atriðum
sem hafa áhrif á stundvísi vagna.
Við störfum hins vegar á markaði
sem gerir kröfur og okkar verkefni
er að koma til móts við þessar kröf-
ur.
Ekki er mögulegt án óheyrilegs
kostnaðar að hanna þannig kerfí
að vagnar verði alltaf, án undan-
tekninga, á réttum tíma. Mörg at-
vik sem valda töfum gerast á hveij-
um degi. Óhöpp verða í umferð-
inni, vagnar bila og lenda í umferð-
Jóhannes
Sigurðsson
arteppum. Ekki er heldur vænlegur
kostur að stilla upp tímatöflum sem
taka fullt tillit til allra þessara at-
riða. Þær yrðu þá svo flóknar að
fáir myndu hafa fyrir því að setja
sig inn í kerfið. Hinsvegar er hægt
með margskonar aðgerðum að lág-
marka tafir og er stöðugt unnið
að því. Til að koma til móts við
óskir viðskiptavina og vagnstjóra
var aukin áhersla lögð á stundvísi
vagna þegar núverandi tímatöflur
voru skipulagðar. Almennt er vögn-
um nú ætlaður meiri tími til að
fara á milli staða en áður var. Þetta
hefur í för með sér að vagnar verða
oftar á réttum tíma, farþegar geta
betur treyst á tímaáætlunina og
bið á biðstöðvum styttist. Vagn-
stjórar fá lengri tíma til að vinna
verkið og vinnuálag minnkar.
Framtíðin
Þó að nú hafi verið gerðar raun-
hæfar breytingar sem auka stund-
vísi vagna er okkur það ljóst að
hægt er að gera enn betur, til
dæmis með auknum forgangi
vagna, stýringu á umferðarljósum,
nýjum og betri vögnum auk fjölda
annarra atriða sem minnka vægi
þeirra þátta sem við höfum ekki
stjórn á. Þetta er meðal þess sem
við hjá SVR ætlum okkur að vinna
að til þess að færa okkur enn nær
því marki að vera ávallt á réttu
mínútunni.
oppunnn
í örbylgjuofnum
DAEWOO - arftaki Toshiba ofitanna vinsœlu!
• Mikið úrval,
19-241.
• Aflmiklir
• Snúningsdiskur
• Fástmeð grilli
og blæstri
• Fyrirferðarlitlir
• Ókeypis ráðgjöf
hjá hússtjórnar-
kennara okkar
Verð frá kr.
16.910 stgr.
DAEWOO - stœrsti frantleiðandi
örbylgjuofna í Evrópu!
Einar Farestveit & Co. hf.
Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900
Höfundur er forstöðumaður
þjónustusviðs SVR.
FAiT i AFOUKUM í LTFJAVfRSLUNUM UM IANU ALII • UMF-.QOUAtittI Á ÍSIANDI: H.0.0. F>fcild»Krilun, simi 568 'IVOO
Hita-
og kælibakstrar
SOFTOUCH hita- og
kælibakstrarnir eru einfaldir í
notkun og eru hitaðir í
örbylgjuofni eða kældir í frysti.
Sjúkraþjálfarar mæla
eindreglð með SOFTOUCH
15x25 cm lítill
25x33 cm stór
15x50 fyrir axlir