Morgunblaðið - 21.05.1997, Page 36

Morgunblaðið - 21.05.1997, Page 36
-*s 36 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SIGURÐUR HALL- DÓR GÍSLASON v > + Signrður Hall- dór Gíslason fæddist á Hóli í Ólafsfirði 25. des- ember 1923. Hann lést á heimili sínu, Reynihvammi 43, Kópavogi, 13. maí siðastliðinn. For- eldrar hans voru Gísli Stefán Gísla- son, bóndi á Hóli, f. 5. des. 1897, d. 26. mars 1981, og kona hans Kristín Helga Sigurðar- dóttir, f. 6. júní 1897, d. 10. sept. 1986. Sigurður Halldór átti tiu systkini, Önnu Lilju, f. 5. okt. 1920, Gísla Krist- in, f. 10. apríl 1922, Björn, f. 23. júní 1925, Ingibjörgu Soffíu, f. 18. apríl 1927, d. 26. sept. 1927, Ólafíu Jónínu, f. 15. ág- úst 1928, Halldóru Guðrúnu, f. 9. okt. 1929, Petreu Aðalheiði, f. 30. okt. 1930, Ástu, f. 18. ágúst 1933, Guðrúnu Sólrúnu, f. 27. jan. 1935, d. 25. júlí 1935, og Guðmund Jón, f. 24. mars 1937. Hinn 15. ágúst 1956 kvæntist Sigurður Halldór eftirlifandi konu sinni, Fjólu Valdísi Bjarnadóttur, f. 23. des. 1922. Fjóla Valdís var dóttir Bjarna Sigtryggs Jónssonar verkstjóra í Hamri, Reylgavík, f. 28. des. 1890, d. 12. apríl 1969, og konu hans Ragnhildar Einarsdóttur, f. 9. febr. 1893, d. 3. ágúst 1973. Börn þeirra Sigurðar Halldórs og Fjólu eru: 1) Ragnhildur Freyja, f. 16. okt. 1951. M. Helgi Eiríksson, f. 13. okt. 1951. Þau eiga þijár dætur og eina dótturdóttur. 2) Kristín Valdís, f. 6. ágúst 1957. M. Bjarni Þór Guð- mundsson, f. 15. febr. 1955. Þau eiga tvær dætur. 3) Bjarni, f. 23. mars 1961. K. Kristin Bessa Harðardóttir, f. 24. júlí 1963. Þau eiga fimm börn. 4) Ingibjörg Erna, f. 9. nóv. 1964. M. Sveinbjörn Halldórsson, f. 17. sept. 1963. Þau eiga þrjú börn. Sigurður Halldór ólst upp í sín- um stóra systkinahópi á Hóli i Ólafsfirði. Ungur fór hann suð- ur á vertíðir, en vann að sveita- störfum heima í Hóli á sumrum. Þannig var hann í snertingu við atvinnuvegi bæði til sjávar og sveita. Vorið 1965 tók hann við búskap af foreldrum sínum og var bóndi á Hóli næstu þijú árin. Árið 1968 flutti hann með fjölskyldu sína til Kópavogs og þar hefur hann átt heima síðan. Hann hóf þá bráðlega störf við álverið í Straumsvík og starfaði hann hjá ÍSAL til ársloka 1993, en þá hætti hann þar störfum vegna aldurs. Ári síðar greind- ist Sigurður Halldór með krabbamein og stóð síðan bar- átta hans við þann sjúkdóm í tvö og hálft ár. Útför Sigurðar Halldórs fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. + KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR frá Húsavik, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, mánudaginn 19. maí. Júlíus Stefánsson, Pétur Stefánsson, Katrin Júlíusdóttir, Sigríður Ingólfsdóttir, Lúðvík Júlíusson, Stefán Júlíusson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN ÞÓRÐARSON, Víðivangi 1, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi laugar- daginn 17. maí. Anna Þorláksdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir faerum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát INGVARS SIGURBJÖRNSSONAR, Lækjargötu 34d, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og starfsfólki deildar 11E á Landspítalanum. Katrín Hermannsdóttir, Sigurbjörn Ingvarsson, Hjördís Ingvarsdóttir, Gústav Alfreðsson, afabörn, tengdaforeldrar og systkini. Ég vil með fáum orðum minnast tengdaföður míns Sigurðar Halldórs eða „Sigga afa“ eins og hann var alltaf kallaður á heimili mínu. Siggi var perla, sem við munum alltaf minnast með hlýju, þakklæti og virðingu. Það var alltaf gaman, þeg- ar við fórum öll saman norður í Ólafsfjörð að Hóli. Það geymist líka vel í minni, þegar við gengum út á tún, upp í fjall eða niður að á og Siggi afi sagði okkur frá sveitinni sinni, fólkinu sem bjó þar og frá lífinu sem þar var lifað. Helst vildum við hafa Sigga afa og Fjólu með okkur, þegar farið var norður eða í sumarbústað einhvers staðar ann- ars staðar. Bömin spurðu alltaf, ef afi og amma voru ekki með í ferð: Hvenær koma afi og amma? Þeim fannst vanta eitthvað í tilveruna, ef afi og amma vom ekki með. Hjá þeim áttu þau ávallt skjól og ör- yggi. Góðvildin og gamansemin fylgdi þeim og veröldin var fátæk án þeirra. Siggi var laghentur með afbrigð- um og alltaf reiðubúinn að bæta og lagfæra það sem úr skorðum fór. Mér fannst að hann gæti gert við alia hluti. Alltaf var hann kominn til að hjálpa okkur, ef verið var að mála eða lagfæra eitthvað í húsinu. Og alltaf þótti sjálfsagt að fá hann til ráðuneytis, þegar kaupa átti nýtt húsnæði. Það þótti ekki skynsam- legt að leggja í húsakaup nema hann væri með í ráðum. Heimiii þeirra Sigga afa og Fjólu er í daglegu tali nefnt Dvöl. Þar þótti öllum gott að koma og dvelja þar í góðu yfirlæti, slappa af eftir að hafa farið rúntinn niður í bæ í margvíslegum erindagerðum. Alltaf var þar hlýtt og notalegt, alltaf vom allir óðfúsir að koma þar við og alltaf vorum við jafn velkomin. Oft var glatt á hjalla, þegar barnabörnin voru á hlaupum kring- um Sigga afa og hláturinn hans ómar enn í eyrum, smitandi og fagn- andi. Það vora ógleymanlegar stundir. Nú höfum við misst Sigga afa. Missirinn er stór. En við eigum líka mikið, þar sem allar góðu minning- arnar eru. Þær ljóma í huganum, létta okkur sorgina og munu lifa með okkur svo lengi sem ævin end- ist. Siggi afi á sér skýra mynd í huga okkar og hjarta. Ollum minn- ingum um Sigga afa fylgir gleði og þökk. Elsku Fjóla. Megi algóður guð gefa þér styrk í þessari miklu sorg og söknuði sem missir Sigga er fyr- ir þig. Það er sárt að missa, en það er líka gott að eiga minningar um góðan dreng og fágætan eiginmann. Guð blessi þig nú og um alla framtíð. Bessa. Elsku afí minn. Það er skrítið að hugsa til þess að koma til ömmu og vita að þú sitjir ekki í hægindastólnum þínum, með tóbaksdósina í annarri hendi og vasaklútinn í hinni. Þú ert kom- inn til foreldra þinna og ég veit að þér líður vel, en undanfarna daga leið þér ekki sem best. Þú varst allt- af svo hress og hraustur og gafst aldrei upp. Varst alltaf að gera eitthvað og lést þér aldrei leiðast. Þú hafðir allt- af svo mikinn áhuga á öllu sem ég tók mér fyrir hendur og auðvitað vildir þú fylgjast með og fá að vita hvemig gengi. Ég var svo ánægð með að hafa fengið tækifæri til þess að kveðja þig svona inniiega. „Því hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið." Þú varst eins góður afi og afar geta orðið. Elsku afí minn, þótt þú sért nú dáinn munt þú ætíð lifa í hjarta mínu og í hvert skipti sem ég hugsa til þín vakna upp margar góðar minningar. Dauðinn er bara hin hlið- in á lífinu. Ég þakka þér fyrir sam- fylgdina í gegnum lífið og allar góðu stundirnar sem þú veittir mér. Ég bið góðan guð að styrkja og vemda elsku ömmu. Björg Ósk Bjarnadóttir. Kynni okkar Sigurðar Halldórs Gíslasonar hófust fyrir tæpum þrettán ámm, þegar Bjami sonur hans og Kristín Bessa dóttir mín mgluðu saman reytum sínum. Hæg- látur og hlýr var hann, dulur, ofur- lítið kíminn, traustur og fastur fyrir - ekki gefinn fyrir að láta af sínu eftir að hann hafði komist að niður- stöðu um eitt eða annað. Þannig skynjaði ég Sigurð Halldór, þegar ég sá hann fyrst. Og þannig er myndin af honum, sem varðveitt er í huga mínum í dag. Hann var mildur mannkostamað- ur, sem með hógværri hjartahlýju og hávaðalausri gamansemi gæddi umhverfí sitt notalegri hlýju. Vin- átta hans var traust. Það var gott að vera í nálægð hans. Við leiðarlok þakka ég honum samverastundir, kynningu alla og vináttu. Sigurður Halldór lifði ævintýrið í íslensku þjóðfélagi. Hann fæddist í gömlum torfbæ norður í Ólafsfirði og átti heima í honum í nítján ár. Þar átti hann glaðar og góðar stund- ir með foreldmm sínum og systkin- um og kynntist lífi og lifnaðarhátt- um, sem tíðkast hafði öldum saman á íslandi. Hann lifir og tekur þátt í uppbyggingunni, tæknibylting- unni, sem á sér stað á fyrri hluta þessarar aldar, bæði til sjós og lands. Hann verður vitni að furðu- verkum fjölmiðlunar, bæði á skrif- uðu máli og á öldum útvarps og sjónvarps, vitni að því þegar sam- göngur færast frá hestum til bíla, flugvéla og geimskipa. Hann sér samferðamenn sína ganga hröðum skrefum inn á tölvuöldina með nýj- um möguleikum og nýrri framtíðar- sýn. Það fólk, sú kynslóð, sem lifir og hrærist í ævintýmm sem þessum, öðlast reynslu og lífsskilning, sem setur mark sitt á viðhorf og lífssýn þeirra. Þetta fólk getur mörgu miðl- að til samferðamanna sinna og af- komenda. Það er óþijótandi upp- spretta fróðleiks um mannlíf og ævintýri hversdagsins. Sigurður Halldór var einn slíkra manna. Gæfa og gleði Sigurðar var Fjóla eiginkona hans, börnin þeirra og bamabörnin. Heimilið bar vott um myndarskap þeirra hjónanna og gott fegurðarskyn. Hagleikur huga og handar talaði þar ským máli. Sigurður Halldór var einn þessara manna, sem alltaf var sívinnandi hvar sem hann var. Sérhvert verk lék í höndum hans. Verkefnin vora af ýmsum toga og margvísleg og vel af höndum leyst. Sérhvert vandamál sem mætti honum í verki varð að engu í huga og höndum Sigurðar. Fjölskyldan var aðaláhugamál Sigurðar Halldórs og tómstunda- gaman. Eiginkonan og börnin nutu umhyggju hans og hlýju. Með bros á vör og blik í augum sinnti hann barnabörnunum. Og stelpukríli kveikti líf og ijós í svip og fasi lang- afans. Þreyta og þjáning varð að víkja fyrir gleðinni sem langafa- stelpan tendraði í huga hans og hjarta. Þannig var hann alla tíð, ástríkur eiginmaður, umhyggjusam- ur faðir og eftirsóttur afi. Fyrir það uppsker hann mikið og verðskuldað þakklæti. Hjálpsemin var Sigurði í blóð borin. Þeim þætti kynntust vel vinir hans og vandamenn. Ef einhver þeirra var hjálparþurfi á einhvern hátt, bar það ósjaldan við, að Sig- urður Haildór yrði fyrstur á vett- vang með útrétta hjálparhönd. Og það var hamingjusamur og glaður maður, sem rétti fram þá hönd. Ég held, að allir bamgóðir menn séu líka miklir dýravinir. Sigurður Halldór lét sér annt um öll dýr, sem hann umgekkst. Búfénaðurinn í sveitinni var honum yndisauki og hann lét sér annt um hann. F'uglarn- ir sungu honum til gleði og flugurn- ar, sem suðuðu og flugu milli blóma urðu honum til skemmtunar. Það var ákveðinn vilji Sigurðar, að öllum dýmm liði sem best og að vel væri farið með þau, hvort sem þau vom stór eða smá. Sigurður Halldór var mikill ætt- jarðarvinur, elskaði og virti landið sitt og var annt um hag þess og heiður. Hann var umhverfisvænn maður, hlúði að gróðri og gekk um íslenska náttúm með tillitsemi og virðingu. Hreint land og fagurt skip- aði heiðurssæti í huga hans, en hjartað sló norður í Ólafsfirði. Það bar skugga í huga okkar vina og vandamanna Sigurðar Halldórs, þegar við fréttum að hann hefði greinst með krabbamein. Síðan em liðin tvö ár og hálfu betur. En Sig- urður var samur og jafn og lét sér hvergi bregða. Hann gekk sinn veg ótrauður, dulur og kjarkmikill, ákveðinn í að trufia sem minnst ástvini sína og samferðamenn með veikindum sínum. En krabbinn er miskunnarlaus ferðafélagi og sárbeittur þeim sem verða að þola návist hans. Um síð- ustu jól var Sigurður orðinn mjög þjáður og var það allt til dánar- dags, að undanteknum sex vikum. Æðrulaus beið hann þess sem koma skyldi og kveinkaði sér aldrei. Þakk- látur var hann þeim, sem á allan hátt aðstoðuðu hann í veikindunum og léttu honum baráttuna. Og ég þykist vita, að hann hafí orðið hvíld- inni feginn. Kveðjustundin er alltaf sár, þegar lagt er upp í ferðina miklu yfir landamæri lífs og dauða. Sigurði Halldóri fylgja góðar fyrir- bænir og þakklæti vandamanna og vina. ÖIl eigum við þessa ferð fyrir höndum og þá ber okkur til sama lands. Þar munum við hittast að nýju og gleðjast við þá endurfundi. En þangað til yljum við okkur við góðar minningar um drengskap- armanninn Sigurð Halldór Gíslason, sem hógvær og hjartahlýr gengur um hugarsali okkar. Bjartar minn- ingar lýsa og létta sorg. Fjólu, börnum hennar, tengda- bömum, barnabörnum og barna- barnabami sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Ég bið góðan guð að vera með ykkur og styðja ykkur og styrkja í sorg og í gleði um alla framtíð. Guð blessi ykkur öll. Hörður Zóphaníasson Með hlýhug og virðingu í hjarta kveðjum við tengdaföður og vin. Sigurður, eða Siggi eins og hann var alltaf kallaður, reyndist okkur allt frá fyrstu kynnum afar vel. Hann var hæglátur og hlýr í við- móti, það var hans aðalsmerki. Hann var einstaklega hjálpsamur og laginn og fátt var það sem hann ekki gat gert. Siggi var fljótur til þegar einhver í fjölskyldunni þurfti á aðstoð að halda, óbeðinn var hann fyrstur til að mæta þegar við stóðum í framkvæmdum. Það voru ófá handtökin sem Siggi lagði í húsin sem við byggðum. Ekki stóð á þeim hjónum að taka á móti stómm fjöl- skyldum og aðstoð í einu og öllu. Hann var mikill íjölskyldumaður og umhyggja hans fyrir sínum nánustu var mikil. Það er með þakklæti í huga og hjarta sem við kveðjum tengdaföður okkar, þakklæti fyrir umhyggju sem hann sýndi okkur og bömum okkar, sem sóttu mikið í afa sinn sem hafði mikinn og óþrjótandi áhuga á því sem þau höfðu fyrir stafni. Hóll á Ólafsfirði átti alltaf mikil ítök í Sigga og þau hjónin dvöldu oft fyrir norðan á æskustöðvunum. Oft kom fjölskyldan öli saman á Hóli og vom það ógleymanlegar stundir. Elsku Fjóla, missir þinn er mikill en ljúfar minnigar um elskulegan eiginmann og einlægan vin munu styrkja þig á þessum erfiðu tíma- mótum. Fyrir hönd fjölskyldna okkar vilj- um við þakka Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins fyrir frábæra umönnun og þá aðstoð sem þeir veittu okkur og gerðu Sigga kleift að fá að dvelja á heimili sínu þar til yfir lauk. Elsku Siggi, við munum minnast þín og geyma minningu um þig í hjarta okkar. Bjarni Þór og Sveinbjörn. Nú er Sigurður afi okkar dáinn. Það er skrýtið að hugsa sér dagana án hans afa. Hann átti svo fast sæti í tilveru okkar frá degi til dags. Það var gott að tala við Sigga afa. Það var gaman að fara með honum í sveitina norður að Hóli. Við hlustuðum á hann með at- hygli og gerðum áætlanir um margt það sem við ætluðum að gera sam- 8í>ffióT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.