Morgunblaðið - 21.05.1997, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 21.05.1997, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ELÍNEDDA GUÐMUNDSDÓTTIR + Elín Edda Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 2. október 1946. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. maí siðastliðinn. For- eldrar hennar eru Guðmundur Guð- mundsson, fyrrver- andi slökkviliðsstjóri á Reykjavíkurflug- velli, f. 13. nóvember 1919, og Elín Guð- mundsdóttir, hús- móðir, f. 12. júlí 1923. Alsystkini Eddu eru Birna Mar- grét, f. 1943, Stefanía, f. 1945, María Sigrún, f. 1948, ívar, f. 1952, Gunnlaugur, f. 1956, Auð- ur, f. 1960 og Björn Valdimar, f. 1966. Hálfsystir Eddu, sam- feðra, er Rut Guðmundsdóttir, f. 1940. Edda ólst upp á Njáls- götu 40 í Reykjavík, lauk námi í Gagnfræðaskólanum við Lind- argötu og tók stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1988. Árið 1965 giftist Edda Þor- steini Þorsteinssyni, skólameist- ara Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Foreldrar hans voru Þorsteinn Ingvarsson, f. 12. mars 1908, d. 11. mars 1974, og Bergljót Helgadóttir, f. 17. júlí 1906, d. 14. nóv- ember 1963. Börn Eddu og Þorsteins eru: 1) Guðmundur, sagnfræðingur, f. 2. ágúst 1965, kvæntur Anný Hermansen, sagnfræðingi. 2) Bergljót, lyQafræð- ingur, f. 15. maí 1967, gift Þorsteini Bergmann, lækni. Synir þeirra eru Hörður Daði, f. 1990 og Hjalti Dagur, f. 1993. 3) Þorsteinn, lífefnafræði- nemi, f. 9. desember 1968. Dóttir hans er Anna Guðrún f. 1996. 4) Guðbjörg, f. 28. janúar 1983. Edda starfaði sem einkaritari hjá Samvinnutryggingum, læknaritari á Borgarspítalanum og Læknastöðinni Álfheimum. Síðustu ár var hún læknafulltrúi í Heilsugæslunni i Garðabæ. Edda tók virkan þátt í starfi soroptimistasystra og var félagi í Soroptimistaklúbbi Fella- og Hólahverfis. Útför Eddu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Stundum vantar Guð engla og þá reynir hann að velja fallegasta og hjartahreinasta fólkið. Móðir mín var falleg bæði að utan og innan. Hún trúði á hið góða í lífinu og reyndi að vera góð fyrir- * mynd fyrir okkur. Eg veit ekki hvort hún vissi hversu mikið ég dáði hana og reyndi að líkjast henni bæði í huga og í útliti. Hún var alltaf glæsileg, hafði aðlaðandi framkomu og göfuga hugsun. Þegar móðir mín greindist með krabbamein og var byijuð í meðferð sagði hún mér að hún yrði að líta á sjúkdóminn sem Guðs gjöf, þetta væri próf eða reynsla sem hún yrði að komast í gegnum og nú væri verið að prófa styrk hennar. Hún trúði líka á tilvist eftir dauðann og ég er sannfærð um það að nú líti hún eftir okkur. Ein af sérstökum minningum I* sem ég á um hana var í brúðkaupi bróður míns, Guðmundar og Annýj- ar. Þá vildi Hjalti Dagur, sonur minn sem þá var tveggja ára gam- all, dansa við ömmu sína því hann heyrði tónlist. Ekki stóð á mömmu að dansa vel og lengi við hann, gestunum til mikillar gleði og ánægju. Hún hafði svo sterkan og áhrifaríkan persónuleika. Onnur minning um hana er sú að í hvert sinn sem við litum inn í kaffi þá bakaði hún vöffiur og þessa mánuði í vetur sem hún var erlend- is ásamt Guðbjörgu og pabba, þá keypti ég mér vöfflujárn og það sama gerði Anný mágkona mín. Pabbi, þú berð mikla sorg þegar þú hefur misst lífsförunaut þinn, en eftir sitja verðmætar minningar sem við verðum að hlúa að. Og kæra systir, þetta verður þér erfítt þar sem þú ert aðeins 14 ára. En mamma ól okkur vel upp og við verðum að muna allt það góða og göfuga sem hún kenndi okkur. Sýndu okkur öllum hversu dugleg þú ert og gakktu menntaveginn því það hefði mamma viljað. Hún var alltaf stolt af okkur öllum og þakk- lát fyrir það sem hún átti. Guð veri með ykkur. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í bijósti, sem brast við biturt andsvar gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediktsson.) Bergljót. Dóttir í dýrðarhendi. Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Péturss.) Vorið er komið en ekki getum við fagnað vorkomunni í þetta sinn, því stórt skarð hefur verið höggvið í okkar hóp. Dóttir okkar og systir var tekin frá sínum nánustu í blóma lífsins. Edda var þriðja elst af átta systk- inum og ólst upp í Reykjavík. Hún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Þorsteini Þorsteinssyni, ung að árum og áttu þau fjögur börn. Edda og Þorsteinn hreiðruðu um sig á Reynimel 88 og bjuggu þar uns þau byggðu draumahúsið sitt í Akraseli. Edda starfaði sem ritari hjá Sam- vinnutryggingum, þá sem læknarit- ari á Slysadeild Borgarspítalans í Reykjavík og Læknastöðinni Álf- heimum og síðast sem læknafulltrúi hjá Heilsugæslustöðinni í Garðabæ. Stúdentspróf tók hún frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti árið 1988. Edda var mikil áhugamanneskja um heilbrigt líf og hugaði vel að mataræði og hreyfíngu enda bar útlit hennar því glöggt vitni. Hún var glæsileg í fasi. Síðastliðið haust héldu Edda, Þorsteinn og Guðbjörg dóttir þeirra til Bandaríkjanna í þeim erindagjörðum að afla sér auk- innar menntunar. Ekki völdu þau staðinn af handahófí því þau vildu vera í návist Bimu systur okkar og barna hennar. Ekki endaði sú ferð sem skyldi. Edda varð að koma heim fyrr en áætlað var því hún var orðin sjúk af krabbameini. Þetta var reiðarslag fyrir fjölskylduna. Edda sem var svo sterk og átti svo margt ógert. Framkvæmdasemi og dugnaður voru einkenni Eddu. Hún barðist sem hetja með sverðið á lofti þar til bardaganum lauk og hún varð að játa sig sigraða, vágesturinn hafði betur. Mikil gæfa var að hún fékk Þor- stein sem lífsförunaut. Hann vék ekki frá henni nótt sem dag í þá tvo mánuði sem hún barðist, og ekki létu börn hennar sitt eftir liggja í að veita henni styrk. Við viljum nota þetta tækifæri og þakka læknum og öðru starfs- fólki deildar A-7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir frábæra umönnun og hlýtt viðmót. Við viljum biðja algóðan Guð að styrkja Þorstein, Guðmund, Anný, Steina, Bergljótu, Dodda og Guðbjörgu í þeirra miklu sorg. Foreldrar og systkini. Elsku Edda. Við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með þér á síðasta ári. Ekki eru til orð yfir það mikla áfall að þú skyldir hafa verið orðin svona veik, er þú varst hér með okkur í Flórída. Fimmtugs- afmælið þitt og jólin eru okkur sér- staklega minnisstæð. Við viljum kveðja þig með þessum orðum úr Biblíunni: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast. Leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Birna, Barry, Elín, Joel, Kane og fjölskyldur. Á einum fegursta degi þessa sumars, kvaddi hún Edda okkar þennan heim eftir erfiða baráttu við þann vágest sem alla hræðir. Það syrti snögglega að. Spurningar vakna. Hvers vegna? Hver er til- gangur lífsins? Af hveiju hún, sem allt vildi gera til að öðrum liði vel? Svörin veit Hann einn sem öllu ræður. Við lítum til baka og minningarn- ar hrannast upp. Það var fyrir rúm- um þijátíu árum sem við Guðni kynntumst Elínu Eddu og Þorsteini, eða Eddu og Steina. Þau kynni leiddu til góðrar og traustrar vin- áttu, sem hefur verið okkur svo dýrmæt. Á þessum tíma vorum við að eignast okkar fyrstu íbúð, sem var í fjölbýlishúsi sem Byggingar- samvinnufélag verkamanna og sjó- manna byggði við Reynimel undir styrkri stjóm Guðmundar Guð- mundssonar, föður Eddu. Blokkin okkar var kölluð „ódýra blokkin við Reynimel" og skemmtum við Edda okkur konunglega við lestur greina í dagblöðum á þessum tíma. Þar voru birt viðtöl við eiginmenn okkar í þessu sambandi undir fyrirsögninni „Vandræðabömin á Reynimelnum". Hinir ýmsu spekúlantar í bygging- arfræði botnuðu nefnilega ekkert í því hve íbúðimar voru ódýrar í byggingu. I þá daga unnu konur ekki eins ♦A t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA JÓSEFSDÓTTIR frá Arnarholti, Biskupstungum, lést fimmtudaginn 15. maí. Theódóra Ingvarsdóttir, Indriði Ingvarsson, Gunnlaug Gunnlaugsdóttir, tengdadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RÍKHARÐ ÓSKAR JÓNSSON, Reykjabraut 4, Þorlákshöfn, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstu- daginn 23. maí kl. 13.30. Rútuferð verður frá Félagsheimilinu í Þorláks- höfn kl. 12.00. Anja Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar, ÁMUNDI JÓHANNSSON tæknifræðíngur, Drekavogi 12, Reykjavík, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 18. maí. Börnin. t SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR frá Strandseijum, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, mið- vikudaginn 21. maí, kl. 15.00. Arnór Hannibalsson, Ólafur Hannibalsson, Elín Hannibalsdóttir, Guðríður Hannibalsdóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, barnabörn, barnabarnabörn og tengdabörn. mikið utan heimilis og nú er og dagheimilavandi hafði ekki verið fundinn upp. Við nutum því þeirra forréttinda að vera heima hjá ung- um börnum okkar á þessum dýr- mæta tíma lífsins. Það var líka notalegt að setjast niður og ræða málin yfir kaffibolla og skiptast á skoðunum. Umræðuefnið var föl- breytt, allt frá stjórnmálum til trú- mála. Ekki vorum við þó alltaf sam- mála eins og gengur og voru um- ræður stundum svo heitar að gust- aði um ganga. En það stóð nú ekki lengi. Edda var mikill mannvinur og góður vinur vina sinna. I djúpri þökk minnumst við þess ætíð hvern- ig hún á sínum tíma veitti okkur ómetanlega hjálp í veikindum Guðna. Þá kom vel í ljós eiginleiki hennar til hjálpar öðrum og ákveðni hennar til að sjá svo um að það væri gert sem rétt væri. Hún var þá læknaritari á Borgarspítalanum og hefði hennar ekki notið við þá, væri okkar staða trúlega önnur í dag. Síðar, þegar hún var með Guð- björgu litlu nokkurra mánaða gamla, var eitt barnabarna okkar, sem þá var nýfætt, fárveikt og gat aðeins nærst á bijóstamjólk. Þegar Edda heyrði það brá hún skjótt við og sá til þess að litli drengurinn fengi sína mjólk kvölds og morgna, sem vafalítið hafði sín áhrif á bata hans. Þegar ég fletti minningabókinni, er af mörgu að taka og koma ýmis atvik upp í hugann, sem við síðar hlógum að og botnuðum ekkert í hve óttalega barnalegar við hefðum nú verið í gamla daga. Ég minnist þess er Edda kom eitt sinn til mín og var henni mikið niðri fyrir er hún sagði: „Gulla, nú er tækifærið, nú verðum við ríkar!“ Galdurinn reynd- ist vera peningakeðja, sem átti að gera mann ríkan á örskömmum tíma. Við Edda þutum af stað út í ævintýrið, en eiginmennirnir urðu eftir heima með bömin, vantrúaðir á svip. Ekki urðum við nú milljóna- mæringar, en minningin var skemmtileg og við reynslunni rík- ari. Einn veturinn datt okkur í hug að reyna fyrir okkur sem listakonur og dugði þá ekkert minna en að fara til Keflavíkur til að nema list- ina. Þótt sú listsköpun okkar næði ekki að breyta veraldarsögunni, vor- um við sjálfar hæstánægðar með árangurinn. Edda var einstaklega falleg og glæsileg kona og var um tíma sýn- ingardama á vegum Karon samtak- anna. Þá naut ég þess heiðurs að vera „þernan" hennar, eins og við sögðum, og var ákaflega stolt af því embætti. Mín dama var að sjálf- sögðu alltaf sú glæsilegasta. Árin liðu og við fluttum af Reyni- melnum. Áfram var þó stutt á milli okkar, því við Guðni byggðum hús við Erluhóla, en Edda og Steini byggðu sér hús við Akrasel. Fyrir fáum árum byggðu þau við húsið sitt stóra og fallega verönd og garð- skála þar sem Edda ræktaði hin fegurstu blóm. Hún var mikill nátt- úruunnandi og lét sér annt um umhverfi sitt. Henni þótti gaman að ferðast innanlands sem utan, en að vera heima í faðmi fjölskyldunn- ar var alltaf númer eitt. Börnin þeirra fjögur, Guðmundur, Bergljót, Þorsteinn og Guðbjörg, bera foreldr- um sínum gott vitni um þá alúð og elsku sem ríkti í sambandi þeirra. Þau sakna nú elskaðrar móður og vinar. Bamabörnin litlu eru sólar- geislar sem Edda naut í alltof skamman tíma. Hún mun nú vaka yfír þeim öllum frá æðri stað. Edda og Steini voru samhent og góðir vinir. Þau vom höfðingjar heim að sækja og gott að koma til þeirra. Þau kunnu þá list að taka vel á móti fólki og láta öllum líða vel. Það var ætíð glatt á hjalla þegar hin glaðværa stórfjölskylda og vinir Eddu og Steina komu saman á heim- ili þeirra við hin ýmsu tækifæri. Edda var stöðugt að bæta við þekkingu sína varðandi starf sitt. Hún settist líka á skólabekk og tók stúdentspróf „á efri árum“, eins og hún sagði sjálf. Hún er falleg ljós- myndin sem ég hef fyrir framan mig á meðan ég minnist hennar vinkonu minnar. Þar er Edda bros-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.