Morgunblaðið - 21.05.1997, Side 39

Morgunblaðið - 21.05.1997, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 39 andi og stolt með stúdentshúfuna sína og með henni eru þau Steini, Jóhanna föðursystir hans og þar eru einnig foreldrar Eddu, Elín og Guð- mundur, sem nú kveðja ástkæra dóttur sína. Árið 1992 gerðist Edda félagi í Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella. Þar fann hún vettvang sem sam- ræmdist hennar lífsskoðunum og trú á því góða sem býr í manninum. Þar naut hún sin vel og fékk gull- merki klúbbsins fyrir mætingu. Hún tók ætíð virkan þátt í félagsstarf- inu, m.a. sem ritari klúbbsins. Soroptimistasystur sjá nú á eftir „bestu systur“ með trega í hjarta og J>ökk fyrir góða samfylgd. Á síðasta ári fóru þau Edda og Steini, ásamt Guðbjörgu dóttur sinni, til Bandaríkjanna. Steini var í ársleyfi frá starfi skólameistara Fjölbrautaskólans í Garðabæ og hugðist bæta við sérþekkingu sína, en Edda fór í tölvunám. Námið gekk mjög vel hjá þeim öllum og þau voru sæl og ánægð. Rafpósturinn á netinu var óspart notaður og færði með hraði nýjustu fréttir fram og til baka yfir hafið. Við ákváðum að halda áfram að senda rafpóst eftir að þau kæmu heim. Þá ætluðum við að senda tilkynningar um að nú væri heitt á könnunni og fundur settur. Allt lék í lyndi og framtíðin virtist blasa við, björt og fögur. En skyndilega dró fyrir sólu; Edda var á leið heim. Niðurstöður á rannsóknum vegna ónota í maga, bentu til þess að einhverra frekari aðgerða væri þörf. Edda kom heim 8. mars og var lögð inn á Sjúkrahús Reykjavíkur daginn eftir. Þegar ég kom til hennar á spítalann, sagðist hún ósköp fegin að vera komin heim og vonaði að hún þyrfti nú ekki að vera lengi á spítalanum. Hún sagði mér frá dvölinni á Flórída og hve þeim hefði liðið vel þar. Alltaf væri þó best að vera heima og yndislegt að sjá fólkið sitt aftur. Á meðan hún sagði sögur úr sólinni, leit hún út um gluggann á hríðarkófíð fyrir utan og sagði brosandi: „Það er þó hvergi betra loftslag en á Islandi, mér líður strax betur.“ En enginn ræður sínum næturstað. Ég var hjá Eddu þegar henni voru færð hin ógnvænlegu tíðindi um að hörð barátta væri framund- an, sem enginn gæti séð fyrir hvern- ig lyktaði. Á slíkum stundum er maðurinn minntur á hve lítill og vanmáttugur hann er. Nú, þegar hún var hrædd og þarfnaðist hjálp- ar, gat ég ekki endurgoldið alla þá hjálp sem hún hafði veitt mér og mínu fólki. Ég gat aðeins faðmað hana að mér og gefið henni alian þann styrk sem mér var mögulegt. Við báðum saman að Hann, sem öllu ræður, héldi vemdarhendi sinni yfír henni og gæfi henni heilsu á ný. Hana hefur þó sjálfsagt grunað hvert stefndi. Það var þung raun að þurfa þann dag að færa Steina vini mínum slíkar fréttir yfír hafíð. Hann og Guðbjörg komu heim með fyrsta flugi. Allt var reynt, sem í mannlegu valdi er, til að breyta gangi sjúkdómsins, en allt kom fyr- ir ekki. Edda lést laugardaginn 10. maí, umvafin ást og umhyggju þeirra sem hún elskaði mest. Það eru þung spor sem Steini vinur okkar tekur nú, þegar hann fylgir Eddu, eiginkonu sinni og vini, hinsta spölinn. Ef á mínum ævivegi ástvinum ég sviptur er, Guðs son mælir: „Grát þú eigi, geymdir eru þeir hjá mér. Aftur gefa þér skal þá, þar sem hel ei granda má.“ (Þýð. H.Hálfd.) Við Guðni vottum Steina, börn- unum og fjölskyldum þeirra, foreldr- um Eddu og öðrum aðstandendum, dýpstu samúð okkar og biðjum góð- an Guð um að veita þeim styrk og blessun á erfiðum tímum. í hugum okkar lifir falleg minning um góða vinkonu. Guðrún Snæbjörnsdóttir. • Fleirí minningargreinar um Elinu Eddu Guðmundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. ÞÓRÐUR EINARSSON + Þórður Einars- son var fæddur í Reykjavík 19. júní 1923. Hann lést á heimili sínu að kvöldi 12. maí. For- eldrar hans voru Sigríður Þórðar- dóttir, húsmóðir, f. 1884, d. 1953, og Einar Einarsson, bátasmiður, f. 1880, d. 1939. Fósturfaðir Þórðar var Jóhann- es Þórðarson, bóndi og smiður, f. 1872, d. 1956. Þórður átti fímm hálfsystkin sammæðra, Júlíu Hjörleifsdóttur Nielsen, f. 1908, látin, Jóhann Kristin Hjör- leifsson f. 1910, látinn, Magneu Jóhannesdóttur Nyrop, f. 1915, látin, Ólaf Hafstein Jóhannes- son, f. 1918, látinn, og Kristínu Jóhannesdóttur, f. 1918. Árið 1949 kvæntist Þórður eftirlifandi eiginkonu sinni, Karólínu Hlíðdal, f. 12. apríl 1929. Foreldrar Karólínu voru Karólína Þorvaldsdóttir, hús- móðir, f. 1886, d. 1957, og Guð- mundur J. Hlíðdal, póst- og símamálastjóri, f. 1886, d. 1965. Þórður og Karólína eignuðust þrjú böm. Þau eru: 1) Sigríður, húsmóðir, f. 1950, gift Francis Worthington. Þeirra börn eru Markús Ari og Magnús. Þá á Sigríður Karólínu Ehretsmann og Tristan Stansbury. 2) Þor- valdur Hlíðdal, dýralæknir, f. 1954, kvæntur Sigurlaugu Önnu Auðunsdóttur, húsmóður. Þeirra böm era Hrafn Hlíðdal og Hervar Hlíðdal. Þá á Þorvald- ur Þórð Gunnar. 3) Jóhannes, arkitekt, f. 1957, kvæntur Arndísi Ingu Sverrisdóttur, tölvunarfræðingi. Þeirra börn era Amar Ingi Jónsson (stjúpsonur Jóhann- esar), Una og Dag- ur. Þórður lauk verslunarprófi frá Samvinnuskólanum 1941 og prófi frá City of London Coll- ege 1944. Hann varð löggiltur skjalaþýð- andi og dómtúlkur í ensku 1945. Hann starfaði hjá Eggerti Krisijánssyni & Co og Byggingarfélaginu Brú hf. 1944- 1950. Hann var fulltrúi í sendi- ráði Bandarikjanna 1950-1963, fulltrúi í menntamálaráðuneyt- inu 1964-1968. Hann var fúlltrúi hjá Evrópuráðinu í Strassborg 1968-1972, blaðafulltrúi og deildarstjóri í utanríkisráðu- neytinu 1973-1977. Þórður var sendiráðunautur, sendifulltrúi, prótókollstjóri og sendiherra í utanríkisþjónustunni 1977-1993. Hann var sendiherra í Svíþjóð og Finnlandi 1987-1991. Þórður sat í ýmsum nefndum á vegum utanríkisráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins þ.á m. í stjóm Listahátíðar. Hann starf- aði um árabil sem löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur og skrifaði greinar um bækur og bókmenntir í Eimreiðina og fé- lagsbréf Almenna bókafélags- ins. Útför Þórðar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast nánu vinafólki for- eldra minna betur en oft vill verða þegar Þórður og Níti buðu mér að dvelja hjá sér á heimili sínu erlendis í tvígang. Það var í byijun árs 1977, þá sautján ára gömul, sem ég fór til þeirra til London og dvaldi hjá þeim á heimili þeirra í Wimbledon í nokkra mánuði. Þar kynntist ég þessum yndislegu hjónum sem hafa upp frá þeim tíma sýnt mér slíka vináttu og velvilja að aldrei verður fullþakkað. Góðar minningar frá þessum tíma streyma fram í hugann og tíminn leið hratt á góðum stundum er Þórður sagði mér gamlar sögur af þeim félögun- um sem ég hafði lítið heyrt af fram að þeim tíma. Þórður var mikill fróð- leiksbrunnur og var unun að fá að sitja með þeim hjónum og ræða málin og fræðast um leið um ótrúleg- ustu hluti. Síðan var það tveimur árum seinna í byijun árs 1980 er þau voru komin til Brussel að þau buðu mér enn að dvelja hjá sér í nokkra mán- uði. Enn var tekið á móti mér opnum örmum og allt gert til að gera dvöl mína sem ánægjuiegasta. Ég hóf störf í utanríkisráðuneyt- inu árið 1981 og þannig atvikaðist að árið 1982 var ég send sem ritari hjá Fastanefnd íslands hjá NATO og fékk nú að vinna með Þórði í tvö ár. Enda þótt ég væri þá í eigin húsnæði báru þau alltaf velferð mína fyrir bijósti og heimili þeirra var mér ávallt opið. Það var mikill styrk- ur að eiga vináttu þeirra hjóna. Núna síðustu ár höfum við verið nágrannar en á stundu sem þessari hefði maður viljað hafa gefíð sér meiri tíma frá amstri dagsins til að rækta þessa vináttu sem hefur verið mér og síðar Sigurði manninum mínum og börnum okkar ógleyman- leg. Með kæru þakklæti en trega kveð ég yndislegan mann. Anna S. Haraldsdóttir. Þegar góðvinur okkar Þórður Ein- arsson kveður svo skjótt að ekki næst að þakka sem skyldi samveru- stundir á undanförnum áratugum, er næst að grípa til pennans. Það er margs að minnast frá mörgum ferðum bæði austanhafs og vestan en við hjónin vorum svo lán- söm að Þórður og Nítí buðu okkur sem ferðafélögum í margar ferðir um Evrópu og Bandaríkin þegar þau voru búsett ytra vegna starfa Þórðar erlendis. Betri ferðafélaga er vart hægt að hugsa sér því Þórður var hafsjór af fróðleik um menn og málefni hvar sem við komum. Þórður var frábær málamaður og átti jafnvel til að nota þær mállýsk- ur sem við áttu á hveijum stað. Hann var hinn sanni herramaður í fasi og framkomu enda virtur full- trúi íslands hvar sem staða hans bauð. Þó ég muni fyrst eftir Þórði sem ungum manni á Öldugötunni, hófst kunningsskapur okkar fyrir alvöru þegar ég giftist Hrefnu konu minni en þær Nítí voru og eru saman í saumaklúbbi. í gegnum árin hefur sá hópur hist reglulega og þegar við karlarnir fengum að vera með var Þórður hrókur alls fagnaðar og verð- ur hans sárt saknað. Minningar liðins tíma hrannast upp í hugum okkar og öðlast því meira gildi sem árin líða. í þeim sjóði eiga þau Þórður og Nítí dijúgan skerf. Með söknuði og þakklæti kveðjum við og fjölskylda okkar góðan vin og biðjum góðan Guð að gefa Nítí og fjölskyldunni styrk á kveðjustund. Hrefna og Ragnar. Það er óhætt að segja að þyrmt hafí yfir mig síðastliðinn þriðjudag þegar hringt var í mig og mér færð þau tíðindi að Þórður Einarsson væri látinn. Rúmum sólarhring áður höfðum við Ingi átt indælt sunnu- dagssíðdegi með þeim Nítí í þeirra sólríku stofu, skoðað með þeim gróð- urinn í garðinum og „drífhúsinu". Allt var að springa út, vakna til lífs- ins. Þessi ljúfi heiðursmaður yfirgaf þessa heimstilveru með sama hæg- læti og af sömu reisn og hann lifði lífinu. Það eru forréttindi að hafa átt hann að vini. Við vorum félagar í vinahópi sem hefur átt samleið hátt í hálfa öld, þ.e.a.s. sauma- klúbbnum góða, sem m.a. hefur heimsótt þau hjón til dvalar í tví- gang, allar tíu, þar sem hann var fulltrúi fyrir land og þjóð á erlendri grund. Áreiðanlega hefur ekki nokk- ur þjóðhöfðingi fengið hlýrri móttök- ur. Eftir að þau komu endanlega heim úr nærri tuttugu ára útlegð, en við hjón nýflutt aftur í Vesturbæ- inn, fjölgaði samverustundum okkar; margar stundirnar sátum við saman og Þórður miðlaði okkur af fróðleik sínum um menn og málefni, ekki síst um gamla Vesturbæinn og okk- ar sameiginlega áhugamál, ætt- fræði. Þetta voru góðar stundir. Einhvern veginn gerist það að annars ágætis kunningsskapur verð- ur eins og af sjálfu sér að hlýrri vináttu. Það er dýrmætt. Það er margs að minnast og margt að þakka, ekki síst velvilja þeirra hjóna í garð sonar okkar og hans fjöl- skyldu er þau voru við nám í Stokk- hólmi um árið, þar sem þeirra dyr stóðu þeim ævinlega opnar. Vinir hans allir munu sakna hans sárt og minnast hans með virðingu og þökk. Á skilnaðárstundu er minningin huggun harmi gegn. Níti, Sigríði, Þorvaldi, Jóhannesi og þeirra fjöl- skyldum vottum við Ingi dýpstu samúð. Lilja Gunnarsdóttir. Við skyndilegt fráfall vinar hópast fram minningar um líf og starf Þórð- ar Einarssonar, ekki síst hvemig vinir hans fengu notið þeirrar hlýju og vinsemdar er hann bar með sér. Ungur lauk Þórður prófí frá Sam- vinnuskólanum í Reykjavík. Eftir það sigldi hann til Englands og lauk þar framhaldsnámi frá City of Lond- on College árið 1944. Þórður var mikill fagurkeri í bók- menntum, þýddi nokkuð og las mik- ið. Valdi hans á enskri tungu var við brugðið. Hann var nokkurs kon- ar alfræðibók, sem bæði vinir og starfsfélagar gátu sótt sér fróðleik í. Vegna starfa sinna erlendis bætti Þórður við þekkingu sína og nam tungumál þjóða þeirra landa sem hann starfaði í. Þórður var hafsjór þekkingar um menn og málefni bæði hérlendis og erlendis. Minni hans var frábært og mátti þar einu gilda hvort rætt var um ættir, einstaklinga, ömefni, há- klassískar bókmenntir, horfin hús, keisara- eða konungsættir, svo og gamla eða nýja landaskipan. Starf hans sem fulltrúi hjá Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna í 13 ár var góður tími bæði fyrir Þórð og Bandaríki N-Ameríku. M.a. þýddi Þórður og bjó til prentunar bókina „Ágrip af sögu Bandaríkjanna" sem er frábær fróðleikur um þessa stór- þjóð í vestri. Síðar átti Þórður eftir að starfa þar vestra, nánar tiltekið sem fulltrúi í sendiráði íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Íslenska sendinefndin hjá Samein- uðu þjóðunum hefur ávallt verið fá- LCGSTCINHR B H œb Guðmundur Jónsson 1 F. 14.11.1807 U D. 21. 3.1865 SÍMI: i. t Groníl ij | HELLUHRAUN 14 | 220 HAFNARFJÖRÐUR 565 2707 FAX: 565 2629 liðuð en samt hefur henni tekist, oft með einum fulltrúa, að taka þátt í umræðum og atkvæðagreiðslum í mörgum nefndum sem allar starfa samtímis. Það þarf mikla kunnáttu — og atorku til slíks. Þórður starfaði víða erlendis, upp- haflega sem fulltrúi menntamála- ráðuneytisins hjá Evrópuráðinu í Strasbourg. Þar naut hann hinnar frábæru málakunnáttu sinnar, en á þessum árum voru íslendingar að stíga sín fyrstu skref til tengingar og aðhæfingar sameinaðrar Evrópu. Árið 1972 ræðst Þórður til utanríkis- ráðuneytisins og starfar í Reykjavík, London, Brussel, New York og sem prótókollstjóri hér heima. Síðar er Þórður skipaður sendiherra íslands í Svíþjóð, Finnlandi, Júgóslavíu og Albaníu með aðsetur í Stokkhólmi. Diplómatastarfíð fór vel í hendi Þórðar. Góð greind og gætni í öllum störfum með hagsmuni lands síns að leiðarljósi einkenndu öll hans störf. Upphaf áralangra kynna og vin: áttu voru skíðaferðir í Skálafellið. í áratugi hélt þessi hópur saman með hestaferðum er farnar voru vítt og breitt um landið. Var það mikið ánægjuefni vinahópsins að geta not- ið nærveru Þórðar við þessi tækifæri. Heimili Þórðar og Karolínu, Nítíar eins og hún er kölluð, stóð ávallt opið vinum og vandamönnum hvar sem þau dvöldu vegna sinna starfa. Glaðværð, hlýja og gestrisni var ■». þeim sameiginleg. Á sorgarstundu viljum við vinir þeirra votta Nítí, Sigríði, Þorvaldi, Jóhannesi og öðr- um aðstandendum innilegustu sam- úð. Þórir Jónsson. Góður vinur okkar er látinn, minn- ingar hrannast upp, ferðalögin, he- staferðirnar sem Þórður stóð fyrir, yndislegar, alltaf sól og hiti (við erum vissar um að það var Þórði ^ að þakka). Það er ekki hægt að hugsa sér betri ferðafélaga en Nítí og Þórð, full af fróðleik og Nítí með eitthvað gott í pokahominu. Svo þegar hjónin tóku á móti okkur tíu konum í London, skemmtileg ferð með afbrigðum, gestrisni Nítíar og Þórðar er rómuð, húmorinn hans Þórðar sérstakur og nutum við ein- stakrar leiðsagnar hans og hjálp- semi. Eða þegar við heimsóttum þau til Svíþjóðar, ekki var síðri móttakan þar. Við þökkum Þórði öll góðu árin, þau em nú orðin um 50 frá því að við sáumst fyrst sem unglingar í Skálafelli hjá KR. Við samhryggjumst þér, elsku Nítí, börnum og bamabömum. Þið hafíð misst mikið, en eigið góðar minningar. Saumaklúbburinn. • Fleiri minningargreinar um Þórð Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sérfræðingar i blómaskrevtingum við öll tækifæri 1 blómaverkstæói I I HlNNA," | Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 FALLEGIROG LISTRÆNIR LEGSTEINAR ÁJsíensÁÁönnun 15% AFSLÁTTUR Á GRANÍTSTEINUM AFGREIÐSLAN OPIN KL. 13-18. jSí Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin Kópavogi. Sími: 564 3555

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.