Morgunblaðið - 21.05.1997, Side 43

Morgunblaðið - 21.05.1997, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 43 milli fjölskyldnanna og við frænd- systkinin náin. Það finn ég best á tímum sem þessum. Elsku Árni frændi. Ég mun sakna þín innilega. Ég veit að þú ert kominn á góðan stað hjá Guði sem ég bið um að varðveiti þig og geymi. Elsku Maríus, Ásdís, Beggi, Kalli og Steingerður. Guð veri með ykkur og hjálpi ykkur gegnum lífið og þessar erfiðu stundir. Þín frænka, Steinunn Lund. Árni Pétur Lund er látinn. Okkur langar til að minnast góðs vinar sem svo skyndilega er fallinn frá. Sameiginlega höfum við sem skrifum þessar línur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast Árna, sönnum og góðum dreng og erum ríkari fyrir vikið. Þegar við hugsum til Árna kemur margt fram í hugann. Árni var ekki einn af þeim sem talaði hvað mest, en það var langt frá því að hann lægi á sínum skoðunum. í rökræðum var engin lognmolla í kringum Árna og ef menn voru sammála var jafnan stutt í stríðnina og átti hann þá til að skipta um skoðun á hlutunum. Athugasemdir hans urðu með tíð og tíma að einstökum gullkornum sem koma til með að lifa í minningunni: - „Ég þoli ekki þegar einhver hringir og hefur ekkert að segja.“ Og þegar kom að prófum átti hann til að segja: „Nei, núna panta ég gáminn heim.“ En prófin stóðst hann með glæsi- brag og það jafnvel þó danska og Árni ættu kannski ekki fyllilega samleið. í Árna leyndist dulinn prófessor. Hvort sem hanna átti eitthvað í skólanum eða bæta núverandi geimsamgöngur var stutt í að hug- urinn færi á flug og færni hans og hæfileikar komu vel í ljós. Prófess- orar eiga það líka til að vera stund- um utan við sig og var Árni engin undantekning þar frá. Líklega höf- um við aldrei þekkt mann sem hef- ur jafn oft týnt eða gleymt lyklun- um sínum og einn daginn var hann sannfærður um að búið væri að skipta um skrá í grúppuherberginu sínu. Árni var þá búinn að reyna í þó nokkra stund að opna hurðina þegar honum var góðlátlega bent á að þetta væri ekki herbergið hans. Það var ekki einungis í náminu sem hæfileikar Árna nutu sín. í félagsstarfinu hér í Álaborg var Árni með virkustu mönnum. Hann söng í kórnum, skoraði mörk og körfur af harðfylgi og þegar kom að skemmtunum var hann mættur hress og kátur með gítarinn, hrókur alls fagnaðar. Árni var bóngóður og var yfirleitt fyrstur manna að bjóða fram hjálp sína, þegar aðstoð- ar var þörf. Árni er dáinn. Eins óraunveru- lega og það hljómar fyrir okkur, þá er það satt. Við áttum eftir að gera svo margt og upplifa saman, en í dag eigum við einungis eftir minninguna um Árna, minningu um góðan dreng, svo hreinan og beinan. í dag staldrar hugurinn við. í litlu samfélagi á erlendri grund þar sem vinir koma í stað fjölskyldu og allir taka þátt í gleði og sorg hver ann- ars, hefur bróðir verið tekinn frá okkur og tómleikatilfinningin hellist yfir. Við sem eftir sitjum gerum okkur betur grein fyrir gildum þess að eiga góða vini og fjölskyldur, því í daglegu amstri og kapphlaupi við tímann eigum við til að gleyma því sem máli skiptir. í huga okkar ríkir þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Árna - minning um góðan dreng lifir. Fjöldskyldu Árna, Steingerði og vinum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Árni og Helga, Einar Eysteinn, Jóhann og Margrét Lind, Kristján og Kristbjörg. • Fleirí minningargreinar um Árna Pétur Lund bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ARNDÍS STEFÁNSDÓTTIR + Arndís Stefáns- dóttir var fædd í Miðhúsum, Reykja- fjarðarhreppi í ísa- fjarðardjúpi 30. jan- úar 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 11. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Páls- son, bóndi á Miðs- húsum og síðar í Hnífsdal, og Jón- fríður Elíasdóttir frá Uppsölum, Ketildalahreppi, V-Barð. Eftirlifandi systkini hennar eru Árni Stefánsson (f. 1921) lögfræðingur í Reykjavík; Kristín Stefánsdóttir (f. 1929) húsfreyja í Reykjavík og Páll Stefánsson (f. 1932) bifvélavirki í Reykjavík. Arndís giftist Ásgrími Jóni Benediktssyni, sjómanni og bif- reiðastjóra, 24. desember 1949. Hann var fæddur á Suðureyri í Súgandafirði 27. ágúst 1920. Hann lést 23. júní 1994. Þau eignuðust þrjá syni, en fyrir átti Arndís dóttur, með Sigurði Þórðarsyni, f. 30. maí 1920, d. 5. maí 1975. Börn Arndís- ar eru: Friða f. 26. mars 1945, fulltrúi, hún á þrjú börn og þrjú barnabörn; Richard, f. 5. ágúst 1950, deildarverk- sljóri, hann á fjögur börn og eitt barna- barn, sambýliskona Guðlaug Björgvins- dóttir; Stefán, f. 7. desember 1951, prentsmiður, kvæntur Huldu Halldórsdóttur og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn; Benedikt Gabríel, f. 10. desember 1961, iðnverka- maður, kvæntur Sólrúnu Hösk- uldsdóttur og eiga þau þrjú börn. Útför Arndísar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður í Gufuneskirkju- garði. Elskuleg tengdamóðir mín, Arn- dís Stefánsdóttir, er látin. Það er ávallt þungbært að horfa á eftir ástvinum sínum. Mig langar með þessum línum að minnast hennar og þakka fyrir þá samfylgd sem við áttum síðasta áratuginn. Þegar ég kom í fjölskylduna fyrir um ellefu árum tóku sæmdarhjónin Ási og Dísa mér opnum örmum. Þau hjón voru mjög samrýnd og eftir að Ási fór bjó einmanaleikinn um sig í bijósti Dísu. Börnin, barna- bömin og loks barnabarnabörnin voru þá hennar gæfa og stuttar heimsóknir þeirra veittu henni mikla gleði. Dísa hafði mjög gaman af því að sauma út og eru ófáar myndi eftir hana inná „Laugó“ og mitt heimili prýða tvær. Hún unni fallegum, ís- lenskum söng og safnaði geisladisk- um eins og unglingarnir, en það sagði ég oft við hana í gríni. Ási og Dísa voru dugleg að ferð- ast um landið með tjald fyrr á árum og hefur Bensi, eiginmaður minn, sagt mér frá ferðum þeirra í hans bernsku. Dísa þekkti landið s;tt vel enda hafði hún gert víðreist um það og þekkti nöfn fjalla og fossa í hverri sýslu. Dísa barst ekki mikið á í líf- inu. Ef ég ætti að lýsa henni í fáum orðum mundi ég segja að hana hafi einkennt nægjusemi, trygglyndi og góð greind. Síðustu ár hrakaði heilsu hennar nokkuð og varð hún fyrir því óhappi í vor að detta og brotna illa. Ekki óraði okkur fyrir því að kveðjustund- in væri svo nálæg. Fyrir aðeins fá- einum dögum kvöddum við Bensi Dísu hressa og glaða þar sem hún sagði heilsu sína fara dagbatnandi. Þó svo að sorg okkar og söknuð- ur sé mikill þökkum við Guði fyrir að hafa tekið Dísu í faðm sinn í draumi. Ég þakka Arndísi viðkynninguna og bið góðan Guð að styrkja okkur öll í sorginni. Blessuð sé minning Arndísar Stefánsdóttur. Sólrún Höskuldsdóttir. Nú er elsku amma og langamma okkar dáin. Það hvarflaði ekki að okkur að hún yrði tekin frá okkur svona fljótt, en nú er hún komin til afa og líður vonandi vel. Síðustu vikurnar voru mjög erfiðar fyrir hana og einnig fyrir okkur ljölskyld- una. Við héldum alltaf að hún ætti eftir að hressast og koma aftur heim en svo varð ekki. Hún varð alltaf svo glöð þegar við komum í heimsókn til hennar og hefðum við svo innilega viljað hafa heimsókn- irnar fleiri. Hún hafði gaman af að hlusta á fallega tónlist og það var sjaldan að maður kom í heimsókn og allt var hljótt. Það er erfitt að sætta sig við að hún sé farin frá okkur en við getum huggað okkur við það að við eigum eftir að hittast aftur seinna. Eftir sitja allar fallegu minningarnar um elskulegu ömmu okkar sem við munum geyma í hjörtum okkar alla tíð. Unnur og Kristín Hulda. Elsku Dísa mín, þú átt eftir að vera ævinlega ofarlega í huga mín- um. Ekki hvarflaði að mér þegar ég kvaddi þig að það væri í síðasta sinn. Þér líður örugglega betur núna eftir þessi erfiðu veikindi sem þú lentir ;. Nú hefur þú loksins hitt hann Ása þinn, hann hefur örugg- Iega tekið vel á móti þér. Það er margs að minnast eftir öll þessi ár. Þú varst mikið einmana eftir að Ási dó en þú varst alltaf ánægð þegar einhver birtist, sérstaklega barna- börnin og langömmubörnin sem þú talaðir mikið um. Mig langar að þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman, einnig síðustu vikurnar á Grensási. Það gaf mér mikið að geta verið hjá þér og finna að þér fannst gott að ég var nálægt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Hulda Halldórsdóttir. Vorið er á næsta leiti, gróður jarðar er að sýna okkur að upp sé runnin sú árstíð sem eflir og þrosk- ar gróður sem móðurmoldin nærir. Fuglakvak og vængjaþytur vorfugl- anna berst til eyrna okkar. Oll hlökkum við til þeirrar árstíðar sem í vændum er. Þannig er máttur þeirra sem hefur hagsæld okkar í hendi sinni. Þótt okkur þyki við hart leikin, þá duga æðruorð sára lítið. Þessu kalli ber okkur að hlýða, hvort sem okkur þykja þau réttlát eða ranglát. Við trúum samt að líf okkar sé þeim lögmálum háð, að þetta sé vilji þeirra sem hagsæld okkar hefur í hendi sinni. Við komu okkar í þennan heim erum við dæmd til hlýðni við hið æðsta vald. Þegar vinur er kvaddur, þá sest stundum að okkur sorg, en þakklæti fyrir samfylgd, trú okkar á hið góða sem í fari samferðamanns býr, brynjar okkur og minnir á að lífið er þessu lögmáli háð. Með þökk og virðingu vil ég minnast látinnar frænku minnar, sem í dag er kvödd hinstu kveðju. Kona sem taldi sig jafnan litlu hafa áorkað í sínu lífsstarfi. Á yngri árum vann hún ýmisleg störf sem til féllu og þóttu hæfa starfi kvenna. Æskuheimili Arndísar og það hugarfar sem þar ríkti var fast- mótað af störfum sem sá tíðarandi bauð uppá. Reglusemi, dugnaður og samviskusemi var sá aðall sem þar ríkti. Foreldrar hennar höfðu fast mótaðar reglur um heiðarleika í öllum sínum athöfnum. Sveitar- störfín voru þá með öðrum hætti, en þau eru í dag. Þá var hrífan, orfið og ljárinn sem voru þau giidi sem til þurfti við fóðuröflun fyrir búsmalann. Ég og frænka mín átt- um oft samleið í dalnum okkar góða. Við vorum snemma látin sækja kýr til mjaita á kvöldin. Það var stutt á milli æskuheimila okkar Þúfna og Miðhúsa, þá þótti kúnum gott að njóta félagsskapar. Nú eru þessar götur sem við gengum á eftir kún- um, huldar sinu og mosa, verða sennilega ekki troðnar aftur af kúa- og kindafótum. Slík eru örlög byggðar í þessu landi sem taldar eru jaðarbyggðir. En eru í hugum okkar, sem gengum þar um sem börn og unglingar, helg spor. „Því lengri ferð sem er farin, er fegurra heim að sjá, því blómið við bæjar- vegginn er blómið sem allir þrá“. Eru ekki helgustu minningar æsku- áranna, bundnar við þann stað, þar sem fyrstu sporin eru stigin og leik- völlur með horn og skel? Umhverfið mótað af listnæmu og fögru lands- lagi, sem óvíða er fegurra en við okkar kæra bláa Djúp. Tilbreyting í þeirri völundarsmíði sem umgjörð Djúpsins er, minnug þess þegar lognið er svo mikið að fjöllin spegl- ast í Djúpinu. Fannir liggja stundum við fjöruborð, gróðurilmur í ijörðum stundum svo sterkur og tún flekkja á sig í góðviðrissumrum. Allt eru þetta staðreyndir sem á hugann leita, þegar „hugsað er heim“. Merkur sagnfræðmgur sagði eitt sinn um Djúpið. „Ég horfði út yfir „Djúpið bláa“ frá Ármúla, sjáið hvað fjöllin eru tignarleg og fagurlega gjörð, fannir við fjörukamb, lognið svo mikið að fjöllin færast langt út á Djúp. Það er eins og smiður með stóran hefil hafi heflað ofan af fjöll- um Djúpsins og gjört þau jafn há. Er nokkur furða þótt læknirinn og tónskáldið tæki upp nafnið Kalda- lóns, með þessa útsýn. Slíka fegurð er óvíða hægt að berja augum." Amdís frænka var lánsmanneskja í sínu eina lífi, hún eignaðist góðan og traustan lífsfömnaut, Ásgn'm Jón Benediktsson. Börnin hennar voru henni sem kærir sólargeislar. Heim- ili hennar var sá arinn sem hún unni af heilum hug. Hugarfar hennar var ætíð á þann hátt að bóndi hennar og böm ættu þar hlýtt athvarf, þessu starfi gegndi hún af kostgæfni, og var henni sem heilagt vé. Það er stundum talað um að vera „heima- vinnandi húsmóðir". Slík störf em á margan hátt kannski vanmetin og ekki metin á þann rétta hátt sem vera skyldi. Þar sem konur annast hcimilið og börnin. Ábyrgðin hvílir jafnan á móðurinni, en bóndanum er hossað á kostnað konunnar. Góð vinkona mælti eitt sinn á þessa leið. „Sumar lyfta tökum tveggja, trútt við nóttu daginn leggja, en hróður okkar mætu manna, en minna getið húsfreyjanna." Nokkru fyrir andlát Arndísar varð hún fyrir því óhappi að slasast á heimili sínu. Um tíma lá hún á spítala, þangað heimsótti ég hana. Við rúm hennar stóð sonur hennar og tvær tengdadætur, auðséð var að þar ríkti hjartahlýja og góðvild. Líkamsþrekið var auðsjáanlega þrotið, en hugurinn skýr, en þakk- læti í orðum og huga til okkar sem áttum stund hjá henni. Hugarfar Arndísar til samferðarfólks hennar var á þann hátt, að aldrei lét hún ljótt orð falla til fólks, heldur voru orð hennar vörðuð þakklæti og hlýju. Góðvildin var henni í blóð borin, trú á þann sem gefur okkur máttinn og dýrðina að eiiífu. Þannig kveð ég kæra frænku, með þökk fyrir liðna tíð. Hún mun mæta út- réttum armi eiginmannsins, sem hún unni svo mikið, á landi lifenda. Vandamönnum hennar vottum við hjónin dýpstu samúð. Vertu ætíð guði falin. Páll Pálsson frá Borg. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm, er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsheijardóm sem ævina teiur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni og nú ertu gengin á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson frá Grímsstöðum) Blessuð sé minning þín. Arndís Baldursdóttir. Elsku langamma, okkur langar að þakka þér fyrir þær góðu stundir er við áttum með þér. Leiddu mína litlu hendi, Ijúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. Hvíl í friði Andrea, Fríða Rún og Hildur Elísabet. Þegar nóttin kemur taktu henni feginshugar. Hún mun loka hurðinni að baki deginum og lyfta byrði hans af herðum þínum. Hún, sem geymir fortíðina og safnar óskum, mun vita hvert skal leiða þig og vídd hennar er önnur. (Þóra Jónsdóttir). Dísa mín. Við þökkum þér fyrir löng og góð kynni. Arndís og Jóna. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR EINARSSON fyrrverandi sendiherra, verður jarðsunginn frá Neskirkju ( dag, mið- vikudaginn 21. ma(, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hans, láti Kknar- stofnanir njóta þess. Karólína Hlíðdal, Sigríður Þórðardóttir, Francis Worthington, Þorvaldur Hliðdal Þórðarson, Sigurlaug Anna Auðunsdóttir, Jóhannes Þórðarson, Arndís Inga Sverrisdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.