Morgunblaðið - 21.05.1997, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 21.05.1997, Qupperneq 44
44 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGLÝSINGAR ' '■ w-. Opin kerfi hf. er umboðsaðili Hewlett-Packard og Cisco Systems hér á landi. Fyrirtækinu er skipt ífjórar deildir og er þjónustudeild þeirra stærst, með 17 starfsmenn. Þjónustudeild kappkostar að veita viðskipta- vinum fyrsta flokks þjónustu og þjónar hún mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Við leitum að Novell sérfræðinqi í þjónustodeild: Viðkomandi þarf að búa yfir góðri þekkingu og reynslu i Novell netstýrikerfinu og þarf að eiga auðvelt með að tjá sig í rituðu og töluóu máti, vinna undir álagi og starfa með öðrum. Æskilegt er að viðkomandi hafi Novell prófgráður. Um er að ræða spennandi en um leið kreijandi framtíðarstarf hjá þjónustufyrirtæki sem býður upp á sérfræðiþjónustu í hæsta gæðaflokki. Opin kerfi hf. býður spennandi starfsumhverfi. Starfsmenn eru nú 35 og velta fyrirtækisins á árinu 1996 var tæpar 900 m.kr. Fyrirtækið hefur sterka fjárhagsstöðu og greiðir hæstu meóallaun á tölvusviði hér á Landi (skv. Frjálsri verslun, okt. 1996). Lögð er áhersla á góða þjálfun starfsmanna og þeim eru gefin tækifæri til að vaxa í starfi. Umsóknir skulu vera skriflegar og þurfa að hafa borist fyrir 6. júni n.k. merkt: „Novell þjónusta" Opin kerfi hf., Höfðabakka 9, 112 Reykjavík. OPIN KERFIHF FRAMHALDSSKÓLINN Á HÚSAVÍK Laus störf við Framhaldsskólann á Húsavík Á næsta skólaári eru eftirtalin störf við Fram- haldsskólann á Húsavík laus til umsóknar: Kennarastöður í: Stærðfræði, ensku, frönsku (1/2 staða), tölvufræði (1/2 staða) og viðskiptagreinum (1/2 staða). Einnig stundakennsla í sérgreinum verknáms- brautar. Þá auglýsum við eftir matmóður/föður í hlutastarf fyrir 10—15 nemendur á heima- vist skólans. Framhaldsskólinn á Húsavík er 10 ára gamall fjölbrautaskóli með áfangakerfi og hefur það að höfuðmarkmiði að þjóna vel öllum íbúum Þingeyjarsýslna. Nýbreytnistarf og skólaþróun eralltaf á dagskrá. Nemendureru á bilinu 160- 180 og kennararog annað starfslið 25 talsins. Jákvæðir straumar leika um skólann frá um- hverfinu og samstarf við atvinnulíf staðarins fer vaxandi. Starfsfólkskólans og nemendur hafa mikinn metnað fyrir hönd skólans og því koma ekki aðrirtil greina en vel menntaðir, kraftmiklir og hæfileikaríkir einstaklingar, fullir bjartsýni og með fastmótuð markmið. Launakjör samkvæmt kjarasamningum HÍK, KÍ og ríkisins og meira er í boði! Grípið tækifærið meðan það gefst! Umsóknarfrestur ertil 1. júní 1997 og upplýs- ingar eru veittar í síma 464 1344. Húsavík, 20. maí 1997. Guðmundur Birkir Þorkelsson, skólameistari. SJÚKRAHÚS SUÐURLANDS v/Árveg - 800 Solfoss - Pósthólf 241 - Sími 98-21300 Ljósmæður Ljósmóður bráðvantartil sumarafleysinga og í fasta stöðu. Fæðingardeildin er nýlega endur- nýjuð og er aðstaða fyrir fæðandi konur og sængurkonur mjög góð. Valkostirtil fæðinga eru mjög fjölbreyttir. Á sama stað vantar hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga og í fastarstöðurá hand- og lyflæknissvið og á langlegudeild ShS, Ljós- heima. Um er að ræða fjölbreytt störf við góðar aðstæður. Á sjúkrahúsinu eru 30 rúm sem skiptast í hand- og lyflæknissvið. Vinna hjúkrunarfræðingar til skiptis á þessum sviðum. Á öldrun- ardeild ShS eru 26 rúm fyrir langlegu. Þar eru hjúkrunarfræðing- ar á bakvöktum á nóttunni. Kynnið ykkur sérkjör varðandi laun og hús- næði. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrun- arforstjóri í síma 482 1300. Heilsugæslustöð Selfoss Hjúkrunarfræðingar/sjúkraliðar Heilsugæslustöð Selfoss óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga og vegna fæðingarorlofs, sem er byrjað, nú þegar og verður í 1 ár, þ.e. til febrúar og apríl 1998. Einnig vantar sjúkraliða við heimahjúkrun frá 14. júlí til 29. ágúst vegna sumarafleysinga. Störf við heilsugæslu eru fjölbreytt og gefandi. Aðstoðað er við að útvega húsnæði. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri heilsu- gæslu í síma 482 1300 og 482 1746. Upptökusvæði Sjúkrahúss Suðurlands er Árnessýsla, Rangár- vallasýsla og V-Skaftafellssýsla, alls 16 þúsund íbúar. Starfssvæði Heilsugæslustöðvar Selfoss er um 6 þúsund íbúar. Svæðið er Selfoss og nálægir hreppar. Þetta er upplagt tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga og Ijósmæður sem vilja breyta til, kom- ast burt úr borgarerlinum en samt stutt í borgina. Selfoss er miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurlandi og marg- ar náttúruperlur í nágrenninu. Aðstaða til íþróttaiðkana er góð og 4 dagvistarstofnanir fyrir börn eru starfandi í bænum. A r Vopnafjarðarhreppur Á Vopnafirði búa um 900 íbúar. Sveitin erfal- leg og í þorpinu er rekinn öflugur sjávarútveg- ur. Sveitarfélagið leggur mikla áherslu á fél- agslegt öryggi íbúanna og góða menntun. Nú vill svo til að eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar og vonumst við eftir góðu fólki aust- urtil okkar. Hlunnindi í boði. v Vopnafjarðarskóli s í skólanum eru 140 nemendur í 1. —10. bekk. y Einnig hefur verið rekin öldungadeild við skól- j ann. Hér er um einsetinn skóla að ræða. Okkur vantar eftirtalda kennara: Almenn kennsla barna, sérkennsla, mynd- og handmennt, tungumálakennara og kennara í raungreinar. 0 Upplýsingar veitir Aðalbjörn Björnsson, skóla- 3 stjóri, í síma 473 1256 og Harpa Hólmgríms- dóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 473 1556. Tónlistarskóli Vopnafjarðar í tónlistarskólanum eru um 45 nemendur. I Á Vopnafirði er mikið tónlistarlíf. Við skólann hefur jafnframt verið rekin tónlistarsmiðja. Tónlistarkennarar staðarins hafa einnig annast tónmenntakennslu í Vopnafjarðarskóla og stjórnað Samkór Vopnafjarðar. Vid auglýsum > eftir skólastjóra og kennara. Upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 373 1300 og Hólmfríður Kristmannsdóttir í síma 473 1326. Hjúkrunarheimilið Sundabúð og Heilsugæslustöð Vopnafjarðar Á Vopnafirði er rekin góð heilsugæsla með færu starfsfólki og góðri vinnuaðstöðu. Að- hlynning og almenn aðstaða aldraðra er óvíða ! betri á landinu en á Vopnafirði. Sundabúð er ! með leiguíbúðir fyrir aldraða og legudeild. 5 Hjúkrunarfrædinga vantartil starfa. Upplýsingar veitir Emma Tryggvadóttir, hjúkr- uanrforstjóri, í síma 473 1320 (heimasími 473 1168) og Emil Sigurjónsson, framkvæmda- stjóri Heilsugæslustöðvarinnar í síma 473 1225 (heimasími 473 1478). Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar eftir að ráða tvo starfsmenn til starfa við fjölþjóðleg rannsóknaverkefni í Gunnarsholti. Mælingar Mælingar á vexti og kolefnisjöfnuði aspartrjáa í Gunnarsholti í sumar. Eftirlit meðtækja- búnaði á staðnum. Ráðið verðurtil þriggjatil fjögurra mánaða í þetta starf. Háskólamenntun í náttúruvísindum er æskileg. Úrvinnsla Úrvinnsla gagna um koldíoxíðflæði, orkubú- skap, uppgufun og veðurfar. Notkun hermilík- ana um hringrás næringarefna. Vinnustaður í Reykjavík. Mælingaferðir í Gunnarsholt. Kraf- ist er háskólamenntunar í raunvísindum eða verkfræði. Ráðið verðurtil sex mánaða í þetta starf með möguleika á framlengingu. Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf skulu berast Halldóri Þorgeirssyni, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík, eða í t-pósti til: dori@rala.is eigi síðar en 28. maí. Umsækjendur sem hafið geta störf fljótlega ganga fyrir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.