Morgunblaðið - 21.05.1997, Side 47

Morgunblaðið - 21.05.1997, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 47 HESTAR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Fyrstu skref í fimmgangi MARGIR ungir reiðmenn stíga sín fyrstu skref í fimmgang- skeppni í unglingaflokki og hafa sjálfsagt einhverjir keppenda á íþróttamóti Sörla um helgina verið í þeim sporum. En hér eru þeir sem verðlaun hlutu í þessum flokki ásamt Sigurði E. Ævars- syni, kunnum hafnfirskum hestamanni sem aðstoðar við uppstillingu. Verðlaunahafarnir eru, frá vinstri talið, Margrét á Núma, Daníel á Skutlu, Kristín á Ölver, Eyjólfur á Þór og sigurvegarinn Hinrik á Dagfara. Nánar verður sagt frá úrslitum á morgun, fimmtudag. Tvö alþjóðleg* námskeið a vegum FEIF ALÞJÖÐLEGT réttindanámskeið Al- þjóðasambands eigenda íslenskra liesta (FEIF) fyrir kynbótadómara var haldið dagana 5. til 8. maí sl. á Hólum í Hjaltadal. Þátttakendur voru átta frá sex aðildarlöndum FEIF, en kennarar voru íslenskir, þeir Víking- ur Gunnarsson kennari á Hólum og ræktunarfulltrúi í stjórn FEIF og Kristinn Hugason hrossaræktarráðu- nautur. Jón Vilmundarson ráðunaut- ur var prófdómari. Fimm próftaka náðu prófi og fá þeir alþjóðaréttindi FEIF til tveggja ára. Hólaskóli og Bændasamtök Is- lands stóðu að námskeiðinu í sam- vinnu við FEIF sem er hið fyrsta sem veitir þessi alþjóðlegu réttindi sam- takanna til að dæma kynbótahross á vetttvangi þess. Samþykktar voru nýjar reglur á síðasta aðalfundi sam- takanna fyrir kynbótasýningar aðild- arlandanna og segir þar að íslenski stigunarkvarðinn skuli lagður til grundvallar við einkunnagjöf. Samkvæmt þessum nýju reglum skulu kynbótadómarar á heimsmeist- aramótum og öðrum alþjóðasýning- um FEIF hafa staðist réttindapróf og mun svo verða á HM í sumar þar sem þrír dómarar verða valdir úr hópi þeirra sem réttindi hafa. Þá var haldið á vegum FEIF, í samvinnu við Hestaíþróttasamband Islands, nám- skeið fyrir alþjóða íþróttadómara 10. til 15. apríl sl. Námskeiðið var hvoru- tveggja í senn ætlað til að útskrifa nýja dómara og eins sem endurhæf- ingarnámskeið fyrir aðra sem þreytt hafa próf og hlotið rétindi sem alþjóð- legir dómarar. Þátttakendur voru þijátíu og níu, en sextán tóku próf. Kennarar voru Ariela Whitter, Hol- landi, Johannes Hoyos, Austurríki, Rune Svensen, Noregi, Marlise Grimm, Þýskalandi og Sveinn Jóns- son, íslandi, en þau eru öll í dómara- nefnd FEIF. Að framkvæmd nám- skeiðsins komu einnig formaður íþróttaráðs FEIF, Tone Kolnes og stjómarmaðurinn Fi Pugh, Englandi. Kynbótadómar á höfuðborgarsvæðinu Metþátttaka METÞÁTTTAKA er í kynbótadóm- um sem fram fara á höfuðborgar- svæðinu nú í vikunni. Að sögn Krist- ins Hugasonar hrossaræktarráðu- nauts eru tæpleg 240 hross skráð til dóms sem er meira en áður hefur verið. Með Kristni í dómnefnd er Guðlaugur Antonsson og eiga þeir fyrir höndum langa vinnudaga því Kristinn reiknaði með að þeir yrðu að við dómstörf frá klukkan níu á morgnana og til ellefu á kvöldin alla dagana. Dómstörf hófust í gær, þriðjudag, á Víðivöllum hjá Fáki og verða þeir félagar þar fram á hádegi á fimmtudag en þá flytja þeir sig að Varmárbökkum í Mosfellsbæ og verða þar fram á kvöid. Þá verða þeir fyrir hádegi á föstudag á Sörla- stöðum í Hafnarfirði en eftir hádegi í Glaðheimum í Kópavogi. Yfirlits- sýningin verður svo á laugardag en verðlaunaafhending og sýning bestu hrossanna á sunnudag. Aðspurður kvaðst Kristinn lítast vel á þessa viku, hann kvaðst ekki kvíða iöngum vinnu- degi. Sagði það reyndar útbreiddan misskilning að langur dagur við dóms- störf dragi úr getu og hæfni dómar- anna, svona upp að vissu marki, tók hann fram. í þessu sambandi bæri þess að geta að mikil bylting hefði orðið á síðustu árum í úrvinnslu gagna. Áður var unnið langt fram á nótt eftir að sjálfum dómstörfum lauk við úrvinnslu og sagðist Kristinn oft hafa lent í því að vinna til þtjú eftir miðnætti dögum saman undir þesum kringumstæðum. „Segja má að þessar miklu framfarir geri mönnum kieift að takast á við svo langan vinnu- dag,“ sagði Kristinn sem að þessum orðum sögðum tók á móti fyrsta hrossinu til dóms á þriðjudagsmorgni. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson MEÐAL þeirra fyrstu sem komu fyrir dómnefnd í gær var stóð- hesturinn Kormákur frá Kjarnholtum sem er undan Svarti frá Unalæk og þeirri kunnu stóðhestamóður Glókollu frá Kjarnholt- um. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hlaut hann yfir átta í einkunn fyrir byggingu en fór hinsvegar ekki í hæfileikadóm. Aðalfundur AÐAUGLÝSINGA Aðalfundur Snæfellings hf. ATVINNUHÚSNÆÐI Vinnuveitendafélags Suðurnesja verður haldinn í dag kl. 16.00 í Glóðinni í Keflavík. Þórarinn V. Þórarinsson kemur á fundinn. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Snæfellings hf. verður haldinn í gistiheimilinu Höfða, Olafsvík, miðvikudaginn 4. júní nk. og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Tillaga um aukningu á hlutafé. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál Ársreikningar og önnur fundargögn liggja frammi á skrifstofu félagsins. Stjórn Snæfellings. Atvinnuhúsnæði 403 fm Til leigu er í nýju húsi í Smárahvammi vandað iðnaðar- og lagerhúsnæði á jarðhæð með inn- keyrsludyrum. Leigugjald er kr. 387 pr.fm. Er það laust nú þegar, nýmálað og vistlegt. Nánari upplýsingar veitir Hanna Rúna í síma 515 5500 á skrifstofutíma. verður haldinn í Félagsmiðstöðinni Frostaskjóli miðvikudaginn 28. maí kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. 2. Önnur mál. Aðalstjórn. FJÖRÐUR ÍPRÓTTAFÉLAG Aðalfundur Fjarðar Aðalfundur Líf og land heldur aðalfund (landsþing) sinn þann 28. maí kl. 20.30 í húsi Ferðafélagsins, Mörkinni 6, í risi. Allir gamlirfélagsmenn og aðrir, sem áhuga hafa á umhverfisvernd, eru velkomnir. Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga verður haldinn mið- vikudaginn 21. maí kl. 20.00 í Verkfræðihúsinu, Engjateigi 9 í Reykjavík. Stéttarfélag verkfræðinga. S\? Frjáktframtak fasteignastarfsemi, Seljavegi 2, sími 515 5500. Gott skrifstofuhúsnæði til leigu í Mörkinni 6, 2. hæð, ertil leigu mjög gott skrif- stofuhúsnæði, alls 150 fm. Mjög góð staðsetn- ing og laust strax. í húsinu eru fundarsalir. Upplýsingar hjá Ferðafélagi íslands í síma 568 2533. íþróttafélagsfatlaðra í Hafnarfirði verður hald- inn í Kaplakrika laugardaginn 31. maí kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Afmæliskaffi. Sjálfstæðisfélag Kópavogs Vorfagnaður Hinn árlegi vorfagnaður félagsins verður haldinn föstudaginn 23. maí í Hamraborg 1,3. hæð. Húsið opnað kl. 21. Halldór Jónsson, formaður fulltrúaráðsins, flytur ávarp. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. FÉLAGSSTARF Viðtalstími — Mosfellsbær Við verðum með viðtals- tíma í húsi Sjálfstæðis- flokksins, Urðarvegi 4, Mosfellsbæ, í dag, mið- vikudag, kl. 17.00— 19.00. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Árni Mathiesen, Kristján Pálsson. Atvinnuhúsnæði Óska eftir ca 80 fm húsnæði til kaups eða leigu fyrir nuddstofu. Þarf ekki að vera á jarðhæð. Upplýsingar í síma 554 2248. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.