Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.05.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 47 HESTAR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Fyrstu skref í fimmgangi MARGIR ungir reiðmenn stíga sín fyrstu skref í fimmgang- skeppni í unglingaflokki og hafa sjálfsagt einhverjir keppenda á íþróttamóti Sörla um helgina verið í þeim sporum. En hér eru þeir sem verðlaun hlutu í þessum flokki ásamt Sigurði E. Ævars- syni, kunnum hafnfirskum hestamanni sem aðstoðar við uppstillingu. Verðlaunahafarnir eru, frá vinstri talið, Margrét á Núma, Daníel á Skutlu, Kristín á Ölver, Eyjólfur á Þór og sigurvegarinn Hinrik á Dagfara. Nánar verður sagt frá úrslitum á morgun, fimmtudag. Tvö alþjóðleg* námskeið a vegum FEIF ALÞJÖÐLEGT réttindanámskeið Al- þjóðasambands eigenda íslenskra liesta (FEIF) fyrir kynbótadómara var haldið dagana 5. til 8. maí sl. á Hólum í Hjaltadal. Þátttakendur voru átta frá sex aðildarlöndum FEIF, en kennarar voru íslenskir, þeir Víking- ur Gunnarsson kennari á Hólum og ræktunarfulltrúi í stjórn FEIF og Kristinn Hugason hrossaræktarráðu- nautur. Jón Vilmundarson ráðunaut- ur var prófdómari. Fimm próftaka náðu prófi og fá þeir alþjóðaréttindi FEIF til tveggja ára. Hólaskóli og Bændasamtök Is- lands stóðu að námskeiðinu í sam- vinnu við FEIF sem er hið fyrsta sem veitir þessi alþjóðlegu réttindi sam- takanna til að dæma kynbótahross á vetttvangi þess. Samþykktar voru nýjar reglur á síðasta aðalfundi sam- takanna fyrir kynbótasýningar aðild- arlandanna og segir þar að íslenski stigunarkvarðinn skuli lagður til grundvallar við einkunnagjöf. Samkvæmt þessum nýju reglum skulu kynbótadómarar á heimsmeist- aramótum og öðrum alþjóðasýning- um FEIF hafa staðist réttindapróf og mun svo verða á HM í sumar þar sem þrír dómarar verða valdir úr hópi þeirra sem réttindi hafa. Þá var haldið á vegum FEIF, í samvinnu við Hestaíþróttasamband Islands, nám- skeið fyrir alþjóða íþróttadómara 10. til 15. apríl sl. Námskeiðið var hvoru- tveggja í senn ætlað til að útskrifa nýja dómara og eins sem endurhæf- ingarnámskeið fyrir aðra sem þreytt hafa próf og hlotið rétindi sem alþjóð- legir dómarar. Þátttakendur voru þijátíu og níu, en sextán tóku próf. Kennarar voru Ariela Whitter, Hol- landi, Johannes Hoyos, Austurríki, Rune Svensen, Noregi, Marlise Grimm, Þýskalandi og Sveinn Jóns- son, íslandi, en þau eru öll í dómara- nefnd FEIF. Að framkvæmd nám- skeiðsins komu einnig formaður íþróttaráðs FEIF, Tone Kolnes og stjómarmaðurinn Fi Pugh, Englandi. Kynbótadómar á höfuðborgarsvæðinu Metþátttaka METÞÁTTTAKA er í kynbótadóm- um sem fram fara á höfuðborgar- svæðinu nú í vikunni. Að sögn Krist- ins Hugasonar hrossaræktarráðu- nauts eru tæpleg 240 hross skráð til dóms sem er meira en áður hefur verið. Með Kristni í dómnefnd er Guðlaugur Antonsson og eiga þeir fyrir höndum langa vinnudaga því Kristinn reiknaði með að þeir yrðu að við dómstörf frá klukkan níu á morgnana og til ellefu á kvöldin alla dagana. Dómstörf hófust í gær, þriðjudag, á Víðivöllum hjá Fáki og verða þeir félagar þar fram á hádegi á fimmtudag en þá flytja þeir sig að Varmárbökkum í Mosfellsbæ og verða þar fram á kvöid. Þá verða þeir fyrir hádegi á föstudag á Sörla- stöðum í Hafnarfirði en eftir hádegi í Glaðheimum í Kópavogi. Yfirlits- sýningin verður svo á laugardag en verðlaunaafhending og sýning bestu hrossanna á sunnudag. Aðspurður kvaðst Kristinn lítast vel á þessa viku, hann kvaðst ekki kvíða iöngum vinnu- degi. Sagði það reyndar útbreiddan misskilning að langur dagur við dóms- störf dragi úr getu og hæfni dómar- anna, svona upp að vissu marki, tók hann fram. í þessu sambandi bæri þess að geta að mikil bylting hefði orðið á síðustu árum í úrvinnslu gagna. Áður var unnið langt fram á nótt eftir að sjálfum dómstörfum lauk við úrvinnslu og sagðist Kristinn oft hafa lent í því að vinna til þtjú eftir miðnætti dögum saman undir þesum kringumstæðum. „Segja má að þessar miklu framfarir geri mönnum kieift að takast á við svo langan vinnu- dag,“ sagði Kristinn sem að þessum orðum sögðum tók á móti fyrsta hrossinu til dóms á þriðjudagsmorgni. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson MEÐAL þeirra fyrstu sem komu fyrir dómnefnd í gær var stóð- hesturinn Kormákur frá Kjarnholtum sem er undan Svarti frá Unalæk og þeirri kunnu stóðhestamóður Glókollu frá Kjarnholt- um. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hlaut hann yfir átta í einkunn fyrir byggingu en fór hinsvegar ekki í hæfileikadóm. Aðalfundur AÐAUGLÝSINGA Aðalfundur Snæfellings hf. ATVINNUHÚSNÆÐI Vinnuveitendafélags Suðurnesja verður haldinn í dag kl. 16.00 í Glóðinni í Keflavík. Þórarinn V. Þórarinsson kemur á fundinn. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Snæfellings hf. verður haldinn í gistiheimilinu Höfða, Olafsvík, miðvikudaginn 4. júní nk. og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Tillaga um aukningu á hlutafé. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál Ársreikningar og önnur fundargögn liggja frammi á skrifstofu félagsins. Stjórn Snæfellings. Atvinnuhúsnæði 403 fm Til leigu er í nýju húsi í Smárahvammi vandað iðnaðar- og lagerhúsnæði á jarðhæð með inn- keyrsludyrum. Leigugjald er kr. 387 pr.fm. Er það laust nú þegar, nýmálað og vistlegt. Nánari upplýsingar veitir Hanna Rúna í síma 515 5500 á skrifstofutíma. verður haldinn í Félagsmiðstöðinni Frostaskjóli miðvikudaginn 28. maí kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. 2. Önnur mál. Aðalstjórn. FJÖRÐUR ÍPRÓTTAFÉLAG Aðalfundur Fjarðar Aðalfundur Líf og land heldur aðalfund (landsþing) sinn þann 28. maí kl. 20.30 í húsi Ferðafélagsins, Mörkinni 6, í risi. Allir gamlirfélagsmenn og aðrir, sem áhuga hafa á umhverfisvernd, eru velkomnir. Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga verður haldinn mið- vikudaginn 21. maí kl. 20.00 í Verkfræðihúsinu, Engjateigi 9 í Reykjavík. Stéttarfélag verkfræðinga. S\? Frjáktframtak fasteignastarfsemi, Seljavegi 2, sími 515 5500. Gott skrifstofuhúsnæði til leigu í Mörkinni 6, 2. hæð, ertil leigu mjög gott skrif- stofuhúsnæði, alls 150 fm. Mjög góð staðsetn- ing og laust strax. í húsinu eru fundarsalir. Upplýsingar hjá Ferðafélagi íslands í síma 568 2533. íþróttafélagsfatlaðra í Hafnarfirði verður hald- inn í Kaplakrika laugardaginn 31. maí kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Afmæliskaffi. Sjálfstæðisfélag Kópavogs Vorfagnaður Hinn árlegi vorfagnaður félagsins verður haldinn föstudaginn 23. maí í Hamraborg 1,3. hæð. Húsið opnað kl. 21. Halldór Jónsson, formaður fulltrúaráðsins, flytur ávarp. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. FÉLAGSSTARF Viðtalstími — Mosfellsbær Við verðum með viðtals- tíma í húsi Sjálfstæðis- flokksins, Urðarvegi 4, Mosfellsbæ, í dag, mið- vikudag, kl. 17.00— 19.00. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Árni Mathiesen, Kristján Pálsson. Atvinnuhúsnæði Óska eftir ca 80 fm húsnæði til kaups eða leigu fyrir nuddstofu. Þarf ekki að vera á jarðhæð. Upplýsingar í síma 554 2248. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.