Morgunblaðið - 21.05.1997, Side 49

Morgunblaðið - 21.05.1997, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 49 FRÉTTIR Málþing um lífs- gæði sjúklinga MÁLÞING verður haldið á morgun, fimmtudag, undir yfirskriftinni Hjúkrun - lífsgæði. Málþingið er haldið í minningu Sigrúnar Ástu Pétursdóttur hjúkrunarkonu sem lést 12. október sl., en hún setti í viðtali við Morgunblaðið sl. sumar fram athyglisverðar skoðanir á sambandi sjúklinga og hjúkrunar- fræðinga. Sigþrúður Ingimundardóttir hjúkrunarfræðingur á sæti í undir- búningsnefnd fyrrnefnds málþings, sem fjallar um svipað efni og Sig- rún barðist fyrir. „Þetta málþing á rætur í fundi sem haldinn var tveimur mánuðum fyrir lát Sigrúnar. Þar mættu 60 hjúkrunarfræðingar og þetta varð nánast „vakningarsamkoma", sagði Sigþrúður Ingimundardóttir. „Á fundinum ræddum við um lífsgæði í_ þeirra víðustu mynd og Sigrún Ásta sagði frá því hvernig það væri að vera deyjandi einstaklingur sem hefði náð sátt við dauðann. Hún hafði hugmyndir um sérstaka hjúkrunarakademíu og sagði þenn- an fund vera vísi að henni. Við hin- ar sem sátum þennan fund ætlum nú að halda merki Sigrúnar hátt á lofti og reyna að gera að veruleika hugmyndir hennar um bætta hjúkr- un,‘‘ sagði Sigþrúður. Á málþinginu verður m.a. rætt um lífsgæði sjúklinga út frá ýmsum sjónarhornum. Einstaklingar koma og segja frá sinni reynslu og bar- áttu við sjúkdóma. Fjallað verður um meðferðarsamband við sjúkl- inga og loks verða pallborðsumræð- ur. Fyrirlesarar á málþinginu eru átta og það hefst klukkan 13.00 á Grand Hótel í Reykjavík. Vatnsveita Reykjavíkur fær viðurkenningu fyrir innra eftirlit Fyrirlestur um margfaldan missi NÝ dögun, samtök um sorg og sorg- arviðbrögð, gangast fyrir fræðslu- fundi í Gerðubergi fimmtudags- kvöldið 22. maí í Gerðubergi. Þar mun Páll Eiríksson geðlæknir flytja erindið Margfaldur missir - vááhrif. Efni þetta höfðar fyrst og fremst til þeirra sem misst hafa fleiri en einn ástvin, segir í frétt frá sam- tökunum. Allir eru velkomnir. Stj órnmálasam- band íslands og Armeníu FASTAFULLTRÚAR íslands og Armeníu hafa undirritað sameigin- Iega yfirlýsingu um stofnun stjórn- málasambands milli ríkjanna. Gengið og siglt hjá Hafnar- gönguhópnum HAFNARGÖNGUHHÓPURINN fer í miðvikudagskvöldgöngu sinni frá Hafnarhúsinu kl. 20 með höfn- inni út í Örfirisey og til baka um vesturbæinn. Við lok göngunnar verður litið við hjá Gunnari Marel um borð í víkingaskipinu í Suðurbugt. Þar verður val um að ljúka göngunni eða fara í stutta siglingu með vík- ingaskipinu út á Engeyjarsund. Allir velkomnir. Djass á Sólon JASSTRÍÓ Óla Stef leikur á veit- ingahúsinu Sóloni íslandusi í kvöld, miðvikudagskvöld, og hefst leikur- inn kl. 22. Gestur kvöldsins verður Haukur Gröndal, altósaxafónleikari. Hafþór Sveinjónsson og Helgi Eysteinsson verða sérstakir „stuðstjórar" í ferðinni. Portúgals- ferð fyrir ungt fólk FERÐASKRIFSTOFAN Úrval - Útsýn efnir í samvinnu við Euro- card og FM957 til ævintýraferðar fyrir ungt og kraftmikið fólk til Álgarve í Portúgal 2.-16. júlí nk, segir í fréttatilkynningu. Sérstakir fararstjórar frá FM957 og Úrvali — Útsýn hafa skipulagt dagskrá, þar sem blandað verður saman skemmtun, ævintýrum og íjölbreyttu næturlífi. Gist verður á Varandas íbúðar- hótelinu í Albufeira, en í fyrstu ferð- inni eru 40 sæti. Verð er kr. 49.900.- og innifaiið er: flug, gist- ing, akstur til og frá flugvelli er- lendis, sér fararstjórn þessa hóps, jeppasafarí, skútusigling, ferð í Big One vatnsrennibrautargarðinn, óvæntur glaðningur eitt kvöldið og að auki allir skattar. Áður en lagt verður af stað til Portúgal mun hópurinn koma sam- an á Astró laugardaginn 28.júní, segir í fréttatilkynningu frá Úrvali — Útsýn. Pólýfónfélagar hittast Á ÞESSU ári eru 40 ár frá því að Pólýfónkórinn hóf starfsemi sína undir forystu Ingólfs Guðbrands- sonar. Af því tilefni hafa fyrrver- andi kórfélagar ákveðið að hittast í Gullhömrum, Hallveigarstíg 1, Iðnaðarmannahúsinu, föstudaginn 30. maí. Hlaðborð verður á boðstólum með heitum og köldum réttum að hætti hússins. Húsið verður opnað kl. 19.30 og borðhald hefst kl. 20. Aðgöngumiðar verða seldir í Salat- barnum „Hjá Eika“, Fákafeni 9, laugardaginn 24. maí, milli kl. 12-16. í REGLUGERÐ um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla sem út kom árið 1994, voru vatnsveitur landsins skiL greindar sem matvælafyrirtæki. I sömu reglugerð er tekið fram að matvælafyrirtæki skuli starfrækja innra eftirlit til að tryggja gæði, öryggi og hollustu matvæla og að vörurnar uppfylli að öðru leyti þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Innra eftirlit skal taka mið af upp- setningu og framkvæmd GÁMES eftirlitskerfisins sem byggir á grein- ingu áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða. Vatnsveita Reykjavíkur hefur nú lokið við að koma up_p virku innra eftirlitskerfí skv. GAMES kerfis- greiningu. Þar er tekið á helstu kröf- um matvælareglugerðarinnar m.a. hafa verið gerðar hreinlætis- og þjálfunaráætlanir og þeim fylgt eftir. „Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur afhenti Vatnsveitu Reykjavíkur við- urkenningu á innra eftirliti Vatns- veitunnar 7. maí sl. Þar með er Vatnsveita Reykjavíkur fyrsta vatnsveitan á landinu til að hljóta þessa viðurkenningu frá heilbrigðis- yfirvöldum. Að vera með viðurkenn- ingu og starfsleyfi frá opinberum eftirlitsaðilum getur verið viðskipta- vinum Vatnsveitunnar mikils virði. Það getur t.d. hjálpað matvælafyrir- tækjum að komast inn í viðskipta- samninga þar sem kröfur eru gerðar Vorfundur Snigla VORFUNDUR Sniglanna, Bifhjóla- samtaka lýðveldisins, verður haldinn miðvikudaginn 21. maí kl. 20 að Bíldshöfða 18. Aðalumræðuefni verða samskipti bifhjólamanna og lögreglu, umferðarslys á mótorhjól- um, tryggingamál o.fl. LEIÐRÉTT Föðurnafn í FRÉTT Morgunblaðsins á föstu- daginn af sjö bæjarlistamönnum Kópavogs misritaðist föðurnafn eins þeirra, Kristjáns Logasonar. Beðist er afsökunar á þeim mistökum. RÖGNVALDUR Ingólfsson sviðsstjóri matvælasviðs Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur (t.h.) afhendir Lofti Reimari Gissurarsyni gæðasljóra Vatnsveitu Reykjavíkur við- urkenningu á innra eftirliti Vatnsveitunnar í Gvendar- brunnahúsi. til gæða vatnsins sem þessi fyrir- tæki nota við framleiðsluna,“ segir í fréttatilkynningu frá Vatns- veitunni. Unnið er að því að koma á gæða- kerfi skv. ISO 9001 staðlinum með skráðum verklagsreglum, gæða- stöðlum, vinnulýsingu og aukinni skráningu á eftirlitsþáttum. Eyrarbakki VAKIN hefur verið athygli blaðsins á að í afmælisgrein um Eyrarbakka sé svo að orði komist um hið mynd- arlega Sjóminjasafn, að Eyrar- bakkahreppur „hafi komið [þvíj upp og nýtega endurskipulagt". Stofn- andi safnsins var reyndar Sigurður Guðjónsson skipstjóri, sem á sínum tíma ánafnaði hreppnum hið mikla safn sitt. Láðst hafði að geta þess. Garðastál, ekki Héðinn ÞESS misskilnings gætti í umfjöllun um utanhússklæðningar í Húsinu og garðinum, fylgiblaði Morgunblaðsins hinn 11. þessa mánaðar, að fyrirtæk- ið Garðastál, sem framleiðir stál- klæðningar, væri hluti af fyrirtæk- inu Héðni og eru hlutaðeigandi beðn- ir afsökunar á þeim mistökum. Ur dagbók lögreglunnar 19 þjófnaðir um hvítasunnuhelgina 16. til 20. maí UM hvítasunnuhelgina eru 578 færslur bókfærðar í dagbók lög- reglunnar. Af þeim eru 14 vegna innbrota, 19 vegna þjófnaða, 35 vegna eignarspjalla og 10 vegna slysa og óhappa. Skráðar eru 6 líkamsmeiðingar, fimmtíu og fimm sinnum þurfti að hafa afskipti af fólki vegna ósæmi- legrar ölvunarháttsemi á almanna- færi og vista þurfti 46 manns í fangageymslunum. Þar af voru 13 vegna fíkniefnamála. Kæra þurfti 69 ökumenn fyrir of hraðan akst- ur. Margir þeirra óku allnokkuð yfir leyfilegum hámarkshraða- mörkum áður en þeir voru stöðvað- ir. Tíu ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki bílbelti og 16 vegna gruns um ölvunarakstur. Tilkynnt var um 36 umferðaróhöpp. Óhappalítil umferð Um hvítasunnuna í fyrra þurfti 72 sinnum að hafa afskipti af ölv- uðu fólki að kvöld- og næturlagi og vista þurfti 42 í fangageymsl- unum. Þá var á þriðja tug öku- manna kærður fyrir of hraðan akstur, tíu ökumenn voru grunaðir um ölvunarakstur, tilkynnt var um 40 umferðaróhöpp til lögreglu, auk þess sem tilkynnt var um 9 líkams- meiðingar, 19 innbrot, 15 þjófnaði og 29 eignarspjöll. Talsverð umferð var út úr borg- inni síðdegis á föstudag og síðan aftur til borgarinnar síðdegis á mánudag. Umferðin gekk að mestu óhappalaust fyrir sig. Engin afskipti þurfti að hafa af ungling- um, hvorki í miðborginni né á svæðum utan borgarinnar, þar sem þeir eru vanir að tjalda um hvíta- sunnuhátíðina. Á föstudagskvöld var aðili flutt- ur á slysadeild með sjúkrabifreið eftir árekstur tveggja bifreiða á Bústaðabrú. Kona á gönguferð datt fram af klettum við Ásiand í Mosfellsbæ og meiddist í andliti, auk þess sem tennur brotnuðu. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið. Tilkynnt var um eld í íþróttahúsi Langholtsskóla. Tölu- verðan reyk lagði frá húsinu þegar lögregla og slökkvilið komu á vett- vang, en greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins. Skemmdir urðu aðallega af völdum reyks og sóts. Um nóttina gleymdist panna á heitri eldavélahellu _ í mannlausri íbúð í Vogunum. íbúi í húsinu náði að taka pönnuna af og koma í veg fyrir skemmdir. Slökkviliðið reykræsti íbúðina. Menn fóru inn í mannlaust hús í Vogunum og gerðu tilraun til að stela sjónvarps- tæki, en urðu að sleppa tækinu og síðan frá að hverfa er þeir urðu mannaferða varir. Á laugardagsmorgun veittust gestir að húsráðanda í Bergunum er hann ætlaði að binda endi á samkvæmi í íbúð sinni og vísa þeim út. Flytja varð hann á slysa- deild. Síðdegis endaði ágreiningur milli starfsmanna veitingahúss í miðborginni með slagsmálum svo flytja varð þrjá þeirra á lögreglu- stöð. Tilkynnt var um innbrot í íbúð í Fellunum. Grunur er um hver þar var að verki. Aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um innbrot í hús við Grettisgötu. Um kvöldið klemmdi átta ára gömul stúlka sig á innihurð. Hún var talin hafa fingurbrotnað. Ölv- aður hestamaður féll af baki þar sem hann var á ferð við Vestur- landsveg. Hann tók þó lífinu með ró og lagðist til svefns utan við nálægt hús. Hestum hans var kom- ið í hús. Tilkynnt var um að tveir hundar hefðu drepið gæs og hænsni við bæ utan borgarinnar. Eigandi fuglanna ætlaði að afgreiða málið í samráði við dýraeftirlitsmann. Lögreglan á Suðvesturlandi í samvinnu við ýmis félög og samtök bifreiðaeigenda biður alla öku- menn um að taka þátt með sér í sameiginlegu verkefni mánudag- inn 26. maí nk. Hún beinir tilmæl- um til allra ökumanna og hvetur þá, hvern og einn, til að aka þann dag innan leyfilegra hámarks- hraðamarka á hveijum stað, þ.e. að hver og einn verði sér meðvit- andi um leyfðan hámarkshraða og leggi sig fram um að aka í sam- ræmi við það. Það gæti orðið einhverjum erf- itt, en flestum ætti að takast það með góðri einbeitingu. Forvitnilegt verður að sjá hvað gerist í umferð- inni þegar „allir“ leggja sig fram um að aka innan leyfílegra há- markshraðamarka mánudaginn 26. maí nk. „Húskarlar“ Páls SÍÐASTLIÐINN laugardag var birt hér í biaðinu grein eftir Þórhall Jós- epsson með yfirskriftinni „Húskarl- ar“ Páls á Höllustöðum. Eitt orð, orðið ekki, féll niður í inngangi greinarinnar, sem orðrétt átti að hljóða svo: „Hún [Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir] taldi það ríkisstjórn- inni til foráttu að „húskarlar" félags- málaráðherrans í húsnæðismála- stjórn hefðu ekki orðið við umsókn Hússjóðs Öryrkjabandalags íslands um lán til 40 félagslegra íbúða ...“ - Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. IÐUNNAR APOTEK á faglega traustum grunni I stsrstu læknamiðstöð landslns OPIÐ VIRKA DAGA 9 -19 M + O DOMUS MEDICA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.