Morgunblaðið - 21.05.1997, Síða 50

Morgunblaðið - 21.05.1997, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Smáfólk Ég er með nýja lífsspeki. / WHAT DIP TOU VjEXPECT, A MEPAL? 50ME PHIL050PHIE5 TAKE A TH0U5AND TEAR5..I THINK 0F THEM IN TL)0 MINUTE5.. ~Zí------------------------- „Við hverju bjóstu, orðu?“ Sum lífsspeki er mynduð á þús- und árum ... ég þarf aðeins tvær mínútur til að hugsa mina . . . Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Heilsa, þrek og hreyfing* á Islandi Frá Svandísi Sigurðardóttur og dr. Þórarni Sveinssyni: í ÞEIM vestrænu þjóðfélögum þar sem hreyfing fólks hefur verið könnuð hefur komið í ljós að hlut- fallslega fáir stunda reglubundna hreyfingu. Þessi niðurstaða hefur komið mörgum á óvart því mikill áróður fyrir líkamsrækt og áhrif- um hennar á heilsu hefur verið rekinn undanfarna áratugi. Hvað veldur þessu er ekki alveg ljóst en víða standa einmitt yfir rann- sóknir á þessu. Það sem menn hafa þó komist að á allra síðustu árum í erlendum rannsóknum er að fjölmargir þættir ráða því hvort fólk hreyfir sig reglulega eða ekki. Einnig hafa komið fram vísbend- ingar um að áreynslan þurfi ekki endilega að vera svo mjög mikil til þess að hafa bætandi áhrif á heilsuna og auka daglega vellíðan. Þess vegna ætti jafnvel að vera nóg að flétta hreyfinguna inn í daglegt líf, t.d. ganga í vinnuna, nota stigana, sinna heimilisstörf- um, vinna í garðinum o.s.frv. Auð- vitað er öll önnur hreyfing í fullu gildi líka, s.s. sund, skokk, göngu- ferðir og hvaðeina annað. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum að undanförnu stendur nú yfir könnun á hejlsu, þreki og hreyfingu á meðal íslendinga. Það er námsþraut í sjúkraþjálfun við Háskóla íslands sem stendur að könnuninni. Hún er gerð að fyrir- mynd finnskrar rannsóknar sem nýlega var gerð á vegum UKK- stofnunarinnar í Finnlandi. UKK- stofnunin er kennd við Kekkonen fyrrum Finnlandsforseta og sér- hæfir sig í rannsóknum tengdum heilsurækt og útiveru. Allmargir þættir eru kannaðir ítarlega í ofan- greindri könnun, en alls fengu l. 650 íslendingar (20-80 ára) sendan spurningalistann. Niður- stöðurnar verða mjög fróðlegar fyrir okkur íslendinga. Við sjáum hvar við stöndum í þessum efnum í samanburði við Finna og aðrar vestrænar þjóðir. Einnig eiga nið- urstöðurnar að geta gefið upplýs- ingar um hvernig við getum á auðveldan hátt bætt úr ef þarf og tekið þá mið af okkar séríslensku aðstæðum. Og hver veit nema við séum eins konar fyrirmyndareyja m. t.t. hreyfingar án þess að vita það? Allt veltur það á þeim 1.650 einstkalingum sem lentu í úrtakinu (og eru þar með spegilmynd af þjóðinni) hvort hægt verður að taka mark á niðurstöðunum. Margir hafa nú þegar sent inn svör þótt enn vanti nokkuð á. Því eru allir þeir sem mögulega geta svarað hvattir til að senda inn sinn lista sem fyrst. SVANDÍS SIGURÐARDÓTTIR, DR. ÞÓRARINN SVEINSSON, lektorar við námsbraut í sjúkraþjálfun í Háskó'.a íslands. Sammála Jóhannesi Frá Árna Helgasyni: EG vil með fáeinum orðum þakka Jóhannesi Bergsveinssyni lækni fyrir sérstaklega góða grein í Mbl. 11. maí sl. Eg er honum alveg sam- mála og reynsla mín undanfarin ár hefir svo sannarlega sýnt að eftir því sem verð á áfengi og bjór og öðrum fíkniefnum er hærra, því meir minnkar neysla þess og ég er líka þess fullviss að erlendir ferða- menn sækja ekki hingað til að ná í ódýrt áfengi. En það er nú orðið svo að fólk talar jafnan tveim tungum í þessum málum. Þykist beijast móti allri vímu en gerir svo ekkert annað en að víðfrægja hana allstaðar sem því verður við komið. í seinustu viku var m.a. þáttur í Ríkisútvarpinu þar sem rætt var við eiganda nýopnaðs veitingahúss í Reykjavík. Stjórn- andinn átti ekki nógu sterk orð til að lofsyngja veitingamanninn og húsið og sérstaklega vörurnar sem hann hafði á boðstólum. M.a. væri hægt að fá yfir 20 víntegundir með öllum bragðgæðum. Og ekki dró viðmælandi, sem var kvenmaður, úr aðdáun sinni hvað væri gott eft- ir leikhúsferð að koma inn og njóta þessara veiga. Betri auglýsingu gat þetta hús ekki fengið hjá Ríkisút- varpinu og það ókeypis. Eg man líka eftir því, þegar Bláa bandið og AA-samtökin voru stofn- uð, hvað menn voru öruggir um að nú myndu ekki ölóðir menn sjást á götum Reykjavíkur. En hver hefir raunin orðið á og hvað segir reynsla dagsins í dag? Meira að segja hafa meðferðarstofnanir aldrei fyrr verið yfirfullar og biðraðir jafnlangar. Og ískyggilegar eru kannanirnar á vímuefnanotkun grunnskólanem- enda, jafnvel undir fermingaraldri. Það er ekki talað mikið um gróða ríkissjóðs af sölu áfengis í dag, enda verður hann kannske þverr- andi ef miðað er við allt sem áfeng- ið veldur þjóðinni, allt það böl, bæði andlegt og veraldlegt. Og öll rýmkun á meðferð og sölu þess hefir sýnt sig til ills hvert sem litið er. Vímulaus æska er orðtakið í dag hjá hræsnurum sem vaða uppi í þjóðfélaginu. En það getur ekki orðið fyrr en við í alvöru förum að sjá að það á að hefja sókn með kjörorðinu: Vímulausir foreldrar, sem við getum búist við einhveijum árangri. En þar stendur nú hnífur- inn í kúnni. Byrjum á byijuninni og það eru heimilin sem eru í hættu og þurfa viðreisnar við. Fyrr en þetta hefir gerst er ekki hægt að tala um vímulaust land. ÁRNIHELGASON, Stykkishólmi. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skipliborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fróttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL(a)CENTRUM.lS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.