Morgunblaðið - 21.05.1997, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 21.05.1997, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997 51 BERÉF TIL BLAÐSINS Foreldra- vandamál Frá Asgeirí Helgasyni: EKKI barnið mitt er eitt vinsæl- asta orðatiltæki sem til er í orða- forða íslenskra foreldra. Barnið mitt slæst ekki. Barnið mitt stelur ekki. Barnið mitt lærir af mistök- unum sínum. Barnið mitt mun aldrei velja sér vini sem reykja. Barnið mitt mun aldrei umgang- ast rumpulýð sem drekkur áfengi. Barnið mitt mun aldrei nota eitur- lyf. Barnið mitt veit ekki einu sinni hvað eiturlyf eru. Hér eru góðar fréttir fyrir þá I foreldra sem nota þetta orðalag. Þetta er rétt hjá ykkur; auðvitað getur ekki verið að ykkar eigið hold og blóð sé að misþyrma sér og öðrum. Það hljómar fáránlega. Hvernig gætu þau brugðist ykkur sem hafið alið þau upp og gert allt ykkar besta til að veita þeim allt sem þið getið? „Ég gaf þér I sjónvarp í fermingargjöf og þú ( launar það með því að detta í það i með Gunnu dóttur hans Sigga, það er greinilegt að Siggi kann ekkert að sjá um börnin sín. Barn- ið mitt gerir ekki svona lagið.“ Nei, auðvitað ekki. Þetta var allt Sigga að kenna, barnið hans er alltaf til vandræða. Hér að ofan er hún Gunna slæmur félagsskapur, hún kenndi | barninu þínu að drekka. En hvar lærði Gunna að drekka? Jú auðvit- að hjá barninu hans Skúla, en þá < hljótum við að velta fyrir okkur hvar barnið hans lærði að drekka og síðan hvar allir hinir ljótu ungl- ingarnir lærðu að drekka, reykja og sprauta sig. Það er kominn tími til að stoppa og hugsa. Er endalaust hægt að kenna öðrum um? Er endalaust hægt að rétta sprengjuna áfram ’ eða mun hún springs einhvers I staðar á leiðinni? Kannski í | Kringlunni? Þar komu saman ungmenni sem vildu ólm nálgast það að verða fullorðin - eða er þetta ekki að vera fullorðinn? Er það ekki að vera fullorðinn að geta drukkið sig út úr heiminum alveg eins og mamma og pabbi á síðasta ættarmóti? Er það ekki svona sem við tjáum tilfinningar okkar eða hvað? Er það ekki svona i sem að við nálgumst hvort annað og opnum okkur fyrir hvort öðru? Er drykkjustund ekki tíminn sem foreldrar eru viljugastir til að ræða málin? Foreldrar þagna ekki þegar þeir eru drukknir, þeir eru upp- fullir af heilræðum og umhyggju. Það er ekkert jafn sannfærandi og drukkið foreldri með sígarettu lafandi í munnvikinu og bjórglas um hönd muldrandi „þú veist að þetta er óhollt“ eða „lofaðu mér nú að byrja aldrei á þessu“. Ég er sannfærður. Nei annars, kannski ekki, en það er greinilega erfitt að vera foreldri þurfandi að sannfæra sjálfan sig um það að vandamálin séu ekki til að leysa þau heldur til að skella þeim yfir á aðra. Þið eruð greinilega ekki þess verð að lifa undir ábyrgðinni sem þið eig- ið að bera gagnvart börnum ykk- ar. Afskiptaleysi foreldra virðist vera orðinn erfðasjúkdómur sem lýsir sér síðar í virðingarleysi ungmenna á íslandi gagnvart sjálfu sér. Lausn hins almenna foreldris virðist einskorðast við íþróttir og líkan félagsskap. Enn og aftur vill það finna lausnina einhvers staðar annars staðar en hjá sjálfu sér. Það getur ekki agað börnin sín sjálft þannig að það ætlast til að íþróttafélögin geri það. Nú er svo komið fyrir flestum íþróttafélögum á landinu að drykkjuskapur er ein helsta að- ferðin til að halda upp á sigur eða þá drekkja sorgum yfir tapi. Nú er svo komið fyrir íslensk- um foreldrum að þeir eru að fá afskiptaleysi sitt í hausinn aftur. íslenskir foreldrar verða að skilja hlutverk sitt sem ábyrgir uppa- lendur. Svona gengur þetta bara alls ekkil! Hættið að beija höfðinu við stein og takið ábyrgð á eigin^. lífi áður en þið farið að segjá okkur hvað ábyrgð er. Nú er svo komið fyrir íslensk- um ungmennum að þau telja að drykkjuskapur sé eðlileg sem- skiptaleið. Þetta er mikið ti! ef ekki að öllu leyti ykkur að kenna, svo mikið er ljóst. Auðvitað eru til undantekning- ar sem sanna regluna, en Guð hjálpi þeim sem heldur því fram að „unglingavandamálið“ sé ungl- ingunum að kenna. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Skammist ykkar öll sem eitt. ÁSGEIR HELGASON, Tjarnarlundi 17F, Akureyri. Heitir pottar mótaðir úr akrýl, níðsterkir, hita- og efnaþolnir og auðveldir að þrífa. Margar gerðir. Verð frá kr. 89.133 stgr. Trefjar ehf. Hjallahrauni 2, Hafnarfirði, sími 555 1027. hæðamælar og hallamál Eins, tveggja og þriggja geisla Teeki sem koma á óvart! Tilvalið fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ótrúlega hagstætt verð frá kr. 12.600 án/vsk. Hólmgarði 2c, Keflavík, sími 421 4688, fax 421 1262. \ Enginn staður á Flórída hefur notið gf| eins mikilla vinsælda meðal farþega okkar og Fort Myers Beach. Glæsilegir gististaðir, stórkostlegar strendur, fjölmargar náttúruperlur og fjölbreytt mannlíf gera þennan sólríka strandbæ að suðrænni paradís. Einstök aðstaða er til hvers kyns íþrótta og útiveru, 34 golfvellir og stærsta verslunarmiðstöð Suðvestur-Flórída er í Fort Myers. LÍRnuila 4: simi 569 9300, gra:ut uúmer H0Q-6JQ0. HufnurfirOi: sintí 565 2366. Keflurik: simí 421 1353■ Selfossi sinti 4H2 1666. Akureyri sími 462 5000 ■ og bfti umboðsmönnum um lund ulll á mann m.v. tvo fuilorðna og tvö böm 2ja-ll án í 15 nætur í tveggja svefnherbergja íbúð á Admirals Bay á Fort Myers Beach á mann m.v. tvo fuliorðna InnifaJið í ‘veröi: Flug, gisting og skattar. ■S. OPEL Astra 5 dyra kr. 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.