Morgunblaðið - 21.05.1997, Page 52
52 MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Stækkanlegt
borðstofuborð/
fundarborð úr
hnotu- eða
kirsuberjavið með
hnífaparaskúffu
úsamt lausum
hjólaskúpum.
QýCeimsljós
Faxafeni (blátt hús),
sími 568 9511.
- Félag milliríkjaverslunar og vörudreifingar -
Aðalfundur Félags íslenskra
stórkaupamanna
Aðalfundur Félags íslenskra stórkaupmanna verður haldinn
föstudaginn 23. maí nk.
kl. 14.00 í Hvammi, Grand Hótel Reykjavík.
Dagskrá skv. félagslögum.
Fríhafnarversiun: Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra
fjallar um breytingar í Fríhöfninni.
Jón Ásbjörnsson Halldór Ásgrímsson
formaður F(S utanrikisráðherra.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins
í síma 5888910.
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Landkynning
þrátt fyrir
verkalýð
NÚ GETUM við íslending-
ar borið höfuðið hátt eftir
að okkur var haldið að 23
milljónum Bandaríkja-
manna meðan þeir supu á
morgunkaffinu. Það má
deila um verðmæti þessár-
ar landkynningar í bein-
hörðum peningum, en ég
tel óumdeilanlegt að sú
upphæð væri svo langt
umfram það sem landinn
hefði efni á að eyða í svo-
leiðis að það skipti bara
ekki máli. Að þessi land-
kynning komst til skila er
ekki að þakka þröngsýnum
og sjálfhverfum verkalýðs-
félögum, heldur tilviljun
einni saman. Símvirkjar í
verkfalli synjuðu banda-
rísku sjónvarpsstöðinni
ABC um þjónustu sem sóst
var eftir, og sáu enga
ástæðu til að veita undan-
þágu til þessa þrátt fyrir
að hér væri greinilega á
ferðinni stórkostlegt tæki-
færi til að kynna ísland,
allri þjóðinni til upphefðar.
Það hefur ætíð verið
haft fyrir satt að misjafn
sauður sé í mörgu fé, og
ekki laust við að mér sýn-
ist að sumir af þessum
misjöfnu sauðum hafi kom-
ist til vegs og valda í verka-
lýðshreyfíngunni.
Skora ég hér með á alla
meðlimi verkalýðsfélaga að
huga betur að sínum gjörð-
um, og neita að taka þátt
í verkbönnum og verkföll-
um sem valda öðrum skaða
sem þeir gætu ekki rétt-
lætt gagnvart sjálfum sér.
Með kveðju frá Ástralíu,
Sigurður Ingi Jónsson.
Þalddr til Orku
MIG langar að koma á
framfæri ánægju minni á
þjónustu sem ég hef fengið
hjá Orku í Skeifunni. Það
er fyrirtæki sem selur
ýmislegt sem þarf til að
sprauta bíla o.s.frv. Það er
mjög lipur og góð þjónusta
hjá þeim og þeir veita mjög
góðar ráðleggingar. Og svo
er til fyrirmyndar hjá þeim
að þeir endurgreiða ef þarf
að skila vöru til baka. Það
þykir yfirleitt sjálfsagt
erlendis en er ekki til siðs
hérlendis.
Halldór Bjarnason.
Tapað/fundið
Barnaskiði
töpuðust í
Bláfjöllum
LÍTIL barnaskíði, hvít og
rauð, töpuðust í Bláfjöllum
á hvítasunnudag. Skilvís
fmnandi vinsamlega hafi
samband í síma 567-6245.
Kvenmannsúr
fannst
KVENMANNSÚR fannst í
Kolaportinu laugardaginn
17. maí. Uppl. í síma
552-6756.
Læða í óskilum
GRÁBRÖNDÓTT, mjög
gæf læða með hvítar hosur
og trýni hefur verið í óskil-
um í Grænumýri 7 á Sel-
tjamarnesi í tvær vikur.
Hún var með ólarfar. Upp-
lýsingar í síma 561-6304.
Gulgrænn páfa-
gaukur tapaðist
GULGRÆNN páfagaukur
tapaðist föstudaginn 16.
maí frá Skaftahlíð 14.
Fuglinn er mjög spakur.
Ef einhver hefur orðið var
við hann hafið samband í
síma 551-2790.
Grár og hvítur
páfagaukur
tapaðist
Páfagaukur, grár og hvít-
ur, tapaðist á föstudags-
kvöld á Rauðarárstíg 41.
Uppl. í síma 562-8538.
Hundaeigendur
ÞEIR hundaeigendur sem
týnt hafa hundum sínum
eru vinsamlega beðnir um
að hafa samband við dýra-
spítalann í Víðidal strax í
síma 567-4020.
SKÁK
Lmsjón Marjjcir
Pctursson
STAÐAN kom upp á alþjóð-
legu skákmóti í Bentley í
Englandi í vor. Skotinn
Paul Motwani (2.490) var
með hvítt og átti leik, en
Jana Bellin (2.180) hafði
svart.
32. Rxe5!! - fxe5 (Ef
svartur tekur skiptamuninn
og leikur 32. — Bxe4 þá
hafði Skotinn undirbúið
glæsilegan vinningsleik: 33.
Rd7! - Hh7 34. Rxf6! og
svartur er varnarlaus gegn
fráskák með riddaranum)
33. Hxe5 - Kg6 34. De2
- Hd2 (Eða 34. - Hhe8
35. Hfxf5 - Rxf5 36. Dg4+
og hvítur vinnur) 35. He6+!
— Bxe6 36. Dxe6+ — Kg7
37. Df7 mát.
BRIDS
llmsjón Guðmundur Páll
Arnarson
HVERNIG myndi lesandinn
spila fimm tígla í suður með
spaðagosa út?
Norður
♦ 85
V ÁD76
♦ ÁD54
♦ ÁG3
Suður
♦ ÁD
? 1043
♦ KG10962
♦ 72
Spilið kom upp í boðs-
móti Politiken 1995, sem
Zia Mahmood og Peter
Weichsel unnu. í grein um
mótið sem Weichsel skrifaði
í The Bridge World, gefur
hann „salnum“ lága ein-
kunn fyrir spilamennskuna
í fimm tíglum:
„Andstæðingar okkar
spiluðu þrjú grönd, sem
standa eins og stafur á bók,
en mörg pör fóru upp í fimm
tígla í slemmuþreifingum.
Og það kostaði okkur Zia
mörg stig, því flestir fóru
niður á þeim samningi. Sem
er ótrúlegt."
Eftir spaða út, tóku flest-
ir trompin og svínuðu
hjartadrottningu. Austur
drap og réðst strax á laufið.
Sagnhafi gaf þar slag og
annan á hjarta, þegar gos-
inn féll ekki undir ásinn.
„Þetta getur ekki verið
besta spilamennskan," segir
Weichsel. „Mun betra er að
hreinsa upp laufið áður en
hjartað er hreyft: Taka
trompin og spila laufi á
gosa. Austur drepur og spil-
ar laufi um hæl. Sagnhafi
hreinsar þá upp svörtu litina
og spilar svo hjarta að blind-
um. Ef vestur lætur Iítið
hjarta, gerir sagnhafi slíkt
hið sama og leggur upp.
En komi áttan eða nían frá
vestri, er drottningunni
svínað. Austur drepur og
spilar hjarta. Þá lætur sagn-
hafi lítið heima, sem kostar
vestur gosann. Eftir þessari
leið tapast spilið því aðeins
að vestur hafi byrjað með
98 í hjarta.“
HVÍTUR leikur og vinnur.
Víkveiji skrifar...
UM nokkurt skeið hefur Vík-
verji tekið eftir því að mann-
úðarsamtök sem nefna sig „Christ-
ian Aid“ „Kristnihjálp" hafa staðið
fyrir auglýsingaherferð á sjón-
varpsstöðinni Sky - auglýsinga-
herferð sem Víkverji telur afar
áhrifaríka og vel heppnaða. Ein
auglýsingin er þannig, að lítill og
tötralegur drengur, líklega Indverji
eða Pakistani, er sýndur, dapur á
svip, þar sem hann krýpur og
burstar skó á fæti. Þulurinn segir
að við þessum dreng blasi ekkert
annað en að eyða því sem hann á
ólifað í störf sem þessi. Síðan seg-
ir „We Believe in Life Before
Death“, sem þýða má svo á ís-
lensku: „Við trúum á líf fyrir dauð-
ann“. Og því næst er þeim orðum
beint til áhorfenda og áheyrenda,
að þeirra framlag geti skipt þennan
dreng og önnur börn sköpum og
ráðið því hvort þau eignist líf fyrir
dauðann.
xxx
AÐ er ólíkt að bera saman það
mannúðarríka viðhorf sem
kemur fram í auglýsingunum frá
Christian Aid við viðbrögð verslun-
armanns hér í Reykjavík, sem var
spurður hvernig hann myndi bregð-
ast við því að „Christian Aid“ hefur
upplýst að íþróttavöruframleiðend-
ur þekktra vörumerkja eins og
Umbro, Mitra og Adidas notast við
smáböm á Indlandi til þess að
sauma ýmsar íþróttavörur, svo sem
fótbolta og fá smánarlaun fyrir.
Verslunarmaðurinn sem flytur inn
bolta frá Umbro kvaðst hvorki telja
það vera vandamál seljenda né
framleiðenda að boltarnir væru
sumaðir af börnum, heldur fyrst og
fremst neytendanna sem vildu
kaupa ódýra vöru. „Þetta hefur
verið vitað í tugi ára en nú er bara
verið að nafngreina einhverja sér-
staklega og taka þá fyrir og það
er mjög ósanngjarnt," sagði um-
ræddur verslunarmaður orðrétt hér
í Morgunblaðinu í síðustu viku.
XXX
JAÐRAR það ekki við mann-
vonsku að tala með þessum
hætti? Er það raunverulega svo, að
verslunarmaður, sem verslar með
og flytur inn vörur sem smábörn
eru látin framleiða í þrælkunar-
vinnu, líti fyrst og fremst svo á,
að óréttlæti sé í því fólgið að upp-
lýst er að hann verður sér úti um
ódýra vöru, með því að versla við
framleiðendur sem ástunda svo sið-
ferðilega brenglaða framleiðslu-
hætti?! Er það ekki hæpin fullyrðing
að segja að þetta sé ekki vandamál
framleiðenda og seljenda vörunnar,
heldur neytenda? Er hægt að full-
yrða að neytendur, kaupendur hinn-
ar ódýru vöru, viti það sem fram-
leiðandinn og seljandinn veit - að
börn í ánauð hafa framleitt vöruna
og þegið smánarlaun fyrir? Víkveiji
trúir því ekki og telur, eins og
bresku og írsku hjálparstofnair
kirkjunnar gera, að skora verði á
íþróttavöruframleiðendur að hætta
barnaþrælkun við framleiðslu á
varningnum.