Morgunblaðið - 21.05.1997, Síða 64
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@C.ENTRUM.IS / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTl 1
MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Minna
berst af
• Rússafiski
VERULEGA hefur dregið úr lönd-
unum rússneskra skipa hér á landi
sem og í Noregi og er búist við
að sú þróun haldi áfram. Eru
Rússar farnir að vinna sinn fisk
í auknum mæli sjálfir auk þess
sem nokkurrar aflatregðu er farið
að gæta.
Samtals hafa rússnesk skip
landað um 2.582 tonnum af
óslægðum þorski hér á landi það
sem af er þessu ári. Það er mun
minni afli en landað var hér á sama
tíma á síðasta ári þegar landað
hafði verið um 9.232 tonnum af
jt Rússaþorski. Alls lönduðu rúss-
nesk skip um 15.613 tonnum af
þorski hér á landi á síðasta ári.
Hærra verð sett upp
Að sögn Sævars Hjálmarssonar,
framleiðsiustjóra hjá Sjólastöðinni
hf. i Hafnarfirði, kemur þessi lönd-
unarþurrð Rússanna sér mjög illa
fyrir fyrirtækið, sem byggt hefur
mikið á þessum viðskiptum.
Sævar segir þetta hafa mjög
slæm áhrif á þá markaði, sem fyr-
W irtækið hefur verið að byggja upp
auk þess sem minna framboð af
Rússafiski hafi leitt til þess að
Rússar fari nú fram á miklu hærra
verð en áður. Það litla sem þó sé
landað af Rússaþorski hér á landi
virðist að stærstum hluta vera flutt
áfram til Kanada.
■ Verulega hefur/lD
Morgunblaðið/RAX
Olíubíll valt
á Suður-
landsvegi
ALLT tiltækt slökkvilið var kall-
að út þegar oiíubíll valt á hliðina
á mótum Vesturlandsvegar og
Suðurlandsvegar síðdegis í gær
og á annað tonn af gasolíu flæddi
út úr tanknum.
Slökkvilið sprautaði yfir svæð-
ið froðu sem dregur í sig olíuna
og olíu úr bilnum var dælt yfir
á annan tankbíl.
■ Á annað tonn/6
500 pör bíða eftir
tæknifrj ó vgim
12-13 þríburameðgöngur vegna
tæknifrjóvgunar hafa orðið frá
því glasafijóvgunardeild Landsp-
ítalans var opnuð fyrir fimm
árum. Framkvæmdar verða á
ijórða hundrað tæknifijóvganir á
þessu ári en í fyrra voru þær 290
talsins. Um 500 pör eru nú á
biðlista eftir meðferð.
Þórður Óskarsson sérfræðing-
ur á kvennadeild Landspítalans,
segir að fleirburafæðingum fjölgi
alltaf þegar teknar eru upp með-
ferðir við ófijósemi.
Þórður segir að meiri
áhætta fylgi því þegar konur
ganga með þríbura og almennt
megi segja að ekki sé sóst eftir
sh'kum þungunum. Tíðni þríbura-
fæðinga í samfélaginu er einn á
móti 8.100 en einn á móti 100
þegar glasafijóvgun er beitt.
Barn lést
í umferð-
arslysi
ÞRIGGJA ára drengur lést í um-
ferðarslysi í Barðastrandarsýslu í
gær.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar á Patreksfirði valt fólks-
bifreið á veginum nálægt Arnórs-
stöðum á Barðaströnd.
Kona, sem ók bifreiðinni, slasað-
ist töluvert og var lögð inn á
Sjúkrahúsið á Patreksfirði, en
þriggja ára systursonur hennar
lést.
Lögreglunni á Patreksfirði var
tilkynnt um slysið kl. 18.30 í gær.
Ekki er vitað um tildrög þess og
er málið í rannsókn.
------» 4 ♦----
Hreinlætis-
aðstaða í
Heiðmörk
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
heimila Vatnsveitu Reykjavíkur að
leggja fram 2 milljónir króna til
að koma upp hreinlætisaðstöðu í
Heiðmörk.
í erindi frá Skógræktarfélagi
Reykjavíkur til vatnsveitustjóra,
er bent á að með vaxandi umferð
um Heiðmörk sé þörf fyrir aukna
þjónustu, meðal annars að komið
verði upp hreinlætisaðstöðu á
Borgarstjóraplaninu í Heiðmörk.
Íslenskt-bandarískt fyrirtæki umsvifamikið á fiskmarkaði
-Hefur keypt 7001
af þorski á árinu
FYRIRTÆKIÐ Nýhöfn sjávaraf-
urðir ehf. á Seltjarnarnesi, sem er
í eigu aðila hér á landi og í Banda-
ríkjunum, hefur frá áramótum, en
einkum í apríl og maí, keypt um
700 tonn af þorski á fiskmarkaði
hérlendis fyrir 70-80 krónur kílóið
og selt fiskinn að mestu leyti haus-
aðan og slægðan en að nokkru leyti
flakaðan til Bandaríkjanna þar sem
hann er fullunninn og seldur á
markað.
Fyrirtækið var stofnað í febrúar
og hafa umsvif þess, einkum síð-
ustu vikur eftir að hrygningar-
stoppi lauk, vakið athygli meðal
annarra kaupenda á fiskmörkuðun-
um, ekki síst vegna þess að Ný-
höfn hefur ekki haft bankaábyrgð-
ir sem bakhjarl sinna viðskipta eins
og tíðkast á fiskmarkaði. Skylt er
að greiða físk innan sjö daga á
markaði en Nýhöfn greiðir, að því
'■* er Morgunblaðið fékk staðfest í
gær, fiskinn fyrirfram með inni-
stæðu sem lögð er inn á reikning
markaðanna.
Unnið í Reykjavík og á
Suðurnesjum
Óskar Kristjánsson er fram-
kvæmdastjóri Nýhafnar sjávaraf-
urða ehf. Hann staðfesti í samtali
við Morgunblaðið í gær að ásamt
honum sjálfum stæðu bandarískir
fjárfestar að fyrirtækinu. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Hlutafé-
lagaskrá er fyrirtækið Internation-
al Sea Products Llc í Newport,
Rhode Island stofnandi Nýhafnar
sjávarafurða ehf. ásamt Óskari og
stjórnarformaður Nýhafnar er
Bandaríkjamaður búsettur á Rhode
Island.
Fimm frystihús, eitt í Reykjavík
og fjögur á Suðurnesjum, vinna
þann fisk sem Nýhöfn kaupir á
mörkuðum. Óskar segir að um það
bil 15% sé flakað en afgangurinn
hausaður, slægður og frystur. „Það
stefnir í að meira verði flakað eftir
því sem tíminn líður,“ segir Óskar.
70-80 krónur fyrir kílóið
Allur fiskur Nýhafnar er svo
sendur með Eimskipi til Bandaríkj-
anna, þar sem hann er unninn í
blokk, áður en hann fer á markað
á Vesturströnd Bandaríkjanna og
Kanada, að sögn Óskars. Fiskurinn
er seldur stórum kaupendum á
svipuðum markaði og eru helstu
viðskiptavinir íslensku fisksölufyr-
irtækjanna í Bandaríkjunum.
Óskar segir að Nýhöfn greiði
milli 70 og 80 krónur fyrir kílóið
af þorski og að sá markaður sem
fyrirtækið selur á vilji helst minni
þorsk. Morgunblaðið ræddi við tvo
fiskverkendur án útgerðar sem
vildu ekki koma fram undir nafni
en sögðu Nýhöfn stunda yfirboð
og að fyrirtækið „tæki hráefni" frá
fiskvinnslunni. Óskar vísar því á
bug að Nýhöfn stundi yfirboð á
markaðnum og segir að allmarga
daga hafi það ekki verið samkeppn-
ishæft á markaði þegar verðið hafi
jafnvel farið í 140-150 krónur.
Hann segir algengt að keypt séu
10-20 tonn á dag og fyrir hafi
komið að keypt hafi verið frá 50
og upp í 80 tonn á dag.
Hann segir að fyrirtækið stefni
að því að halda áfram rekstri á
svipaðan hátt en býst við minnk-
andi framleiðslu á næstunni, þegar
fer að draga að lokum fiskveiðiárs-
ins. „Ég vona að þetta verði líka
til þess að minnka gámaútflutning
og að meiri fiskur fari á markað
hér. Það hefur verið tap á bolfisk-
vinnslunni hér og menn hafa helst
ekki viljað vinna fiskinn en við
höfum skapað atvinnu og það eru
tugir, jafnvel hundrað manns, sem
hafa fengið vinnu við að verka fisk-
inn fyrir okkur,“ segir Óskar Krist-
jánsson.
Davíð heimsækir Svíþjóð
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
hitti Karl Gústaf Svíakonung að
máli í konungshöllinni í Stokk-
hólmi í gærmorgun. Davíð, sem
er í opinberri heimsókn í Svíþjóð
ásamt Ástríði Thorarensen, eigin-
konu sinni, ræddi einnig við Göran
Persson forsætisráðherra Svía í
gær og í gærkvöldi sátu forsætis-
ráðherrahjónin kvöldverð Pers-
son-hjónanna. Heimsókninni lýkur
í dag með ferð til Lundar.
■ Opinber/32-33