Morgunblaðið - 14.06.1997, Síða 2

Morgunblaðið - 14.06.1997, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Sleipmsmenn meta nyj- ar hugmyndir frá VSI ENGINN árangur var af samninga- fundi fulltrúa Sleipnismanna og við- semjenda þeirra hjá sáttasemjara í gær og hefur nýr fundur verið ákveðinn á mánudag. Alls eru um 150 bílstjórar í Sleipni sem boðað hefur verkfall frá næsta laugardegi. Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, segir að mestur ágreiningur sé um vinnutímann og grunnkaupið en bílstjórar vilja meina að vegna ákvæða ESB skerðist vinna hjá bíl- stjórum sem lengstum hafa bætt sér upp lágt grunnkaup með yfirvinnu. Vinnuveitendur telja að svo verði ekki og segir Óskar að túlkun þess- ara ákvæða sé enn mjög óljós. Ljóst sé hins vegar að Sleipnisfélagar muni standa á grunnkaupshækkun. „Við sjáum fyrir okkur hliðstæðan samning og gerður var við bílstjóra hjá Landsvirkjun sem fengu í taxt- ann 100 þúsund króna byijunar- laun,“ sagði Óskar en eftir fundinn í gær óskuðu vinnuveitendur eftir nýrri kröfugerð og Sleipnismenn munu meta yfir helgina hvemig brugðist verður við en þeir settu einnig fram nýjar hugmyndir til lausnar deilunni. Getur ekki orðið fyrirmynd Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir samninginn við Landsvirkjun ekki geta orðið fyrirmynd, m.a. þar sem hann sé gerður vegna vinnu til fjalla. „Við vörpuðum fram hugmyndum sem við vonuðum að kæmu til móts við þeirra hugmyndir í dag [í gær] og þeir ætla að ræða þær í sínum hópi yfir helgina og vonandi kemst hreyfíng á málin í framhaldi af því,“ sagði Þórarinn. Komi til verkfalls falla bæði niður áætlunar- og hópferðir víða um land. Segir Óskar að bílstjórar muni koma farþegum í örugga höfn, næsta næturstað hjá þeim sem eru í hóp- ferðum en ekki verður leyft að ljúka ferð, eins og var í síðasta verkfalli. Á höfuðborgarsvæðinu falla niður ferðir Almenningsvagna, sérleyfis- ferðir á vegum Norðurleiðar, SBS og Austurleiðar, á Norðurlandi ferð- ir með Sérleyfisbílum Akureyrar og á Vestfjörðum með Allrahanda. Þá nær verkfallið til starfsmanna hjá Teiti Jónassyni, Vestfjarðaleið, Hóp- bflum og Kynnisferðum. ! \ Breytt félagslegt húsnæðislánakerfi Hefði áhrif á markaðs- verðá fasteignum BREYTING á félagslega eignar- íbúðakerfinu á þann veg að lánað yrði beint til einstaklinga til íbúða- kaupa á almennum fasteignamark- aði myndi væntanlega leiða til hækk- unar íbúðaverðs, að sögn Jóns Guð- mundssonar, formanns Félags fast- eignasala. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær hefur nefnd á vegum félagsmálaráðherra lagt til að félagslega eignaríbúðakerfinu verði breytt í félagslegt húsnæðis- lánakerfi þar sem lánið færi beint til einstaklinga til kaupa á almenn- um markaði og kaupskylda sveitar- félaga félli þar með niður. „Við fögnum því auðvitað að þetta fólk komi inn á hinn hefðbundna fasteignamarkað og það hlýtur auð- vitað að stækka þann markhóp sem við erum að skipta við. Þetta leiðrétt- ir kannski fasteignamarkaðinn frá því sem verið hefur og ef til vill kann þetta að hafa það aukna eftir- spurn í för með sér að það hafí áhrif á verð, því aukin eftirspum framkall- ar auðvitað hærra verð. Sérstaklega á þetta við um þær eignir sem falla innan ramma þessara kaupa, en það eru sennilega eignir á verðbilinu frá 5-6 milljónum króna til 8-9 millj- óna,“ sagði Jón. Morgunblaðið/Amaldur Sendiherrar á vinadegi ÖLLUM starfandi sendiherrum á íslandi var boðið til óopinbers „Vinamóts" við Reynisvatn í gærkvöldi að frumkvæði Laxins ehf. og Rússneska sendiráðsins. Einnig var utanríkisráðherra, ráðuneytisstjóra og borgar- stjóra Reykjavíkur boðið ásamt mökum og börnum. Þeir sem mættu til leiks i ijómablíðu síð- degis í gær gátu valið um veiði- skap eða útreiðartúr. Shi Qiné, kínverska sendiherrafrúin, valdi veiðiskapinn og veiddi sinn fyrsta fisk í sínu fyrsta kasti. Morgunblaðið/Þorkell Rafknúið skip á þurru > landi 1 SANDDÆLUSKIPIÐ sem notað er á lóni Búrfellsvirkjunar er um margt óvenjulegt skip. Það er líklega eina skipið á Islandi og þó víðar væri leitað, sem er ein- göngu knúið með rafmagni. Vegna viðgerða á Búrfellsvirkj- un hefur lónið verið tæmt og þess vegna hvílir skipið núna á botni lónsins. Sanddæluskipið var keypt frá Hollandi fyrir mörgum árum, en Hollendingar notuðu það við að breyta grunnum flóum í land. Það var knúið tveimur mjög öflugum vélum, sem voru mjög orkufrekar. Raunar notuðu þær svo mikið eldsneyti að olíubíll var í stöðugum ferðum milli Reykjavíkur og Búrfellsvirkjun- ar meðan skipið var í notkun. Stjórnendur virkjunarinnar brugðu því á það ráð að tengja rafmagnskapal við skipið og knýja það áfram með rafmagni. Þegar skipið dælir sandi notar það allt að einu megawatti. Eng- inn vafi er á að þessi kapalteng- ing hefur borgað sig mörgum sinnum. Fyrstu ár Búrfellsvirlgunar barst mikill sandur inn í lónið og var unnið á vöktum á skipinu á sumrin við að dæla sandi úr lóninu. Á seinni árum hefur dreg- ið mikið úr framburði sands og eru því lítil verkefni fyrir skipið. í I i I 1 i i 25 ára afmæli heimsmeistaraeinvígisins í skák í Reykjavík Spassky vill koma til Islands komi Fischer Morgunblaðið. París. BORÍS Spassky, fyrrum heims- meistari í skák, ræddi við Morgun- blaðið í París í gær í tilefni af 25 ára afmæli heimsmeistaraeinvígis þeirra Bobbys Fischers í Reykjavík. Drengur- inn sem lést DRENGURINN sem lést í bílslysi á Borgarfirði eystra í fyrradag hét Reynir Örn Kárason til heimilis að Ásbrún. Reynir Öm var fjögurra ára gam- all, fæddur árið 1993. Hann kvaðst fús vilja koma til ís- lands í sumar í tilefni afmælisins, sér í lagi ef Fischer fengist líka. Það gæti orðið ef takast myndi að koma upp sjóði til að greiða Fischer upphæð sem Spassky telur þurfa að nema 40.000 Bandaríkjadölum eða um tveimur og hálfri milljón króna að lágmarki. „Ef þetta getur orðið skal ég strax hringja í Fisch- er,“ sagði Spassky, sem sjálfur vill einungis þiggja það sem nemur ferð og dagpeningum. Fischer hefur búið í Búdapest í Ungveijalandi frá því að hann var gerður útlægur úr heimalandinu Bandaríkjunum eftir mót við Spassky í fyrrum Júgóslavíu haust- ið 1992. Þar hlaut hann 184 milljón- ir króna að sigurlaunum og Spassky fékk 91 milljón í sinn hlut. Þetta var í fyrsta sinn sem Fischer tefldi opinberlega eftir einvígið á íslandi og þar með fyrsta keppni þessara gömlu félaga eftir „einvígi aldarinn- ar“ á íslandi. Einvígið markaði ör- lög þeirra beggja, eins og Spassky útskýrir í viðtalinu við Morgunblað- ið. Hann segist að mestu hættur að taka þátt í mótum, það sé þá ánægjunnar vegna að hann geri það. Fischer fari huldu höfði en þeir hafí reglulega samband og ræði þá stundum skák. Skákgrein- ing eigi huga þeirra frekar en tafl- ið sjálft. Sjúkrasjóður Verslunarmannafélagsins Sjúkra- og slysa- dagpeningar hækkaum 17% STJÓRN Sjúkrasjóðs YR hefur ákveðið að hækka sjúkra- og slysa- dagpeninga í 80% af meðallaunum síðustu sex mánaða, frá og með 1. júlí nk. Fyrir breytinguna voru dagpen- ingar miðaðir við grundvallartaxta samkvæmt aðalkjarasamningi 61.846 kr. á mánuði og síðan 60% af launum umfram það. Sjúkra- og slysadagpeningar greiðast til félagsmanna eftir að samnings- bundnar launagreiðslur falla niður og greiðast í allt að 270 daga. Á árinu 1996 fengu 319 einstakling- ar greidda rösklega 51 milljón króna í dagpeninga, þar af fengu 24 yfir 500 þúsund kr. Með 80% tekjutengingu sjúkra- og slysapeninga hefðu dagpening- ar á síðasta ári verið rúmlega 60 milljónir. Hækkunin er um það bil 8,5 milljónir. í ágúst gerði Talnakönnun hf. tryggingafræðilega úttekt á Sjúkrasjóði VR. Samkvæmt þeirri úttekt þarf að leggja til hliðar fyr- ir dánarbótum um 32% af iðgjöld- um hvers árs og því er óhætt að hækka aðrar bætur um nálægt 30 milljónir króna á ári. í þessum áfanga eru sjúkra- og slysadag- peningar hækkaðir, en í skoðun er að hækka einnig dánar- og ör- orkubætur svo og að taka upp nýja bótaflokka. i i « í * i 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.