Morgunblaðið - 14.06.1997, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sultartangavirkjun
Samið við Foss-
virki, Suðurverk
og Arnarfell
HALLDÓR Jónatansson, forstjóri
Landsvirkjunar, undirritaði í gær
verksamninga við verktaka vegna
byggingarvinnu Sultartanga-
virkjunar. Samningurinn er við
Fossvirki sf., Suðurverk hf. og
Arnarfell ehf. Samanlagt nema til-
boðin 5.519 milljónum króna.
Tilboð voru opnuð 6. maí sl.
Verkið var boðið út í þremur hlut-
um og var hægt að bjóða í hvern
verkhluta fyrir sig. Bárust tilboð
frá átta aðilum. Fyrsti hluti verks-
ins felst í að hækka Sultartanga-
stíflu um einn metra, gerð 100
metra aðrennslisskurðar úr Sult-
artangalóni og 3,4 km langra jarð-
ganga gegnum Sandafell; annar
er bygging stöðvarhúss, tengivirk-
is og inntaksmannvirkja og sá
þriðji í að grafa 7,2 km frárennslis-
skurð frá stöðvarhúsinu og út í
Þjórsá.
77% af kostnaðaráætlun
Tilboð Fossvirkis í verkhluta 1
og 2 og tilboð Suðurverks og Arnar-
fells í verkhluta 3 voru lægst. Alls
námu tilboðin 5.519,7 milljónum
króna sem er 77% af kostnaðaráætl-
un ráðgjafa. Ákveðið var að taka
þessum tilboðum en tilboð Fossvirk-
is í verkhluta 1 og 2 nemur 3.811,3
milljónum króna og tilboð Suður-
verks og Arnarfells í verkhluta 3
nemur 1.668,4 milljónum króna.
Samanlagt eru þessi verk um 40%
af stofnkostnaði virkjunarinnar.
Fyrir hönd Fossvirkis undirrituðu
verksamninginn Páll Sigurjónsson,
ístaki, Axel Samúelsson, Skanska
og Sören Langvad, E. Pihl & Sön.
Dofri Eysteinsson undirritaði verk-
samninginn fyrir hönd Suðurverks
og Sigurbergur Konráðsson fyrir
hönd Amarfells.
Morgunblaðið/Jim Smart
SAMNINGARNIR innsiglaðir með undirskrift og handabandi
Halldórs Jónatanssonar forstjóra Landsvirkjunar og Páls Sigur-
jónssonar frá Fossvirki.
Sameiningarkosmng
þriggja hreppa ógild
Jökuldal. Morgunblaðið.
Atkvæðagreiðsla um sameiningu
Jökuldals-, Hlíðar- og Tunguhrepps
á Héraði, sem fram fór 29. mars,
hefur verið úrskurðuð ógild af fé-
lagsmálaráðuneytinu. Kjörnefnd,
sem sýslumaður Norður-Múlasýslu
skipaði, úrskurðaði kosninguna
ógilda 20. apríl síðastliðinn. Þeim
úrskurði var vísað til félagsmála-
ráðuneytisins af tveim kjósendum í
Tunguhreppi.
Félagsmálaráðuneytið hefur nú
kveðið upp úrskurð sinn og staðfest-
ir úrskurð kjömefndar sýslumanns,
svohljóðandi. „Atkvæðagreiðslur um
sameiningu Hlíðarhrepps, Jökuldals-
hrepps og Tunguhrepps, sem fram
fóru þann 29. mars 1997, eru ógild-
ar.“
Að sögn Amórs Benediktssonar,
oddvita Jökuldalshrepps og for-
manns sameiningamefndar, verður
sameiningamefnd kölluð saman í
næstu viku til að ákveða framhald
málsins. Amór telur að ljúka verði
málinu. Sameiningarnefndin hafi
ákveðið á sínum tíma að þessar at-
kvæðagreiðslur um sameiningu færu
fram, nú væri búið að úrskurða þær
ógildar og til að ljúka þessum kosn-
ingum sem búið hefði verið að
ákveða yrði að kjósa aftur.
Guðgeir Ragnarsson, oddviti Hlíð-
arhrepps, tekur undir orð Amórs og
vill að kosið verði sem fyrst aftur til
að ljúka málinu. Jón Steinar Elísson,
oddviti Tunguhrepps, segir að leggj-
ast verði yfir málið og fá upp hjá
lögbærum aðilum hvað þurfi langan
frest til að auglýsa kjörskrá og utan-
kjörfundaratkvæðagreiðslu og taka
eftir það ákvörðun um framhaldið.
Silfur í 50 ár
GULLSTÖR er íslensk hönnun
20% afsláttur
GUUSIOR er íslensk
hönnun og íslensk smiði
munslur sem stensl ollo
i tilefni 50 óro ofmælis
ins bjóðum við þennan
falleaa siflurborðbúnað
Æ?) silfurbúðin
vX-/ Kringlunni 8-12 «511111568 9066
- Þar fœrOu gjöftna -
Sigurður VE kominn til heimahafnar
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
SIGURÐUR VE 15 kemur til hafnar í Vestmannaeyjum í gær eftir siglinguna frá Bodö í Noregi.
Engin rök dugðu til að
sannfæra Norðmenn
KRISTBJÖRN Árnason, skipstjóri á Sigurði VE 15, með blómin
sem bæjarstjórinn og sýslumaðurinn í Eyjum færðu honum.
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
Sigurður VE kom til hafnar í Vest-
mannaeyjum í gærmorgun eftir sigl-
ingu frá Bodö í Noregi þangað sem
skipið var fært af norsku strandgæsl-
unni. Áhöfn Sigurðar var vel fagnað
við komuna til Eyja og meðal annars
færðu bæjarstjórinn og sýslumaður-
inn í Eyjum Kristbimi Ámasyni blóm.
Kristbjöm sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann væri mjög ósáttur
við hvemig töku Sigurðar hefði borið
að og alla framgöngu Norðmanna.
Hann teldi sig ekkert til saka hafa
unnið og málið hefði verið á misskiln-
ingi byggt. Hann sagðist aftur á
móti vera afar sáttur við framgöngu
íslenskra stjómvalda. „Ég er svo sátt-
ur við frammistöðu íslenskra stjóm-
valda að ég hélt hreinlega að þeir
ættu þetta ekki til,“ sagði Kristbjöm
um aðkomu stjómvalda að málinu.
Drógu upp inniskóna
Hann sagði að engin rök hefðu
virst duga til að sannfæra Norðmenn-
ina um sakleysi þeirra í þessu máli.
„Við sýndum þeim strax veiði-
dagbækur skipsins, ferla skipsins á
plottemum og annað sem við höfðum
í höndunum en þeir virtust ekki taka
mikið mark á því. Ég veitti því reynd-
ar athygli þegar þeir komu um borð
til okkar að það fyrsta sem þeir gerðu
var að opna skjalatöskumar sínar og
draga upp inniskó sem þeir fóra í.
Ég spurði þá því strax hvort þeir
ætluðu sér að vera lengi hjá okkur
en fékk ekki mikil svör,“ sagði Krist-
bjöm.
Hann segist telja að hending hafi
ráðið því að þeir vora teknir en ekki
eitthvert annað skip og hann segist
engar skýringar hafa á framferði
Norðmannanna í málinu. Kristbjöm
segir að þeir hafí fengið geysilegan
stuðning að heiman meðan á barátt-
unni stóð. Til dæmis hafí verið hringt
í þá um borð að heiman til að lýsa
yfir stuðningi við þá, einstaklingar
sem og forsvarsmenn starfsmanna-
hópa í fyrirtækjum.
Kristbjöm sagði að réttað yrði í
máli Sigurðar VE í Noregi í byijun
september og þá fengist niðurstaða
norskra dómstóla en hann er ekki
sáttur við það verði hann dæmdur til
sektar og segist frekar vilja sitja af
sér dóminn í fangelsi en að greiða
sekt til norska ríkisins vegna.
Sigurður hélt á síldarmiðin eftir
að hann losnaði frá Noregi en fékk
engan afla. Kristbjöm segir að þeir
hafí kastað einu sinni en ekkert feng-
ið. Þeir hafí leitað í sólarhring en lít-
ið hafí fundist nema dreif en hann
segist þó hafa trú á að síldina sé enn
að fínna þama. Hún sé bara norðar
en íslensku skipin hafa farið til þessa
en vegna slits í snurpuvír gátu þeir
á Sigurði ekki haldið áfram veiðum |
og því var haldið heim án þess að |
kanna þessa kenningu skipstjórans
frekar. Aftur á móti segir Kristbjöm •
að þeir hafí séð talsvert af lóðningum
í norsku lögsögunni er þeir sigldu frá
Noregi áleiðis á miðin.
Sigurður mun liggja í Eyjum þar
til loðnuveiðar hefjast og Kristbjöm
ætlaði að halda heim til Húsavíkur.
Hann segir að veiðiferðin muni seint
gleymast, hann sé mjög ósáttur við
hvemig að þessu máíi var staðið af )
hálfu Norðmanna muni hún trúlega .
sitja f minningunni sem svartur blett- '
ur. »
Saga Sigurðar VE 15
Sigurður VE 15 var smíðaður í
Seebeck Werft skipasmíðastöðinni
í Bremerhaven í Þýskalandi árið
1960 og var afhentur eigendum
sínum í september það ár. Skipið
var smíðað fyrir ísfell á Flateyri,
en það fyrirtæki var í eigu Einars
Sigurðssonar, Einars ríka eins og
hann var oftast nefndur, en Sig-
urður Einarsson, núverandi fram-
kvæmdastjóri og aðaleigandi ísfé-
lagsins, sem gerir Sigurð VE út,
er sonur Einars.
Sigurður hlaut fyrst einkennis-
stafina ÍS 33 en var aldrei gerður
út frá Flateyri heldur Reykjavík
enda var hann síðar skráður í
Reykjavík og hlaut þá einkennis-
stafina RE 4. Hann var í eigu ís-
fells til 1984. Þá eignast Hrað-
frystistöð Vestmannaevja hann og
1992 verður hann eign Isfélagsins
þegar Hraðfrystistöðin og ísfélag-
ið sameinast. Þá fær hann ein-
kennisstafina VE 15.
Sigurður var smíðaður með það
fyrir augum að gera hann út til
karfaveiða við Nýfundnaland en
togarar höfðu þá mokað karfanum
upp þar. Skipstjóri á Sigurði er
hann kom til landsins var Pétur
Jóhannsson en hann var það ein-
ungis fáa túra, því skömmu eftir
að Sigurður hóf veiðar var karfinn
við Nýfundnaland uppurinn og því
lítil verkefni fyrir skipið, enda var
þvýlagt um hríð.
Árið 1963 hóf Sigurður veiðar
að nýju, þá sem togari á íslands-
miðum, undir skipstjórn Auðuns
Auðunssonar og varð þá strax
mikið afia- og happaskip og hefur
verið æ síðan. Guðbjörn Jensson
tók við skipstjórn á Sigurði haust-
ið 1965 og var með hann þar til í
september 1966 en þá tók Arin-
björn Sigurðsson við skipstjóm-
inni og var með Sigurð til ársins
1973 er hætt var að gera skipið
út sem togara í september það ár.
Þá var Sigurði breytt í nótaveiði-
skip en sú breyting var gerð í
Kristjánssandi í Noregi. Sigurður
aflaði afbragðsvel sem síðutogari
og á árunum 1963 til 1972 varð
hann átta sinnum aflahæsti togari
landsins og mesti afli sem hann
kom með í einni veiðiferð voru 537
tonn af karfa og þorski.
Nótaskipið Sigurður kom til
landsins eftir breytingamar vorið
1974 og frá þeim tíma hefur Krist-
bjöm Árnason, Bóbi eins og hann
er yfirleitt nefndur, verið skip-
stjóri þar, en á tímabili var Harald- |
ur Ágústsson skipstjóri á móti k
honum. Sigurður bar um 900 tonn ;
þar til byggt var yfir skipið í Hafn- P
arfirði árið 1976 af skipasmíða-
stöðinni Stálvík.
Eins og áður sagði hefur Sigurð-
ur verið mikið aflaskip og eftir
að skipinu var breytt í nótaskip
hefur það alla tíð aflað afbrags
vel. Árið 1975 setti Sigurður met
er skipið landaði rúmlega 40 þús-
und tonnum á árinu. Skipið var
þá fyrst við loðnuveiðar við Island k
og fékk rúm 14.000 tonn en síðan f
hélt Sigurður ásamt verksmiðju- I
skipinu Norglobal til Jan Mayen
þar sem hann fékk 16 þúsund tonn.
Síðan var farið ásamt Norglobal í
Barentshaf þar sem 7.500 tonn
fengust en síðan lá leið skipanna
til Mauritaníu þar sem 2.500 tonn
öfiuðust.
Leiðir Sigurðar hafa því legið
víða og skipið hefur aflað víðar
en í íslenskri lögsögu í þau 37 ár C
sem það hefur verið að. Ferð þess •
á Jan Mayen-svæðið nú er því ekki |
sú fyrsta sem skipið fer á þau mið.