Morgunblaðið - 14.06.1997, Side 8
8 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tímamót í
rannsóknum
á sjóbleikju
JÓHANNES fiskifræðingur
með fallega sjóbleikju sem er
á leið í merkingu.
Morgunblaðið/Jóhannes Sturlaugsson
RÚMLEGA 4 punda sjóbleikja sem var mælimerkt
í Hópinu í lok síðasta mánaðar.
VEIÐIMÁLASTOFNUN hefur fyrst
allra nýtt sér mælimerki tii að kanna
lifnaðarhætti sjóbleikju. Rannsókn-
unum stýrir Jóhannés Sturlaugsson
hjá Veiðimálastofnun en auk hans
standa að verkefninu þeir Ingi Rún-
ar Jónsson og Tumi Tómasson, auk
Veiðifélags Víðidalsár og Stjömu
Odda sem er framleiðandi mæli-
merkjanna. Auk þess er annað rann-
sóknarverkefni í gangi sem byggir
á slöngumerkingum og stýrir Tumi
Tómasson því. Rannsóknir byggja á
bleikju úr Hópinu og Víðidalsá en
mikil sjóbleikjuveiði er jafnan á þess-
um slóðum, 3-4 þúsund bleikjur veið-
ast að jafnaði í ánni og annað eins
í Hópinu. Nú í vor voru sérfræðing-
ar Veiðimálastofnunnar og aðstoðar-
menn þeirra við Hópið þar sem þeir
veiddu og merktu 260 bleikjur, þar
af töluvert af 3-4 punda fiski.
Rannsóknirnar verða fyrst um
sinn a.m.k. í Hópinu og Víðidalsá,
en mikil sjóbleikjuveiði er jafnan á
þessum slóðum, 3-4 þúsund fískar
veiðast að jafnaði á stöng í ánni og
annað eins í net í Hópinu. Auk Veiði-
málastofnunar standa Veiðifélag
Víðidalsár og Stjömu-Oddi, fram-
leiðandi mælimerkjanna, straum af
kostnaði við rannsóknirnar.
Nú í vor voru sérfræðingar og
aðstoðarmenn þeirra á ferð við Hóp-
ið og veiddu og merktu um 200
bleikjur sem voru allt að 4 pund að
þyngd. Vom margar á bilinu 3-4
pund. Alls voru 20 bleikjur merktar
með mælimerkjum og er það í fyrsta
sinn sem slík merki eru fest á sjó-
bleikjur.
Merkin mæla dýpi, seltu og hita-
stig þess vatns sem bleikjan fer um.
40 bfeikjur til viðbótar voru merktar
með mælimerkjum sem innihéldu
ekki rafeindabúnað til þess að fá á
ódýran hátt viðbótarupplýsingar um
vöxt fískanna með hliðsjón af notkun
merkjana á mismunandi fískstærðir.
Til samanburðar við mælimerkja-
gögnin voru gerðar mælingar á hita
og seltu víðs vegar um hópið og auk
þess settir niður síritandi hitamælar
á svæðinu frá Víðidalsá niður í ós
Hópsins, Bjargarós. „Það verður sér-
lega fróðlegt að fylgja eftir göngu-
mynstri bleikjunnar innan Hópsins
og á ytri svæðum og því hvernig
göngum er háttað úr Hópinu í sjó
og öfugt,“ sagði Jóhannes Stur-
laugsson í samtali við blaðið.
Slöngumerkin
Hinn hluti verkefnisins hófst
reyndar í fyrrasumar með því að
stofnvistfræði bleikju var könnuð á
vatnasvæði Hópsins og Víðidalsár.
Samspil bleikjustofna í þessum
tveimur kerfum var skoðað með það
fyrir augum að bæta nýtingu þeirra.
Samsetning stofna Hópsins var
könnuð þrisvar um sumarið og í
Víðidalsá var rafveitt um haustið.
Að veiðitíma loknum voru síðan á
þriðja hundrað bleikjur merktar
slöngumerkjum. Tvö hundruð til við-
bótar bættust í hópinn á dögunum.
Verður fylgst með dreifingu merktra
físka út frá endurveiði í net og á
stöng og jafnframt fengið mat á
öðrum þáttum svo sem vexti fisk-
anna og heiidarfjölda físka af þeim
stærðum sem halda uppi veiðinni.
Rannsóknir og merkingar á sjó-
bleikju hófust einnig í Vatnsdalsá á
síðasta sumri.
Að sögn þeirra Jóhannesar og
Tuma er forsenda þess að rannsókn-
irnar skili góðum árangri sú, að sam-
starf við veiðimenn verði gott. „Mik-
ilvægt er að góðar skýrslur séu
haldnar um veiðina og að þeir sem
stunda sjóbleikjuveiði á Húnaflóa-
svæðinu líti eftir merkjum og komi
þeim til skila. Allan merktan fisk
verður að aflífa og mælimerkta físka
þurfum við að fá til skoðunar.
Slöngumerkjum þarf að skila til
veiðivarðar eða á Veiðimálastofnun
með upplýsingum um veiðistað,
veiðitíma, nafni og heimilisfangi
veiðimanns, lengd og þyngd fisksins.
Sérstök verðlaun eru greidd fyrir
skil á mælimerktum fiski,“ segja
þeir félagar.
Heimkoma handritanna
Sýningin
Sögn í sjón
í Reykholti
Dagný Emilsdóttir
HNN 17. júní nk.
verður opnuð
sýning í Reyk-
holti í Borgarfírði undir
yfirskriftinni Sögn í
sjón. Heimskringla,
Reykholti ehf., stendur
að sýningunni. Sýning-
in er sett upp í sam-
vinnu við Stofnun Árna
Magnússonar á ís-
landi, Norræna húsið í
Reykjavík og Listasafn
íslands. Dagný Emils-
dóttir er forstöðumað-
ur Heimskringlu ehf. í
Reykholti sem sér um
sýninguna þar.
— Hvað er Heims-
kríngla ehf.?
„Þetta er fyrirtæki
sem hefur því hlutverki
að gegna að sinna þeim
mikla fjölda ferðamanna sem í
Reykholt koma. Heimskringla
stendur að sýningum og veitir
ferðamönnum almenna þjón-
ustu jafnframt því að annast
tónleikahald í Reykholtskirkju.
Reykholt hefur verið vinsæll
ferðamannastaður, Snorri Stur-
luson laðar stöðugt að. Margir
gera sér ekki grein fyrir hversu
frægur Snorri er, en við sem
búum hér í Reykholti verðum
áþreifanlega vör við þann mikla
áhuga sem bæði erlendir og
innlendir ferðamenn hafa á
staðnum vegna Snorra.“
— I sambandi við sýninguna
talar þú um yfirskriftina Sögn
í sjón.
„Þær þijár stofnanir sem
standa að sýningum undir yfír-
skriftinni Sögn í sjón ákváðu
síðastliðið haust að standa sam-
eiginlega að sýningum í tengsl-
um við heimkomu handritanna.
Það þótti við hæfi að Reykholt
tengdist þessum sýningum og
þess vegna verður þar opnuð
sýning hinn 17. júní, sem unnin
er í samvinnu við þessar stofn-
anir.“
— Hvað verður til sýnis í
Reykholti?
„Á sýningum í sumar verða
þættir úr sýningu um handritin
sem eru varðveitt í stofnun
Árna Magnússonar í Árnagarði.
Málverk eftir Vigni Jóhannsson
þar sem að túlkun hans á forn-
sögunum kemur fram að
ógleymdri sýningu dr. Jónasar
Kristjánssonar á
verkum Snorra
Sturlusonar. Jónas
hefur verið ómetan-
legur bandamaður í
þeirri uppbyggingu
sem átt hefur sér
stað í Reykholti og eins stofnun
Árna Magnússonar. Á sýningu
Jónasar eru ljósprentaðar út-
gáfur af nokkrum þeirra hand-
rita sem til sýnis eru í Árna-
stofnun, má þar nefna Flateyj-
arbók, en þar er um að ræða
útgáfu frá 1930 sem kennd er
Munksgaard. Einnig eru ljós-
prentuð Edduhandrit auk Lög-
bókahandrita, það er Jónsbók
og Konungsbók Grágásar. Á
sýningunni eru líka ýmsar
prentaður útgáfur Eddu og
Heimskringlu eins og til dæmis
fyrsta útgáfa Heimskringlu sem
kennd er við Peringskjöld frá
► Dagný Emilsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 1952. Hún
varð stúdent frá MR 1972 og
útskrifaðist í febrúar er leið
frá HÍ með B.A.-próf í
dönsku. Hún kenndi við hér-
aðsskólann í Reykholti á ár-
unum 1978 til 1990. í haust
tók hún við stöðu forstöðu-
manns við Heimskringlu í
Reykholti sem starfar á veg-
um Snorrastofu. Hún er gift
og á fjögur börn.
1697 og danska útgáfan sem
kennd er við Schönning frá of-
anverðri 18. öld. Erfíngjar
Torfa Hjartarsonar hafa sýnt
okkur þann sóma að lána þess-
ar bækur á sýninguna ásamt
fleiri bókum. Sýningu Jónasar
fylgja textar á fjórum tungu-
málum og lítið kver um Snorra
Sturluson og verk hans: Heims-
kringlu, Snorra-Eddu og Egils
sögu sem Jónas hefur tekið
saman og verður það gefið út
á sex tungumálum."
— Þú nefnir tónleikahald í
Reykholtskirkj u ?
„Hljómburðurinn í Reyk-
holtskirkju er sérstaklega góður
og kirkjan því eftirsóknarverð
til tónleikahalds. í vetur voru
haldnir margir tónleikar þar.
Miðvikudaginn 25. júní mun
Ingveldur Yr messósópran
halda tónleika í kirkjunni. Dag-
ana 25.-27. júlí verður haldin
tónlistarhátíð í Reykholti í
tengslum við vígsluafmæli
kirkjunnar en hún
var vígð 28. júlí
1996. Steinunn
Birna Ragnarsdótt-
ir píanóleikari er
listrænn stjórnandi
hátíðarinnar.
Áhersla er lögð á norræna tón-
list. Steinunn hefur fengið til
liðs við sig framúrskarandi tón-
listarmenn eins og Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur, Þorstein Gauta
Sigurðsson og Zilia-kvartettinn,
en hann skipa Auður Hafsteins-
dóttir, Guðmundur Kristmunds-
son, Bryndís Halla Gylfadóttir
og Steinunn Birna. Sérstakur
gestur hátíðarinnar er einn
kunnasti fíðluleikari Litháens
Martynas Svégzda. Tónleikarn-
ir verða fernir með fjölbreyttri
efnisskrá sígildra og nýrri
verka. Stefnt er að því að halda
Reykholtshátíð árlega.
Reykholts-
hátíð verður
haldin
árlega