Morgunblaðið - 14.06.1997, Side 10
10 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Níelsar Dungals minnst í Odda
„Kennari af
Guðs náð“
Morgunblaðið/Ásdís
NÍELS Dungal, myndin var tekin um það leyti er hann tók
við forstöðu Rannsóknarstofunnar 1926.
FRÁ hátíðarfundin-
um vegna fæðingar-
afmælis Níelsar
Dungals og 80 ára
afmælis Rannsókna-
stofu Háskólans í
húsi félagsvísinda-
deildar Háskólans,
Odda, í gær.
JÓNAS Hallgrímsson
prófessor í ræðustól
á fundinum í Odda.
STJÓRN sjóðs Níelsar Dungals
efndi í gær til fundar í Odda
í tilefni af 100 ára fæðingaraf-
mæli Níelsar Dungals prófess-
ors en jafnframt eru 80 ár lið-
in síðan Rannsóknastofa Há-
skólans var stofnuð. Dungal
sljórnaði Rannsóknastofunni í
39 ár og lagði grundvöllinn að
nútímalegu rannsóknastarfi í
læknisfræði hér á landi auk
margvíslegra umbóta í heilsu-
gæslu. Níels lést árið 1965.
Jónas Hallgrímsson, pró-
fessor og núverandi forstöðu-
læknir Rannsóknastofunnar,
flutti erindi og stiklaði þar á
stóru í lífshlaupi Níelsar en
hann lét til sín taka á mörgum
sviðum þjóðlífsins. Að auki
flutti Alexander Tomasz, pró-
fessor við Rockefeller Univers-
ity í New York, erindi er hann
nefndi „Accelerated Evolution:
Emergence and Global Spread
of Multidrug-Resistant Bacter-
ial Pathogens" og Hallgrímur
Benediktsson, læknir við Uni-
versity of Calgary í Kanada,
flutti erindi um langvinna
höfnun líffæra.
Jónas sagði Níels hafa verið
fjölgáfaðan, hugmyndaríkan
og framkvæmdasaman, hann
hefði yfirleitt ekki látið standa
við orðin tóm. Jónas minntist
andlátsorða sem Þórarinn
heitinn Guðnason læknir ritaði
á sínum tíma um Níels þar sem
sagði að Níels hefði borið
„ótakmarkaða virðingu fyrir
vísindalegri hugsun“ og fyrir-
litið „af heitu hjarta allt kukl
og hindurvitni.“
Jónas sagði að Níels hefði
verið kennari „af Guðs náð“
alla tíð. Hann hefði hafið
starfsferil sinn sem almennur
læknir og alla tíð síðan haft
mikinn skilning á þörfum fólks
fyrir læknishjálp og heilsu-
vernd.
Hann hefði frá upphafi
fengist við bólusetningar og
aðrar varnir gegn barnasjúk-
dómunum mislingum, kíghósta
og barnaveiki og verið mjög
vel að sér í sýklafræði. Níels
hefði öðrum fremur staðið fyr-
ir því að taugaveiki og barna-
veiki var útrýmt hérlendis.
Jónas greindi einnig frá
störfum Níelsar á sviði líffæra-
meinafræði og réttarlæknis-
fræði en um hríð voru verk-
efni hans að mestu á sviði
krufninga og blóðrannsókna í
barnsfaðernismálum.
Níels stóð ásamt fleiri lækn-
um að stofnunfyrsta krabba-
meinsfélags á íslandi og stund-
aði rannsóknir á krabbameini
í lungum og maga sem vöktu
heimsathygli. Jónas rifjaði upp
rannsóknir Níelsar á búfjár-
sjúkdómum en bóluefni sem
Níels fann upp gegn bráðapest
hefði verið betra en nokkurt
annað á alþjóðamarkaði og
verið notað hér á landi og í
Færeyjum.
Nýjar á söluskrá m.a. eigna:
Gott verð - bílskúr - frábært útsýni
Suðuríbúð 3ja herb. 83 fm á 1. hæð í vesturenda við Ugluhóla. Rúm-
góðar sólsvalir. Geymsla í kjallara. Bílskúr 21,7 fm. Vinsæll staður.
Fyrir smið eða laghentan
Efri hæð og rishæð, um 150 fm. Sérinngangur. Sérhiti. Sérþvottaað-
staða á rúmgóðu baði. þarfnast nokkurra endurbóta. Húsið stendur á
eignarlóð skammt frá danska sendiráðinu.
Endurnýjuð - útborgun kr. 0,5 millj.
2ja herb. endurnýjuð jarðh./kj. 54,3 fm við Hjallaveg. Nýtt eldhús.
Nýtt gler. Ný gólfefni. Nýtt þak o.fl. Sérinngangur. Nánar á skrifstof-
unni.
Eins og ný - útborgun kr. 0,8 millj.
Glæsileg suðuríbúð 82,8 fm á 3. hæð á vinsælum stað í Selási. 40
ára byggingarsjóðslán kr. 2,5 millj. Útsýni. Nánar á skrifstofunni.
Fjöldi fjársterkra kaupenda
Margskonar eignaskipti möguleg. Sérstaklega óskast einbhús og
raðhús (Árbæjarhverfi, Smáíbúðarhverfi og Fossvogi.
Sérhæðir í Heimahverfi, við Stóragerði í Vesturborginni og á Nesinu.
íbúðir í borginni og nágrenni af flestum stærðum og gerðum.
Seljabraut 12 - endaraðhús
Opið hús laugardag og sunnudag
• • •
Opið í dag frá kl. 10-14.
Viðskiptum hjá okkur
fylgir ráðgjöf
og traustar upplýsingar.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 S. 5521150 - 552 1370
Tæplega 200 fm endaraðhús á góðum útsýnisstað. Húsið er allt í mjög góðu
ástandi og hefur nýlega verið standsett að utan. Tvennar suðursvalir. Á jarðhæð
er sér 2ja-3ja herb. íbúð. Ræktuð lóð. Stæði í bílskýli. Hagstætt verð 12,2 millj.
Möguleiki að taka minni íbúð uppí.
Til sýnis laugardag og sunnudag kl. 14-18. Gjörið svo vel að líta inn.
Eignasalan,
Ingólfsstræti 12, símar 551 9540 og 551 9191.
Breytt um-
ferðarlög
taka gildi í
júlíbyrjun
FRUMVARP til laga um breyting-
ar á umferðarlögum, þar sem með-
al annars refsingar eru þyngdar
og punktakerfi innleitt í tengslum
við ökuferilsskrá, var samþykkt á
Alþingi á vorþingi og munu nýju
lögin taka gildi um næstu mánaða-
mót.
Lagabreytingar þessar eru liður
í heildarendurskipulagningu á
meðferð sektamála til að auka
skilvirkni þeirra. I athugasemdum
með frumvarpinu segir m.a. að
mikilvægt sé að punktakerfið verði
einfalt, sanngjarnt, án undanþágu
og skapi viðbótarvarnað en dragi
ekki úr varnaráhrifum annarra við-
urlaga samkvæmt umferðarlögum.
Gert er ráð fyrir að komið verði
upp sameiginlegri ökuferilsskrá
yfir allt landið sem nota megi sem
grundvöli undir punktakerfið.
Fyrirbyggjandi áhrif punkta-
kerfisins byggjast á því að upp-
söfnun punkta vegna umferðar-
lagabrota leiði til sviptingar öku-
réttar í 3 mánuði. Gert er ráð fyr-
ir að reglunum verði háttað þannig
að einungis síbrotamenn í umferð-
inni sem ekki láta segjast missi
ökuréttinn. Þannig verði punkta-
fjölda fyrir einstök brot hagað
þannig að tiltölulega fáir ökumenn
verða sviptir ökurétti á hveijum
tíma.
í inngangi með athugasemdum
við lagafrumvarpið kemur fram að
punktakerfi vegna umferðarlaga-
brota hefur verið tekið upp í ýms-
um myndum víða um heim og hef-
ur hvarvetna verið talið fækka
umferðarlagabrotum og draga
verulega úr slysatíðni. Telja verði
fullvíst að skilvirk beiting slíks
úrræðis muni samhliða skilvirkari
innheimtu sekta skapa þann varn-
að að umferðarlagabrotum og þar
með umferðarslysum fækki hér á
landi.
Vestur-
Islending'ar
fylgjast
með Bjarna
MIKILL áhugi er fyrir geim-
ferð Bjarna Tryggvasonar
meðal félaga í Islendingafé-
laginu í Vancouver í Kanada.
Erlendur Óli Leifsson, sjó-
maður frá Vancouver, sem
fluttist frá Reykjavík til
Kanada árið 1956, segir að
íslendingafélagið hafi í tilefni
af geimferð Bjarna látið gera
sérstakt merki sem á að vera
táknrænt fyrir ferð hans.
Merkið teiknaði Warren
Oddsson.
Á merkinu er mynd af vík-
ingaskipi en fremst á stefni
þess er mynd af Discovery
geimskutlunni. Seglið er fáni
Kanada. Erlendur Óli segir
að margir í Kanada fylgist
spenntir með undirbúningi
geimferðarinnar. íslendinga-
félagið gefur út fréttarit einu
sinni í mánuði og hefur fjallað
um þetta mál.
Erlendur Óli hefur þekkt
Bjarna Tryggvason frá því
hann var lítill snáði. „Ég og
pabbi hans Bjarna vorum
saman á sjó í gamla daga,“
sagði Erlendur Öli, sem kem-
ur til íslands á hveiju ári.