Morgunblaðið - 14.06.1997, Page 12

Morgunblaðið - 14.06.1997, Page 12
12 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hitamismunar verður varla vart við hverastrýtuna á botni Eyjafjarðar KÓRALLAR eru á toppi strýtunnar á 34 metra dýpi í Eyjafirði, að sögn Jakobs K. Kristjánsson- ar. Rauði liturinn efst á strýtunni sýnir kórallana. Efst á strýtunni eru vaxtarskilyrði fyrir kóralla en þar er farið að gæta ljóss auk þess sem hita og ferskvatnsins nýtur við. Vill friða strýtuna V ATN SRENN SLIÐ úr hvera- strýtunni sem Jakob K. Kristjáns- son dósent fann nýlega á botni Eyjafjarðar er ekki talið nýtan- legt en um er að ræða merkt jarð- fræðifyrirbæri, sem Jakob telur að beri að friða. Hann varar við því að ef t.d. veiðarfæri verði dregin yfir strýtuna muni hún brotna niður. Þvermál strýtunnar er um 10 metrar neðst. 60-70 gráðu heitt vatn seitlar út um op eða brodda sem liggja út úr strýtunni, allt milli um 60 metra og 34 metra dýpis. Stærsti broddurinn er um 1 metri, hinir 10-20 sentimetrar. „Það er ekki eins og það sé munni efst á strýtunni þar sem heitt vatn flæðir út, heldur eru þetta smágöt hér og hvar þar sem vatn- ið seitlar út,“ segir Jakob. Hann segir að vegna þess að vatnið sé ferskt og heitt sé það eðlisléttara en sjórinn og því Iegg- ist það upp að strýtunni og berist upp með henni, sem stuðli að því að strýtan byggist upp. Á leið vatnsins upp eftir strýtunni bland- ast það sjónum og blöndunin verð- ur strax mikil. Sjávarhiti er um 1,5 gráður allt niður fyrir 5 metra dýpi en um 5 gráður efstu fimm metrana og segist Jakob efast um að eiginlegt hitamunar gæti _ vegna áhrifa frá strýtunni. „Eg efast um að hitaáhrifin mundu mælast nema rétt við strýtuna,“ segir Jakob. Jakob kannaði Eyjafjörðinn frá óvenjulegum sjónarhóli í leið- angri sínum því hann var um borð í rannsóknarkafbáti og sigldi á allt að 110 metra dýpi um fjörðinn í niðamyrkri við hafsbotninn. Auk þess að vera dósent við Háskóla íslands er hann forstöðumaður líftæknideildar Iðntæknistofnun- ar og frumkvöðull í rannsóknum á hitakærum örverum á hvera- svæðum hér á landi. Það var fyrst og fremst erindi hans og Sólveig- ar Pétursdóttur, samstarfsmanns hans, í leiðangurinn en þátt tóku í honum einnig erlendir jarðfræð- ingar. Jakob segir hugsanlegt að hag- nýtingarmöguleikar finnist fyrir örverur úr hverastrýtunni en nú er verið að einangra hitakærar örverur úr sýnum sem tekin voru úr strýtunni og þegar hefur eitt- hvað af þeim fundist. Jakob hefur verið að leita hagnýtingarmögu- leika fyrir ensím úr hverabakter- íum og segir að fjölbreytileiki skipti þar miklu máli og mismun- andi vistkerfi séu mjög áhugaverð frá því sjónarmiði. „Þetta er sérkennilegt og óvenjulegt vistkerfi og við erum að búast vð að þarna finnum við nýjar og allt aðrar tegundir held- ur en við þekkjum úr öðrum hver- um. Það bætist þá í safnið og eykur við þann banka sem við vinnum úr.“ Iðntæknistofnun hef- ur tekið þátt í að leita ensíma úr hverabakteríum og selja þau til erlendra aðila og er þátttakandi í rannsóknarverkefnum á örver- um sem styrkt eru af sjóðum ESB. „Það er mikill og vaxandi áhugi á nýtingu hveraörvera um allan JAKOB K. Krisljánsson í rannsóknarkafbátnum JAGO á 110 metra dýpi í leit að jarðhita við hafsbotninn. STRÝTAN. Þetta Ijósa sem sker sig úr á myndinni eru brodd- ar, um 20 sentimetra langir, sem standa út af strýtunni og út úr þeim seitlar heita vatnið. KAFBÁTURINN Jago tekinn um borð í rannsóknaskipið Poseidon. heim. Bæði eru nokkur ný fyrir- tæki komin til sögunnar og eldri efna- og lyfjafyrirtæki eru að skoða þetta,“ segir Jakob K. Kristjánsson, sem segir að um möguleika í nýtingu örvera sé nú fjallað bæði í fagtímaritum og viðskiptatímaritum erlendis. Betri sýni Aðspurður um frekari afskipti af strýtunni í botni Eyjafjarðar segir Jakob að í leiðangrinum hafi aðeins verið farið í eina köf- un og hann segist gjarnan vilja fá betri sýni til örveruræktunar og betri vatnssýni til nákvæmari efnagreiningar. Einnig væri æski- legt að skrá og lýsa strýtunni betur. Hann segist stefna að því að skrifa um strýtuna vísindagrein í samvinnu við Jón Benjamínsson, jarðfræðing, sem staðsetti þetta uppstreymisfyrirbæri í Eyjafirð- inum árið 1991 áður en vitað var hvers eðlis það var. Hins vegar ítrekar Jakob að þarna sé fyrst og fremst um jarðfræðilegt fyrir- bæri að ræða. „Mér finnst að það ætti að friða þetta,“ segir hann og segist telja alveg Ijóst að, t.d. veiðarfæri sem dregin væru yfir strýtuna mundu bijóta hana. Rannsókn setts rannsóknarlögr eglustj óra á samskiptum lögreglu og Franklíns Kristins Steiners lokið Skýrslan hefur verið afhent ríkissaksóknara RANNSÓKNARHÓPUR sem falið var að kanna samskipti lögreglunnar í Reykjavík og Frankiíns Kristins Steiners hefur lokið störfum og liggja niðurstöður rannsóknarinnar nú fyrir. Búið er að senda ríkissak- sóknara rúmlega 40 blaðsíðna skýrslu og yfiriit yfir rannsóknina, auk rannsóknargagna, og mun ríkis- saksóknari taka ákvörðun í málinu í kjölfarið. Hópurinn starfaði undir forystu 100 70 40 GB Atla Gíslasonar hæstaréttarlög- manns, sem var settur rannsóknar- lögreglustjóri ríkisins 23. mars síð- astliðinn til að fara með ofangreinda rannsókn. FuIIyrðingar kannaðar í skipunarbréfi dómsmálaráð- herra sagði að markmið slíkrar rann- sóknar væri að staðreyna sannleiks- gildi fullyrðinga um að Franklín Kristinn Steiner stundi umfangsmik- il fíkniefnaviðskipti, með vitund og samþykki lögreglunnar. Með því yrði sannreynt hvort lögreglumenn, einn eða fleiri, hafi gerst sekir um brot í opinberu starfi eða eftir atvikum gerst brotiegir við refsilög. Jafnframt því voru Gunnlaugur V. Snævarr yfirkennari við Lög- regluskóla ríkisins og Þorgrímur ðli Sigurðsson rannsóknarlögreglumað- ur á Selfossi settir til að vera rann- sóknarlögreglumenn við rannsókn- ina og Svala Hilmarsdóttir, lögfræð- ingur, sérstaklega tilkvaddur að- stoðarmaður. Nokkru síðar, eða 1. apríl síðast- liðinn, fól ríkissaksóknari hópnum jafnframt að rannsaka hvað hæft væri í þeim fullyrðingum sem birt- ust í Vikublaðinu 24. mars, þar sem í viðtali við ónafngreindan löggæslu- mann og í frétt á forsíðu, því er haldið fram að löggæslumenn séu á launaskrá eiturlyfjasala. 50 verið yfirheyrðir Frá því hópurinn tók til starfa 2. apríl síðastliðinn, hefur hópurinn kannað starfsskipulag lögreglunnar í Reykjavík og ávana- og fíkniefna- deiidar hennar, kannað málsskjöl, aflað margvíslegra gagna og tekið um 50 skýrslur af ýmsum aðilum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.