Morgunblaðið - 14.06.1997, Side 14

Morgunblaðið - 14.06.1997, Side 14
14 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Vegaframkvæmdir á Fljótsheiði Framkvæmt fyrir 100 milljónir í ár VEGAFRAMKVÆMDIR á Fljóts- heiði hefjast á ný í næsta mánuði en vinna þar hefur legið niðri frá síðasta hausti. Fljótsheiðin er stærsta einstaka verkefnið á vegum Vegagerðarinnar á Norðurlandi eystra. Til verksins í ár er varið 100 milljónum króna samkvæmt vegaá- ætlun og er stefnt að því að ljúka við undirbyggingu og neðra burðar- lag nýja vegarins fyrir 15. október. Verklok eru áætluð 1. ágúst á næsta ári og þá unnið við efra burðarlag og klæðingu, fyrir samtals 95 millj- ónir króna. Á Mývatnsöræfum verður haldið áfram framkvæmdum við Jökuisá- Biskupsháls en þær hófust á síðasta ári. Ráðgert að vegurinn verði tilbú- inn með bundnu slitlagi 1. septem- ber nk. Um næstu mánaðamót verð- ur boðin út vinna við Norðausturveg í Kelduhverfi, Lindarbrekka-Lyngás. I næsta mánuði verður boðið út verk í Mývatnssveit, Stekkjarnes- Kísilvegur. Til viðhalds í kjörd'æminu á þessu ári verður varið 120 milljón- um króna. Þar af fara 50 m. kr. í yfirlagningu á bundnu slitlagi, 30 milljónir til lagfæringa á malarslit- lögum, 30 milljónir í styrkingar og 10 milljónir til efnisvinnslu. Vega- gerðin hefur boðið út akstur á malar- slitlagi á 25 km kafla á Kísilvegi og verður hafist handa þar í næstu viku. Einnig verður lagt malarslitlag á 10 km kafla á Aðaldaisvegi. Þá er búið að bjóða út styrkingu og yfirlögn á 7 km kafla á Norðaustur- vegi í Aðaldalshrauni. Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta í Akureyrarkirkju sunnudag kl. 11.00, séra Birgir Snæbjörnsson. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14.00. Stúlknakór Húsavíkur syngur við athöfnina und- ir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur. Tónleikar Stúlknakórsins kl. 16.00. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safn- aðarsamkoma sunnudag kl. 11.00. Ræðumaður verður Omar Mando frá Burkina Faso. Kl. 20.00 almenn samkoma, ræðumaður Omar Mando. Miðvikudag 18. júní kl. 20.30, and- legar þjálfunarbúðir. Föstudag 20. júní kl. 20.30, unglingasamkoma. Mikill og fjölbreyttur söngur, allir velkomnir. Bænastundir mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgna kl. 6-7. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- daginn 15. júní kl. 20.00, almenn samkoma. Unglingaklúbbur eftir samkomu. Allir velkomnir. LAUFÁSPRESTAKALL: 17. júní verður messa í Munkaþverárkirkju kl. 11.00. Ræðumaður Birgir Þórð- arson, oddviti Eyjafjarðarsveitar. Allir veikomnir. M A-STÚ D ENTAR! Hinn árlegi afmælisfagnaður MA-stúdenta verður haldinn í íþróttahöllinni á Akureyri 16. júní nk. og hefst samkoman með fordrykk í anddyri hallarinnar kl. 18.00. Miðaverð er kr. 4.000 en miðarnir verða seldir í anddyri hallarinnar 15. júní kl. 13-17 og 16. júní kl. 12-15. Góða skemmtun! Undirbúningsnefndin. Háskóla- hátíð í dag BRAUTSKRÁNINGARHÁTÍÐ Há- skólans á Akureyri verður haldinn í Akureyrarkirkju í dag, laugardag kl. 14.00. Brautskráðir verða alls 73 kandí- datar, úr heilbrigðisdeild, kennara- deild, sjávarútvegsdeild og rekstr- ardeild. Þetta er næst fjölmennasti hópurinn sem útskrifast hefur frá skólanum. Eitt blað fyrir alla! - kjarni málsim! NAUSTAHVERFI, AKUREYRI hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Úrslit í hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Naustahverfis á Akureyri verða kynnt sunnudaginn 15. júní nk. Að verðlaunaafhendingu lokinni kl. 16.00 verður opnuð sýning á skipulagstillögunum í Listasafninu á Akureyri. Bæjarbúar og allir þeir, sem áhuga hafa á skipulagsmálum og þróun bæjarins eru boðnir velkomnir á sýninguna til þess að skoða áhugaverðar hugmyndir um framtíðarbyggð og íbúðarumhverfi. Tillögumar verða til sýnis í Listasafninu í Grófargili kl. 14.00-18.00 alla daga nema mánudaga til júníloka. Skipulagsstjóri Akureyrar. Morgunblaðið/Kristján REKSTRARAÐILAR Varpholts, hjónin Ingjaldur Arnþórsson og Áslaug Brynjarsdóttir, með börn sín Brynjar Dag og Margréti Nönnu. Fyrir aftan þau standa Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna- verndarstofu og Bryndís Guðmundsdóttir, uppeldisfræðingur á Barnaverndarstofu. Varpholt í Glæsibæjarhreppi Nýtt meðferðarheimili fyrir unga vímuefnanotendur BARNAVERNDARSTOFA hefur hafið rekstur meðferðarheimilis fyr- ir unga vímuefnaneytendur í Varp- holti í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði. Rekstraraðilar eru hjónin Ingjaldur Arnþórsson og Áslaug Brynjars- dóttir og búa þau á staðnum. Bæði hafa þau starfað við meðferð vímu- efnaneytenda og aðstandenda þeirra um árabil. Meðferðarheimilið í Varpholti er sérhæft meðferðarúrræði fyrir unga vímuefnaneytendur, byggt á sama 12 spora kerfinu og AA bygg- ir sína vinnu á. „Þetta er þroska- leið og gengur út á að viðurkenna vanmátt og vanda sinn og er lykill að lausn vandans," segir Ingjaldur. 6 unglingar vistaðir í einu Gert er ráð fyrir að þangað vist- ist allt að 6 unglingar í einu á aldr- inum 14-16 ára. í kjölfar breytinga á sjálfræðislögum mun heimilið væntanlega koma til með að taka unglinga upp að 18 ára aldri. Ungl- ingarnir munu hafa tækifæri til að dvelja á heimilinu í a.m.k. eitt skóla- ár og hér er því um langtímameð- ferð að ræða. Skólinn verður rekinn í nánu samstarfi við Þelamerkur- skóla og verður jafnframt sniðinn eftir þörfum hvers og eins nemanda. Áhersla verður lögð á að skapa unglingunum heimili og gefa þeim tækifæri til að stunda heilbrigðar tómstundir, eins og útivist og íþrótt- ir. Einnig að þeir geti kynnst um- hverfinu og lært af því og að þeir geti nýtt sér möguleikana sem það býður upp á, jafnt í þéttbýli sem og í dreifbýli. íbúar hreppsins jákvæðir í vikunni var haldinn kynningar- fundur með íbúum Glæsibæjar- hrepps og aðilum sem heimilið kem- ur til með að hafa samstarf við. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnavemdarstofu, segir að fund- urinn hafí verið mjög jákvæður og gagnlegur. „Ég gat ekki fundið ann- að en að heimilið væri mjög velkom- ið í þetta samfélag og það er okkur mikið gleðiefni," sagði Bragi. Ingjaldur sagðist hafa fundið fyrir miklum hlýhug á fundinum og að íbúar hreppsins stæðu ein- huga að baki heimilinu. „Það er alltaf svolítil hræðsla í fólki, ekki síst eftir umræðu eins og varð af stroki ungmenna á Bakkaflöt í Skagafirði í vetur.“ Rekstrarforminu verið breytt Varpholt er sjötta meðferðar- heimilið sem starfrækt er undir hatti Barnaverndarstofu. Þar af eru nú þrjú á Norðurlandi, Bakkaflöt í Skagafirði, Árbót í Aðaldal og Varpholt. Einnig em rekin meðferð- arheimili á Torfastöðum í Biskups- tungum og Geldingalæk á Rangár- völlum. Til viðbótar er greiningar- og meðferðarstöðin Stuðlar í Graf- arvogi í Reykjvík. Bragi segir að unnið hafi verið að því að breyta rekstrarforminu yfir í svokallaða fjölskylduvæðingu og flytja heimilin úr höfuðborginni út í hinar dreifðu byggðir. „Við trú- um því að það sé bæði faglega og fjárhagslega betri leið. Þannig skapast betri Iíðan hjá krökkunum og okkur hefur jafnframt tekist að fjölga rýmum um fjórðung án þess að kosta meiru til.“ Stúdentsefn- in gróður- settu plöntur BRAUTSKRÁNING Menntaskól- ans á Akureyri fer fram sam- kvæmt gamalli hefð 17. júní. Margar skemmtilegar venjur hafa skapast í kringum skólalok- in og mannmargt í kringum gleð- skap afmælisárganganna. Síðastliðna tvo áratugi hefur það verið venja að stúdentsefnin gróðurselja tijáplöntur í skóg- ræktinni á Þelamörk í Hörgár- dal. Sl. fimmtudag fór hópur stúdentsefna með Tómasi Inga Olrich, fyrrum konrektor, í gróð- urreitinn og gróðursetti plöntur. Menntaskólanum verður slitið þriðjudaginn 17. júní og stúdent- ar brautskráðir kl. 10 í íþrótta- höllinni. Milli kl. 15 og 17 þann sama dag verður opið hús í MA. Stúdentar munu að venju selja svip sinn á hátíðarhöldin á þjóð- hátíðardaginn en hátiðarveisla þeirra verður sett í íþróttahöll- inni kl. 20 um kvöldið. Á mynd- inni er Ólöf Elsa Björnsdóttir að gróðursetja í Þelamörk. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.