Morgunblaðið - 14.06.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 15
LANDIÐ
Innistöðu-
skjögur
læknað
Vaðbrekka, Jökuldal - Það er
mörg búmanns raunin og í mörg
horn að líta við sauðburð og fyrst
eftir hann. Þó að lömbin lifi af
sauðburðinn eru hætturnar fyrir
þau ekki úr sögunni því ýmsir sjúk-
dómar geta beðið handan við horn-
ið. Það fékk svarta gimbrin, sem
hér er á myndinni, að reyna.
Gimbrin er gemlingslamb, fædd
fyrstu dagana í maí, og þegar
henni var sleppt úr húsi tæplega
mánaðargamalli fékk hún innistöð-
uskjögur.
Innistöðuskjögur er efnaskipta-
sjúkdómur er stafar af selen-
skorti, og lýsir sér í því að lambið
verður reikult í spori og getur ekki
staðið í fæturna. Lækningin er
fólgin í að sprauta lambið með
selen undir húð og það er Eva
Ásgeirsdóttir einmitt að gera á
myndinni. Þá líður ekki á löngu
þar til lambið verður fullfrískt á ný.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
UNGA kynslóðin var í aðalhlutverki þegar fyrsta skóflustugan var tekin að íþróttahúsinu á Þórshöfn.
Fyrsta skóflustungan að íþróttahúsi
Þórshöfn - Unga kynslóðin var í
aðalhlutverki þegar fyrsta skófl-
ustungan var tekin að íþróttahús-
byggingu hér á Þórshöfn en það
voru einmitt börnin í bænum sem
saman hófu það verk, að beiðni
oddvita Þórshafnarhrepps, Jó-
hanns A. Jónssonar. Jóhann sagði
m.a. við það tækifæri að mikii
vöntun væri á góðu íþróttahúsi í
byggðarlaginu og bygging
íþróttamannvirkis hefði árum
saman verið í umræðunni. Það
væri því gleðiefni að nú loks yrði
umræðan að veruleika. Börnin
virtust hjartanlega sammála því
þau gengu rösklega til verks og
virtust vilja húsið upp sem fyrst.
Þegar þau höfðu mokað nægju
sína var boðið upp á grillaðar
pylsur úti í sólinni og þar borðuðu
moldug en ánægð börn af bestu
lyst.
Bygging íþróttahúss var eitt af
stefnuskrármálum beggja fram-
boða við síðustu sveitarstjórnar-
kosningar hér og var gerður
hönnunarsamningur við VT
teiknistofuna á Akranesi. Verkið
var síðar boðið út og þijú tilboð
bárust í þennan fyrri áfanga
byggingarinnar. Lægsta tilboði
var tekið en það áttu ÞH-verktak-
ar hér á Þórshöfn ásamt Tré-
vangi hf. á Reyðarfirði en tilboð
þeirra var um 96% af kostnaðará-
ætlun. Áætlaður heildarkostnað-
ur mannvirkisins er um 150 millj-
ónir króna.
Þetta nýja íþróttahús verður
myndarleg bygging; heildarstærð
hússins verður 1.720 fermetrar
og þar er 800 fermetra íþróttasal-
ur, sundlaug með léttri yfirbygg-
ingu en auk þess verður mötu-
neytisaðstaða þar fyrir skóla
ásamt félagsaðstöðu og ýmsu
þjónusturými. Áætlað framlag frá
jöfnunarsjóði sveitarfélaga er um
85-40% af heildarkostnaðinum.
Aðstaða til íþróttaiðkana hér á
Þórshöfn mun gjörbreytast með
tilkomu íþróttahússins, t.d er
sundlaugin lítil útilaug sem aðeins
er opin yfir sumartímann. Nýja
húsið kemur til með að verða
mikil lyftistöng fyrir byggðarlag-
ið og íbúar hér á svæðinu líta
björtum augum til framtíðarinn-
100 ár frá því Grundarfjörður
var lögiltur verslunarstaður
Saga verslunar
í Grundarfirði
mun lengri
Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir
VIÐGERÐ er nú hafin á Barnaskóla Siglufjarðar.
Bamaskólinn endurbyggður
Siglufirði - Um leið og skóla lauk
í vor var hafist handa við endur-
byggingu Grunnskólans á Siglu-
firði, enda kominn til ára sinna.
Fyrsti hluti hússins var byggður
1913 og síðan var byggt við húsið
í áföngum.
Endurbygging skólans sem hýsir
1.-7. bekk Grunnskóla Siglufjarðar
hófst fyrir tveimur árum með
klæðningu og gluggaskiptum en í
ár og á næstu árum verður mesti
hluti verksins unninn. Gömul við-
bygging við skólann verður rifín og
ný reist, auk þess sem skipt verður
um þak. Við breytingarnar fjölgar
kennslustofum úr 9 í 10, kennslu-
stofur stækka og vinnuaðstaða
kennara verður endurnýjuð. Reikn-
að er með að þessum verkáfanga
ljúki í júlí 1998. Heildarkostnaður
við þennan verkhluta er 44 millj.
kr. og verktaki er Byggingafélagið
Berg á Siglufirði en hönnun var
unnin af AB4 teiknistofu arkitekta
o.fl.
Síðar er áætlað að ljúka endur-
bótum innanhúss og er reiknað með
að það verk taki um tvö ár. Að því
loknu verður endurnýjun hússins
að fullu lokið. Við hönnunina var
haft að leiðarljósi að láta útlit húss-
ins og svipmót halda sér, jafnt inn-
an húss sem utan enda reiknað með
að húsið verði mikil bæjarprýði að
loknum viðgerðum.
Grundarfirði - „Vjer Christian
hinn Níundi, af guðs náð Danmerk-
ur konungur, Vinda og Gauta,
hertogi í Sljesvík, Holtsetalandi,
Stórmæri, Þjettmerski, Láenborg
og Alsinborg, gjörum kunnugt:
Alþingi hefur fallizt á lög þessi og
Vjer staðfest þau með samþykki
Voru: Á Grafarnesi við Grundar-
Qörð skal vera löggiltur verzlunar-
staður. Eptir þessu eiga allir hlut-
aðeigendur sjer að hegða. Gefið á
Amalíuborg, 18. desember 1897.“
Svo hljóða lög nr. 35 frá 18.
desember 1897 um löggilding
verzlunarstaðar á Grafamesi við
Grundarfjörð.
Grundfirðingar halda upp á það
á árinu að 100 ár em liðin frá því
að verslunarstaðurinn var færður
af Grundarkampi út í Grafames
þar sem gmnnur var lagður að
núverandi byggð í Gmndarfírði.
Ekki er um eiginlegt verslunaraf-
mæli að ræða því saga verslunar
í Gmndarfirði er mun lengri. Heim-
ildir em til um það allt frá land-
námsöld að verslunarskip hafi
komið til Grundarfjarðar, enda var
Grundarfjörður talinn ein besta
höfn við Breiðafjörð frá náttúrunn-
ar hendi. Grundarfjarðarkaupstað-
ur var svo einn sex kaupstaða sem
stofnaðir voru við afnám versluna-
reinokunar með tilskipun Dana-
konungs þann 18. ágúst 1786.
Hátíðin hefur hlotið nafnið 100
ár í Nesinu og verður margt gert
til hátíðarbrigða á árinu. I dag,
þann 14. júní verður afhjúpuð önn-
ur af tveimur fallbyssum sem fund-
ust á Kirkjufellssandi sumarið
1996. Byssurnar eru af frönskum
hvalfangara sem steytti á skeri við
Melrakkaey á Jónsmessu 1720.
Opnað verður handverkshús í
hjarta GrundarfjarSar og siglt
verður á söguslóðir Eyrbyggju,
fram í Eyrarodda með leiðsögn þar
um svæðið.
Golfklúbburinn Vestarr í Grund-
arfirði stendur fyrir sérstöku Jóns-
messugolfmóti þann 23. júní og
að kvöldi dags verður gengið á
Klakk en um miðnæturskeið eiga
að fljóta óskasteinar á Klakkstjörn
eftir því sem þjóðsagan segir. Aðal-
hátíðarhöldin verða helgina
25.-27. júlí. Hefjast þau með tón-
leikum kirkjukórs Grundarfjarðar
í samkomuhúsinu þar sem kram-
búð verður opin alla helgina með
samfelldri dagskrá tónlistar,
myndlistar o.fl. Að kvöldi 26. júlí
verður unglingadansleikur undir j
berum himni og konunglegt dansi- ]
ball í samkomuhúsinu. Sunnudag-
inn 27. júlí verður gengið á Stöðina i
og síðan niður í Sandvíkurfjöru þar
sem kveiktur verður varðeldur og
sungið.
Þann 2. ágúst verður gengið 1
þvert yfir Snæfellsnesfjallgarðinn i
- frá bláfeldi í Staðarsveit um i
Arnardalsskarð til Grundarfjarðar <j
- og að göngu lokinni farið í sund i
og grillað. 7. september heldur |
Hulda Guðrún Geirsdóttir sópran !
einsöngstónleika í Grundarfjarðar-
kirkju og 10-12. október verður
þar kirkjutónlistarhelgi. Loks verð- ;
urhaldiðuppásjálfanafmælisdag- ,
inn 18. desember. »
Lionsklúbbur Stykkishólms á 30. starfsári sínu
„Við leggjum lið“ er kjörorð klúbbsins
Stykkishólmi - Nú er að ljúka þrí-
tugasta starfsári Lionsklúbbs Stykk-
ishólms. Starfsemin hefur verið góð
í vetur og félagar klúbbsins tekið
að sér ýmis verkefni og fjáraflanir.
Klúbburinn starfar undir kjörorðinu
„Við leggjum lið“ og hefur starfið
miðast við það.
Starfsárinu lauk um daginn með
því að félagar og makar þeirra gerðu
sér dagamun. Farið var í skemmti-
siglingu með nýjum bát Eyjaferða
um Breiðafjarðareyjar. Boðið var
upp á veislumat og dansleik um
borð og tókst ferðin mjög vel.
Klúbburinn hefur í vetur fært
Grunnskólanum í Stykkihólmi og
Skátafélaginu Hólmveijum peninga-
gjafir til styrktar starfi þeirra.
Næsta verkefni klúbbsins er að
halda uppboð á notuðum munum á
Dönskum dögum sem er bæjarhátíð
Hólmara og verður 15.-17. ágúst
nk. Lionsuppboðin hafa sett
skemmtilegan svip á Dönsku dagana
sem haldnir hafa verið síðustu þrjú
ár.