Morgunblaðið - 14.06.1997, Side 16

Morgunblaðið - 14.06.1997, Side 16
16 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Básafell hf. með 68,7 milljóna króna tap á reglulegri starfsemi fyrstu fjóra mánuðina Söluhagnaður eigna nam 288,7milljónum Básafí < Arshlutareikningur janúartil apríl 1997 !ll' SAIVIS' 4 mán. ifi <51>v Cx rÆÐA <0- 12 mán. Rekstrarreikninnur 1997 1996 Breyt. Rekstrartekjur Miiijónir króna 791,0 2.044,0 ■61,3% Rekstrargjöld 673,7 1.966,4 ■65,7% Hagnaður án afskrifta og fjárm.kostn. 117,3 77,6 +51,2% Fjármagnsgjöld (94,8) (101,4) Haqnaður/(tap) án áhrifa dótturfél. 220,1 (221,3) Hagnaður/(tap) ársins 220,1 (230,3) Efnahagsreikningur 30/4-97 31/12 '96 Breyt. I Eianir: I Veltufjármunir Milljónir króna Fastafjármunir 1.040,5 4.348,2 836,5 4.362,9 +24,4% ■0,3% Eignir samtals 5.388,7 5.199,4 +3,6% I Skuldir on eigiO fód Skammtímaskuldir 1.386,5 1.577,0 ■12,1% Langtímaskuldir 2.444,5 2.527,4 ■3,3% Eigið fé 1.540,8 1.078,2 +42,9% Skuldir og eigið fé samtals 5.388,7 5.199,4 +3,6% REKSTRARTAP Básafells hf. nam 68.7 milljónum króna fyrstu íjóra mánuði ársins. Að meðtöldum 288.7 milljóna króna söluhagnaði nemur hagnaður fyrirtækisins á tímabilinu hins vegar 220 milljón- um. Til að bæta rekstur fyrirtækis- ins hefur verið ákveðið að draga úr bolfiskvinnslu en auka rækju- vinnslu og vonast framkvæmda- stjórinn til að reksturinn verði réttu megin við núllið á árinu. Hagnaður fyrir vexti og afskrift- ir nam 117 milljónum króna, af- skriftir námu 91 milljón króna og fjármagnsgjöld umfram fjár- magnstekjur 91 milljón. Frá ára- mótum hefur eigið fé aukist um 462,6 milljónir og hefur eiginfjár- hlutfallið hækkað úr 20,7% í 28,6%. Þá hafa nettóskuldir, þ.e. skuldir að frádregnum veltufjármunum, lækkað um 477 milljónir. Heildar- skuldir fyrirtækisins nema nú 3,8 milljörðum króna. Veltufjárhlutfall var 0,53 frá áramótum en hafði hækkað í 0,75 í lok apríl. Fjárhagsleg endurskipulagning Nú stendur yfir endurskipulagn- ing á fjárhag Básafells og er hún vel á veg komin að sögn Arnars Kristinssonar framkvæmdastjóra. Er stefnt að því að veltufjárhlutfall- ið verði komið í 1,5 fyrir lok þessa árs og að eiginfjárhlutfallið verði þá 35%. Til að bæta rekstur fyrirtækisins hefur verið ákveðið að loka frysti- húsi þess á ísafirði vegna viðvar- andi taprekstrar. Hins vegar hefur verið fjárfest í fuilkominni pökkun- arstöð fyrir rækjuafurðir og fram- kvæmdir við frystiklefa eru á loka- stigi. „Við ætlum okkur að auka vinnslu á rækju og að störfum vegna hennar fjölgi enda eru batn- andi horfur á rækjumörkuðum og birgðir fara ört minnkandi. Aukn- ing á úthlutuðum aflaheimildum í rækju og þorski munu auka mögu- leika til hráefnisöflunar til vinnsl- unnar og bæta afkomumöguleika útgerðarinnar," segir Arnar. Söluhagnaður vegna hlutabréfa í SH og TM Auk fjárfestinga í rækjuvinnsl- unni var á tímabilinu fjárfest í einu skipi, Páli Jónssyni GK. Það var keypt með rækju og síldarkvóta og ætlunin er að selja það aftur án aflaheimilda. Hinn mikli söluhagn- aður félagsins skýrist af sölu á togaranum Hafrafelli ÍS án kvóta, sem seldur var í febrúar, og sölu á hlut félagsins í SH og hlutabréf- um í Tryggingamiðstöðinni. „Með þessari eignasölu hafa skuldir fyrir- tækisins lækkað verulega og er það nú þegar farið að hafa jákvæð áhrif með lækkun vaxtagjalda," segir Arnar. Arnar segir að einnig verði gerð- ar breytingar á útgerðarþætti fyr- irtækisins. Of snemmt sé að segja til um til hvaða ráða verði gripið en ljóst sé að fleiri skip verði seld og öðrum breytt þannig að þau henti vinnslu fyrirtækisins betur. Básafell er nú með sjö skip í rekstri, þijá frystitogara, einn ísfisktogara og þijá línubáta. Samkvæmt áætlun fyrirtækisins var gert ráð fyrir 80 milljóna króna hagnaði af reglulegri starfsemi í ár. Arnar segir ólíklegt að áætlunin standist vegna nýafstaðins sjö vikna verkfalls og sé nú verið að endur- skoða hana. „Við gerum þó ráð fyr- ir því að vinna upp stóran hluta veltutapsins með aukningu í rækju- vinnslunni og eins eru skilyrði okkar á markaði hagstæðari en búist var við. Það lítur ekki út fyrir að við náum áætluðum rekstrarhagnaði en vonumst til að halda okkur réttu megin við núllið. Við gerum þó áfram ráð fyrir 300 milljóna króna hagnaði vegna sölu á hlutabréfum, skipum og fasteignum.“ Verkfallið mikill ódráttur Arnar segir að nýafstaðið verk- fall hafi valdið fyrirtækinu miklum vandræðum og skaða en menn séu þó staðráðnir í að vinna sig út úr því. „Heildaráhrif verkfallsins eru langan tíma að koma fram og hef- ur það t.d. áhrif á rækjuvinnsluna. Eftir samningana hefur nætur- vinnukaup hækkað svo mikið að fyrirtækið getur ekki borgað svo hátt kaup og hingað til höfum við einungis unnið rækjuna í dagvinnu. Við höfum því óskað eftir viðræðum við verkalýðsfélagið um þetta atr- iði,“ í apríl síðastliðnum ákvað stjórn Básafells að auka hlutafé fyrirtæk- isins um 250 milljónir króna að nafnvirði á genginu 3,86 til for- kaupsréttarhafa. Síðustu viðskipti með hlutabréf fyrirtækisins á Opna tilboðsmarkaðnum urðu sl. mið- vikudag á genginu 3,85. Amar segir að útboðið hafi gengið framar vonum og nú hafi þegar selst hlutabréf fyrir rúmlega 200 milljónir að nafnverði. „Stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið að af- gangurinn verði innan skamms settur í almenna sölu hjá Lands- bréfum á genginu 4,15. Boðeind á tímamótum Morgunblaðið/Ámi Sæberg JOHANN Þór Sigurðsson fylgist með starfsmanni Steinsmiðju S. Helgasonar saga grjót fyrir Bang & Olufsen fyrirtækið. íslenskt grjót flutt út BOÐEIND fagnar 10 ára afmæli fyrirtækisins um þessar mundir og heldur formlega upp á það í dag, laugardag. Fyrirtækið var stofnað af Bjarna og Gunnari Sigurðssonum árið 1987 og var allt fram til ársins 1995 til húsa að Austurströnd 12 á Seltjarnarnesi. í ágúst 1995 flutti fyrirtækið í nýtt húsnæði að Mörk- inni 6 Reykjavík. Býður heildarlausnir í frétt frá fyrirtækinu kemur fram að í upphafi hafi verið lögð áhersla á vörur sem tengdust gagnavinnslu tölva. Helstu söluvör- ur fyrirtækisins voru á sviði gagna- geymslu og afritunar og kemur fram að þær hafa alltaf skipað mikilvægan sess hjá Boðeind. Með tímanum bættist við vöruúrval fyr- irtækisins og í dag býður fyrirtæk- ið upp á heildarlausnir í tölvumál- um, segir ennfremur í fréttinni. Meðal vörumerkja sem Boðeind býður má nefna More einmenningst- ölvur, MORE netþjóna, ViewSonic tölvuskjái, Reflection skjáherma og hugbúnaðarmæla, Planet netbúnað, Prolink mótöld, Avision skanna, HP prentara og margt fleira. Afmælisveisla Haldið verður upp á afmælið laugardaginn 14. júní kl. 14 og eru allir velkomnir í Mörkina 6 þar sem dregið verður úr innsendum lausn- um í afmælisleik Boðeindar, segir í fréttinni en einnig verða á staðnum margs konar leiktæki og skemmti- atriði fyrir börn á öllum aldri ásamt veitingum. STEINSMIÐJA S. Helgasonar er að smíða gólf- og veggflísar úr íslensku basalti fyrir nýtt húsnæði stórfyrirtækisins Bang & Olufsen í Danmörku. Að sögn Jóhanns Þórs Sigurðsson, tæknifræðings þjá Steinsmiðju S. Helgasonar, er um 50 tonn af steinflísum að ræða og er áætlað að verkinu ljúki í ágúst næstkomandi. „Basaltið kemur úr landi Hrepphóla í Arnessýslu. Við flytjum það hingað í Kópavoginn og sögum það í flísar í tölvustýrð- um sögum og pökkum því á bretti. Um leið og við fyllum gám er hann fluttur með skipi til Dan- merkur þar sem flísarnar eru settar á bæði gólf og veggi húss sem Bang & Olufsen er að byggja.“ Jóhann Þór segir að flutnings- kostnaðurinn á gijótinu sé tölu- verður en kaupendurnir hafi ver- ið tilbúnir til þess að greiða hann vegna sérstöðu efnisins. „Hér er um allt öðruvísi gólf- og veggefni en þeir eiga að venjast en í Dan- mörku er aðallega notaður marmari og granít í gólf- og veggflísar. Þetta er í þriðja skipt- ið sem við flyljum út íslenskt gijót en við höfum aldrei flutt út jafnmikið magn og í þetta skipti.“ Aðspurður segir Jóhann Þór að Steinsmiðjan hafi ekki þurft að leita eftir verkefnum erlendis heldur hafi í öllum tilvikum verið leitað til þeirra. „Þrátt fyrir þessi erlendu verkefni eru flest okkar verkefni fyrir innanlandsmark- að. Við smíðum töluvert magn af legsteinum og sólbekkjum auk þess að vinna gólf- og veggflísar bæði úr innlendu og erlendu grjóti. Vandamálið við íslenskt gijót er að það er ekki mikið af smíðahæfu grjóti á íslandi vegna þess að það er oft svo sprungið og götótt. Þess vegna höfum við flutt töluvert inn af hálfunnu gijóti til fullvinnslu hér frá hin- um Norðurlöndunum og Ítalíu." Pizza 67 Opnar veitinga- stað í Malaysíu PIZZA 67 veitingastaður verður opnaður í Malaysíu inn- an skamms. Staðurinn verður rekinn af malaysískum aðilum samkvæmt sérleyfi frá Haf- meyjunni ehf. Samningar hafa verið undirritaður um að a.m.k. fjórir slíkir staðir verði opnaðir í landinu fyrir árslok 1998. Hafmeyjan ehf. hefur unnið að vþví undanfarin misseri að breiða íslenska pizzumenningu út til annarra landa. Á vegum fyrirtækisins hafa þegar verið opnaðir slíkir staðir í Dan- mörku, Noregi, Tékklandi og Færeyjum. Markmið fyrirtæk- isins er að selja sem flestum veitingastöðum sérleyfí en það felur m.a. í sér að þeir nota vörumerki, uppskriftir og við- urkennt hráefni frá Pizza 67. Unnið að frekari útbreiðslu Opnun staðarins í Malaysíu er í tengslum við verkefnið „Útflutningsaukning og hag- vöxtur“ hjá Útflutningsráði. Haukur Björnsson, sem hefur umsjón með verkefninu fyrir hönd ráðsins, segist telja það mjög ánægjulegt að nú skuli íslendingar vera farnir að selja sérleyfi í útlöndum enda séu þeir vanari því að vera hinum megin borðsins. Hann segir að verið sé að kynna Pizza 67 í fleiri löndum og að árangur þess starfs ætti að koma í ljós innan tíðar. Morgunblaðið/Amaldur STARFSMENN Boðeindar fagna afmæli í dag með veislu í húsa- kynnum sínum. F.v. Baldur Gestsson, Njörður Tómasson, Bjarni Sigurðsson framkvæmdastjóri, Helga Arnþórsdóttir, Hallgrímur Jónsson, Þór Clausen og Rúnar Reynisson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.