Morgunblaðið - 14.06.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 23
PENNI
sem Kennedy Banda-
ríkjaforseti notaði í Kúbudeilunni,
sem var metinn á 1000 dollara, en seldist á 27.600
dollara.
Á SOFASETTI UH ÁRBÆIN
n\m Gn
Flestir láta sér nægja að dreyma um að
aka Rolls Royce og það hafði ívar Páll
Jónsson gert þar til Jón Sigurjónsson
leyfði honum að láta drauminn rætast.
ANDI algleymis („Spirit of
Ecstasy) fer fyrir öllum
Rolls Royce-bifreiðum.
STÓLAR frá Viktoríutímabilinu, frá því um 1850, sem seldust fyrir
79.500 dollara eða um 5,6 milljónir íslenskra króna.
Bandaríkjanna í Rússlandi. Gerðist
Pamela bandarískur ríkisborgari og
aflaði fjár íyrir demókrata. Áttu þau
hjónin stóran þátt í að blása nýju lífi
í Demókrataflokkinn á níunda ára-
tugnum og stofnuðu þau pólitískt
ráð til að safna fé fyrir flokkinn.
Veislur Harriman á heimili hennar
voru eftirsóttar og fólk var tilbúið að
greiða nokkur þúsund dollara til að
fá að sitja við hlið þingmanna og for-
setaframbjóðenda.
Deilur w'ð
erfingjanu
Averell Harriman lést árið 1986,
94 ára að aldri. Pamela erfði stóran
hluta af auðæfum hans og áttu dæt-
ur hans og barnabörn að erfa það
sem eftir var, að henni liðinni. Árið
1994 sóttu erfíngjar Harrimans
hana til saka fyrir að hafa sólundað
stórum hluta þeirra auðæfa sem
faðir þeirra ánafnaði þeim. Ári síðar
náði hún samkomulagi við erfíngj-
ana og greiddi þeim um 16 milljón
dollara. Hún neyddist til að selja
listaverk fyrir 15 milljón dollara,
þar á meðal „Móðir og barn“ eftir
Picasso, „Portrait of Mademoiselle
Demarsy" eftir Renoir og „Bláa
hattinn" eftir Matisse.
Rismesti kaflinn í lífi Pamelu var
þegar hún gegndi sendiherraemb-
ættinu í París, en þar nutu glæsi-
leiki hennar og skynsemi sín til
fulls, blandin viðeigandi eigingirni
og óbilgirni. Hún hafði stutt fram-
boð Clintons með ráðum og dáð og
safnaðist demókrötum meira fé en
repúblikönum í fyrsta skipti um
árabil og var það að miklu leyti rak-
ið til starfa Pamelu Harriman.
Clinton sýndi henni þakklæti sitt
með því að skipa hana sendiherra í
Frakklandi árið 1992.
Pamela Churchill Harriman lést
af heilablóðfalli í París í febrúar síð-
astliðnum 76 ára að aldri en hafði í
hyggju að láta af sendiherraemb-
ætti í sumar. En hvernig sem allt
veltist lét þessi kona ekki deigan
síga og var alltaf staðföst í að ná
settu marki, en í þeim efnum var
hún hvorki hverful né auðunnin.
Eríingi að eignum hennar er einka-
sonurinn, Winston Churchill, fyrr-
verandi þingmaður breska íhalds-
flokksins.
Morgunblaðið/Golli
JÓN Sigurjónsson gullsmiður flutti bílinn, Rolls Royce Silver
Shadow Long Wheelbase Saloo'n, til landsins í haust og hefur
verið að dytta að honum síðan. Haim hyggst nota hann á
nokkuð sérstakan hátt í sumar, bjóða þeim sem kaupa
giftingarhring eða morgungjöf hjá Jóni & Óskari afnot af drossíunni
yfír brúðkaupsdaginn.
„Eg verð að fara að gifta mig,“ er það fyrsta sem mér dettur í hug
eftir að hafa sest í bílstjórasætið. Kannski það sé best að slá tvær flugur í einu höggi og svipast um eftir
kvonfangi á leiðinni. Nei, það er svo erfitt að hugsa um tvennt í einu.
Fyrir mann eins og undirritaðan, sem hefur nánast aðeins ekið japönskum bflum þau sex ár sem hann
hefur haft bflpróf, er eins og að keyra sófasett að sitja undir stýri Rolls Royce-bifreiðar. Þetta er alvöru
bfll, þéttur væri gott lýsingarorð. Krafturinn er yfirdrifinn, vélin er nærri 7 lítrar og þegar bifreiðin er
komin á siglingu er eins og maður fljóti áfram, tfminn stöðvist. Umhverfið hreyfist, maður sjálfur sitji
kyrr.
Bfllinn er 25 ára, árgerð ‘72 og ekinn ótrúlega lítið, aðeins 22 þúsund mflur. Því er Ijóst að hann hefur
staðið kyrr mánuðum og árum saman. „Það er ekki endilega æskilegt að hann standi óhreyfður, það
verður að hreyfa hann endrum og sinnum til að „halda honum í formi.“ Eg hef þurft að huga að ýmsum
smávægilegum vandamálum sem rekja má til lítillar notkunar," segir Jón.
Við svífum um Árbæinn líkt og í draumi. Hraðahindranir eru engar hindranir, bifreiðin lyftist varla.
Ekkert hljóð heyrist, nema dauft vegarhijóð. Gamla 8 rása segulbandstækið er á sínum stað og
útvarpstækið er milli sætanna. Bfllinn er afar léttur í stýri og lætur fullkomlega að stjórn.
Upp í hugann koma fræg ummæli Sir Henry Royce: „The quality will remain long after the price is
forgotten" eða „Verðið gleymist en gæðin ekki.“ Hann hafði lög að mæla gamli maðurinn.
Dreymalerð ttil Foroyar
-fyri mínna en teg hevðí droymt umt
Verð frá:
NDRRÆNA
FERÐASKRIFSTDFAN
Laugavegur 3, sfmi: 562 6362
Austfar ehf. Seyðisfirði, sími: 472 I I I I og umboðsmenn.
Börn yngri en 3 ára ferðast ókeypis.
*Verð á mann I vikuferð miðað við 4 I bíl. Gisting á farfuglaheimili innifalin.
Hættu að hugsa um Borneó, Mexíkó eða Ástralíu. Draumaferðin er
nær en þig grunar, hún liggur frá Seyðisfirði til Færeyja á bílnum þínum
með Norrænu. Þú kemst þangað ódýrt og Færeyjar koma þér
skemmtilega á óvart. Skelltu þér til Færeyja, þar bíður „dreymurinn".