Morgunblaðið - 14.06.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Morgunblaðið/Ásdís
Verðlækkun á íslensku grænmeti
Odýrara að kaupa
papriku á Islandi
en í Evrópu
segir Jón Asgeir Jóhannesson í Bónus
UNDANFARNA daga hefur verð á
ýmsu íslensku grænmeti lækkað
mikið og margir sem nýta hagstætt
verð og skella grænmetinu með á
grillið.
Græn paprika sem var á 659
krónur kílóið í Bónus fyrir fímm
vikum kostaði í gær 279 krónur
kílóið og tómatakílóið sem var á
498 krónur fyrir fimm vikum kost-
aði 159 krónur í Bónus í gær.
„Ég held að græna paprikan
geti ekki lækkað meira úr þessu
en tómatar eiga jafnvel eftir að
lækka enn frekar á næstunni", seg-
ir Jón Ásgeir Jóhannesson hjá Bón-
us. „Um þessar mundir er græn
íslensk paprika á mun lægra verði
en sambærileg erlend paprika í stór-
mörkuðum í Evrópu", segir hann.
Að sögn Aðalsteins Guðmunds-
sonar sölustjóra hjá Ágæti eru tóm-
atar að lækka mikið í verði þessa
dagana og kílóið segir hann víðast
vera á um 198 krónur. Framboðið
er að minnka af agúrkum og kílóið
af þeim á 280-300 krónur. „Græna
paprikan er að streyma inn og verð-
ið á henni hefur lækkað að undan-
fömu.“
Lituð paprika enn á háu verði
Þrátt fyrir að verð á íslensku
grænmeti lækki þessa dagana kost-
ar kílóið af litaðri papriku til dæm-
is 844 krónur í Hagkaup og 879
krónur í Nóatúni. Innflutnings-
verndin var lækkuð þann 21. maí
síðastliðinn um 125 krónur á kíló.
Að sögn Aðalsteins er erlenda papr-
ikan mjög dýr um þessar mundir
sem skýrir verðlagninguna að hluta
og hann bætir við að þrátt fyrir
lækkun sé magntollurinn enn 199
krónur og verðtollurinn 15%.
„Við fáum erlendu paprikuna líka
til landsins með flugi sem þýðir
mun hærra verð en ef hún væri
flutt til landsins með skipi. Við
freistum þess að taka lítið inn af
erlendri papriku núna því líklegt
er að innan viku anni íslenski mark-
aðurinn eftirspurn. Það er ekki eft-
irsóknarvert að sitja eftir með tölu-
vert magn af óseldri erlendri papr-
iku þegar sú íslenska kemur á
markaðinn", segir hann.
Auka álagningu í stað
verðlækkunar
„Eins og fram hefur komið lækk-
uðum við innflutningsvemdina og
það var gert vegna þess að framboð
var lítið og verðið hátt“, segir Ólaf-
ur Friðriksson deildarstjóri hjá
Landbúnaðarráðuneytinu. „Þessi
verðlækkun átti að koma neytend-
um til góða. Reyndin var greinilega
önnur og spuming hvort einstakir
aðilar hafi séð sér hag í að auka
álagninguna í stað þess að lækka
verðið."
Nýjar reglur um vöruheiti fyrir kjöt og kjötvörur
Hvað er kýrhakk
og hvað nautahakk?
Morgunblaðið/Ásdís
HEITIÐ nautalgöt má bara nota um ungnautakjöt.
SKINKUHEITIÐ verður t.d. bara notað yfir saltað
og ef til vill reykt svínakjöt
FJÖLDI skinkutegunda blasir við
þegar farið er út í búð. Hver er
munurinn og hvernig geta neytend-
úr vitað um gæði þeirrar skinku sem
þeir kaupa? Nýjar reglur um sam-
setningu og vöraheiti fyrir kjöt og
kjötvörur era að líta dagsins ljós
þessa dagana. Þessar reglur eiga
að auðvelda neytendum að velja t.d.
skinku eftir gæðum. Fram til þessa
hefur skinka fengið mismunandi
heiti hjá kjötiðnaðarmönnum og
starfsfólki matvælafyrirtækja. Til
er skólaskinka, sparnaðarskinka,
ódýr skinka, brauðskinka, kalkún-
askinka, lambaskinka og svo mætti
áfram telja. í nýútkomnu frétta-
blaði Hollustuverndar segir Jón
Gíslason forstöðumaður matvæla-
og heilbrigðissviðs Hollustuvemdar
að unnið sé að lokafrágangi reglna
sem eigi að tryggja að neytendur
fái betri upplýsingar um þær vörur
sem era á boðstólum en fram til
þessa hefur verið. Skinkuheitið má
til dæmis aðeins nota fyrir saltað
og ef til vill reykt svínakjöt. Settar
verða strangari reglur um merkingu
skinku sem inniheldur viðbætt vatn.
Magn vatns verður þá alla jafna
tilgreint í innihaldslýsingu með
vöruheitinu á þeim áleggsvörum
sem innihalda mest af viðbættu
vatni.
Ýmis önnur vöruheiti verða stöðluð
og samsetning vöra skilgreind. Þá
er ráðgert að bæta upplýsingar um
næringargildi. Jón segir að mark-
miðið sé ekki að banna vörur heldur
upplýsa neytendur um samsetningu
kjötvara sem þeir kaupa.
Nautakjöt má bara nota um
ungnautakjöt
Heitið nautakjöt má til dæmis
einungis nota fyrir ungnautakjöt.
Hakk sem inniheldur annað naut-
gripakjöt yrði þá kallað nautgripa-
hakk. Ef slík vara inniheldur t.d.
kýrkjöt yrði að tilgreina það sér-
staklega í innihaldslýsingu.
Jón segir að vegna aðildar ís-
lands að Evrópska efnahagssvæð-
inu verði að tilkynna fyrirætlanir
stjórnvalda um setningu þessara
reglna til EfTA og ESB. Hann seg-
ir að því liggi ekki fyrir hvort eða
að hve miklu leyti þessar reglur
muni gilda um innflutning kjötvara
en hann er enn mjög takmarkaður.
„Samtök iðnaðarins og íslenskur
kjötiðnaður eru fylgjandi því að
stuðlað verði að betri viðskiptahátt-
um og bættum upplýsingum til
neytenda með því að setja reglur
um kjöt og kjötvörur. Þeir ásamt
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
hafa átt stóran þát í að móta þær
tillögur að nýjum reglum sem nú
era á lokastigi.
Hvenær geta neytendur búist við
að þessar reglur taki gildi?
„Endanlegar tillögur munu liggja
fyrir á næstu vikum en ekki verður
mögulegt að setja reglugerðina fyrr
en í haust vegna tilkynninga til ESB
og EFTA. Vegna aðlögunartíma
getur síðan liðið nokkuð á næsta
ár áður en reglurnar verða að fullu
komnar í framkvæmd. Til þess tíma
verður unnið að gerð fræðsluefnis
þannig að neytendur verði betur
upplýstir um merkingu kjötvara og
geti nýtt þá þekkingu við matar-
kaup.“
Merkja á matvæli samkvæmt EES-reglum
Geymslu-
þol mat-
væla á að
koma fram
MATVÆLI á að merkja með
geymsluþoli samkvæmt þeim regl-
um sem Umhverfisráðuneytið hef-
ur tekið ákvörðun um að fram-
fylgja. í Evrópu og Bandaríkjunum
hafa menn nálgast þessi atriði með
mismunandi hætti og því hefur
ekki reynst mögulegt að samræma
kröfur um merkingar. Þetta kemur
fram í nýútkomnu fréttabréfí Holl-
ustuvemdar. Þar segir Jón Gísla-
son forstöðumaður matvæla- og
heilbrigðissviðs Hollustuvemdar
að ákveðið hafi verið að merkja
matvæli samkvæmt íslenskum
reglum sem hafa verið samræmdar
ESB-tilskipunum vegna samnings-
ins um Evrópska efnahagssvæðið.
Ákvörðun ráðuneytisins hefur verið
tilkynnt hagsmunaaðilum og eftir-
litsaðilum og eiga merkingar að
vera í samræmi við EES-reglur
ekki seinna en 1. október á þessu
ári.
Stefnt er að því að í lok ársins
verði aðeins dreift til sölu matvöra
sem er geymsluþolsmerkt og upp-
fyllir að öðru leyti íslenskar merk-
ingarreglur. Ekki er þó hægt að
útiloka að vara sem dreift hefur
verið fyrir þann tíma verði til sölu
fyrstu mánuði næsta árs.
Eftir þann tíma geta neytendur
látið Heilbrigðiseftilit síns sveit-
arfélags vita rekist þeir á vörur
sem ekki eru merktar með
geymsluþoli.
Jón segir að bæði Neytendasam-
tökin svo og Samtök iðnaðarins
hafi lagt áherslu á að EES-reglum
sé framfylgt en nokkuð hefur bor-
ið á óánægju innflytjenda vegna
kostnaðar við breytingar umbúða
eða álímingar vörumiða með rétt-
um upplýsingum.
Hann segir að þetta eigi sér-
staklega við um innflytjendur
matvæla frá Bandaríkjunum og
öðrum ríkjum utan EES. Hinsveg-
ar bendir hann á að nokkur þekkt
bandarísk vörumerki séu þegar
komin í íslenskar umbúðir með
fullnægjandi merkingum.
Nýtt
Superdrug hreinlætis-
og snyrtivörur
B. Magnússon hefur fengið umboð fyrir svokallað-
ar Superdrag hreinlætis- og snyrtivörur en það
eru breskar vörur sem fást víða í apótekum.
Morgunblaðið/Halldór
FJÖLSKYLDAN sem rekur Völustein, Þórhildur fram-
kvæmdastjóri, Magnús, Valgeir, Silja og Valgerður ásamt
Hildi Evu og Gunnari Inga.
Völusteinn í nýtt húsnæði
REKSTUR Völusteins hefur flutt
í Mörkina 1. Á sama stað era
einnig fyrirtækin Augasteinn og
Hausverk auglýsingastofa.
Verslunin Völusteinn hefur verið
stækkuð og stendur til að auka
úrval af vörum í kjölfar stækkun-
arinnar.