Morgunblaðið - 14.06.1997, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.06.1997, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÍSLENZK VELFERÐ LÍFSGÆÐIN eru mest í Kanada, Frakklandi, Noregi, Bandaríkjunum og á íslandi, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um framþróun i heiminum. Þar eru lagðar til grundvallar lífslíkur íbú- anna, meðaltekjur á mann og menntunarstig. Miðað er við tölur frá árinu 1994, en síðan hefur hagur okkar enn vænkazt. Það er fagnaðarefni að íslenzk hagsæld fer vaxandi hin síðari árin. Það er á hinn bóginn harmsefni, hve stór hluti mannkyns býr við hungurmörk. í skýrslu Samein- uðu þjóðanna segir að hungur sé hlutskipti um 800 millj- óna manna. Rúmur milljarður einstaklinga framfleytir sér á minna en sjötíu krónum íslenzkum á dag. Auðugri þjóðir heims þurfa að leggja sig betur fram, hér eftir en hingað til, við að hjálpa hinum verr stöddu til sjálfs- hjálpar. Tvennt er það sem öðru fremur hefur varðað veg ís- lendinga til betri tíðar. Þjóðarsáttarsamningar í febrúar 1990 gerðu okkur kleift að hemja verðbólgu og ná nauð- synlegum stöðugleika í atvinnu- og efnahagslífi. Á síð- ari árum hafa og verið stigin stór skref til aukins frjáls- ræðis og markaðsbúskapar. Árangur þessa hefur smám saman verið að skila sér í auknum þjóðartekjum, vax- andi kaupmætti og minnkandi atvinnuleysi. Hagvöxtur á árinu 1996 var 5,7%, sá mesti sem orðið hefur á þess- um áratug. Kaupmáttaraukning tveggja síðustu ára var um 8% - og horfur eru á því að kaupmáttur aukist um fimmtung á árabilinu 1995 til 2000. „Það þarf sterk bein til að þola góða daga.“ Mikið álag verður á íslenzku hagkerfi næstu misseri. Aðhalds er þörf til að sporna gegn því að verðbólgan fari á skrið i kjölfar nýrra kjarasamninga og ráðgerðra orku- og stóriðjuframkvæmda - og að viðskiptahalli aukist um of. Festa þarf að ríkja í ríkisfjármálum og auka verður á þjóðhagslegan sparnað. Það þarf þjóðarsátt um að festa batann í sessi til frambúðar. STUÐNINGUR VIÐ LANDBÚNAÐ STUÐNINGUR við landbúnað á íslandi hefur minnkað meira á síðastliðnum 10 árum, en að meðaltali í öðrum aðildarlöndum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD, samkvæmt skýrslu frá stofnuninni. Stuðningur við landbúnað er þó meiri hérlendis en að meðaltali í aðildarlöndum OECD. Fyrir nokkrum árum var stuðningurinn hér mestur, en nú eru íslendingar í fjórða sæti hvað varðar stuðning við landbúnað. Efnahags- og framfarastofnunin mælir gildi óbeinna skatta sem lagðir eru á neytendur með landbúnaðar- stefnu viðkomandi lands og þetta gildi breyttist milli áranna 1995 og 1996 úr -8 í 18%. Þetta þýðir sam- kvæmt frétt Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, að sú stefna, sem rekin er gagnvart sauðfjárrækt á íslandi í cag, er neytendum til hagsbóta. Gildið er reiknað þann- ig að miðað er við heimsmarkaðsverð á vörunni og mælir gildið, hvor kosturinn er hagstæðari. Stuðningur við landbúnað er mældur með öðru gildi, sem var 82% á árunum 1986 til 1988, en er kominn niður í 68% á árinu 1996. Lækkunin nemur 14 prósentustigum á meðan meðaltal aðildarlanda OECD lækkaði um 9%, úr 45 í 36%. Milli áranna 1995 og 1996 lækkaði íslenzka hlutfallið úr 74% í 68%. Aðalástæður lækkaðs stuðningsgildis við íslenzkan landbúnað er hækkun heimsmarkaðsverðs á svínakjöti og eggjum og hins vegar lækkun verðs á kindakjöti til framleiðenda. Skýrsluhöfundar geta þess, að íslendingar hafi náð góðum árangri með því að auka áhrif markaðs- afla, en stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að auka útflutn- ingsbætur í tengslum við sauðfjársamninginn frá 1995, þegar 250 milljónir voru veittar til þess að gera upp birgðavanda frá fyrri tíð. Það er vissulega ánægjulegt, þegar miðar í rétta átt. íslendingar eru ekki lengur í efsta sæti hvað varðar stuðn- ing við landbúnað, heldur hafa komizt niður í 4. sætið. Þróun þessara mála mætti þó vera nokkuð hraðari en raun ber vitni. Kaupþing hf. fær starfsleyfi sem fjárfestingarl: sm SKAPAR STERKARI STÖÐU ERLENDIS Starfsleyfið skapar betrí aðgang að gármagni og fólki erlendis um leið og lánskjörin batna. Kaupþing verður þó áfram í alhliða verðbréfaþjónustu á inn- lendum markaði. Kristinn Briem ræddi við Bjama Ármannsson, forstjóra, um þessa breytingu. BJARNI Ármai IÐSKIPTARÁÐHERRA hefur veitt Kaupþingi hf. starfsleyfi fjárfestingar- banka. Fyrirtækið hefur þó ekki í hyggju að hefja lánastarf- semi hér innanlands, heldur hefur starfsleyfið fyrst og fremst þýðingu gagnvart erlendum aðilum. Þannig opnast nú betri aðgangur að erlend- um lánsfjármörkuðum og fyrirtækið mun njóta þar töluvert hagstæðari kjara en áður. Jafnframt mun starfs- leyfið auðvelda félaginu að markaðs- setja verðbréfasjóði sína í Lúxemborg meðal erlendra fjárfesta. „Hugtakið fjárfestingarbanki hef- ur gríðarlega mismunandi merkingu í hinum ýmsu löndum," segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Kaupþings hf., þegar hann er spurður um nán- ari skilgreiningu á því. „Á Norður- löndum hefur skilgreiningin verið sú að þetta sé lánasjóður sem veitir lán til fjárfestinga. Engilsaxneska merkingin er hins vegar á þann veg að fjárfestingarbanki sé aðili í víð- tækri fjármálaþjónustu við fyrirtæki og stofnanafjárfesta. Slík stofnun útvegar fjármagn, hvort sem það er með sölu skuldabréfa, hlutabréfa eða víxla alls staðar á markaðnum, en er ekki sjálf lánveitandi. Þannig viljum við skilgreina Kaupþing.“ Nutum ekki viðurkenningar sem fullgildur aðili Bjarni bendir á í framhaldi af þessu að þó að verðbréfamarkaður- inn hér á landi sé ungur að árum hafi verðbréfafyrirtæki öðlast ákveðinn sess í hugum almennings, kannski einkum á allra síðustu árum. „Ef horft er til Norður-Evr- ópu, má greina ákveðna tvískipt- ingu fyrirtækja annarsvegar í verð- bréfamiðlara og hins vegar í önnur stærri fjármálafyrirtæki. Fólk hef- ur gjarnan þá tilfinningu gagnvart miðlurum að þar séu fáir menn saman á skrifstofu í leit að tækifær- um á markaðnum. Eftir að við hófum erlend við- skipti árið 1993 fundum við það fljót- lega að við nutum ekki viðurkenning- ar sem fullgildur aðili í verðbréfa- þjónustu, þrátt fyrir að við hefðum byggt upp eignastýringu, verðbréf- amiðlun til stofnanafjárfesta, ein- staklingsráðgjöf o.fl. Eftir því sem viðskiptin hafa aukist hefur orðið ennþá meira knýjandi að skilgreina fyrirtækið að nýju. Niðurstaða okkar varð sú að ef Kaupþing hf. ætlaði sér að starfa sem fjármálastofnun á alþjóðamarkaði væri það algjört frumskilyrði að fá starfsleyfi sem fjárfestingarbanki. Markmiðið er að skapa okkur miklu sterkari stöðu gagnvart erlendum viðskiptaaðilum, en við höfum núna.“ Allt þar til um síðustu áramót hafði Kaupþing ekki uppfyllt skil- yrði laga um eigið fé lánastofnana annarra en banka og sparisjóða. Þau gera ráð fyrir að eigið fé sé að lág- marki 425 milljónir. Eigið fé Kaup- þings var aukið á síðasta ári um 153 milljónir, en síðan varð rúmlega 121 milljónar króna hagnaður af fyrir- tækinu. í árslok var því eigið fé orðið rúmlega 493 milljónir sem gerði kleift að sækja um starfsleyfið. Stóraukinn aðgangur að fólki og fjármagni En hvaða þýðingu skyldi þá starfsleyfið hafa fyrir Kaupþing hf. almennt? „Nú fáum við stóraukinn aðgang bæði að fjármagni og fólki vegna þess að erlendir aðilar líta svo á að þeir séu í langtímasambandi við Kaupþing hf. Þetta auðveldar okkur erlend samskipti, sérstaklega á sviði gjaldeyrisviðskipta við stofnun svo- kallaðra „lánalína“. Þannig fáum við mun hagstæðari kjör heldur en við höfum átt kost á hér innanlands. Lánskjörin geta orðið 30-50 punkt- um hagstæðari en fengist hafa hér á landi og sparnaðurinn í vaxtagjöld- um skiptir því háum upphæðum. Allt þetta skilar sér samkvæmt okk- ar áætlunum í auknum alþjóðavið- skiptum og meiri hagnaði.“ En tæplega 500 milljóna eigið fé telst vart mikið á erlendum markaði og sú spurning vaknar hvort stærð- in setji fyrirtækinu ekki þröngar skorður erlendis. „Það er tvennt sem erlendir aðilar horfa á í þessu sambandi,“ segir Bjarni. „í fyrsta lagi óx eigið fé mjög mikið á síðasta ári eða yfir 100% og í öðru lagi erum við í eigu mjög sterkra aðila. Einnig erum við á markaði sem er í miklum vexti, en hagnaður okkar til að mynda 5,5-faIdaðist á síðasta ári og tekj- urnar tvöfölduðust.“ Þurfum að koma fram sem alvörufyrirtæki Starfsleyfið hefur jafnframt veru- lega þýðingu fyrir verðbréfasjóði fyrirtækisins í Lúxemborg. Tveir af sjóðunum, sem fjárfesta í íslenskum verðbréfum, verða sérstaklega markaðssettir meðal erlendra aðila, að því er fram kemur hjá Bjarna. „Ef við eigum að geta selt þá sjóði til erlendra sjóðastjórnenda, ein- staklinga og fyrirtækja þá þurfum við að koma fram sem alvöru fjár- málafyrirtæki," segir hann. „Þegar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.