Morgunblaðið - 14.06.1997, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAU GARDAGUR 14. JÚNÍ1997 29
)anki
ínsson, forstjóri Kaupþings hf.
við hefjum sölu á erlendu sjóðunum
til þessara aðila mun breytingin í
fjárfestingarbanka skila sér í auk-
inni sölu. Eignir sjóða okkar í Lúx-
emborg eru nú samtals um 3 millj-
arðar króna. Það sýnir e.t.v. stefnu
fyrirtækisins að í heild sinni eru
verðbréfasjóðir okkar nú um 10-11
milljarðar, en þar af er meira en
helmingur í erlendum fjárfestingum.
Á næstu árum sjáum við fyrir
okkur að langtímasparnaður muni
vaxa og færast úr hinum hefð-
bundna skuldabréfafarvegi, þar sem
um 90% eru í íslenskum ríkisskulda-
bréfum eða jafngildi þeirra, yfír í
miklu breiðari flóru. Þar munu er-
lend verðbréf og innlend hlutabréf
hafa miklu stærra hlutverki að
gegna en áður.“
Kemur lítið við starfsemina
innanlands
Útgáfa starfsleyfisins kemur mun
minna við starfsemina hér innan-
lands en erlendis, eins og fyrr segir.
Kaupþingi er nú heimilt að veita lán
í eigin nafni og afla sér í því sam-
bandi ijár með útgáfu og sölu á
skuldabréfum til almennings, en
engar fyrirætlanir eru hins vegar
um slíkt. Þá er félaginu nú til dæm-
is kleift að fjármagna hluta verð-
bréfakaupa viðskiptavina ótíma-
bundið.
„Við fjármögnum eingöngu verð-
bréfaviðskipti og fáum aukið svig-
rúm til þess. Kaupþing hf. verður
því eftir sem áður skilgreint sem
fyrirtæki í alhliða verðbréfaþjónustu
hér innanlands. Eignaraðilar okkar
og systurfélög annast langtímafjár-
mögnun og það er ekki markmiðið
að fara inn á þá braut,“ sagði Bjarni
Ármannsson að lokum.
Spá frá sjávarútvegsráðuneytinu um fjölda sóknardaga smábáta á næsta ári
Heimilt verður að róa 19
daga á næsta fiskveiðiári
SAMKVÆMT spá um fjölda
sóknardaga krókabáta
verður bátum í línu- og
handfærakerfi heimilt að
róa 19 daga á næsta fískveiðiári.
Krókabátar i handfærakerfi fá 32
daga. Þessa miklu fækkun má eink-
um rekja til mikils afla þessara báta
á yfirstandandi fiskveiðiári. Formað-
ur Landsambands smábátaeigenda
segir að enn eigi eftir að taka tillit
til margra þátta varðandi veiðarnar
og telur að skerðingin verði ekki
jafn mikil og spáin segir til um. í
sjávarútvegsráðuneytinu fást hins-
vegar þau svör að fiskveiðistjórnun
smábáta á næsta ári verði sam-
kvæmt gildandi lögum.
Breytingar á lögum um stjórn
fiskveiða krókabáta voru gerðar
vorið 1996. Höfuðatriði þeirra breyt-
inga var að hlutfallstengja fastar
heildarþorskaflaheimildir króka-
báta, 21.000 tonn, við þágildandi
heildarþorskafla, 155.000 tonn.
Þorskaflaheimildir krókabáta áttu
þannig að fara vaxandi umfram það
sem áður var ráðgert, með vaxandi
heildarþorskafla. Heimildirnar voru
ákveðnar 13,9% af heild í stað fastr-
ar tonnatölu áður. Nú er komið í
ljós að þetta samkomulag mun hafa
í för með sér um 41% hækkun veiði-
heimilda krókabáta í þorski á tveim-
ur fiskveiðiárum, úr 21.500 tonnum
fiskveiðiárið 1995-6, í 30.302 tonn
fiskveiðiárið 1997-8.
Hlutdeild einstakra krókabáta í
heildarþorskafla þeirra er byggð á
veiðireynslu þeirra tvö bestu árin
af þremur, almanaksárin 1992,
1993 og 1994. Eigendum krókabáta
gafst fyrir upphaf yfirstandandi
fiskveiðiárs kostur á að velja þá hlut-
deild sem einstaklingsbundið þorsk-
aflahámark og njóta frelsis í veiðum
á öðrum tegundum. Ennfremur var
heimilt að leggja veiðireynsluna í
sameiginlegan pott í öðrum af
tveimur aðgreindum hópum króka-
báta á dagatakmörkunum. Val
krókabáta á veiðikerfum þróaðist
þannig að meirihluti bátanna, með
um 82% af veiðireynslunni, valdi
þorskaflahámark. I sóknardags-
hópnum eru veiðiheimildir á hvem
bát mun minni að meðaltali, eða
innan við 10 lestir á bát í upphafi
yfirstandandi fiskveiðiárs.
Krókabátar í sóknardagakerfinu
fengu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár
úthlutað 84 sóknardögum, miðað við
veiðar með handfærum. Á tímbilinu
1. maí til 1. september reiknast
sóknardagurinn sem 1,9 sóknardag-
ar sé róið með línu, en sem 1,35
sóknardagar á tímabilinu 1. septem-
ber til 1. maí. Fjöldi sóknardaga á
næsta fiskveiðiári ræðst síðan af
heildarafla hvors hóp fyrir sig á
yfirstandandi fiskveiðiári og leyfi-
legum heildarþorskafla á næsta fisk-
veiðiári.
Margir sem ekki
hafa nýtt dagana
Krókabátar í línu- og handfæra-
kerfinu hafa nýtt 30,3% af sóknar-
dögum þessa fiskveið- ------------
iárs, eða 4.711 daga af
15.540 dögum alls.
Þorskafli þeirra hefur
hinsvegar farið 214%
umfram þann þorskafla
sem þeim er ætlaður. Handfærabát-
ar hafa nýtt 17,1% sóknardaganna,
4.177 daga af samtals 24.444 dög-
um, en farið 22% fram yfir viðmiðun.
Mjög misjafnt er hve marga daga
einstakir bátar hafa nýtt. Af þeim
169 línu- og handfærabátum sem
hafa veiðileyfi, höfðu 25 bátar ekki
farið til veiða 27. maí sl. Af 277
handfærabátum höfðu 49 ekki enn
farið til veiða.
Línu- og handfærabátum í sóknardagakerfí
verður heimilt að róa 19 daga á næsta
fískveiðiári, gangí eftir spá sjávarútvegs-
ráðuneytisins um fjölda sóknardaga.
Helgi Mar Arnason skoðaði spána og
ræddi við menn um framhald málsins.
Sóknardagabátar Línu- og handfæra- bátar Handfæra- bátar
Fjöldi báta 1. sep. '96 - | J 185 291
Fjöldi báta 27. maí '97 169 277
Þorskaflaheimild 96/97 1.836 2.554
Þorskafli frá 1. sep. '96 til 27. maí '97 5.767 3.117
Þorskafli sem hlutfall af þorskaflaheimild 314% 122%
Spá um fjölda sóknardaga fiskveiðiárið 1997/1998 Línu- og handfæra- bátar Handfæra- bátar
Fjöldi báta 27. maí'97 169 277
Þorskaflaheimild 96/97 1.836 2.554
Þorskaflaspá 96/97 10.321 8.317
Þorskaflaheimild 97/98 2.158 3.002
Fjöldi sóknardaga á fiskveiðiárinu 97/98 19 32
Þorskaflahámark
Fjöldi báta 1. sep. '96 ^ M 533
Fjöldi báta 27. maí'97 f? 413
Þorskaflahámark 96/97 |K f 20.964
Þorskaflahámark hver bátur, meðalt. 96/97X\ ' * . 7 39
Þorskaflahámark 97/98 24.642
Þorskaflahámark hver bátur, meðalt. 96/97 60
MJÖG er misjafnt hversu marga sóknardaga einstakir bátar hafa nýtt.
Afli mun
meiri en allir
bjuggust við
í spá um fjölda sóknardaga á
næsta fiskveiðiári, sem gerð er af
sjávarútvegráðuneytinu, miðað við
að fjöldi báta í hvoru veiðikerfi verði
sá sem hann er í dag. Áætlaður
þorskafli fyrir tímabilið 28. maí til
31. ágúst á þessu ári er fenginn
með því að reikna aukningu þorsk-
afla þeirra báta sem hafa veiðileyfi
27. maí 1997, milli tímabilsins 1.
september 1995 til 27 maí 1996 og
tímabilsins 1. september 1996 til
27. maí 1997. Reiknað er með að
afli bátanna aukist jafn mikið milli
________ tímabilsins 28. maí 1996
til 31. ágúst 1996 og
tímabilsins 28. maí 1997
til 31. ágúst 1997.
Þorskafli línu- og
handfærabátanna 169
hefur aukist um 75,6% milli fiskveiði-
ára en þorskafli handfærabáta hefur
aukist um 53,3% milli fískveiðiára,
séu borið saman tímabilin 1. septem-
ber 1995 til 27. maí 1996 og 1. sept-
ember 1996 til 27. maí 1997.
Fáir hafa úrelt
Það þykir því ljóst að við blasir
verulega fækkun veiðidaga hjá
sóknardagabátum á næsta fiskveiði-
ári. Spáin er reyndar í samræmi við
eldri spár um þróunina í sóknar-
dagakerfinu og með hliðsjón af þeim
var lögum um Þróunarsjóð sjávarút-
vegsins breytt þannig að tilboð um
úreldingu var framlengt til 1. júlí
nk. Er það gert til að koma til móts
við þann fjárhagsvanda sem blasir
við mörgum eigendum sóknardaga-
báta vegna fækkunar veiðidaga.
Samkvæmt tilboðinu eru greidd 80%
af markaðsverði báts gegn afsali
leyfis til veiða í atvinnuskyni og
afsali endurnýjunarréttar, en eig-
endur halda bátum sín- _________
um til annarra nota. Nú
hafa 9 línu- og hand-
færabátar og 13 hand-
færabátar verið úreltir
með styrk frá Þróun-
arsjóði. Vegna endumýjunar króka-
báta hafa komið inn 2 nýir línu- og
handfærabátar og 4 nýir handfæra-
bátar, en 9 línu- og handfærabátar
og 5 handfærabátar hafa afsalað
sér krókaleyfi á móti.
Menn hafa ekki
aðra atvinnu
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda,
segir að ekki hafi verið gengið end-
anlega frá málinu í viðræðum við
sjávarútvegsráðuneytið á sínum
tíma. Ekki hafi náðst að setja
ákveðinn lámarksfjölda sóknardaga
svo öllum yrðu tryggð viðunandi
starfsskilyrði. Hann segir að ennþá '
sé margt sem ekki hafi verið tekið
tillit til í umræðunni. „Það var
gengið út frá því í ráðuneytinu á
sínum tíma að bátum myndi fækka
um nokkur hundruð og þannig
rýmkast um fyrir þá sem eftir yrðu.
Enginn gerði hinsvegar ráð fyrir
að afli yrði jafn óhemju mikill og
hann hefur verið á þessu ári. Bátum
hefur ekki fækkað meðal annars
vegna þess að menn áttuðu sig á
því að þegar þeir ætluðu að úrelda
var enga atvinnu að fá í þjóðfélag-
inu. Spá stjórnvalda um aukna at-
vinnu hefur ekki gengið eftir, at-
vinnuleysi er ennþá yfir 4%. Um
leið og menn úrelda og þiggja
greiðslur frá Þróunarsjóði fyrir
veiðiréttinn, þá eru þeir búnir að
afsala sér atvinnunni. Þess vegna
hafa menn verið hikandi, því þó
menn hafi ekki atvinnu af því að
róa 19 daga á ári, hafa þeir heldur
ekki efni á að afsala sér atvinn-
unni,“ segir Örn.
Umhverfisvænar
veiðar
Örn segir umræðu um umhverfis-
vænar veiðar aldrei verið jafn mikla '•i
og nú. Það skjóti því skökku við að
fækka þeim bátum sem stundi hvað
mest vistvænar veiðar. „Þegar
greinileg aukning er í þorskveiðum
teljum við að skapast ætti svigrúm
í lögum á þann hátt að þessum bát-
um sé tryggður lámarksfjöldi daga.
Það má líta á það hvað þessi veiði-
skapur er mun vistvænni en til dæm-
is botntroll. Trollið veiðir mun meira
heldur er nokkumtímann er landað.
Öllu því sem krókabátar veiða er
landað. Ennfremur er ekkert brott-
kast á fiski, kerfið er þannig. Það
er umtalað að tugum þúsunda tonna
af þorski sé hent í öðrum kerfum,“
segir Örn.
Órn segist reikna með að teknar
verði upp viðræður við sjávarútvegs-
ráðuneytið um þessi rriál síðla sum-
ars.
Hækkun heildarveiði-
heimilda útilokuð
Ari Edwald, aðstoðarmaður sjáv-
arútvegsráðherra, leggur áherslu á
að hér sé aðeins um spá að ræða.
Endanlega tala liggi ekki fyrir fyrr
en að afloknu þessu fiskveiðiári.
„Það blasir hinsvegar við að gild-
andi stjórnun krókabáta mun fara
eftir lögum. Ef tryggja ætti króka-
bátum á sóknardögum 60 daga, með
því að hækka veiðiheimildina til
þeirra, höfum við reiknað út hluL'
deild krókabáta í þorskafla þyrfti
að hækka úr 13,9% í 30%. Það blas-
ir því ekki við að það sé gerlegt að
útvega öllum sem hafa fjárfest í
krókabát nægilegar veiðiheimildir.
Það lá fyrir þegar samkomulag var
__________ gert um framtíð þessara
mála. Miðað við þær
umræður sem fóru fram
um þessi mál síðasta vor
á Alþingi tel ég að útlok-
að sé að heildarveiði-
verði hækkuð. Þessi hlut-
Lítið verið
úrelt af
krókabátum
heimild
fallstenging hefur fært krókabáturi?
41% hærri aflaheimild á tveimur
árum. Það hefur alltaf legið fyrir
að fjárfesting í krókabátum á und-
anfömum árum á sér ekki rekstrar-
grundvöll og menn verða að horfast
í augu við það. Alþingi er að þvf
fyrir sitt leyti með því að fram-
lengja umsóknarfresti um úrelding-^
arstyrk," segir Ari.