Morgunblaðið - 14.06.1997, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
því er, hvort hún er úti, eða sjálf-
sagt er það bara tekið inn á dælu
og út, en ég varð alla vega ekki
var við neinn leka inní vélarrúm
frá því. KG: Hafði nokkuð verið
dælt úr þessu stafnhylki síðustu
daga? HRG: Nei, ég hef ekkert
átt við það.“
Þarna kemur berlega fram að
þekking vélstjóra á búnaði skipsins
í þessari síðustu veiðiferð þess
verður að teljast langt frá því að
vera viðunandi. Þarna er auðvitað
kannski hvað helst við útgerð
skipsins að sakast að ráða ekki
reynda menn. Enda hafði skipinu
iðulega verið róið í mun verri veð-
rum en-var þennan dag.
Aðdróttanir og dylgjur
Guðmundar eru
slíkar, segir Rúnar
Garðarsson, að
undir þeim verður
ekki setið.
Það er alrangt hjá Guðmundi
að ég hafi ekki tíundað kosti og
galla skipsins við þá sem tóku við
því af mér. Það sem gerist er það
að skipt er um alla áhöfn skipsins
einhveijum vikum fyrir slysið,
Iöngu eftir að ég hætti þar um
borð. Hin nýja áhöfn samanstóð
að stórum hluta af óvönum mönn-
um sem lítt eða ekkert þekktu til
skipsins. Það væri nær fyrir Guð-
mund að grafa upp hversvegna
skipt var um áhöfn og reynslunni
kastað á glæ heldur en að vera
að fúkyrðast við mig. Mér er þó
kunnugt um að Róbert vélstjóri
hafði lagt ríka áherslu á mikilvægi
þess við Hjört Rúnar að hafa oiíu
í framtönkum skipsins og gæta
sérlega vel að því að dæla í stafn-
hylki ef einhverra hluta vegna
þyrfti að brenna olíu af framtönk-
unum, sem og að nota stafnhylkið
til að „trimma" skipið af eftir þörf-
um. í grein Guðmundar koma fram
mjög alvarlegar aðdróttanir í minn
garð þar sem hann dylgjar með
það að mér hafi verið sama þó öll
áhöfnin hefði farist þarna og vill
fá að vita hvaða hvatir liggi að
baki hjá mér. Við lestur sem þenn-
an verður manni orðs vant lengi á
eftir.
Þetta eru slíkar aðdróttanir og
dylgjur að undir þeim verður ekki
setið og er langur vegur þar frá
að ég hafí sagt mitt síðasta orð
vegna þessa. Það eru mér mikil
vonbrigði að Morgunblaðið skuli
birta slíkan óhróður. En það get
ég sagt Guðmundi að mér er ekki
sama um það hvort fólk ferst eða
yfir höfuð lendir í slysum eða sköð-
um. Þar gildir einu hvort fólk er
ungt eða gamalt, frá fjölmennum
stöðum eða fámennum.
Ég get líka sagt Guðmundi að
ég hef aldrei skorast undan því að
mæta hjá viðkomandi stofnunum
eða yfirvöldum sem fara með rann-
sókn sjóslysa. En einhverra ,'hluta
vegna hafa viðkomandi yfirvöld
ekki séð ástæðu til þess að leita
til mín eða Róberts fyrrum yfírvél-
stjóra vegna þessa máls. Hvað svo
sem ræður því.
Að lokum skil ég ekki alveg
fullkomlega hvað snjóflóðið á
Flateyri árinu áður kemur þessu
máli við, mér virðist svona við
fyrstu sýn að þetta séu tvö al-
gjörlega aðskilin mál. Það hefði
eins verið hægt að draga ill örlög
refabænda í landinu inn í málið.
í fyrirsögn greinar sinnar spyr
Guðmundur hvort menn geti sagt
hvað sem er. Því miður Guðmund-
ur eftir lestur þessara ritsmíða
þinna sýnist mér að menn séu
þegar farnir að segja hvað sem
er. Þú ættir að hafa það í huga
næst þegar þú steðjar fram ritvöll-
inn.
Höfundur er fv. skipstjóri Æsu ÍS
84 frá Flateyri.
_________________________LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 33
SKOÐUIM
FRÁ LEIKHÚSITIL
VEITINGAHÚSS
INGIBJÖRG Sólrún
Gísladóttir, borgar-
stjóri, er iðin við að
skreyta sig með fjöðr-
um annarra. Það er
kannski eðlilegt, ann-
ars yrði pólitísk nekt
hennar öllum ljós. Nú
síðast ritar hún grein
í Mbl. sl. miðvikudag
4. júní og reynir að
eigna sér endurreisn
Iðnó. Það er ijarri öllu
sanni, - það veit hún
einnig manna bezt.
Þegar Borgarleik-
húsið var tekið í notk-
un haustið 1989, fór
Leikfélag Reykjavíkur
úr Iðnó. Þáverandi eigandi, Alþýðu-
húsfélag Reykjavíkur h/f, reyndi í
framhaldi af því að selja húsið.
Ýmsar hugmyndir voru settar fram
um framtíðarhlutverk þess. Þó
gerðist ekkert fyrr en í marz-apríl
1992. Þá yfirtóku Verkamannafé-
lagið Dagsbrún, Verkakvennafélag-
ið Framsókn og Sjómannafélag
Reykjavíkur Iðnó, og gerðu svo
samkomulag við Reykjavíkurborg
um að endurbyggja þetta gamla
hús. Þau, sem þar komu aðallega
við sögu, voru: Guðmundur J. Guð-
mundsson, form. Dagsbrúnar, Guð-
mundur Hallvarðsson, form. Sjó-
mannafélags Reykjavíkur, Guðrún
Alfreðsdóttir, form. Félags ísl. leik-
ara, Óttar Yngvason hrl., form.
Alþýðuhúsfélags Reykjavíkur h/f,
Sigurður Rúnar Magnússon, stjóm-
armaður í Dagsbrún, Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og
Markús Örn Antonsson, borgar-
stjóri. Þá kom ég einnig að þessu
máli. Endurbygging Iðnó var eina
samþykktin, sem gerð var í borgar-
stjórn á vígsludegi Ráðhússins 14.
apríl 1992.
I endurbyggingamefnd Iðnó voru
skipaðir Hjörleifur Kvaran, núv.
borgarlögmaður, af hálfu borgar-
stjóra. Guðmundur J. Guðmunds-
son, þáv. formaður Dagsbrúnar, var
fulltrúi eigenda, en ég var tilnefnd-
ur af beggja hálfu sem formaður.
Arkitekt hússins var Ingimundur
Sveinsson, en Þorsteinn Gunnars-
son, arkitekt og leikari, var sérlegur
ráðunautur um endurbygginguna.
Fundur var haldinn með Félagi ís-
lenzkra leikara og tillögur kynntar
og komu þar fram margar ágætar
ábendingar, sem tekið var tillit til.
Af hálfu borgarinnar sá bygging-
ardeild hennar um framkvæmdir,
fyrst undir stjóm Magnúsar Sædals
Svavarssonar, núv. byggingarfull-
trúa, en síðar undir forustu Guð-
mundar Pálma Kristinssonar, núv.
forstöðumanns byggingardeildar.
ístak h/f sá um verklegar fram-
kvæmdir, fyrst skv. útboði. Aldrei
varð ágreiningur í nefndinni um
framkvæmdir og aldrei varð ágrein-
ingur við borgaryfirvöld, og aldrei
við borgarstjóra, hvorki Markús
Öm Antonsson, Árna Sigfússon né
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. All-
ar framkvæmdir voru unnar í sam-
ráði við húsafriðunarnefnd og með
samþykki hennar. Einu sinni varð
smá ágreiningur um það, hvort
gluggar í húsinu ættu að vera með
einföldu eða tvöföldu gleri. Sá
ágreiningur leystist farsællega, svo
að báðir gátu vel við unað. Er tvö-
falt gler í gluggum hússins nema
í átta gluggum á norðurhlið þess.
Árbæjarsafni var að sjálfsögðu
gerð grein fyrir því, hvað stæði
fyrir dymm. Safnið gat lítið sinnt
eftirliti, en byggingarsaga hússins
var skráð eins og hægt var, eftir
því sem hún kom í ljós.
M.a. fannst þarna
gamalt kröfuspjald,
líklega frá þingrofinu,
þar sem segir: Niður
með konungsvaldið!
Hið dökka gler
Rétt er að taka
fram, að full samstaða
var um glerskálann
fræga. Húsafriðunar-
nefnd samþykkti hann,
og það vora engar at-
hugasemdir gerðar,
hvorki í byggingar-
nefnd né borgarráði,
en þar sátu þá Guðrún
Ágústsdóttir og Sigrún
Magnúsdóttir. Það er rétt hjá borg-
arstjóra, að glerið varð dekkra en
arkitekt og nefndin hafði viljað.
Þegar ég sá hið dökka gler, hafði
ég strax samband við borgarstjóra,
sem þá var orðin Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, og var það skoðun
hennar, að ekki væri nein ástæða
til þess að ijúka upp til handa og
fóta. Réttara væri að bíða og sjá
til. Skildi ég og nefndin öll hana
svo, að rétt væri að láta glerskálann
standa, þar til endurbyggingu húss-
ins yrði lokið. Var það líka skyn-
samlegt, því að þá fyrst var hægt
að meta, hvort skipta þyrfti um
gler, en allir vora þá sammála um
nauðsyn hans og framtíðamot.
Nú er búið að rífa brott glerskál-
ann. Ástæðap fyrir byggingu hans
var einföld. Á suðurhlið hússins eru
þrír langir bogagluggar og era neðri
hlutar þeirra jafnframt opnanlegir.
Nauðsynlegt er að hafa þessa
glugga opnanlega vegna brana-
vama. Nauðsynlegt var að hljóðein-
angra þennan hluta hússins vel, til
þess að gera húsið betra til þess að
flytja leik og hljómlist. Meginástæð-
umar fyrir tvöföldu gleri í gluggum
vora m.a. betri hljóðeinangran. Þá
era þessir stóra gluggar viðkvæmir
fyrir hnjaski, ekki sízt, ef einfalt
þunnt rúðugler er haft í þeim, eins
og húsafriðunamefnd vildi, og hægt
var vegna glerhússins. Nú verður
það ekki hægt. Og síðast en ekki
sízt þarf að veija þá fyrir votvið-
risáttunum. Er rétt að benda á, að
árið 1930 var byggður steinkum-
baldi við Iðnó, sem hýsti fatageymsl-
ur og miðasölu. Það var gert vegna
þess, að pláss vantaði til þess að
hljóðeinangra, og til þess að veijast
land- og útsynningnum. Sú bygging
var ekki rifin fyrr en 1993. Þeir
menn era komnir á áttræðisaldur,
sem muna Iðnó með gömlu gluggun-
um sínum, eins og það lítur út núna.
En jafnframt þessu höfðu menn
í huga, að hægt yrði að njóta útsýn-
isins við Tjörnina frá Iðnó, og var
hugmyndin sú, að glerskálinn yrði
notaður sem veitingaskáli í tengsl-
um við útiveitingar, eins og hjá
Cafe París, og eins var hægt að
nota hann í tengslum við aðalsal
Iðnó, bæði til þess að stækka aðal-
sal og nota í hléum. Ég er þeirrar
skoðunar, að það hafi verið mikil
mistök að rífa glerskálann. Það mun
sýna sig, að hans var vissulega
þörf. Og hann verður endurreistur
í einhverri mynd. En með misjöfnu
móti tjá menn skapferli sitt. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir hefur látið
rífa niður mynd af síra Bjarna Jóns-
syni í Ráðhúsinu og mynd af Bjama
Benediktssyni úr Höfða. Hví skyldi
lítill glerskáli standast ofsa hennar?
Nýting hússins alltaf ljós
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir seg-
ir, að aldrei „hafi verið gerðar nein-
Ég tók menningarhlut-
verk hússins fram yfír
veitingahlutverk þess,
segir Haraldur Blön-
dal. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir er á önd-
verðri skoðun.
ar áætlanir um nýtingu hússins í
tíð fyrrverandi meirihluta.“ Þetta
er rangt og það veit borgarstjóri
vel. Það hefur frá upphafi verið
ljóst, til hvers átti að nota húsið.
Húsið var á sínum tíma reist sem
samkomuhús. Svonefndum Kúlissu-
sjóði var eytt í húsið, og því má
segja, að kvöð sé á húsinu, að þar
sé leikhús. Það var alltaf ætlun
þeirra, sem stóðu að samkomulag-
inu frá 14. apríl 1992, að húsið
yrði endurgert til þess að nota það
sem samkomuhús. Mér sýnist, að
„nýjar hugmyndir“ borgarstjóra séu
nákvæmlega þær sömu og nefndar-
innar, að öðru leyti en því, að borg-
arstjóri ætlar veitingastarfsemi
meiri hlut en skynsamlegt er.
Borgarstjóri veit, að Bandalag
íslenzkra listamanna sendi ítarlegar
og skynsamlegar tillögur um not
hússins, og þessar tillögur voru vit-
anlega hafðar til hliðsjónar. Borgar-
stjóri veit einnig, að þegar hús er
byggt eða endurbyggt, er það ævin-
lega gert með hliðsjón af væntan-
legu hlutverki þess. Ég útskýrði
fyrir borgarstjóra þessar hugmynd-
ir á eina fundinum, sem ég átti
með henni um málefni Iðnó. Þar
sagði ég, að nefndin væri þeirrar
skoðunar, að húsið myndi fyrst og
fremst verða leikhús, ekki sízt
vegna sögu þess. En húsið væri
einnig vel fallið til tónleikahalds og
bókmenntaviðburða. Þar mætti
halda smærri fundi og aðrar slíkar
samkomur, jafnvel árshátíðir og
dansleiki. Hins vegar var nefndin
þeirrar skoðunar, að daglegur veit-
ingarekstur færi illa saman við
þetta hlutverk hússins. Leiðir það
m.a. af því, að lítil verkrými era í
húsinu til annars en að „þjóna lista-
gyðjunni". Ef setja á veitingaeldhús
í húsið, kemur það niður á annarri
starfsemi í húsinu. Ég tók menning-
arhlutverk hússins fram yfir veit-
ingahlutverk þess. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir er á öndverðri skoðun.
Ég tel, að auðvelt hefði verið að
nýta húsið með því að leigja það
út til einstakra viðburða, og slík
starfsemi er ekki mannfrek. Ég
hefi aldrei haft áhyggur af því, að
eftirspumin yrði ekki nóg.
Endurbygging ætíð dýr
Menn vissu, að Iðnó var ekki í
góðu ásigkomulagi, en ástand húss-
ins reyndist mun verra en ætlað
var. Húsið var í verra en fokheldu
ástandi, enda lítið verið haldið við,
m.a. höfðu raflagnir aldrei verið
jarðtengdar. Mun ódýrara hefði
verið að rífa það og byggja það upp
frá granni.
Borgarstjóri býsnast nokkuð yfir
því, að „kostnaðaráætlun" frá 1992
hafí hljóðað upp á 107 millj. kr. en
hafi hækkað án skýringa í 184
millj. kr. árið 1994. Það er marg-
búið að gefa skýringar á þessu.
Jafnframt er rétt að taka enn einu
sinni fram, að þegar hugmyndir
nefndarinnar vora kynntar í borgar-
ráði 1992, tók ég sérstaklega fram,
að hér væri ekki um áætlun að
Haraldur
Blöndal
ræða, heldur lauslega kostnaðar-
hugmynd. Útilokað væri að segja
til um endanlegan kostnað fyrr en
búið væri að sjá raunveralegt
ástand hússins. Þetta veit Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir ákaflega vel. Hún
veit líka, að starfsmenn byggingar-
deildar, sem gerðu áætlanirnar, eru
samvizkusamir og hafa engan
áhuga á að ljúga til um tölur.
Staðreyndin er nefnilega sú, að
þegar verið er að gera upp gömul
hús, er fjarska erfitt að segja til
um, hvaða viðgerðir þarf að gera.
Það er dýrt að gera upp gömul
hús. Það sanna þau dæmi, sem
þekkt era: Viðgerðin á Bessastöð-
um, viðgerðin á Ráðherrabústaðn-
um, viðgerðin á Þjóðleikhúsinu og
endurbyggingin í Viðey. Reykjavík-
urborg hefur ætíð hingað til staðið
myndarlega að því, þegar hún end-
urgerir hús, en ekki klastrað saman
hlutunum, eins og nú er ætlunin
að gera. Nefndin hafði fyrirmæli
um að koma húsinu í það horf, sem
næst var hinu upphaflega. Húsa-
friðunarnefnd lagði á það áherzlu,
að reynt yrði að nýta sem mest þá
fornu viði, sem voru í húsinu og
laga frekar en láta nýtt koma fyrir
gamalt.
Eitt af því, sem ákveðið var að
gera, var að færa stiga hússins á
upphaflegan stað og láta inngang
hússins vera frá norðurhlið húss-
ins. Þar átti síðan að vera miða-
sala og fatahengi. Ákveðið var, að
gólf aðalsalar yrði lyftanlegt að
hluta, svo að salurinn nýttist betur
til leiksýninga. Þá var ákveðið að
setja lyftu fremst við sviðið til þess
að auðveldara væri að nota kjallara
undir sviðinu sem geymslu, en
búningsaðstöðu leikara átti að
færa upp á loft. Gert var ráð fyrir
brunakerfi í húsinu. Gert var ráð
fyrir fullkomnum sviðs- og ljósa-
búnaði með hljóðkerfi. Allt er þetta
dýrt, en allt nauðsynlegt. Gert var
ráð fyrir að mála sali hússins sem
næst því, sem þeir voru upphaf-
lega. Slík vinna er nostursvinna
og dýrari en þegar farið er með
rúllu og vatnsmálningu á steyptan
vegg. Mér skilst, að hætt verði við
flest af þessu. Fyrir bragðið verður
húsið verr fallið til menningarstarf-
semi. í staðinn verður veitt fé í
veitingaaðstöðu. Búið er að snúa
öllum tillögum nefndarinnar við til
þess að fella hlutverk hússins að
veitingarekstri, og jafnframt hefur
verið ákveðið að kosta eins litlu til
endurbótanna og hægt er, nema í
þóknanir til nýs arkitekts og laun
handa formanni nefndarinnar.
Gamla nefndin tók ekki þóknun
fyrir störf sín.
Skrítnar afmælisgjafir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, þoldi ekki, að sjálf-
stæðismaður skipaði formannssæti
í endurbyggingamefnd Iðnó. Hún
hefur marglýst því yfir, að hún
hafi ekkert haft að athuga við störf
mín eða byggingarnefndarinnar.
Hún hefur jafnframt lýst því yfir,
að hún hafi neitað að tala við nefnd-
ina S formannstíð minni, þótt óskað
væri eftir, þar sem hún sá ekki
ástæðu til þess. Hún hafði hins
vegar aldrei kjark til að óska eftir
því við mig, að ég léti af störfum.
Hún spurði mig á þessum eina fundi
okkar, hvernig við gætum unnið
saman. Ég sagði henni, að ég hefði
ekki áhyggjur af því. Felldi hún þá
talið.
Ég veit, að hún margreyndi að
fá Guðmund J. Guðmundsson til
þess að samþykkja að setja mig út.
Þegar því var hafnað, kom hún því
til leiðar, að Guðmundi var sparkað
úr nefndinni. Það var hennar sjö-
tugsafmælisgjöf til hans. Afleiðing-
in af pólitísku ofstæki hennar er,
að vinna við endurbyggingu Iðnó
stöðvaðist í nærri þrjú ár. Nú hefur
hún vaknað upp við vondan draum
á hundrað ára afmæli Leikfélags
Reykjavíkur, en hún hljóp í fússi
út úr afmælisveizlunni, og reynir
að bjarga sér með því að gera Iðnó
að veitingahúsi.
Verði henni að góðu.
Höfundur varformaður
endiurbyggingarnefndar Iðnó.