Morgunblaðið - 14.06.1997, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997 35
JAKOBINA
GUÐRÍÐUR
JAKOBSDÓTTIR
+ Jakobína Guð-
ríður Jakobs-
dóttir fæddist í Vík
í Mýrdal 8. ágúst
1910. Hún lést í
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Isafirði 4.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Jakob
Björnsson trésmið-
ur, f. 14. ágúst 1864,
drukknaði 26. maí
1910, og Guðríður
Pétursdóttir, f. 14.
júní 1863, d. 12.
nóvember 1923.
Þau hjónin bjuggu í Vík í Mýr-
dal og eignuðust alls tíu börn
sem öll eru látin. Elstur var
Björn, f. 1893, sjómaður í Vest-
mannaeyjum, Eyjólfur Þórar-
inn, f. 1895, dó í bernsku, Sæ-
mundur, f. 1896, drukknaði
1920, Pétur bóndi á Rauðhálsi
í Mýrdal, f. 1897, Eyjólfur Þór-
arinn, smiður i Reykjavík, f.
1899, Kári, f. 1901, drukknaði
ásamt Sæmundi bróður sínum
1920, Magnús Þorbergur, smið-
ur í Vestmannaeyjum, f. 1903,
Halldóra, f. 1905, dó í frum-
bemsku, og Ólöf Guðfinna,
saumakona í Reykjavík, f. 1908,
d. 1995.
Hinn 16. júní 1934 giftist
Jakobína Sigursteini Þorsteini,
f. 9. október 1901, d. 5. janúar
1988. Foreldar hans vora Þor-
steinn Jónsson f. 15. október
1868 d. 29. september 1948, og
kona hans Sigríður Jónsdóttir,
f. 16. febrúar 1878, d. 4. desem-
ber 1911. Þau bjuggu á Búr-
felli í Hálsasveit allt til ársins
1973, þegar þau fluttu til Flat-
eyrar þar sem þau bjuggu til
æviloka.
Jakobina og Sigursteinn
eignuðust þijú börn. Þau era:
1) Sigríður, f. 3. mars 1936,
umboðsmaður á Flateyri, eklq'a
Jóns Trausta Siguijónssonar
sjómanns og verslunarstjóra.
Þeirra böra eru: I. Reynir,
blaðamaður á DV, f. 18. nóvem-
ber 1953, kona hans er Hall-
dóra Jónsdóttir og eiga þau
fimm börn, sem eru: Róbert,
sjómaður, f. 26. júlí
1974; Hrefna Sig-
ríður, f. 27. septem-
ber 1977, hennar
sambýlismaður er
Þórður Ólason; Jón
Trausti, f. 11. apríl
1980, nemi; Símon
Örn, f. 4. apríl
1988; Harpa Mjöll,
f. 31. október 1996.
II. Halldór, vél-
stjóri, f. 6. septem-
ber 1959. III. Björn
Jakob, f. 22. febr-
úar 1961, d. 25. maí
1961. IV. Þor-
steinn, starfsmaður á Hjól-
barðaverkstæði ísafjarðar, f.
18. júní 1962, sambýliskona
hans er Jóna Símonía Bjaraa-
dóttir sagnfræðingur. V. Þórir,
nemi og sjómaður, f. 2. desem-
ber 1977. 2) Ólöf Guðríður, f.
29. mars 1939, húsmóðir á
Akranesi. Maður hennar er Sig-
urður Magnússon bílsljóri.
Böra þeirra era I. Jón rafvirki,
f. 11. maí 1957, sambýliskona
hans er Brynhildur Magnús-
dóttir jarðfræðingur; II. Jakob
Sævar, bílstjóri f. 4. október
1968; III. Magnús Hersteinn,
málmiðnaðarmaður, f. 1. sept-
ember 1970. Eiginkona hans er
Aðalheiður Anna Einarsdóttir.
3) Þorsteinn, bóndi á Búrfelli,
f. 18. september 1950, kvæntur
Kolfinnu Þórarinsdóttur. Þau
eiga fimm böra sem eru: I. Sig-
ursteinn, f. 24. mars 1973; II.
Þórunn Sigríður, f. 24. mars
1973, sambýlismaður hennar er
Baldur Reynir Hauksson sjó-
maður og eiga þau tvö böra,
Kolfinnu Jónu, f. 15. ágúst
1993, og Atla Reyni, f. 12. febr-
úar 1996; III. Lára Guðbjörg,
f. 16. júní 1975, hún á eitt barn,
Særúnu Ösp, f. 13. febrúar
1994; IV. Guðni Már, verkamað-
ur, f. 3. júní 1979, sambýliskona
hans er Kolbrún Ósk Pálsdótt-
ir; V. Jóhanna Kristín, f. 9. febr-
úar 1983.
Utför Jakobínu fer fram frá
Reykholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Þeir eru fáir sem búa yfir sama
glaðlyndi og góðmennsku og ein-
kenndi Jakobínu Guðríði Jakobs-
dóttur. Það er engum orðum aukið
þó sagt sé að hún hafi ekki lagt
illt til nokkurs manns. Hún eignað-
ist á lífsleiðinni trausta vini hvort
sem var vestur á Flateyri, þar sem
hún bjó síðustu 23 ár ævi sinnar,
eða í Borgarfirðinum þar sem hún
eyddi stærstum hluta ævinnar
ásamt eiginmanni sínum, Sigur-
steini bónda á Búrfelli. Þau bjuggu
að Búrfelli í Hálsaveit allt frá 1934
og fram yfir 1970 eða hátt í 40 ár.
Búskapur þeirra var farsæll þó ekki
safnaðist þeim auður. Það var regla
á öllum hlutum og þess ætíð gætt
að fjármálin færu ekki úr skorðum.
Bruðl var óþekkt á heimilinu og lif-
að var af því sem landið gaf. Þau
voru ólík um margt hjónin. hún var
glaðlynd, kvik og félagslynd. Bóndi
hennar var ekki eins mannblendinn
og ekki allra. Hún var aftur á móti
jarðbundnari og minna fyrir heim-
spekilegar vangaveltur sem áttu á
tíðum hug bóndans á Búrfelli. Bæði
voru þau þó samstiga í því að halda
búinu gangandi og til þess að svo
mætti verða var lögð nótt við dag
ef því var að skipta.
Hún Jakobína á Búrfelli fór í sína
síðustu ferð í sveitina sem henni
var svo kær fyrir nokkrum vikum.
Hún beinlínis geislaði af gleði þegar
hún undir ferðalok lýsti stundunum
sem hún átti í sveitinni sinni þar
sem útsýnið minnti helst á málverk.
Strútur og Eiríksjökull mynda sam-
an heild sem flest slær út í ís-
lenskri náttúrufegurð. Þarna hafði
Jakobína átt sín bestu ár við bú-
skap ásamt manni sínum.
Hún fæddist í Vík í Mýrdal og
þangað leitaði hugurinn oft og hún
sagði gjarnan sögur frá uppvaxtar-
árum sínum. Hún var yngst systk-
inanna tíu og henni auðnaðist aldr-
ei að kynnast föður sínum, Jakobi
trésmið, sem fórst í lendingunni í
Vík meðan hún var enn í móður-
kviði. Sjórinn tók einnig tvo bræður
hennar, Kára og Sæmund, þegar
hún var tíu ára þannig að ljóst má
vera að sorgin lét ekki fjölskylduna
í Vík ósnerta. Hún talaði oft um
þessa bræður sína sem komu henni
í föðurstað á bernskuskeiði. Það var
alla tíð sterk taug milli systranna
Jakobínu og Ólafar Guðfinnu. Ólöf
lést fyrir nokkrum misserum og þá
var aðeins eitt barnanna frá Vík
eftir.
Jakobína missti mann sinn árið
1988 þegar hann féll frá þrotinn
að kröftum eftir að hafa unnið erfið-
isvinnu frá barnsaldri. Henni fannst
einmanalegt í litla húsinu við Brim-
nesveg eftir að hafa í hálfa öld lifað
deilt öllu með manni sínum. Þá
reyndust vinir hennar vel og hún
komst yfir mesta söknuðinn með
þeirra hjálp. Hún tengdist fólki
auðveldlega traustum böndum og
þær eru ófáar gönguferðirnar sem
hún fór ásamt vinkonum sínum á
Flateyri. Síðustu árin var Jónína
Hjartardóttir næsti nágranni henn-
ar. Það er ekki á neinn hallað þó
sagt sé að enginn óskyldur hafi
staðið Jakobínu nær. Þær vinkonur
heimsóttu hvor aðra daglega og
Jónína og Kristján maður hennar
voru vakin og sofín yfir velferð
hennar. Jakobína var henni líka
þakklát og henni varð tíðrætt um
þessa vinkonu sína sem vildi helst
alltaf vera að færa henni glaðning.
Það var henni því mikið áfall þegar
Jónína lést fyrir um ári og ekki
fráleitt að fráfall vinkonunnar hafi
verið henni það áfall að ekki hafi
um gróið. Skömmu eftir fráfall Jón-
ínu flutti Jakobína úr litla húsinu
við Brimnesveg og fór á elliheimilið
Sólborg.
Það er óhætt að segja að Jakob-
ína hafi verið fyrirmyndaramma ef
slík skilgreining er á annað borð
til. Tvær kynslóðir urðu þess happs
aðnjótandi að umgangast hana sem
ömmu að staðaldri. Fyrst voru það
bamabörnin sem voru fastagestir á
Búrfelli og síðar á Flateyri. Þá tóku
barnabamabörnin við og það var
alltaf passað upp á að eiga ís og
frostpinna eða gos á lager allt eftir
smekk hvers og eins. Aldrei var hún
svo tímabundin eða þreytt að heim-
ilið stæði ekki börnunum opið. Það
er nærtækt að álykta sem svo að
stundum hafi verið þreytandi að
taka á móti ærslafullum bömum
en það kom aldrei fram og alltaf
var opið hús hjá langömmu og lang-
afa meðan hann lifði. Leikföng vom
til staðar svo ekki þyrfti smáfólkinu
að ieiðast. Eini tíminn sem hún tók
frá fyrir sjálfa sig var þegar mess-
að var í Flateyrarkirkju. Þá mætti
hún alltaf til fundar við Guð sinn
og því fékk enginn mannlegur mátt-
ur breytt. Það var áhrifaríkt að
heyra séra Gunnar Björnsson í
Holti lýsa því við kistulagningu
Jakobínu þegar hún mætti ein sókn-
arbarna til messu eitt sinn. Það
varð að samkomulagi prestshjón-
anna í Holti og hennar að ekki
skyldi falla niður messuhald þrátt
fyrir að þau yrðu aðeins þijú við
messuna. Það var og gert og séra
Gunnar lýsti því hversu minnisstæð
þessi athöfn var. Jakobína sat ætíð
á sama stað í kirkjunni og hún átti
sinn eigin púða í kirkunni sem hún
notaði til að styðja við bakið. Sú
ræktarsemi sem hún sýndi kirkju
sinni og trú er dæmigerð fyrir allt
hennar líf. Hún reyndist ævinlega
þeim sem stóðu henni nærri vel og
var þeim trygg umfram allt.
Jakobína var alla tíð annálaður
dugnaðarforkur. Hún var smávaxin
en krafturinn virtist ótæmandi og
ekki leið á löngu áður en hún varð
ein af bónusdrottningunum í frysti-
húsinu á Flateyri. Það stóð ekki í
vegi að hún var komin nokkuð á
sjötugsaldur þegar hún hóf störf
við fískvinnslu. Það var hvergi gef-
ið eftir og ekki féll dagur úr vinnu
á meðan hún var í fiskinum. Ekki
lét hún sig muna um að rótast í
garðinum sínum eftir vinnu ef því
var að skipta. Garðyrkjan var
reyndar áhugamál hennar allt þar
til yfír lauk. Garðurinn hennar vakti
athygli fyrir allt blómskrúðið meðan
hún hafði orku til að halda honum
við. Þrekið entist henni reyndar allt
þar til í fyrrasumar þegar hún varð
að láta undan fyrir elli kerlingu og
leggja frá sér garðáhöldin. Garð-
ræktin hófst meðan hún bjó á Búr-
felli þar sem hún kom upp fallegum
skrúðgarði. Þar gat hún unað sér
löngum stundum og það er sumar-
dreng og ömmubami minnisstætt
þegar hún gaf honum tré í garðin-
um og vísaði til þess að tré og
drengur bæru sama nafn. Þá var
árlega fylgst með vexti og viðgangi
trésins og amma og barnabörn áttu
sameiginlegt áhugamál í gróðri
jarðar.
Það var í raun dæmigert að á
sama hátt og Jakobína ræktaði
garðinn sinn af alúð sáði hún fræj-
um góðsemi í lífsins garð. Hún inn-
prentaði afkomendum sínum guðs-
ótta og góða siði með sínum hætti
án þess þó að þreyta börn með sí-
felldum predikunum. Nú er hún
komin til nýrra heimkynna þar sem
hún ræktar nýjan garð. Þar hittir
hún á ný eiginrnann, foreldra og
systkinin níu. Víst er að hún á góðri
heimkomu að fagna handan landa-
mæranna þar sem íjöldi samferða-
manna er þegar fyrir. Langömmu-
börnin eiga eftir að sakna hennar
sárt þó að hún hafí verið orðin 86
ára og síðustu árin hafí ættingjar
og venslafólk hugsað til þess hve
langan tíma hún ætti eftir af jarð-
vist sinni og nýttu því hvert tæki-
færi sem gafst til að hitta hana.
Það er huggun harmi gegn að hún
var í fullu fjöri allt sitt líf og það
var ekki fyrr en síðasta árið sem
hún lifði að halla tók undan fæti.
Síðustu mánuðina var hún á köflum
fjarræn og lífsorkan fór þverrandi.
Hún hélt þó fjöri allt þar til hún
veiktist skyndilega og var flutt á
sjúkrahúsið á ísafírði. Þar var dvöl-
in stutt og eftir aðeins örfáa sólar-
hringa var hún öll. Fjölskylda henn-
ar var með henni þegar yfír lauk
og fékk tækifæri til að kveðja.
Minningin um góða konu lifir og
staðfestir að þar sem góðir fara eru
Guðs vegir. Takk fyrir samfylgdina.
Reynir, Dóra og böra.
Út um græna grundu
gakktu, hjörðin mín.
Yndi vorsins undu.
Eg skai gæta þín.
(Steingr. Thorst.)
Þegar ég minnist ömmusystur
minnar Bínu detta mér alltaf þessar
ljóðlínur í hug. Ég varð þeirrar
hamingju aðnjótandi að fá að fara
í sveit að Búrfelli í Hálsasveit til
Bínu frænku. Hún bjó þar ásamt
manni sínum Sigursteini Þorsteins-
syni. Bína var ein af þessum konum
sem geta allt eða það fannst mér.
Hún var ekki há í loftinu en með
stórt hjarta og óþijótandi þolin-
mæði. Einn var hennar hæfíleiki
fram yfír aðra, að laða að sér dýr.
Það var eins og hún gæti tamið öll
dýr, jafnvel lóuna úti í móa. Ég
minnist til dæmis aldrei að hún
hafí verið að temja hvolpinn sem
var nýkominn rétt á undan mér á
bæinn en samt gerði hann allt fyrir
hana. Hænurnar flykktust um hana
og átu úr lófa hennar og fræg var
sagan um folaldið sem setti framfæ-
turna upp á axlir hennar þegar það
sá hana. Svona má lengi telja.
Ég gat aldrei beðið á vorin eftir
að komast að Búrfelli og vildi fyrir
alla muni ekki missa af sauðburðin-
um. Þar báru kindurnar úti á túni
og við fórum oft saman að athuga
hvort allt gengi ekki vel. Þá má
ekki gleyma hvað mér leið vel í eld-
húsinu hjá henni við sólóvélina, en
svo nefndist eldavélin. Þar ristuðum
við kaffibaunir, bökuðum brauð og
sungum.
Fyrir tveimur árum var ég svo
heppin að fara með Bínu í ferð um
Hálsasveitina. Við áttum saman
góða stund, skoðuðum tijárækt á
Auðsstöðum, heilsuðum upp á Imbu
í skóginum á Steindórsstöðum,
spjölluðum saman og rifjuðum upp
gamlar minningar.
Bína hafði ákaflega gaman af
ræktun tijáa og blóma og átti lítinn
garð ekki langt frá bænum. Þar
leið henni vel og fannst gaman að
fylgjast með birkinu vaxa. Mér
fannst það nú vaxa heldur hægt
en þolinmæði Bínu var mikil. í þess-
um garði æfðum við Bína söng, og
þar sungum við og sungum. Ég
minnist sérstakiega lagsins „Ég
kyssti hana kossa einn - kossa
einn“ o.s.frv. - og svo hlógum við
yfír vitleysunni í okkur. Ég gleymi
seint þeim stundum þegar Bína
leyfði sér þann munað að koma til
Reykjavíkur og skunda inn í Verð-
lista til að kaupa kápu, kjól og
hatt. Bína var eins og hún hefði
unnið í fegurðarsamkeppni, geislaði
af gleði og fannst hún svo f?n og
það fannst mér líka.
Síðar fluttu hún og Sigursteinn
til Flateyrar, keyptu hús uppi á
kambi þar sem sjórinn buldi yfir
garðana. Þar var Bína fljótlega
búin að koma sér upp skrúðgarði
með blóm í öllum regnbogans litum.
Þegar síðan inn í hús var komið,
kom í ljós að þar var heldur ekki
setið auðum höndum, því myndir
útsaumaðar af Bínu þöktu veggina.
Hún hafði ákaflega gaman af út-
saumi og allri handavinnu. Á hillun-
um voru síðan myndir af börnum
og barnabörnum og barnabarna-
bömum og Bína sýndi okkur mynd-
irnar og fylgdist vel með hveijum
og einum. ^
Þegar Bína og Sigursteinn voru
flutt til Flateyrar var ekki sest nið-
ur og hvílst eftir gott ævistarf í
sveitinni. Nei, þau hófu bæði störf
hjá frystihúsinu Hjálmi og unnu þar
á meðan þrek og heilsa leyfðu. Sig-
ursteinn lést síðan árið 1988.
Faðir Jakobínu, Jakob Bjömsson
trésmiður, hafði látist ásamt tveim-
ur sonum sínum af slysfömm áður
en Bína fæddist. Langamma mín,
Guðríður Pétursdóttir, hélt síðan
heimili þar til hún lést. Þá var
amma mín Ólöf einungis 15 ára og
tók við heimili. Að sjálfsögðu sá
hún um yngri systur sína. Þær voru
reyndar afskaplega ólíkar en báðar
nokkuð ákveðnar og fóm sínu fram.
Ég vil heim - ég vil heim
yfir hyldjúpan sæ,
- heim í dálitinn dal,
heim að dálitlum bæ.
Hver vill bera mig blítt
um hinn bláheiða geim?
Ó, þú blíðasti blær!
Vilt þú bera mig heim?
Ég vil þakka Bínu fyrir öll sumr-
in og allt það sem ég nam hjá henni.
Sá lærdómur hefur komið sér vel í
lífinu, ekki síst þegar ég síðar flutt-
ist í Hruna og eignaðist sjálf mínar
eigin kindur og hesta.
Guðrún Þ. Björnsdóttir.
Himneski faðir,
heimsins úr dðlum
hef ég nú augun í hæðir til þín.
Ljúk þú upp, faðir,
ljðsanna sðlurn;
himininn opinn í anda mér sýn!
Aldanna faðir,
ævin er liðin; W
tíminn er kominn, að kveðji ég hér.
Langar mig, faðir,
ljósið og friðinn
aftur að fá, sem ég átti hjá þér!
Ljósanna faðir,
liðin er stundin.
Leið mig um dauðann í ljósið til þín.
Gef þú mér, faðir,
gleðinnar fundinn,
ástvina fundinn, sem aldregi dvín!
(V. Briem)
Jóna Símonía Bjarnadóttir.
Skilafrest-
ur minn-
ingar-
greina
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fímmtudags-,
föstudags- og laugardagsblað
þarf greinin að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum
fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunn-
inn eða eftir að útför hefur
farið fram, er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi.
Sérfræðingar
í blóniaskreytingum
yið i)ll tækifæri
1 blómaverkstæói H
| itlNNA," |
Skólavörðustig 12,
á horni Bergstaðastrætis,
simi 551 9090