Morgunblaðið - 14.06.1997, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 14.06.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNl 1997 39 FRETTIR Kynning’ardagiir miðbæj ar starfs KFUM og KFUK Kvennahlaup í Mosfellsbæ KFUM og KFUK í Reykjavík hafa í vetur rekið starf í miðbænum á föstudagskvöldum og aðfaranótt laugardagsins. Starfið hefur ekki verið kynnt annars staðar en með- al ungs fólks í miðbænum þar sem hugmyndin var ekki að draga fólk sérstaklega niður í bæ vegna þess heldur að koma til móts við þau sem þegar eru þar. A efri hæð hússins, Austurstrætis 20, hefur verið opið hús þar sem ungt fólk hefur verið boðið velkomið inn til að fá sér hressingu, ræða málin og taka þátt í helgistund þegar húsinu hefur verið lokað kl. 3. Á morgun verður opið hús á Rabbloftinu og er gengið inn um dyr til hægri við veitingastað McDonalds. Húsið verður opið kl. 14-17 og verður stutt helgistund í upphafi og í iokin. Boðið verður upp á „næturhressingu" þ.e. kaffi, kakó, te og kex og einhveijar kök- ur. Starfið verður kynnt og fólki gefst kostur á að styrkja það. Um kvöldið verður samkoma í Dóm- kirkjunni og hefst hún kl. 20. Þar mun Gísli Friðgeirsson, forsvars- maður miðbæjarstarfsins, flytja ávarp, Helga Vilborg Siguijóns- dóttir, syngja einsöng við undirleik Bjarna Gunnarssonar og Helgi Hróbjartsson, predika. Að lokinni samkomu verður aftur opið hús í Austurstræti 20. Með kynningardegi miðbæjar- starfsins vonast félögin til að for- eldrar og allir áhugasamir um starfið komið og kynni sér það með því að koma við á Rabbloftinu eða mæta á samkomu kvöldsins. Suðræn rómantík á Hótel Borg SPÆNSKUNEMENDUR í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og kennarar þeirra bjóða til hátíðar í Gyllta saln- um, Hótel Borg, sunnudaginn 15. júní kl. 14, gengið inn við Skuggabar. Þar mun Jón Hallur Stefánsson flalla um rómantík og skáldið Pablo Neruda; Karl Guðmundsson, Ingvar Sigurðsson, Baltasar Kormákur og Hilmir Snær Guðnason lesa upp úr bókinni „Tuttugu ljóð um ást og einn örvæntingarsöngur" eftir Pablo Neruda; Gerður Kristný og Andri Snær lesa upp úr verkum sínum um ástina. Á milli atriða verða sýndir tangó- dansar og flutt tónlist úr spænsku- mælandi heimi. I lokin sýnir Carlos Sanchez salsadans og býður siðan viðstöddum upp í dans, segir í kynn- ingu. Kynnir er Aðalsteinn Bergdal nem- andi. Myndbönd fýrir böm verða sýnd á Skuggabamum. NÚ stendur fyrir dyrum hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ og ÍFA sunnu- daginn 15. júní. í fyrsta sinn er nú boðið upp á að hlaupa í Mos- fellssveit en það er ungmennafé- lagið Afturelding í samvinnu við bæjaryfirvöld Mosfellsbæjar sem sér um framkvæmd og skipulagn- ingu hlaupsins. Boðið verður upp á tvær vegalengdir, 3 km skemm- tiskokk og 7 km hlaupahring. Leið- in sem farin verður er sérlega skemmtileg, gróðursæl og falleg svo þarna er um spennandi valkost að ræða fýrir konur sem vilja nýj- ar hlaupaleiðir. Ráðgert er að hefja hlaupið kl. 12 við Iþróttamiðstöðina að Varmá en upphitun hefst kl. 11.30 undir undirleik skólahljómsveitar Mos- fellsbæjar. Skráning er með þeim hætti að greitt er 650 kr. í skrán- ingargjald og innifalið í því er bol- ur merktur Kvennahlaupinu og viðurkenningarpeningur sem kon- ur fá að loknu hlaupi, einnig verð- ur boðið upp á veitingar þegar komið verður í mark. Forskráning fer fram í íþrótta- miðstöðinni að Varmá og skrif- stofu Fjölnis í Grafarvogi en einnig er hægt að skrá sig frá kl. 10.30 sama dag og hlaupið fer fram. Það er rétt að taka fram að hver og einn getur ráðið sínum hraða þ.e. gengið eða skokkað svo allar konur ættu að geta tekið þátt hvort sem þær eru í toppformi eða ekki byr- jaðar „fyrirhugað átak“. Einnig er hægt að taka með sér börn í kerr- um eða á hjólum í styttri vega- lengdina þar sem hún er að stærst- um hluta malbikuð. Sama gildir um konur í hjólastólum, leiðin sem farin verður ætti ekki að aftra þeim þátttöku. ATVINNU- AUGLÝSING AR Framkvæmdastjóri Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurpró- fastsdæmum (Æ.S.K.R) auglýsir starf fram- kvæmdastjóra sambandsins lausttil umsókn- ar. Leitað er eftir starfskrafti með háskólapróf (helst í guðfræði) og/eða með umtalsverða reynslu af kirkjustarfi með unglingum. Viðkom- andi þarf að hafa góða skipulags- og stjórnun- arhæfileika og lifandi áhuga á að efla unglinga- starf þjóðkirkjunnar, auk þess að hafa gott vald á íslensku, ensku og helst einu Norðurlanda- máli. Nánari upplýsingar og gögn um starfið má fá í Hallgrímskirkju, sími 510 1030. Umsóknum, ásamt ítarlegum upplýsing- um um menntun og fyrri störf skal skilað á skrifstofu Reykjavíkurprófastsdæmis vestra í Hallgrímskirkju, 101 Reykjavík, fyrir 30. júní nk. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en þann 1. ágúst nk. íþróttakennarar Kennara vantar að Grenivíkurskóla næsta skólaár til að kenna íþróttir og bóklegar greinar. Skólinn er fámennur, nemendur á næsta vetri verða um 50 í 1.—10. bekk. Aðstaða til kennslu er öll hin besta og nýtt íþróttahús og sundlaug eru við skólann. Gott húsnæði á lágu verði ertil reiðu fyrir kennara. Umsóknarfrestur er til 25. júní. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson, skóla- stjóri, í síma 463 3118 eða 463 3131. Rafvirkjar — rafvirkjanemar óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar í símum 564 1012 og 896 1012. Rafrún ehf., Smiðjuvegi 11e, Kópavogi. Embætti yfirdýralæknis Landbúnaðarráðuneytið auglýsir hér með laust til umsóknar starfyfirdýralæknis samkvæmt lögum nr. 77/1981 með áorðnum breytingum. Starfið er laustfrá og með 1. september 1997 og er veitt til fimm ára. Um launakjörfersamkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Umsóknir um starfið, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnaðar- ráðuneytinu fyrir 15. júlí nk. Nánari upplýsingar eru veittar í landbúnaðar- ráðuneytinu og hjá embætti yfirdýralæknis. Landbúnaðarráðuneytið, 12. júní 1997. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum fasteignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hafnarbraut 8 (áður 6), Blönduósi, talin eign Jóhannesar Þórðarsonar, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi, föstudaginn 20. júnf 1997, kl. 13.00. Mýrarbraut 18, Blönduósi, þingl. eig. Hallgrímur Stefánsson, gerðar- beiðandi Byggingasjóður verkamanna, föstudaginn 20. júní 1997, kl. 13.30. Ránarbraut 22, íbúð 0101, Skagaströnd, þingl. eig. Strönd ehf., bygg- ingarfélag, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, föstudag- inn 20. júní 1997, kl. 11.00. Skagavegur 11 b (Héðinshöfði), Skagaströnd, þingl. eig. Guðrún Þór- unn Ágústsdóttir, gerðarbeiðandi Rafmagnsveitur ríkisins, föstudag inn 20. júní 1997, kl. 11.30. Þórshamar, Skagaströnd, eignarhl. gþ., þingl. eig. Einar Ólafur Karls- son, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi, föstudaginn 20. júní 1997, kl. 10.30. Blönduósi 12. júni 1997. Sýslumaðurinn á Blönduósi, Kjartan Þorkelsson. TILKYNNINGAR Lánasjóður íslenskra námsmanna Sumartími ráðgjafa í viðtölum 15. júní til 29. ágúst kl. 11.00—15.00. Þriðjudagar: Norðurlönd. Miðvikudagar: Enskumælandi og önnur lönd. Fimmtudagar: ísland. Engin viðtöl mánudaga og föstudaga. Jíloröunlitaííiíi - kjarni málsins! SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAC ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 15. júní Kl. 08.00 Þórsmörk, dags- ferð. Stansað í um 3 klst. í Þórsmörkinni. Verð kr. 2.700. Helgarferðir byrjaðar um hverja helgi. Næturganga yfir Fimmvörðuháls um næstu helgi. Fjölskyldu- og afmælishelgi Þórsmörk 27.-29. júní. Kl. 10.30 Reykjavegur 4. ferð. Gengið frá Lambafelli i Bláfjöll. Verið með í öllum áföng- um. Verð kr. 1.000. Kl. 13.00Heiðmörk — Kolhóll — Búrfellsgjá. Auðveld ganga með nýrri leið í Búrfellsgjá, fal legustu hrauntröð Suðvestan- lands. Verð kr. 800, frítt f. börr m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Ný, glæsileg og fróðleg ár- bók F.í. er komin út „í fjall- högum milli Mýra og dala". Gerist félagar og eignist þar með bókina. Ferð á slóðir ár- bókarinnar verður 5.-6. júlí. Skráið ykkur á heillaóska- og áskriftarlista í afmælisriti Ferðafélagsins, Ferðabók Konrads Maurers. Dagsferðir Sunnudaginn 15. júní. Reykjavegurinn 4. áfangi í þessari skemmtilegu göngusyrpu Útivistar og Ferða- félags íslands. Gengið verður fré Lambfelli til Bláfjalla. Brottför fré BSÍkl. 10.30. Tilboðsverð kr. 1.000. Þriðjudaginn 17. júní Leggjabrjótur Gengin verður hin forna þjóðleié úr Botnsdal um Leggjabrjót að Svartagili í Þingvallasveit. Brottför frá BSI kl. 10.30. Verð kr. 1.600/1.800. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI6-SjMI_ 568-2533 Dagsferðir Ferðafélagsins Sunnudagur 15. júní: 1) Kl. 10.30 Reykjavegur (R- 4). Samvinna Ferðafélagsins og Útivistar. Gengið verður frá Lambafelli að þjónustumiðstöð- inni í Bláfjölium. Verð kr. 1.000. 2) Kl. 13.00. Heiðmörk - Kol- hóll — Búrfellsgjá. Verð kr. 1.000. Þriðjudagur 17. júní kl. 10.30: „þjóðhátíðarganga" Móskarðshnjúkar — Trana. Föstudagur 20. júní kl. 18.00 Sólstöðuganga á Heklu. Brottförfrá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. TILKYNNINGAR Þingvellir þjóðgarður Sumardagskráin á Þingvöllum er nú óðum að komast á skrið og um helgina verður lagt í fyrstu skipulögðu gönguferðirnar á vegum Þjóðgarðsins á þessu sumri. Þá mun þjóðhátíðardag- urinn 17. júní verða hátíðlegur haldinn með messu í Þingvalla- kirkju og gönguferð um þing- staðinn forna. Laugardagur 14. júní Kl. 13.00 Skógarkot Gengið um gamlar slóðir i Þing- vallahrauni og hugað að búsetu almúgafólks að fornu og nýju i nágrenni þingstaðarins. Ferðin hefst við Fossagjá (Pen- ingagjá) og tekur u.m.b. 3 klst. Sunnudagur 15. júní Kl. 13.00 Lambhagi Róleg og auðveld náttúruskoð- unarferð. Gengið verður með vatnsbakka Þingvallavatns þar sem gróðurfar og dýralíf verður skoðað í samhengi alls sem er. Farið verður frá bílastæði við Lambhaga. Gera má ráða fyrit að ferðin taki u.þ.b. 3 klst., verið því vel búin til útiveru og takií með ykkur nesti. Þriðjudagur 17. júní Kl. 14.00 Guðþjónusta í Þingvallakirkju Prestur sr. Heimir Steinsson, or- gelleikari Ingunn Hildur Hauks- dóttir. Kl. 15.30 Þinghelgi Gönguferð um hinn forna þing- stað í fylgd sr. Heimis Steinsson- ar. Lagt verður af stað frá útsýn- isskífu á Haki og gengið ofan Al- mannagjá. DULSPEKI Jón Rafnkelsson huglæknir frá Höfn í Hornafirði verður i bænum frá 15. 6. og næstu daga. Tímapantanir í síma 551 5322.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.