Morgunblaðið - 14.06.1997, Side 44
44 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FERMINGAR
I DAG
Fermingar 15. o g 17. júní
Ferming í Þingmúlakirkju 15.
júni kl. 14. Prestur sr. Vigfús
Ingvar Ingvarsson. Fermdur
verður:
Jón Mar Jónsson,
Geirólfsstöðum, Skriðdal.
Ferming í Bergsstaðakirkju 15.
júní kl. 11. Prestur sr. Stína
Gísladóttir. Fermdur verður:
Jakob Ólafur Óskarsson,
Steiná 2.
Ferming í Svínavatnskirkju 15.
júní kl. 14. Prestur sr. Stína
Gísladóttir. Fermd verða:
Ásgerður Kristrún Sigurðardóttir,
Guðlaugsstöðum.
Ingvar Kári Þorleifsson,
Sólheimum.
Jakob Víðir Kristjánsson,
Stóradal.
Ferming í Stóra-Vatnshorns-
kirkju 15. júní kl 14. Prestur sr.
Óskar Ingi Ingason. Fermd verð-
ur:
Sesselja Bæringsdóttir,
Saursstöðum, Haukadal.
Ferming í Kvennabrekkukirkju
17. júní kl. 14. Prestur sr. Óskar
Ingi Ingason. Fermdur verður:
Guðmundur Þór Guðmundsson,
Kvennabrekku, Miðdölum.
Fermingar í Hellnakirkju, Ingj-
aldshólsprestakalli, 17. júní kl.
15. Prestur sr. Ólafur Jens Sig-
urðsson. Fermd verða:
Margrét Bára Þórkelsdóttir,
Bjargi, Arnarstapa.
Jón Fannar Tryggvason,
Noregi/ Bjargi, Arnarstapa.
Ferming i Akraneskirkju 17. júní
kl. 13. Prestur sr. Björn Jónsson.
Fermd verða:
Hjördís Inga Jóhannesdóttir,
Brekkustíg 6, Reykjavík.
Skagabraut 33, Ákranesi.
Bjarki Þórður Sigurðsson,
Lundi, Svíþjóð.
Skagabraut 33, Akranesi.
Ferming í Sauðlauksdalskirkju
15. júní kl. 14. Prestur sr. Hann-
es Björnsson: Fermdir verða:
Oddur Þór Rúnarsson,
Neðritungu.
Egill Ólafsson,
Dalbraut 10, Bfldudal.
■ ■ 4 /«i
SLIM-LINE Vogg usængur,
dömubuxur vöqquse+t,
frá gardeur* Pós+sendum
Qhrntv tískuverslun ” jttBgjS&rjriiðil*
_ V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 ^ SlcóUvOrBuítíg 2T Sámi551 4050 ReykimUt
smáskór
sérverslun með barnaskó
Mikið úrval af skóm
Dúndur tilboö
af eldri gerðum af skóm.
Erum í bláu húsi við Fákafen
Leður • st. 26-35
Verð frá 2.790
y........ ..'......— .....-..... ~
Málverkasýning
Helga Jónssonar
í Suðurhlíð 35 í Fossvogi
(sama hús og Blómabúðin Garðshorn)
verður opin kl. 14-19 alla daga
frá og með 14. þessa mánaðar til mánaðarmóta.
Trjáplöntur - runnar
(- túnþökur - sumarblóm
Verðhrun á eftirtöldum tegundum
meðan birgðir endast:
Runnamura kr. 340. Gljámispill kr. 160-180. Alparifs kr. 190.
Blátoppur kr. 220-380. Birki kr. 240-290. Hansarós kr. 390.
Rifsberjarunnar kr. 650. Fjallafura kr. 1.200. Birkikvistur kr. 290.
Sírena kr. 390. Yllir kr. 350. Sólbroddur kr. 300. Skriðmispill kr. 340.
Rauðblaðarós kr, 300. Himalayaeinir kr. 900-1.600. Gljávíðir kr. 85-110.
Dökk viðja kr. 79. Brekkuvíðir kr. 79. Hreggstaðavíðir kr. 79-110.
Aspir kr. 490. Verðhrun á Aiaskavíði, brúnn, (tröllavíðir) kr. 69.
Einnig tunþökur, sóttar á staðinn kr. 80 eða
fiuttar heim kr. 110. Mjög hagstaett verð.
Vérið velkomin.
Trjáplöntu- og túnþökusalan, Núpum, Ölfusi.
(Beygt til hægri við Hveragerði). Sími 892 0388 og 483 4388.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Vísað á dyr
Þannig er að við hjónin
keyptum fellihýsi af fyrir-
tækinu Evró hf. og fórum
með það í ferðalag um síð-
ustu helgi. Það kviknaði
ekki á miðstöðinni í felli-
hýsinu og var það vægast
sagt ömurleg nótt sem við
áttum, þar sem mjög kalt
var í veðri. Við vorum með
lítil börn með okkur sem
kvörtuðu mikið undan
kulda og þar af leiðandi
varð engum svefnsamt um
nóttina. Það skal tekið
fram að þrátt fyrir ítrek-
aða beiðni um kennslu
varðandi notkun á fellihýs-
inu var okkur aðeins bent
á bækling sem reyndist
ekki fullnægjandi. Þegar
við komum til Reykjavíkur
fórum við beint til að
kvarta yfir hremmingum
okkar en þrátt fyrir að
tveir menn væru í af-
greiðslu og enginn annar
en við hjónin í búðinni þá
sneru þeir aðeins út úr
fyrir okkur og sýndu okkur
vægt til orða tekið mikinn
dónaskap. Þeir tilkynntu
okkar m.a. að viðskipti
okkar skiptu litlu máli þar
sem við værum aðeins 1
af hundraði viðskiptavina.
Þar sem ekki lá vel á okk-
ur eftir volkið svaraði kon-
an þessum dónaskap og
vorum við þá einfaldlega
rekin á dyr.
Eggert Ólafsson.
111 meðferð á
villtum dýrum
VIÐ erum tvær stúlkur
sem heita Sara, 10 ára,
og Aþena, 8 ára. Við erum
mjög hneykslaðar útaf
manni sem heitir Páll
Reynisson sem skýtur villt
dýr og hengir hausana upp
á vegg hjá sér. Okkur
fínnst þetta heimskulegt
og okkur fínnst að það
ætti að bera virðingu fyrir
villtum og fallegum dýr-
um.
Sara og Aþena.
Tapað/fundið
Fann einhver
stokkabelti 1994
17. JÚNÍ 1994 fór fjöl-
skylda í ferðalag á Þing-
velli. 5 ára stúlka í hópnum
tapaði stokkabeltinu sínu
í nánd við Háagerði. Nú
er annað bam í fjölskyld-
unni sem vantar stokka-
beltið og hefur fjölskyldan
áhuga á því að vita hvort
einhver hafi fundið stokka-
beltið. Vinsamiega látið
Gunnar vita í síma
568-6804.
Barnapeysa fannst
í Oskjuhlíð
BARNAPEYSA, blá, hvít
og rauð, fannst í Oskju-
hlíðinni miðvikudaginn 11.
júní. Uppl. í síma
551-2902 á daginn.
Gullhringur
tapaðist
FYRIR þremur vikum tap-
aðist merktur gullhringur
(herra) í miðbæ Reykjavík-
ur. Skilvís finnandi vin-
samlega hafi samband í
síma 551-5756.
Dýrahald
Fallega læðu
vantar lieimili
ÁTTA vikna læða, þrílit
og einstaklega falleg,
kassavön, vantar gott
heimili. Uppl. í síma
551-5075.
Kettlingar óska
eftir heimili
FJÓRIR kettlingar, kassa-
vanir, óska eftir heimili.
Uppl. í síma 551-3269
eftir kl. 18.
Páfagaukur
fannst
BLAR páfagaukur fannst
í Akurgerði 38 miðviku-
daginn 11. júní. Uppl. í
síma 553-3499.
Týndur köttur
FIGARÓ sem er svartur fress með hvítar loppur, hvítan
háls og hvítan maga týndist þriðjudaginn 10. júní.
Hann sást seinast hjá bensínstöðinni Esso á Ægissíðu.
Sá sem finnur Fígaró og hefur samband við okkur fær
fundarlaun. Hafið samband í síma 552-6219 eða skilið
honum á Fálkagötu 23.
skák
bmsjón Marjjcir
Pétursson
STAÐAN kom upp í fyrri
skákinni í úrslitaeinvíginu
um Rússlandsmeistaratit-
ilinn í ár. Evgení Barejev
(2.665) hafði hvítt og átti
leik, en Peter Svidler
(2.640) var með svart.
32. d6+! (En alls ekki 32.
Rxa8? — Hxa8 og svartur
hótar 33. — Hd8 og stend-
ur síst lakar. Nú vinnur
hvítur hins vegar heilan
hrók) 32. - Kxd6 33. e7
- Hfe8 34. Rxa8 - Hxe7
35. Hxe7 - Kxe7 36. Hbl
- b4 37. Kg2 - Kd6 38.
Kf3 - Kc6 39. Ke2 og
þar sem svörtu frípeðin
verða auðveldlega stöðvuð
þá gafst Svidler upp.
En hann var ekki af
baki dottinn og náði að
jafna metin í seinni skák-
inni. Þeir unnu svo hvor
sína atskákina og réðst þá
meistaratitillinn í hrað-
skákum. Það þurfti að
tefla fjórar til að fá fram
úrslit. Tveimur fyrstu lykt-
aði 1—1, en Svidler, sem
er aðeins tvítugur að aldri,
vann tvær næstu og er því
Rússlandsmeistari, annað
árið í röð.
HVÍTUR
leikur og
vinnur.
Víkveiji skrifar...
VÍKVERJA hefur borizt bréf frá
Hrefnu Ingólfsdóttur blaða- og
upplýsingafulltrúa Pósts og síma.
Þar gerir Hrefna að umtalsefni
umsögn Víkverja um símaskrána,
hvers vegna ekki sé unnt að kaupa
hana í tölvutæku formi og umkvört-
un Leós M. Jónssonar í bréfi til
blaðsins 10. júní síðastliðinn. Þar
kvartar Leó yfír því að fá mörg
eintök af símaskránni, þar sem
hann hafi fleiri síma en einn. Eitt-
hvað hljóti skráin að kosta og því
vilji hann geta skilað aukaeintökun-
um gegn afslætti á afnotagjaldi.
x x x
BRÉF Hrefnu er svohljóðandi:
„Víkveiji veltir því fyrir sér
hvenær Póstur og sími muni gefa
út símaskrána á tölvutæku formi.
Ég get glatt Víkveija með því að
samningur var gerður í desember
1996 við fyrirtækið Úrlausn - Að-
gengi ehf. sem mun m.a. sjá um
að hanna hugbúnað fyrir útgáfu
símaskrárinnar á geisladisk. Gert
er ráð fyrir að diskurinn komi út
ekki síðar en í nóvember á þessu ári.
Áætlað er að símaskráin á
geisladiski verði seld á um 4 þús-
und krónur og þá er innifalin upp-
færsla á skránni fjórum sinnum
yfir árið þannig að þar verði alltaf
að finna nýjar upplýsingar.
Pappírsskráin stendur enn fyrir
sínu hjá þorra símnotenda og með-
an svo er þykir rétt að láta eitt
eintak fylgja hveiju númeri. Það
er rétt að símaskránni er ekki
hægt að skila gegn afslætti á af-
notagjaldi, en ekki er heldur hægt
að skila aukablöðum Moggans,
gegn lægri áskrift eða hvað?
En tímarnir breytast og menn-
irnir með og allar ábendingar um
breytta og bætta þjónustu eru vel
þegnar. Ábending Víkvetja um
götukort í tölvusímaskránni er góð
og hver veit nema kortin verði í
næstu skrá.“
XXX
JÁ, SATT segir Hrefna, tímarnir
breytast og mennirnir með.
Nú er Póstur og sími orðinn hluta-
félag og á döfinni er að símnotend-
ur geti keypt geisladisk með síma-
skránni á 4 þúsund krónur. Allt
annað var uppi á teningnum áður
en Póstur og sími var gerður að
hlutafélagi, þá seldi hann síma-
skrána á tölvutæku formi á einar
litlar 60.000 krónur eintakið og
kippti svo að sér hendinni; hætti
við allt saman, þegar hann varð
þess var að fólk fjölfaldaði heldur
skrána en kaupa hana á þessum
dæmalausa frekjuprís.
XXX
ARÐANDI aðfinnslu Leós
M. Jónssonar og þau ummæli
Hrefnu að ekki sé unnt að skila
aukablöðum Moggans, vill Víkvetji
vinsamlegast benda Hrefnu á, að
mönnum er í sjálfsvald sett, hvort
þeir kaupa blaðið eða ekki. Sá sem
er áskrifandi að Morgunblaðinu
fær og eitt eintak óski hann þess,
honum eru hvorki afhent tvö né
fleiri eintök og gerður reikningur
fyrir þau.
Aukablöðin eru hluti Morgun-
blaðsins. Hins vegar er verið að
ræða um tvítak eða kannski þrítak
af Símaskránni og að selja fleiri
símaskrár en markaður er fyrir,
er bara pappírsbruðl, sem sæmir
ekki fyrirtæki eins og Pósti og
síma, sem eflaust vill láta líta á
sig sem vistvænt fyrirtæki — ekki
satt? -