Morgunblaðið - 22.06.1997, Side 4
4 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 15/6-21/6
Aw%—--
► 17. JÚNÍ hátíðarhöld fóru
vel fram um allt land. Á
höfuðborgarsvæðinu var
óveiýugóð þátttaka vegna
blíðviðris en á landsbyggð-
inni þurfti sums staðar að
færa hátíðarhöld, sem vera
áttu utandyra, í hús.
► GRASMAÐKUR hefur
valdið miklu tjóni á túnum
jarða í Landsveit, en hann
hefur eytt grasi á hátt í 100
hektara túnum á nokkrum
bæjum. Þá hefur maðkur
valdið gróðurskaða undir
Eyjafjöllum og talið er að
hann hafi eytt nokkur hund-
ruð hekturum af úthaga.
► VEGNA mikilla kulda er
sauðfé víðast hvar í Þingeyj-
arsýslum enn á túnum, sein
nú eru að verða uppurin.
Ekki hefur verið hægt að
setja kýr út, þar sem enginn
hagi er fyrir þær, og þar
við bætist að nokkurt kal
er í túnum. Enn er ekki Jjóst
hvort kuldinn hefur haft
áhrif á fuglalíf norðanlands.
►ATVINNULEYSI í
Reykjavík eykst samkvæmt
úttekt atvinnumálanefndar
borgarinnar. 3.129 einstakl-
ingar voru atvinnulausir í
júní í fyrra en eru nú orðn-
ir 3.155. Af öllum atvinnu-
lausum í Reykjavik í lok árs
1996 bjuggn um 15% utan
höfuðborgarsvæðisins 1990.
►FISKAFLI innan lögsögu
Islands og á Reykjanes-
hrygg var í lok maimánaðar
orðinn 1,4 milljónir tonna.
Auk þess var afli utan lög-
sögu orðinn um 184.000
tonn. Heildaraflinn er því
að nálgast 1,6 milljónir
tonna. Það er með þvi mesta
sem áður hefur veiðst á einu
ári, en enn eru þrír mánuð-
ir eftir af fiskiveiðiárinu.
Flugleiðir kaupa
fjórar nýjar þotur
FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að kaupa
flórar nýjar þotur af Boeing verksmiðj-
unum bandarísku á næstu fímm árum
sem kosta munu milli 14 og 15 millj-
arða króna. Jafnframt hefur verið
gengið frá rammasamningi um kaup-
rétt á allt að átta þotum til viðbótar
og hefur fyrirtækið þannig markað
stefnu um þotukaup til ársins 2006. í
kjölfar frétta af kaupunum hækkuðu
hlutabréf í Fiugleiðum um 14%.
Síðustu handritin
komin heim
SÍÐUSTU handritin sem Danir af-
henda íslendingum úr Konungsbók-
hlöðunni og Árnasafni í Kaupmanna-
höfn komu til landsins á miðvikudag.
Þau voru formlega afhent við setningu
dansks-íslensks málþings um handritin,
sem haldið var í hátíðasal Háskóla ís-
lands.
Þrengt að
norskum skipum
GEFIN hefur verið út reglugerð, þar
sem mjög er þrengt að veiðum norskra
loðnuskipa innan íslensku lögsögunnar
frá því sem verið hefur. Ríkisstjómin
áætlar að auka fjárveitingar um 20
milljónir króna á þessu ári vegna auk-
ins eftirlits með veiðum erlendra loðnu-
skipa innan lögsögunnar.
Meintar falsanir
kærðar til RLR
TUTTUGU verk, vatnslitamyndir og
málverk, hafa verið kærð til Rannsókn-
arlögreglu ríkisins vegna gruns um
meinta fölsun, en í mars síðastliðnum
voru þrjú verk eignuð þjóðkunnum
listamönnum kærð til RLR af sömu
ástæðu. Ellefu verkanna eru í eigu
Kjarvalsstaða, eitt í eigu Listasafns
íslands og átta í eigu fjögurra einstakl-
inga. Samanlagt söluverð verkanna er
tæpar 5 milljónir króna.
Hague kjörinn leið-
togi íhaldsflokksins
WILLIAM Hague var kjörinn leiðtogi
breska íhaldsflokksins á fimmtudag
er hann sigraði keppinaut sinn, Ken-
neth Clarke, með 92 atkvæðum gegn
70, í þriðju umferð leiðtogakjörsins.
Hague er 36 ára og verður yngsti leið-
togi flokksins í nærri 200 ár. Hann
tekur við af John Major sem ákvað
að draga sig í hlé eftir að íhaldsflokk-
urinn hafði beðið mikinn ósigur í þing-
kosningunum 1. maí sl. Hinn nýi leið-
togi sagði að sitt fyrsta verk yrði að
sameina flokkinn, en leiðtogakjörið
hefði skerpt deilur innan hans vegna
Evrópumála. „Ég lít svo á, að hlut-
verk mitt felist ekki eingöngu í því
að leiða flokkinn, heldur einnig í því
að bera klæði á vopnin. Ég skulda
hvetjum einasta flokksfélaga fullvissu
um það að ég muni rétta öllum sáttar-
hönd,“ sagði Hague. Afþakkaði Clarke
ábyrgðarstöðu í skuggaráðuneyti hans
á þeirri forsendu að hann hefði verið
frambekksmaður i þinginu samfleytt
í 26 ár.
Samkomulag um
myntbandalagið
FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evrópu-
sambandsins (ESB) náðu samkomu-
lagi um stöðugleikasáttmála Evr-
ópska myntbandalagsins (EMU), á
fundi sínum í Amsterdam sl. mánu-
dag. Með þessu samkomulagi má
ætla að síðustu hindrun evrópska
myntbandalagsins hafi verið rutt úr
vegi. Samkomulagið felur m.a. í sér
að efnt verður til sérstakrar ráð-
stefnu um atvinnumál á vegum ESB
í haust auk þess sem Evrópska fjár-
festingarbankanum (EIB) verður
falið stærra hlutverk í atvinnusköp-
un innan ESB. Er þar komið til
móts við þá kröfu Frakka að meiri
áhersla verði lögð á hagvöxt og at-
vinnusköpun í inntökuskilyrðum
EMU.
► FÉL AGAR í írska lýð-
veldishernum (IRA)
myrtu á mánudag tvo
lögreglumenn í fyrirsát
við bæinn Lurgan á N-
írlandi. Dregur árásin
enn úr friðarvonum þar
í landi og hefur breska
stjórnin ákveðið að slíta
viðræðum við Sinn Fein,
stjórnmálaarm IRA, en
stjórnvöld hófu þær að
nýju í síðasta mánuði eft-
ir árs hlé.
► MESUT Yilmaz, leið-
toga Föðurlandsflokks-
ins, var falin stjórnar-
myndun í Tyrklandi í
fyrradag, í kjölfar af-
sagnar Necmettins Er-
bakans, leiðtoga Velferð-
arflokksins.
► BÖRN sem alin eru
upp hjá feðrum sínum ná
betri tengslum við hitt
foreldrið, báða afa sína
og ömmur, en börn sem
alin eru upp hjá móður,
samkvæmt danskri rann-
sókn. Það kemur fram
að börn sem búa þjá feðr-
um sínum missa síður
tengslin við móður sína,
hitta afa og ömmur oftar
og í mörgum tilfellum er
um sameiginlegt forræði
að ræða.
► FRANJO Tudjman fór
með sigur af hólmi í for-
setakosningum í Króatíu
á sunnudag en hlaut að-
eins atkvæði 37% kjós-
enda. Kjörsókn var ein-
ungis 57% og sögðu
stjórnmálaskýrendur
þátttökuna og úrslitin
endurspegla áhugaleysi
almennings.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Jónsmessugleði í Eyjum
V estmannaeyjum - Árleg Jóns-
messuhátíð var haldin í Vest-
mannaeyjum á föstudagskvöld
en slík hátíð hefur verið haldin
í Eyjum í áraraðir. Hátíðin er
haldin í Ilerjólfsdal og það er
ÍBV sem stendur fyrir henni.
Sú hefð hefur skapast hjá
mörgum fyrirtækjum í Eyjum
að halda grillkvöld sama kvöld
og Jónsmessuhátiðin er haldin.
Er þá grillað í lautum víðsvegar
um Heimaey og er líða tekur á
kvöldið halda menn I Heijólfs-
dal. Vel viðraði til hátíðarhalda
í Eyjum á föstudagskvöld og
voru um 700 manns saman
komnir í Heijólfsdal á hátíðinni
sem fór þokkalega vel fram að |
sögn lögreglunnar. Talsverður k
erill var samt hjá lögreglunni
og gistu tveir fangageymslur
og einn var tekinn grunaður
um ölvunarakstur.
Iðnaðarráðuneytið um gjaldskrár veitufyrirtækja
Afnema ber ( engingu t
þeirra við vísitölur
Gjaldskrárbreytingar nokkurra hita- og rafveitna
áriö 1996, og miðað við neysluverðsvísitölu
HITAVEITUR Breyting á verði gjaldskrðr Breyting neysluverðs- vísitölu MIS- MUNUR
Hitav. Akraness og Borgarfjarðar +2,8% +2,0% +0,8%
ÍHitaveita Akureyrar -1,8% +2,0% -3,8%
Hitaveitra Hríseyjar 0,0% +2,0% -2,0%
gHitaveitra Mosfellsbæjar +7,4% +2,0% +5,4%
Hitaveitra Reykjavíkur +4,0% +2,0% +2,0%
Hitaveitra Þorlðkshafnar +7,0% +2,0% +5,0%
Orkuveita Húsavíkur +12,0% +2,0% +10,0%
ÍRafmagnsveitur ríkisins +3,3% +2,0% +"1)3%
Hitaveita Suðurnesja 0,0% +2,0% ■2,0%
Meðaltal allra hitaveitna RAFVEITUR +1,7% +2,0%
Rafveita Akureyrar -5,8% +2,0% ■7,8%
jRafveita Reyðarfjarðar 0,0% +2,0% -2,0%
Rafmagnsvelta Reykjavíkur +3,0% +2,0% +1,0%
(Rafveita Sauðárkróks 0,0% +2,0% -2,0%
Orkuveita Húsavíkur +3,0% +2,0% +1,0%
{Rafmagnsveitur rikisins +3,0% +2,0% +1,0%
Hitaveita Suðurnesja -12,5% +2,0% ■14,5%
Meðaltal allra rafveitna -0,2% +2,0%
ÞEIM tilmælum hefur verið beint til
veitustofnana af hálfu iðnaðarráðu-
neytisins að felld verði úr gjaldskrám
þeirra ákvæði um að heimilt sé að
hækka verð samhliða hækkun bygg-
ingavísitölu. „Við viðurkennum í
raun og veru þá staðreynd að þessu
ákvæði hefur ekki verið beitt og
þess vegna teljum við það ekki eiga
erindi í reglugerðirnar," segir Hall-
dór J. Kristjánsson ráðuneytisstjóri
iðnaðarráðuneytis.
Vinnuveitendasamband íslands
beindi þeim tilmælum til ráðuneyt-
isins að það beitti sér fyrir afnámi
þessarar heimildar. Telja forráða-
menn VSÍ að heimildir til hækkunar
gjaldskrár samkvæmt hækkun
byggingarvísitölu séu minjar frá
löngu liðnum tímum óðaverðbólgu.
„Við viljum að þetta sé alveg af-
tengt. Það er engin ástæða til að
ætla annað en að raunverð á orku
geti farið lækkandi, m.a. i kjölfar
samninga Landsvirkjunar og þá
verður þessi tenging ennþá óeðli-
legri. Þessi vísitala mælir alls ekki
þann tilkostnað sem veiturnar hafa
og er þess vegna óeðlileg viðmiðun,"
segir Halldór J. Kristjánsson einnig
og segir ráðuneytið þegar hafa sent
hlutaðeigandi veitum bréf um að
þetta ákvæði verði tekið til endur-
skoðunar.
Ekki hentugur
mælikvarði
í greinargerð sem iðnaðarráðu-
neytið sendi frá sér vegna þessa
máls tekur ráðuneytið undir sjónar-
mið VSÍ um að byggingarvísitalan
sé ekki hentugur mælikvarði á verð-
lagsbreytingar og að slík gjaldskrár-
heimild geti kallað á sjálfvirkar verð-
hækkanir hjá veitufyrirtækjum.
Jafnframt segir að því sé fjarri að
veiturnar hafí notfært sér þessi
ákvæði. „í fæstum tilfellum taka
veitufyrirtæki mið af hækkun bygg-
ingarvísitölu við ákvörðun gjald-
skrár, enda hefur fjárhagur flestra
veitna vænkast á síðustu árum og
þær því betur i stakk búnar að lækka
raunverð rafmagns og hita.“
Þá kemur fram í gögnum sem
ráðuneytið hefur tekið saman að
flestar veitur hafí hækkað gjaldskrá
sína minna en nemi hækkun bygg-
ingarvísitölu og lítil fylgni virðist
vera milli gjaldskrár veitna og bygg-
ingarvísitölu. „Verð á rafmagni og
hita í neysluverðsvísitölu hefur sam-
tals hækkað um 2,4% á síðustu
þremur árum á meðan vísitalan í
heild hefur hækkað um 5,6% á sama
tímabili. Því fær það ekki staðist að
veitufyrirtæki hafi almennt ýtt undir
verðbólgu með sjálfvirkum hækkun-
um sem taka mið af hækkun bygg-
ingarvísitölu," segir i greinargerð
ráðuneytisins.
Sé gluggað í samantekt iðnaðar-
ráðuneytisins um gjaldskrárbreyt-
ingar hitaveitna í samanburði við
byggingarvísitölu kemur í Ijós að
gjaldskrá Hitaveitu Hríseyjar hefur
aðeins hækkað um 5% frá í janúar
1990 til febrúar í ár en vísitalan um
95% á sama tíma. Gjaldskrá Hita-
veitu Brautarholts hefur staðið í stað
frá í mars 1991 fram í maí í ár en
á sama tíma hækkaði vísitalan um
20,9% og Hitaveita Laugaráss í
Biskupstungum lækkaði gjaldskrá
sína um 12% frá janúar 1995 og
fram í mars í fyrra meðan bygging-
arvísitalan hækkaði um 4,9%. Hita-
veita Reykjavíkur hækkaði hins veg- .
ar sína gjaldskrá um 4% á tímabilinu 1
júní 1995 til maí 1996 en á þeim (
tíma hækkaði byggingarvísitalan um ■
2,9%. 1
Þá má nefna að gjaldskrá Raf-
veitu Sauðárkróks hefur staðið í stað
frá árinu 1991 en byggingarvísitala
hækkaði um 16,9% á sama tíma, þjá
Akranesveitu hefur gjaldskrá hækk-
að um 3,1% frá september 1996 til
mars 1997 á sama tíma og bygg-
ingavísitalan hækkaði um 0,6%.
Meðaltalshækkun hitaveitna 1996 1
er 1,7% en hækkun neysluverðsvísi- |
tölu á sama tíma var 2% og hjá raf- ■
veitum er meðalhækkun gjald- "
skránna á sama tímabili 0,2%.