Morgunblaðið - 22.06.1997, Síða 6

Morgunblaðið - 22.06.1997, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 SÚNNÚDAGUR 22. JÚNt 1997___________________________ ERLEIMT Reuter FÉLAGAR Johns Grahams, annars lögregluþjónanna, sem myrtir voru í bænum Lurgan skammt frá Belfast 16. júní, fylgja honum til grafar á miðvikudag. Morðin þykja fyrirboði um að miklar væringar séu í vændum á Norður-lrlandi. Sumar óeirða blasir við á N-írlandi Vonir um að stjómarskipti í Bretlandi leiddu til þess að friðarviðræður um Norður-írland kæmust á skrið á ný virðast ekki ætla að rætast. Tvö morð í upphafí síðustu viku benda til þess að þar verði heitt í kolunum í sumar. Davíð Logi Sigurðsson skrifar frá Belfast um ástandið á Norður-írlandi. MORÐIN á tveimur ung- um lögreglumönnum í bænum Lurgan sunnan við Belfast á mánudag hafa vakið mikinn óhug meðal íbúa á Norður-írlandi og gerðu nánast út af við veikar von- ir fólks um að sumarið yrði frið- samt. Senn þurfa yfírvöld að tak- ast á við sömu vandamál og í fyrrasumar hvað varðar göngur Oraníumanna og auk þess má búast við að herskáir sambands- sinnar (loyalistar) hyggi á hefndir eins og kom fram á föstudag þeg- ar sprengja fannst undir bifreið félaga úr Sjnn Fein, hinum póli- tíska armi írska lýðveldishersins. Síðastliðið sumar verður í minnum haft vegna verstu borg- araóeirða sem átt hafa sér stað um árabil á Norður-írlandi. Óra- níumönnum varð þá afar heitt í hamsi eftir að yfírvöld neituðu þeim um leyfí til að ganga í gegn- um hverfí þjóðernissinna í Portadown. Þegar lögregluyfír- völd ákváðu síðan að hleypa göngunni í gegn varð það til þess að kaþólikkar gengu af göflunum og kom til víðtækra óeirða næstu daga á eftir. Brostnar vonir Um tíma var veik von til að Mo Mowlam, ráðherra málefna Norður-írlands í bresku ríkis- stjóminni, tækist að koma í veg fyrir samskonar atburði nú í sum- ar en eftir atburðina í Lurgan blasir nú algert svartnætti við á Norður-Irlandi. Það er ekki talin nein tilviljun að IRA ákvað að láta til sín taka í Lurgan því til bæjarins er aðeins fímmtán mínútna ferð frá Portadown, upptökum vandræð- anna í fyrrasumar, og tímasetning morðanna er einnig talin vísvit- andi tilraun til að valda vandræð- um á komandi vikum. Þessi tími ársins hefur jafnan kallað á vand- ræði enda er það siður Óraníu- manna að minnast fomra sigra og fallinna hetja, til dæmis fulln- aðarsigurs Vilhjálms af Óraníu á síðasta kaþólska konungi Breta- veldis, Jakobi Stúart, undir lok sautjándu aldar. í þessu andrúmslofti skiptir öllu máli að fylgja fornum hefðum og að ganga sömu gönguleiðir og fyrr á tímum. Þetta er einmitt rót vandræðanna í Portadown. í hverfínu bjuggu áður mót- mælendur og var því eðlilegt að Óraníumenn gengju í þar í gegn. Nú er það hins vegar orðið hverfi kaþólikka, sem vilja engar slíkar göngur sjá. Enginn vill hins vegar láta undan, deilan á Norður- írlandi snýst aldrei um það sem náð er fram heldur hveiju er tap- að. Hugsunin að baki er sú að þegar hið minnsta vígi falli hrynji öll spilaborgin. Morðin í Lurgan hafa strax orð- ið til þess að nánast útilokið virð- ist að samkomulag náist milli íbú- anna í Portadown og Óraníumanna um göngu þeirra síðastnefndu nið- ur Garcaghy-veg og reyndar hafa þeir fyrmefndu nú lýst því yfir að útilokað sé að göngunni verði hleypt i gegnum hverfíð, þeir hafa jafnvel boðað „útihátíð“ þennan sama dag og kallað á liðsstyrk annars staðar frá. Að sama skapi hafa Óraníu- menn lýst því yfír að eftir morðin í Lurgan séu þeir staðráðnir í að ganga sína hefðbundnu leið og að þeir séu ákveðnir í að láta ekki stöðva sig af samtökum íbúa sem þeir saka um að vera hand- bendi Sinn Féin. Vandamálið er að Óraníumenn telja að verið sé að brjóta á sér réttindi ef þeim er ekki leyft að marséra þar sem þeir vilja en á móti kunna kaþól- ikkar ekki við þau skilaboð um yfirburði og sigra sambandssinna sem göngumar fela í sér. Með því að minna kaþólikka á sögulegar staðreyndir, oft á heldur ógeð- felldan hátt með hrópum og köll- um, strá Óraníumenn salti í sárin. Hver ákvörðun yfirvalda veldur síðan óhjákvæmilega illindum inn- an annars hópsins eins og sannað- ist best í fyrra. Eftir tilraunir til viðræðna og samkomulags blasir því „göngutíð“ Óraníumanna nú við, engu samkomulagi hefur ver- ið náð og allar líkur á því að til áreksturs komi 6. júlí eftir guðs- þjónustu Óraníumanna við Drumcree þar sem þeir halda nið- ur Garvaghy-veg. Hrottaleg morð Morðin á mánudag hafa þannig hellt olíu á eld haturs sem undan- fama mánuði hefur vaxið fremur en hitt. Róttæk klofningsfylking (INLA) innan þjóðemishreyfíng- arinnar myrti lögreglumann á bar í Belfast-borg snemma í maí og fyrir tveimur vikum spörkuðu herskáir sambandssinnar lögreglu- mann til bana fyrir utan krá í smábænum Ballymoney í Mið- Ulster. Síðastnefndi atburðurinn vakti hrylling meðal íbúa Norður-írlands en átti rætur sínar í því að nokkr- um dögum áður hafði lögreglu- maðurinn tekið þátt í aðgerðum til að stöðva skrúðgöngu samband- sinna í nágrenninu. Svo mjög mis- líkaði hinum síðastnefndu að þeir sáu ástæðu til að skeyta skapi sínu á óbreyttum liðsmanni lögreglunn- ar sem hafði gert þau mistök að ganga inn á krá á frídegi sínum. Irski lýðveldisherinn IRA lítur oft á liðsmenn lögreglunnar eða hers- ins sem réttmæt skotmörk en að þessu sinni var á ferðinni bijálaður múgur mótmælenda sem sýnir vel hversu mjög kraumar nú í þessum suðupotti sem Norður-írland er. Fjórir lögreglumenn hafa því látið líf sitt á undanfömum mánuði sem boðar ekki gott, og íbúar Norður- írlands hafa smám saman tekið að undirbúa sig undir atburði sum- arsins. Morðin á mánudag hafa ýmsar aðrar afleiðingar. Það er óhætt að spá því að herskáir sambands- sinnar taki þessi morð sem ögrun við sín samtök (UVF og UDA auk annarra minni fylkinga) sem að nafninu til eiga enn að heita í vopnahléi. Það er álit flestra að útilokað sé að þetta vopnahlé standi miklu lengur eftir að IRA storkaði þeim á þennan hátt til andsvara. Herskáir sambands- sinnar hafa oft og tíðum svarað árásum IRA á lögregluna eða herinn með handahófskenndum árásum á krár eða samkomustaði í hverfum kaþólikka, oft með hræðilegum afleiðingum og miklu mannfalli. Helst er óttast að þeir taki nú upp slík vinnubrögð og að þeim fínnist nauðsynlegt að launa IRA lambið gráa svo um munar. Ef svo er þá markar það endurhvarf Norður-írlands til þeirra tíma þegar liðsmenn her- skárra þjóðernissinna og her- skárra sambandssinna kepptust um að gjalda líku líkt. Reyndar héldu flestir að IRA hefði tekist að storka UVF/UDA fram af brúninni nokkru fyrr þeg- ar frægur liðsmaður Shankill- morðingjanna, Robert „Basher“ Bates var myrtur í Vestur-Belfast. Bates fékk nýlega reynslulausn úr fangelsi eftir að hafa setið inni um árabil fyrir aðild sína að allt að 19 morðum. Shankill-morðin- gjamir urðu frægir að endemum á sjöunda áratugnum fyrir við- bjóðslegar pyntingar og aftökur og haft er á orði að enginn kaþó- likki hafí getað sofíð rólegur á meðan klíka þessi gekk laus. Hins vegar voru Shankill-morðingjamir ekkert að víla fyrir sér að myrða mótmælendur líka og eftir að fyrst hafði verið talið að IRA hefði tek- ið Bates af lífi virðist nú sem þar hafí verið að verki mótmælandi í einkageiranum. Liðsmenn IRA voru hins vegar örugglega að verki í Lurgan síð- astliðinn mánudag og morðin á lögreglumönnunum tveimur setja mikið spurningamerki við framtíð friðarviðræðna. Stjórnmálaský- rendur eiga harla erfítt með að útskýra hvers vegna IRA kýs nú svo skömmu eftir að ný ríkisstjórn tók við á Bretlandi að steypa öllu í óvissu. Flestir áttu von á að IRA gæfí Tony Blair tækifæri til að sanna vilja sinn ti! að tryggja lausn á Norður-írlandi og athuga hvort Sinn Féin fengi aðgang að samn- ingaborðinu í náinni framtíð. Eft- ir þessi morð er talið útilokað að Gerry Adams og félögum í Sinn Féin verði hleypt að samninga- borðinu enda hafí þeir sýnt sitt rétta andlit í liðinni viku. Telja margir sig illa svikna, ekki síst það fólk sem léði Sinn Féin at- kvæði sitt í kosningunum á Norð- ur-írlandi og sunnan landamær- anna í þeirri trú að það yki mögu- leikana á úrlausn. Jaðarsamtök eða hin borgaralega miðja Það er þessi tilhneiging til að reyna að laða herská jaðarsamtök (Sinn Féin hefur aldrei hlotið betri kosningu en í nýliðnum kosning- um en hefur samt sem áður að- eins stuðning um 18% íbúa Norð- ur-írlands) inn úr kuldanum sem dr. Richard English, fræðimaður við Queens háskóla í Belfast, hef- ur gagnrýnt og telur hann að betra sé að styrkja hina borgara- legu (og friðsömu) miðju. Hann hefur einnig sagt að leitin að „lausn" vandamála Norður- írlands sé óraunhæf því hana sé varla að fínna í núverandi andrúms- lofti, betur færi ef stjómvöld leituð- ust við að halda ódaeðisverkum, og ástandinu yfírhöfuð, sem mest í skefjum. margir spyija nú einnig hvort ef til vill séu á ferðinni deilur innan IRA og/eða kannski sé Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, einfald- lega ekki fær um að telja banda- menn sína í IRA á að eftia til nýs vopnahlés og að láta reyna á lýð- raeðislegar lausnir. Enn aðrir halda fast í þá von að kannski vilji IRA „fara út með hvelli" áður en það boðar nýtt vopnahlé, nákvæmlega eins og gert var árið 1994. Slíkar vonir virðast hins vegar byggðar á sandi í ljósi þess að „göngutíð" fer í hönd. Ganga Óraníumanna í gegnum Portadown þann 6. júlí markar einungis upphaf megin-göngutíð- arinnar. Næsta skammt fær Norður-írland 12. júlí þegar gang- an yfír Omreau-brúna í Belfast fer fram gegn vilja íbúa þar. Fleiri göngur munu fylgja í kjölfarið allt fram í ágúst og á þessu mán- aðartímabili gæti Norður-írland gæti ástandið likst borgarastyij- öld ef svo fer fram sem horfír. Jafnvel bjartsýnustu mönnum féllust hendur eftir aðgerðir IRA á mánudag og Norður-írland rambar nú á barmi hyldýpisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.