Morgunblaðið - 22.06.1997, Side 8
8 SUNNUDÁGUR 22. JÚNÍ 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ nægir ekki lengur að geta talið saman á puttunum . . .
Þijátíu ár frá stofnun Umferðarskólans
Yfir 75% 5 og 6 ára
barna sækja skólann
MIKIL aðsókn er að Umferðarskól-
anum í sumar og nú þegar hafa
mætt yfir 75% allra fímm og sex
ára barna sem fengið hafa boð um
að koma á námskeið.
Á námskeiðunum spjalla lög-
regluþjónar og leikskólakennarar
við bömin um þær aðstæður í
umferðinni sem þau þekkja af eig-
in raun og lögð er áhersla á að
börnin fái að tjá skoðanir sínar og
reynslu. Þá er sögð umferðarsaga
um Binna bangsa og vini hans
eftir Sigrúnu Eddu Bjömsdóttur
leikara en leikmynd við söguna er
eftir Helgu Rún Pálsdóttur, leik-
mynda- og búningahönnuð. Einnig
eru sýndar stuttar kvikmyndir og
umferðarmyndir á glærum.
Mikilvægi
hjólreiðahjálma
Það sem af er þessu ári hafa
böm í 26 bæjar- og sveitarfélögum
átt þess kost að sækja umferðar-
námskeið. Öllum fímm og sex ára
bömum í umdæminu eru send
boðsbréf og eru foreldrar þeirra
og forráðamenn einnig hvattir til
að mæta. Kennslan fer fram í
grunnskólum á hverjum stað og
er hún ókeypis. Umferðarskólinn
er samstarfsverkefni Umferðar-
ráðs, lögreglu og sveitarfélaga, en
þrjátíu ár eru nú liðin frá því að
skólinn hóf starfsemi.
Tilgangur námskeiðanna er að
vekja athygli-barnanna á atriðum
í umferðinni sem varða öryggi
þeirra og er því sérstaklega fjallað
um reglur fyrir gangandi fólk, um
hjólreiðar bama og mikilvægi þess
að þau noti hjólreiðahjálm. Einnig
er rætt um notkun barnabílstóla
og bílbelta.
Húsavík
Hjólreiðamað-
ur fyrir bíl
MAÐUR á reiðhjóli varð fyrir bíl á
Húsavík í fyrradag. Að sögn lög-
reglu hjólaði maðurinn í veg fyrir
bílinn, sem hann virðist ekki hafa
séð, en bíllinn var ekki á mikilli ferð.
Maðurinn var fluttur á sjúkra-
húsið á Húsavík, þar sem hann er
til eftirlits. Að sögn Gísla Auðuns-
sonar læknis er hann óbrotinn og
líðan eftir atvikum.
Colon Care
gegn ýmsum ristilkvillum
C()U)>
JS
M * * <
#' : * Itrif # » #
- gegn hœgðatregðu
- gegn niðurgangi
- gegn minni ristilbólgum
- vinnur að eðlilegum
þarmahreyfingum
- byggir upp heilbrigða
þarmanóru, t.d. eftir töku
fukkalyjja eða eftir ferðalög
- mjög árangursrtkt en samt
milt
- íslenskar leiðbeiningar
- blanda sem á sér enga lika
- aðeitis hágteða hráefni án
nokkurra aukaefna
-fiest í apótekum og
heilsuverslunum
Hver skammtur innihcldur: 5 gr.
af Psyllium husk/mjúkar trefjar.
17 gr. bygg/malt extrakt með
vítamínum og steinefnum. 1
billjón af lífvænlegum Adidiphilus
(Lactobacillus Acidophulus). 1
billjón af lífvænlegum Bifidus
(Bifidobacterium Longum). 250
mg af C-vítiamfni (Calsim
Ascorbate).
Ekki súrt í maga.
Medico
Scandinavia House í New York
Frumkvæði
Islendinga
skiptir sköpum
STOFNUNIN American-
Scandinavian Found-
ation í Bandaríkjunum
var stofnað árið 1910 og er
markmið þess að auka skiln-
ing og vináttu milli Banda-
ríkjamanna og þjóða Norð-
urlandanna. Er þetta gert
með ýmsum hætti, þ.ám.
nemendaskiptum. Einnig
veitir hún stofnunum og ein-
staklingum verðlaun fyrir
menningarafrek og stendur
fyrir margvíslegri útgáfu,
myndlistarsýningum, tónleik-
um og kynningarsamkomum.
Reksturinn er fjármagnað-
ur með vöxtum af stofnfé auk
stuðnings frá fyrirtækjum,
stofnunum og einstaklingum
en um 4.000 manns eiga
aðild að ASF vestanhafs.
Stofnunin stendur nú fyrir
herferð til að afla fjár til
hönnunar og framkvæmda
Scandinavia House og er markmið-
ið að safna rúmum milljarði króna.
„Húsakynnin sem keypt voru
fyrir Scandinavia House eru í
hjarta New York og á mjög góðum
stað, á Park Avenue nr. 56-58,
milli 37. og 38. strætis og stutt í
samgöngumiðstöðvar eins og
Grand Central-járnbrautastöðina,"
segir Gallagher. „Við verðum með
fyrirlestrasal, myndlistarsali, tón-
leika- og kvikmyndasali, bóksölu
og kaffíhús, funda- og móttöku-
herbergi. Þetta verður mikil um-
bylting á öllum aðstæðum, fyrsta
norræna húsið af þessu tagi í
Bandaríkjunum.
Hægt verður að auka veg nor-
rænna hagsmuna á sviði menning-
ar og viðskipta með langtum víð-
tækari hætti en hingað til. Við
munum geta efnt til hvers kyns
menningarviðburða í eigin húsi og
haldið ráðstefnur um efnahagsmál
og fleiri efni þar sem Bandaríkja-
menn geta fengið innsýn í líf og
menningu Norðurlandaþjóðanna."
- Gera Bandaríkjamenn sér yfír-
leitt grein fyrir muninum á Norð-
urlandaþjóðunum?
„Ég held að Bandaríkjamenn
ættu að vera betur upplýstir um
Norðurlöndin og það er eitt af
markmiðum okkar að auka skiln-
ing á því hve menning og saga
þjóðanna fímm er margbrotin.
Það er sennilega rétt að banda-
rískur almenningur er ekki jafn
alþjóðlega sinnaður og gerist t.d.
á Norðurlöndunum og annars stað-
ar í Evrópu en þessu viljum við
gjarnan breyta.
Við vonumst til að geta nýtt
húsakynnin til fulls árið 2000.
Hvert fyrir sig geta Norðurlöndin
ekki gert mjög mikið til að efla
veg menningar sinnar, vísinda og
viðskipta í Bandaríkjunum en með
sameiginlegu átaki geta þau miklu
meira. Þetta á einnig
við um hugmynd á borð
við Scandinavia House.
Þar verður alltaf eitt-
hvað að gerast sem
vekur athygli í menn-
ingarheimi New York og annars
staðar í Bandaríkjunum.“
- Hvemig gengur fjáröfiunin?
„Hún gengur vel. Féð er að
mestu leyti framlag einkaaðila, um
tveir þriðju hlutar kostnaðarins.
íslendingar hafa verið afar áhuga-
samir um framgang ASF og verið
hinum góð fyrirmynd, sýnt hvað
hægt er að gera. íslenskir stuðn-
ingsmenn vestra hafa lagt fram
yfír 100.000 dollara, um sjömilljón-
ir króna, og íslensk fyrirtæki tvö-
faldað þá fjárhæð.
EDWARD P. Gallagher er
Bandaríkjamaður og var kjör-
inn forseti The American-
Scandinavian Foundation (ASF)
sl. haust. Hann lauk MBA-námi
í viðskiptafræðum við Columb-
ia-háskóla og BA-námi við Ber-
keley-háskóla. Eitt helsta verk-
efni hans núna er að undirbúa
starfsemi norræns menningar-
seturs, Scandinavia House and
Nordic Center, sem á að hefjast
á næsta ári í New York. Gallag-
her sér einnig um útgáfu tíma-
ritsins Scandinavian Review.
Hann var áður einn af yfir-
mönnum Nútímalistasafnsins í
New York og Smithsonian-
stofnunarinnar og frá 1990 var
hann stjórnandi Hönnunaraka-
demíu Bandaríkjanna. í síðast-
nefnda starfinu skipulagði hann
fjölda sýninga og kynningu á
norrænni menningu í Banda-
ríkjunum.
Það er einnig búist við því að
ríkisstjómir Norðurlandanna veiti
fé til hússins. Viðbrögð íslenskra
ráðamanna hafa verið jákvæð.
Ríkisstjómin hefur heitið að leggja
fram 250.000 dollara, 17,5 millj-
ónir króna, gegn því að hin Norð-
urlöndin leggi einnig fram fé.
Fmmkvæði íslenskra ráða-
manna hefur verið afdrifaríkt, það
skipti sköpum að utanríkisráð-
herra íslands skyldi taka þetta
mál upp. Með þessum hætti þrýsti
hann mjög á um að það fengi
stuðning og við gerum okkur nú
vonir um að ákvarðanir verði tekn-
ar um fjárstuðning fljótlega, jafn-
vel á næsta ári.“
- Halda íslendingar vel sínum
hlut gagnvart hinum Norðurlönd-
unum þegar kemur að námsstyrkj-
um?
„Það eru nokkrir sjóðir sem
styrkja fólk til náms og
á hverju ári fá um 20
íslenskir stúdentar
styrk. Öflugasti ís-
lenski styrktarsjóður-
inn er minningarsjóður
Thors Thors. Alls hafa rúmlega
500 íslendingar fengið samanlagt
rúmlega milljón dollara í styrki frá
honum til náms, framhaldsrann-
sókna og þjálfunar í Bandaríkjun-
um undanfarin 30 ár.
íslendingar sem fá styrk eru
núna mun fleiri hlutfallslega en
frá hinum Norðurlandaþjóðunum.
Þeir eru mjög hæfír og duglegir
námsmenn, leggja stund á ýmiss
konar fræðigreinar, allt frá örveru-
fræði yfir í lögfræði, og eru í há-
skólum um öll Bandaríkin."
IMá athygli
með sameig-
inlegu átaki