Morgunblaðið - 22.06.1997, Side 12

Morgunblaðið - 22.06.1997, Side 12
12 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓRU KJARN- ORKUVOPN UM ÍSLAND? Mats Berdal. ILJÓSI ÞESS hver viðbúnaður og stefna Bandaríkjanna var á sjötta áratugnum er vart annað hugsanlegt en að kjarnorkuvopn hafi farið um ísland og það máttu allir vita, sem á ann- að borð fylgdust með innan Atlants- hafsbandalagsins. Þetta er mat Norðmannsins Mats R. Berdal sér- fræðings hjá International Institute for Strategic Studies í London, en hann hefur nýlega skrifað bók um Norðmenn, Bandaríkjamenn og kalda stríðið, „The United States, Norway and the Cold War, 1954- 1960“. í bókinni kemur ísland tölu- vert við sögu og þá ekki síst hvern- ig norska stjórnin reyndi að beita áhrifum sínum á íslenska ráðamenn í þágu Bandaríkjanna og Atlants- hafsbandalagsins, þegar Banda- ríkjamenn óttuðust áhrif íslenskra kommúnista sem mest. íslensk málefni iðulega á borði Bandaríkjaforseta Bók Berdals hefur verið mikið rædd í Noregi eftir að hún kom út fyrr á árinu. Höfundurinn segir þó að bókin sé auðvitað ekki nærri eins umdeild eins og hún hefði ver- ið ef hún hefði komið út fyrir tíu árum eða svo, því eftir lok kalda stríðsins hafí fyrri deiluefni mild- ast. „En vissulega voru viðbrögðin nokkuð fyrirsjáanleg í þá átt að þeir til vinstri sögðu: „Þetta er eins og við sögðum eða verra.“ Kalda stríðið er varla deiluefni lengur, en það er hins vegar mjög áhugavert tímabil," segir Berdal. Um tímabilið sem hann tekur til athugunar segir hann að það helgist meðal annars af aðgangi að heimildum og heim- ildir frá sjötta áratugnum séu ós- part að opnast. I bók sinni leggur Berdal mikla áherslu á að nauðsynlegt sé að gera sér grein fyrir á hvaða stigi málefni Norðurlandanna hafi verið meðhöndluð innan pólitíska kerfís- ins í Bandaríkjunum. Samband Bandaríkjanna við lítil lönd hafi venjulega verið á framkvæmda- plani, sem bandarísk'a varnarmála- ráðuneytið, Pentagon, hafi þá séð um og aðeins í undatekningartilvik- um komið inn á borð Bandaríkjafor- seta. „En Island er undantekning, því á árunum 1945-1960 voru að- eins þijú skjöl gerð um Noreg á vegum National Security Council fyrir forsetann, en um Island var stöðugt verið að gera skjöl. Afstað- an til landanna byggðist á land- fræðilegri stöðu þeirra og lega ís- lands var fíma þýðingarmikil fyrir Bandaríkjamenn." Berdal bendir á að á sjötta ára- tugnum hafi ríkt mikil spenna, sem ógnarjafnvægið á sjöunda áratugn- um hafi að vissu leyti dregið úr. „Á sjötta áratugnum voru kjarn- orkuátök ekki aðeins álitin raun- hæfur möguleiki, heldur var allt skipulag miðað við þau, hvort held- ur varðaði hertækni, framkvæmd eða skipulag varnarmála Bandaríkj- anna og Atlantshafsbandalagsins. Ástæðan var ofmat vesturveldanna Mats R. Berdal er höfundur bókar um stöðu og samskipti Noregs og Bandaríkjanna 1954-1960, þar sem ísland kemur við sögu. Þar sem kjamavopn voru uppistaðan í vöm- um NATO á þessum árum þykir Berdal sennilegt að slík vopn hafi farið um íslenskt landsvæði á þessum tíma. Sigrún Davíðs- dóttir hitti hann að máli í London nýlega. og getu Sovétríkjanna var allur annar en síðar varð. Sovétríkin voru kannski engin hernaðarleg ógnun í raun, en myndin var öll önnur, meðal annars eftir að Rússar sendu Spútnik á loft 1957. Bara það eitt varð til þess að hert var á stærð- fræðikennslu í bandarískum skól- um. Og svo má ekki gleyma vax- andi áhrifum Sovétríkjanna í þriðja heiminum. Fyrir mann eins og John Foster Dulles utanríkisráðherra (1953- 1959) var hræðslan við áhrif ís- lenskra kommúnista angi af því að hann trúði því einlæglega að komm- BANDARÍSKAR orrustuþotur á Keflavíkurflugvelli. á mannafla Sovétríkjanna og um leið var það metið svo að vesturveld- in hefðu ekki minnsta möguleika á að jafnast á við Sovétríkin hvað mannafla varðaði. Það kom reyndar síðar í ljós að mannaflinn var ofmet- inn, en kjarnorkustyrkurinn átti að vega upp á móti sovéska mann- aflanum," sagði Berman. „Varnarskipulag Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins byggð- ist á því sem kallast „second strike capabilities", þar sem miðað var við að hægt væri að svara árás og bijóta hana á bak aftur. Til þess átti að nota kjarnorkustyrkinn og þar sem hann var álitinn nægilega öflugur var síður nauðsynlegt að verða fyrstur til árása. Á sjötta áratugnum ríkti hræðsla við að hægt yrði að gera allan herstyrkinn óvirkan með leifturárás. Viðbúnað- urinn miðaðist því í ríkari mæli við hreyfanlegan herstyrk, bæði í flug- vélum og kafbátum. Ætlunin var að fljúga með kjarnorkuvopn frá Bandaríkjunum, ef ráðist yrði á evrópsk aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins. Staða og styrkur ná- lægra landa var mikilvægt atriði og áríðandi að hafa gott eftirlits- kerfi. Bæði Noregur og ísland voru mikilvægir hlekkur í þessu eftirlits- kerfí, en ísland lá einnig vel við, að fiugvélar kæmu þar við til að taka eldsneyti eins og þurfti á leið- inni milli Evrópu og Bandaríkjanna á þessum árum. ísland var því mik- ilvægur útvörður í bandaríska varn- arkerfinu. Þegar kom fram á sjöunda ára- tuginn var þróun sprengjuflugvéla og kjarnorkukafbáta komin vel á veg með að gera kjarnorkuherafl- ann hreyfanlegri og síðar voru þró- aðar kjarnorkueldflaugar, sem hægt var að skjóta upp frá Banda- ríkjunum. Með tímanum og breytt- um tækniforsendum dró Jjví úr hernaðarlegu mikilvægi Islands, þótt það væri mikilvægt lengi vel.“ Norðmenn beittu íslendlnga þrýstlngi í herstöðvardeilunnl Það var sökum þessarar lykilstöðu íslands fyrir bandarískt vamarkerfí að Bandaríkjastjórn hafði augun stöðugt á íslandi að sögn Berdals. Þegar vinstri stjómin kom til valda sumarið 1956 sýna bandarísk skjöl að stöðugt var haft auga með Is- landi og aðstæðum þar, sökum ótta bandarískra stjórnvalda við að kommúnistum tækist að gata vamarkerfíð. Þá leituðu þau til norsku stjórnarinnar um að hún freistaði þess að hafa áhrif á íslend- inga. „í utanríkisráðuneytinu vissu menn að íslendingar tóku mark á Norðmönnum, ekki aðeins sökum nálægðarinnar heldur líka af því að líkt og Islendingar voru Norðmenn einnig gagnrýnir á stefnu Bandaríkj- anna. Það er hins vegar erfítt að segja nokkuð til um hver áhrif Norð- manna á íslendinga vom, því ís- lenska stjómin sneri við blaðinu eft- ir innrás Sovétmanna í Ungveijaland 1956 og herstöðvadeilan leystist." Um það hvort Norðmenn eða Bandaríkjamenn hafí haft fmm- kvæðið að því að Norðmenn reyndu að tala um fyrir íslensku stjóminni segir Berdal að ekki sé hægt að full- yrða neitt um, því bæði löndin hafí álitið sig hafa hag af því að íslending- ar væm áfram traustur hlekkur í vamarkeðjunni við Atlantshafíð. „En þótt áhyggjur af áhrifum kommún- ista geti virst ögn yfirdrifnar nú megum við ekki gleyma að við emm hér að tala um kalda stríðið og Stal- ínstímabilið. Þetta vom mektardagar leyniþjónustunnar CLA, sem í raun áleit að Bandaríkin væm í stríði við Sovétríkin, og skilningurinn á mætti únistar væru einsleit fylking, sem stýrt væri af Sovétríkjunum. Maður eins og Halvard Lange utanríkis- ráðherra (1946-1965) sem á þess- um tíma var mjög áhrifamikill bæði i Noregi og á alþjóðavettvangi leit kommúnista hins vegar mildari augum og gerði sér grein fyrir að þeir lutu ekki endilega allir stjórn Kremlar. Norðmenn skildu betur hugsun- arhátt íslendinga og áttuðu sig betur á aðstæðum þar en Banda- ríkjamenn, enda andrúmsloftið í Noregi og á íslandi ekki ósvipað, meðal annars af því að bæði löndin voru fyrrverandi nýlendur. í Noregi var einnig rætt um hlutverk lands- ins í Atlantshafsbandalaginu á síð- ari hluta sjötta áratugarins. Þótt NATO-aðild ætti mikinn stuðning meðal Norðmanna voru þeir líka stundum í andstöðu við Bandaríkin og það voru ekki bandarískar her- stöðvar í Noregi.“ Otti Bandaríkjastjórnar við ís- lenska kommúnista gerði það að verkum að hún var tilbúin til að teygja sig langt í aðstoð og stuðn- ingi við Islendinga að sögn Berdals. „Eisenhower spurði einhvern tím- ann hvort það væri ekki bara hægt að kaupa allan íslenska fískinn til að komast hjá að íslendingar væru að versla við Sovétríkin. Vangavelt- urnar voru á þessu plani og Banda- ríkjastjórn spurði sig hvað hægt væri að gera til að gera íslendinga ánægða, en vildu líka óhikað beita þá þrýstingi, ef þeim bauð svo við að horfa. Norðmenn áttuðu sig bet- ur á hvað væri raunhæft." Aðspurður hvort íslensku stjóm- inni hafí verið mikilvægi landsins ljóst á þann hátt að hún hafí nýtt sér það til að þrýsta á Bandaríkjastjóm um hlunnindi segist Berdal ekki þekkja dæmi þess og erfitt sé að segja nokk- uð til um það nema að maður þekki aðstæður á Islandi á þessum ámm og það geri hann ekki. Ekki hægt að vera í NATO án þess að samþykkja kjarnorkustefnuna Það var þó ekki einfalt fyrir norsku stjórnina að vera bæði í NATO og um leið gagnrýnin á kjarnorkustefnu bandalagsins, enda bendir Berdal á að af þessu hafi hlotist tvíbent afstaða til kjarna- vopna. „Það var spenna milli yfir- lýsinga norsku stjórnarinnar um kjarnavopn annars vegar og gerða þeirra hins vegar. Hún var á móti kjarnorkuvopnum, enda nálægt Sovétríkjunum, en hins vegar var í raun ekki hægt að vera með í NATO án þess að samþykkja kjarn- orkustefnu þess. Á sjötta áratugn- um byggðist allur varnarviðbúnaður NATO á notkun kjarnorkuvopna. Það var ekki fyrr en kom fram á sjöunda áratuginn að farið var að huga að vörnum með hefðbundnum vopnum, sem ætti alla vega að reyna að nota fyrst til að svara árás. En yfirlýsingar gegn kjarn- orkuvopnum gengdu fyrst og fremst hlutverki í umræðum á heimavelli um vamarmál." Um þá áhugaverðu og áleitnu spurningu hvort kjarnavopn hafi verið geymd á íslandi segir Berdal að rannsóknir sínar hafi fyrst og fremst miðast við Noreg. „En það gildir hins vegar það sama fyrir Island og Noreg í þessu tilliti að það var ekki hægt að vera í NATO og vera samt fyrir utan kjama- vopnastefnu þess. Eins og staðan var á þeim árum, sem ég hef athug- að, þá er ómögulegt annað en að það hafi stundum verið kjarnavopn í flugvélum, sem lentu á Islandi eða á herskipum, sem komu í flotaheim- sóknir. I bók Joels Sokolsky, „Sea Power in the Nuclear Age, The United States Navy and NATO, 1949-80“ vitnar hann í bandarískar heimildir um að í undirbúningi hafí verið að reisa geymslur fyrir kjarna- vopn í Hvalfírði. Slíkar geymslur voru byggðar víðar og voru annað- hvort með vopnum í eða gátu tekið á móti vopnum í geymslu. En hvort slík geymsla var í raun byggð og hvað hefði þá verið í henni veit ég ekki um. Eg efast ekki um að það vom kjarnavopn á Islandi á sjötta ára- tugnum, hvort sem þau voru þar aðeins tíma og tíma í senn eða á einhveijum tímabilum. Danska stjórnin kaus að fá ekki tilkynning- ar um kjarnavopn á Grænlandi og ég veit ekki hvort íslenska stjórnin hefur fengið vitneskju um vopnin eða ekki. En hvort sem henni var tilkynnt um þau eða ekki þá er enginn vafi á að allir, sem vissu gjörla hvernig varnarstyrk Banda- ríkjanna og NATO var háttuð, þekktu líka inn á kjarnorkuviðbún- aðinn og hvar vænta mátti að kjarnavopn væru. Þessir aðilar vissu vel að varnarstyrkurinn grundvallaðist á kjarnavopnum."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.