Morgunblaðið - 22.06.1997, Page 22
22 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
fylgdi. „Stelpugeyið sat á tröppun-
um þegar karlinn fór á bar og
fékkst ekki til að fara heim, því bú-
ið var að borga fyrir hana,“ segir
Kristinn. „Hanann ætlaði Múri að
fara með til íslands til að slást við
íslensku hanana og hafði hann á
klósettinu í fiugvélinni. En þegar
við lentum í Bandaríkjunum sagði
hann mér að henda hananum út, því
ekki mátti koma með hann þangað.
Eg beið þar til við lentum og
smeygði þá hananum út. Hann var
svo að spígspora á brautinni og
Múri sagði að hann mundi áreiðan-
lega leita uppi næsta hænsnahóp,
drepa hanann og yfirtaka hænurn-
ar. Einu sinni man ég að hann bað
mig að koma með sér í myrkri að
hitta einhverja svertingja í kofa, til
að kaupa ódýra banana. Bananar
fengust ekki á Islandi og við mátt-
um koma með bananafarm í tómum
vélunum heim. Múri var í slíkum
reddingum. Allt í einu spratt hann
upp og bað mig um að halda hönd-
unum á sér svo að hann rotaði ekki
karlaræflana. Þá hafði hann skilið
að þeir ætluðu að stela banönum til
að selja okkur. Ekki varð af þvi og
banana fengum við annars staðar.
Það var mjög gaman að vera með
honum.“
Til að gera langa sögu stutta
eyðilagðist þessi fyrsta Hekla í
leiguflugi á Ítalíu og Geysir varð
rétt á eftir til á Vatnajökli. „Þá átt-
um við enga flugvél eftir og stjórnin
ákvað að hætta og leggja félagið
niður. Við Alfreð vorum staddir í
Ameríku á einhverju námskeiði og
fengum skeyti um það. Við skildum
fá okkur vinnu fyrir vestan. Við vor-
um í stjórninni og flugum snarlega
heim. Og hætt var við að hætta. Svo
keyptum við amerísku björgunar-
flugvélina á Vatnajökli og það
bjargaði félaginu."
Geysir fórst á Bárðarbungu á
Vatnajökli í septembermánuði 1950.
Daginn eftir að flugvélin fannst
lenti Douglas DC-3 flugvél frá
bandaríska hernum á skíðum hjá
flakinu til að sækja fólkið. En vélin
komst ekki í loftið hvemig sem
reynt var og varð að skilja hana þar
eftir. Það er þessi flugvél sem Loft-
leiðamenn keyptu á staðnum fyrir
700 dollara, eins og brotajám. „Það
var mikil heppni,“ segir Kristinn og
er minntur á að björgun vélarinnar
flokkist ekki síður undir mikið af-
rek.
„Þetta var vel úthugsað hjá okk-
ur og mikill undirbúningur. Við lét-
um smíða sleða og kofa til að sofa í.
Þetta hefði þó ekki verið hægt án
þess að hafa ýturnar. Klaustur-
bræður frændur mínir komu til
hjálpar, því enginn vildi tryggja ýt-
ur í þetta. Siggeir á Klaustri lánaði
okkur tvær ýtur, aðra frá Búnaðar-
sambandinu. Við vorum á jöklinum
í mánuð. Vomm heppnir með veð-
ur. Þó að snjóaði aftur ofan á vélina
þá var það lausamjöll, sem var auð-
velt að moka. Á 21. degi náðum við
vélinni upp úr gröfmni í jöklinum.
Hún var á skíðum og gekk vel með
hana niður. Við bundum saman
sleðana og drógum hana. Niðri á
söndunum útbjuggum við stutta
braut. Við höfðum sett vélina í gang
strax uppi á jöklinum. Enginn snjór
var inni í henni. Við opnuðum
gluggann og settum á svissinn.
Geimarnir voru í lagi og ljós kom á
mælaborðið og radíóið suðaði.
Morguninn sem brautin var tilbúin
var norðan hvassviðri og stóð þvert
á brautina. Við ætluðum að hafa
vélina tilbúna á brautarendanum ef
lygndi. Meðfram henni voru þrjár
olíutunnur og átti að hætta við flug-
tak þegar komið væri að þriðju
tunnunni. Ég var búinn að koma
vélinni í gang og Genni bróðir gekk
meðfram henni. Þegar ég sá allt í
einu að vasaklúturinn hans lafði
niður og að komið var logn, fannst
okkur eins gott að reyna flugtak og
gáfum í. Vélin flaug eins og engill,
svo við Alfreð ákváðum að hætta
við að fara að Klaustri og fljúga
með suðurströndinni til öryggis og
alla leið til Reykjavíkur."
Þetta afrek er enn frægt og hafa
verið gerðar margar kvikmyndir
Morgunblaðið/Ól.K. Mag.
KRISTINN Olsen og Alfreð Elíasson á Keflavíkurflugvelli við komu fyrstu Rolls Roys flugvélar Loftleiða 29. maí 1964.
Það var þá stærsta flugvélin á flugleiðinni yfir Atlantshafið.
BRÆÐURNIR Kristinn, Alfred, Olaf og Gerhard Olsen. Þeir fylgdu
allir elsta bróðurnum í flugið sem flugstjóri og flugvélstjórar.
um það. Kristinn kveðst hafa verið
svo heppinn að vera nýbúinn að
kaupa sér kvikmyndavél, sem hann
tók með á jökulinn. Annars hefðu
engar myndir verið til þaðan.
Þessa splunkunýju flugvél seldu
Loftleiðamenn fyrir svakapening,
85 þúsund dollara, eins og Kristinn
orðar það. Hún entist í fjöldamörg
ár. Jim Kennedy, sölumaður
hreyfla, sem var að koma á Kefla-
víkurflugvöll og Kristinn ætlaði
einmitt að fara að hitta þar, vissi af
því þegar henni var lagt og sendi
Kristni og Alfreð mælaborðið, sem
er á fiugsýningunni í Perlunni um
þessar mundir.
Uppgangur Loftleiða
Fyrir söluverð amerísku vélar-
innar og tryggingar Geysis gátu
Loftleiðir keypt nýja flugvél,
Heklu 2.“ Svo kom bítlaæðið á fullu
og fylgdi mikál trafík milli Ameríku
og Evrópu. Við vorum með lægsta
fargjaldið á Atlantshafsleiðinni og
var brjálað að gera hjá okkur.
Síðan fórum við að fljúga til Lúx-
emborgar. Þar var aðeins stutt
flugbraut og ekkert flugfélag flaug
þangað. Þar var ekki einu sinni
innanlandsflug. En þegar við tók-
um upp reglulegt flug þangað
byggðu þeir upp flugvöllinn. Það
hefur líklega verið þessvegna sem
þeir hengdu orðu á okkur Alfreð,"
segir Kristinn. En auk þessarar
hertogaorðu frá Lúxemborg voru
þeir einnig sæmdir Fálkaorðunni
fyrir þeirra stóra þátt í framgangi
flugsins á íslandi.
Þótt Kristinn ætti sinn þátt í
GAMLIR félagar, flugsljórarnir Magnús Guðmundsson, Dagfinnur
Stefánsson, Jóhannes Markússon, Kristinn Olsen, Alfreð Elís son, Ólaf-
ur Olsen og Ingvar Þorgilsson.
stjómun félagsins flaug hann alltaf
líka sjálfur. „Ég flaug mjög mikið,
er meira fyrir það en að sitja við
skrifborð. Ég var 3 ár í loftinu sam-
tals. Þetta voru oft langar tarnir.
Einu sinni lenti ég í því að vera í
flugi í 73 tíma án þess að komast inn
á hótel. Við vorum fimm í áhöfn og
gátum dottað í sætunum á víxl. Þá
var flogið til Parísar, þaðan til
Rómaborgai- og svo heim, þar sem
átti að skipta um áhöfn. En enginn
flugstjóri var tiltækur, svo ég hélt
áfram með ítalina til Suður-Amer-
íku og bananafarm heim. Maður
leysti bara það sem þurfti að gera.“
Síðast var Kristinn flugstjóri á
Rollsinum, sem hann kallar svo,
sem þá var stærsta flugvélin í flug-
inu yfir Atlantshafið. Hann hætti að
fljúga skömmu eftir sameiningu
flugfélaganna.
Hvernig lagðist það í hann þegar
hans gamla félag sameinaðist keppi-
nautnum. „Mér fannst það ekkert
spennandi. En bæði flugfélögin
flugu á sömu staði með hálffullar
vélar, svo það verður að viðurkenn-
ast að það var skynsamlegt. Við
Loftleiðamenn vorum þó ekki
ánægðir með matið á eignunum,
sem voru lagðar næstum að jöfnu.
Við áttum eigin flugvélar og vorum
búnir að byggja hótelið og skrif-
stofubygginguna. í þessu var visst
ranglæti."
Talið berst að þeim miklu breyt-
ingum sem orðið hafa í fluginu. Áð-
ur en þoturnar komu höfðu flugvél-
arnar ekki loftþrýstibúnað í far-
þegarými. Ekki var hægt að fljúga
hærra en í 10 þúsund fet. Ef flogið
var svo hátt var reglan að flugfreyj-
urnar gengju um með súrefnisbrúsa
ef einhver þyrfti á súrefni að halda.
Svo kom til ísing og vond veður.
Þurfti stundum að krækja fyrir
þrumuveður, sem sáust vel á nótt-
unni. Nú er hægt að fara upp fyrir
veðrin. Þetta er miklu einfaldara,
segir Kristinn. Nú geturðu stimplað
inn og vélarnar lenda sjálfar.
Kapparnir hittast
Kristinn hélt áfram stjómunar-
störfum þó hann væri hættur að
fljúga. Og þó hann sé þar ekki leng-
ur, þá er hann í sambandi við sitt
gamla félag. Virka daga hittast þeir,
gömlu skarfamir, í kaffi á hótelinu
og rabba saman, útskýrir hann.
Fylgjast þannig með því sem er að
gerast á sínum gamla vinnustað,
sem honum finnst bráðnauðsynlegt.
Hann fer líka enn að veiða, m.a. á
Hóli í Steingrímsfirði þar sem þeir
Alfreð keyptu jörð með veiðiréttind-
um og áttu með veiðifélögunum
góðar stundir. Fjölskyldur þeirra
hafa nú skipt með sér húsunum.
Kristinn segir að sér líði ákaflega
vel í húsinu sínu í Arnamesinu í
námunda við sjóinn. Hann ætlar
ekki að vera heima á afmælisdag-
inn. íris dóttir Ingibjargar heitinn-
ar konu hans og maður hennar,
Guðmundur Pálsson, ætla að
skreppa með honum til Bandaríkj-
anna. Varla situr flugstjórinn þó
kyrr í farþegasætinu alla leið. Ætli
hann líti ekki fram í flugstjómar-
klefann á leiðinni yfir Norður-Atl-
antshafið, þar sem hann átti svo oft
leið um.
I
I
)
\
í
[