Morgunblaðið - 22.06.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
GUÐMUNDURJ.
GUÐMUNDSSON
+ Guðmundur J.
Guðmundsson
fæddist 22. janúar
árið 1927 í Reykja-
vík. Hann lést 12.
júní síðastliðinn í
Bandaríkjunum.
Foreldrar hans voru
Sólveig Jóhanns-
dóttir frá Svigna-
skarði í Borgarfirði,
f. 7.8. 1897, d. 10.6.
1979, og Guðmundur
Halldór Guðmunds-
son sjómaður frá
Hrafnseyrarhúsum í
Arnarfirði, f. 4.10.
1887, d. 15.2. 1982.
Bræður Guðmundar
eru Jóhannes Óskar,
f. 14.6. 1924, látinn,
Friðrik, f. 9.11.1925,
Jóhann, f. 16.2.1930.
Eftirlifandi eigin-
kona Guðmundar er
Elín Torfadóttir
fóstra og kennari,
f. 22.9. 1927 í
Reykjavík, Eignuð-
ust þau fjögur börn
sem öll eru á lífi, en
þau eru: Gunnar
Órn dýralæknir, f.
17.11. 1948, maki
Elísabet Haralds-
dóttir, og eiga þau
þijú börn. Sólveig
fulltrúi, f. 18.12.
1951, hún á tvö börn. Guðmund-
ur Halldór deildarstjóri, f. 1.5.
1953, maki Jónína Jónsdóttir,
og eiga þau fjögur börn, og
Elín Helena fulltrúi, f. 20.1.
1962, sambýlismaður hennar er
Runólfur Þór Andrésson, og
eiga þau tvö börn.
Guðmundur stundaði ýmis
verkamannastörf á árunum
1941 til 1953 og var nokkur
sumur lögregluþjónn á Siglu-
firði. Árið 1953 varð Guðmund-
ur J. starfsmaður verkamanna-
félagsins Dagsbrúnar og tók
einnig sæti í sljórn félagsins.
Guðmundur J. var varaformað-
ur Dagsbrúnar frá 1961 til 1982
og formaður félagsins frá 1982
til 1996. Guðmundur var formað-
ur Verkamannasambands Is-
lands frá 1975 til 1991. Hann
átti sæti í miðstjórn Alþýðusam-
bands íslands, stjórn fulltrúaráðs
verkaiýðsfélaganna í Reykjavík
frá 1953 og var um árabil í samn-
inganefndum Verkamannasam-
bandsins og Dagsbrúnar. Guð-
mundur var einn af helstu for-
ystumönnum íslenskrar verka-
lýðshreyfingar áratugum saman
og þátttakandi í gerð margra
stærstu kjarasamninga sem
gerðir voru á vinnumarkaði.
Guðmundur var meðal þeirra
sem forystu höfðu um gerð svo-
Elsku heimsins besti afi minn!
Þú ert demanturinn minn sem
hefur skinið svo skært í mínu lífi.
En hvað getur afastelpa sagt núna
þegar ég fyrst átta mig á því hvað
fólk virkilega meinar þegar það
talar um að tilvera þess hrynji á
einu augnabliki. Þú veist að ég elsk-
aði þig út af lífinu og það náði ég
að segja þér margoft. En sár er
sorgin og söknuðurinn. Ég þakka
Guði fyrir allar þær stundir sem
við deildum saman. Koma þá fyrst
í huga mér þær plokkfiskmáltíðir
sem við áttum á Þrem Frökkum.
Þar gátum við gleymt stund og stað.
Eins og þú sagðir var það okkar
tími. Þá spáðum við í lífið og tilver-
una, sagði ég þér þar frá mínum
hugsunum og lífí. Alltaf hafðir þú
svör og ábendingar um leiðir sem
vert væri fyrir mig að skoða. Enda
ertu hetja, þótt þú vildir aldrei við-
urkenna það. Það var nú heldur
ekki að ástæðulausu að ég laug því
að öllum sem heyra vildu að þú
réðir landinu þegar ég var aðeins
6 ára. Minningarnar streyma um
okkur sem eru mér svo dýrmætar
á þessari stundu. Þegar ég 5 ára
hljóp heim til þín og ömmu beint
úr sunnudagsskólanum, settist í
kjöltu þér, benti á hjarta þitt og
sagði þér að Jesús bankaði alltaf á
hjarta þitt. Þú brostir að mér, tókst
utan um mig og bentir mér á að
hann væri í hjarta okkar allra. Þetta
fannst mér stórmerkileg uppgötv-
un. Þegar við sátum tímunum sam-
an og fórum yfir íslendinga sögum-
ar fyrir próf og þú vissir alltaf
meira og betur en bókin. Amma
varð alltaf að koma inn í stofu við
og við til að stoppa þig í frásagnar-
kallaðra þjóðarsátt-
arsamninga í febrúar
árið 1990.
Guðmundur tók
mikinn þátt í sljórn-
málum og var þing-
maður Reykjavíkur
fyrir Alþýðubanda-
lagið 1979 til 1987,
borgarfulltrúi á árun-
um 1958 til 1962 og
varaborgarfulltrúi
1962 til 1964. Guð-
mundur var í mið-
stjórn Sósíalista-
flokksins 1953 til
1956 og í miðstjórn
Alþýðubandalagsins
óslitið frá 1956 til
1987.
Guðmundur gegndi
fjölmörgum trúnað-
arstörfum um ævina.
Hann sat í Hafnar-
stjórn Reykjavíkur
um árabil, var í stjórn
Framkvæmdanefnd-
ai' byggpngaráætlun-
ar frá 1965 til 1977,
stjórn Verka-
mannabústaða í
Reykjavík 1974 til
1982, auk fjölmargra
annarra nefnda og
ráða á vegum verka-
lýðshreyfingarinnar.
Guðmundur sat í síld-
arútvegsnefnd 1991
til 1994. Þá var hann í sljórn
SÁÁ frá stofnun þeirra sam-
taka og í stjórn Verndar frá
1983 til 1989. Guðmundur sat
allsheijarþing Sameinuðu þjóð-
anna sem fulltrúi Alþingis og
var einnig fulltrúi ASÍ hjá AI-
þjóðavinnumálastofnuninni í
Genf frá 1986 til 1991.
Guðmundur sinnti nokkuð
ritstörfum og eftir hann liggja
einnig tvær endurminn-
ingabækur skráðar af Ómari
Valdimarssyni, sem komu út
1989 og 1990.
Útför Guðmundar fer fram
frá Hallgrímskirkju á morgun
klukkan 13.30.
gleði þinni og benda þér á bókina.
Eg gæti alveg gleymt mér og hald-
ið endalaust áfram. En nú er komið
að þeirri stund sem afastelpan mun
efna loforð sitt, að passa hana
ömmu, sem við elskum svo heitt.
Elsku afí minn, það voru forrétt-
indi mín að eiga þig sem afa. Ég
elska þig.
Þín alltaf,
Sandra.
Þegar ég minnist Guðmundar J.
Guðmundssonar kemur mér fyrst í
hug að við áttum eftir að tala um
margt; það stóð alltaf til að hittast
og fara yfir margt úr sameiginlegri
sögu okkar og að rifja margt upp
um þær rætur sem við áttum sam-
an pólitískt og persónulega. Fyrstu
kynni mín af Guðmundi voru á
ræðumennskunámskeiði upp við
súðina í Tjarnargötu 20; hann sýndi
okkur hvernig mætti beita vasaklút
og neftóbaki á örlagaríkum augna-
blikum í ræðuhöldum. Það var eina
ræðunámskeiðið mitt um ævina; ég
hef því miður enn ekki lært að beita
neftóbaki og rauðum vasaklút. En
ræður Guðmundar voru magnaðar;
röddin sterk og orðaforðinn beittur.
Guðmundur var einn af leiðtogum
Dagsbrúnar, yngstur þeirra sem þar
réðu ríkjum er ég var sendur 16
ára til að smala í Dagsbrúnarkosn-
ingum. Hinir voru Hannes og Eð-
varð. Af Guðmundi stafaði ljómi
sem var með þeim hætti að svokall-
aðir menntamenn töldu hann ævin-
lega jafningja sinn; hann var sjó-
fróður í bókmenntum og kunni Kilj-
an eins og allir almennilegir sósíal-
istar á þeirri tíð. Hann gat stundum
brugðið honum fyrir sig með leift-
ursnöggum setningum sem voru
eins og nokkát í boxi þegar mikið
lá við á verkfallsvöktunum. Þá var
eins gott fyrir auðvaldið að pakka
saman og skammast sín. í fylking-
unni hélt Guðmundur sig yfirleitt
með skólafólki þó hann væri oft
seinna á ævinni að tala um gáfu-
mannafélagið með lítilli virðingu.
Staðreyndin var sú að hann kunni
vel að meta nauðsyn þess að ungt
fólk gengi í skóla og leit á það sem
lið í lífskjarabaráttu fátæks fólks á
íslandi. Guðmundur var kosinn til
forystu í samtökum ungra sósíalista
með Inga og þeim félögum og
seinna inn í bæjarstjórn Reykjavík-
ur. Hann skipaði þar sæti verka-
lýðshreyfingarinnar en Sósíalista-
flokkurinn taldi það jafnan sjálfsagt
að hafa leiðtoga reykvískra verka-
manna annað hvort í borgarstjórn
eða á alþingi eða á báðum stöðun-
um. Guðmundur var í borgarstjórn
góður málflytjandi og svo skemmti-
legur félagi að af bar; fyndinn, hitt-
inn og svakalega góður sögumaður.
Fáir sögumenn hafa orðið á vegi
mínum jafngóðir; fyrir mér er hann
í_ flokki með Stefáni Jónssyni og
Ola komma. Guðmundur jaki vann
með föður mínum í Mjólkurstöðinni
um skeið; þaðan voru margar sög-
ur. Þeir voru útkastarar að emb-
ætti eins og það hét þá. Þeir voru
orðlagðir fyrir það að þurfa aldrei
að taka á nokkrum manni. Þeir
beittu mannviti og fortölum; það
var fyrir stera.
Guðmundur sagði mér ótal sögur
af lögregluárum sínum, skemmti-
sögur úr flokknum og hreyfingunni
og af mönnum og málefnum. Við
vorum samverkamenn í Lindarbæ
um margra ára skeið. Hann fór
fyrir minnihluta kjörnefndar á
Tónabíósfundinum sæla sem var
haldinn fyrir réttum 30 árum er
Alþýðubandalagið í Reykjavík
klofnaði í hið fyrra sinnið. Hann
talaði fyrir okkur eins og það hét;
taldi sig einn af uppeldissonum Ein-
ars og var alltaf stoltur af. Við
urðum svo smátt og smátt heima-
gangar hvor hjá öðrum og skipt-
umst á verkefnum; við pössuðum
fyrir hann kött og hann borgaði í
tolli. Svo falaðist hann eftir hesti
hjá mér; því miður var hesturinn
ekki falur. Ég sé hálfpartinn eftir
því; sá hestur hefði borið Guðmund
höfðinglega.
Guðmundur var seinna kosinn á
alþingi þegar Eðvarð hætti. Guð-
mundur var fjórði Dagsbrúnarform-
aðurinn sem sat á alþingi fyrir flokk
íslenskra sósíalista; fyrst Héðinn,
þá Sigurður Guðnason, svo Eðvarð
Sigurðsson og síðast Guðmundur
J. Reykjavíkurkjördæmi hefur alltaf
talið sér í senn ljúft og skylt að
tefla fram frambjóðendum sem
hefðu skírskotun utan hins almenna
flokksfylgis; svo er enn. Á alþingi
vorum við samferða í átta ár við
Guðmundur. Hann kom á óvart í
þingstörfunum og tókst til dæmis
ágæta vel að stýra erfiðri þingnefnd
sem fulltrúi stjórnarflokks á tíma-
bili ríkisstjórnar Gunnars Thorodd-
sens. Það voru erfið ár bullandi
verðbólgu sem seinna urðu okkur
báðum hvatning til þess að taka
erfiðar ákvarðanir með þjóðarsátt-
inni síðar í tíð ríkisstjórnar Stein-
gríms Hermannssonar þar sem Al-
þýðubandalagið átti aðild að. í orð-
ræðu á alþingi vógu orð Guðmund-
ar þungt og þó kannski þyngst í
þingflokknum þar sem hann hafði
mikil áhrif. Ekki eru störfin á al-
þingi alltaf ánægjuleg og stundum
leiddist Guðmundi ákaflega á þing-
inu og það var ekki alltaf auðvelt
að vera heidur ungur formaður
flokksins með ráðríka félaga og
mörg stórveldi innanborðs í þing-
flokknum. En hann lagði oft á sig
mikla vinnu í þágu flokksins; var
duglegur að ferðast um landið til
fundarhalda í flokksfélögunum og
á leiðinni sagði hann endalausar
sögur; fyndnar sem alltaf verða
mér í minni. Um daginn var ég að
hugsa um þessar sögur og þá stað-
reynd að enginn mun nokkurn tíma
skrá þær. Þó verður saga hreyfing-
arinnar aldrei fullskráð fyrr en
þessar sögur eru líka komnar á
pappír. Eini maðurinn sem hefur
sýnt tilþrif í þeim efnum er Einar
Már Guðmundsson rithöfundur. Og
það eru tilþrif í lagi því Einar Már
Guðmundsson er partur af blóði
þess fólks sem bar hreyfinguna
uppi. Guðmundur J. líka.
Það var oft góður tími þegar
Guðmundur var á þingi og við hitt-
umst daglega. En það var ekki allt-
af góður tími. Stundum töldu menn
Guðmund vera fyrir sér og þá var
að honum vegið. Stundum óvægið
að ekki sé meira sagt; það var bein-
línis gerð atlaga að mannorði hans.
Þá var mér legið á hálsi fyrir að
hafa slegið skjaldborg um Guð-
mund, var gagnrýndur sem formað-
ur flokksins fyrir linkind í garð
hans. Ég er enn þakklátur fyrir að
hafa haft þrek til að sýna þá linkind.
Guðmundur og Elín voru alger-
lega sem ein manneskja. Það var
hollt að kynnast sambandi þeirra.
Þau gáfu hreyfingunni, málstað
réttlætis og jafnréttis, sósíalista,
allt sem þau gátu um áratuga skeið.
í endurgjald fengu þau of fátt að
ekki sé lengra.leitað eftir lýsingar-
orðum um það smáa.
Ég var ekki alltaf sammála Guð-
mundi og Guðmundur ekki mér.
Aðallega greindi okkur á um menn,
en ekki um málstað. Svo lengi stóðu
kynni okkar að hann er mér mikil-
vægur hluti þess iífs sem ég hef
lifað. Og lærdómsríkur.
EIlu, börnum og tengdabörnum,
barnabörnunum öllum, flyt ég fyrir
mína hönd og konu minnar hlýjar
samúðarkveðjur. Fyrir hönd Al-
þýðubandalagsmanna í Reykjavík
færi ég honum þakkir sem þing-
manni okkar, borgarfulltrúa og
verkalýðsleiðtoga.
Mikil kempa er fallin en baráttan
heldur áfram.
Svavar Gestsson
Mér hefur sjaldan verið jafn
brugðið og þegar ég frétti að eld-
klerkurinn, vinur minn, Guðmundur
J. Guðmundsson, væri fallinn frá,
ég leyfi mér að segja langt um ald-
ur fram. Margir urðu til að
samfagna honum nýverið á sjötugs-
afmæli hans og ég veit að ýmsir
deildu þeirri von minni að þau Elín
gætu nú tekið við að njóta lífsins.
Ég kynntist Guðmundi jaka seint,
því miður alltof seint. Samband
okkar hófst að hans frumkvæði á
þann ánægjulega hátt að þegar
mikið lá við, á litiu blaði sem ég
ritstýrði, hringdi hann til að stappa
í mig stálinu. Hann hafði réttilega
reiknað út að sumir af forystu-
mönnum Alþýðuflokksins, sem
héldu að þeir ættu að stjórna
Aþýðublaðinu, væru ekki allskostar
ánægðir með skrif mín. Hann átti
eftir að hringja oftar og ég átti
eftir að njóta þeirra forréttinda að
heyra hann ausa af gnægtarbrunni
sagna um liðna tíð, menn og mál-
efni, sem ég þekkti sjálfur einungis
af sögubókum.
Hann var frábær sögumaður og
Ljósmyndasafn Dagsbrúnar
ELDSKÍRNINA í verkalýðsbaráttunni fékk Guðmundur J. Guðmundsson í verkfalíinu 1955.
Hér má hins vegar sjá hann í miðjum hópi verkfallsmanna á hafnarbakkanum 1961.