Morgunblaðið - 22.06.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 25
stílisti af gnðs náð. Það er íslensk-
um bókmenntum óbætanlegur skaði
að honum skyldi ekki gefast tóm
til að skrifa meira. Hann var skáld
réttlætisins. Það var hans hlut-
skipti og þar skildi hann eftir sig
þau verk sem munu geyma nafn
hans um ókomna tíð.
Við fráfall hans er mannlífið nú
öllu litdaufara en áður, en þeir
menn sem hafa gróðursett frækom
vináttunnar í hugum annarra lifa
um alla tíð. Kvenskörungnum og
hetjunni, Elínu, sendi ég innilegustu
samúðarkveðjur, sem og börnum
þeirra. Ég hygg að það sé ekki of-
mælt að Elín hafi ekki síður verið
formaður fornfrægasta verkalýðs-
félags landsins og hún var jafnan
virkur þátttakandi í símtölum okkar
Guðmundar með skarplegum og
hárbeittum athugasemdum.
I verkalýðsbaráttu sinni var Guð-
mundur jaki fulltrúi lifandi fólks.
Hann hafði innilegan vilja til að
bæta kjör þess og beijast af krafti
fyrir betra samfélagi. I samanburði
við Jakann verða arftakar hans í
verkalýðshreyfingunni aldrei annað
en ísmolar.
Ég held að ég hafi verið síðasti
maðurinn sem varð þeirrar ánægju
aðnjótandi að tefla skák við Guð-
mund jaka. Þar kom baráttulund
hans best í ljós. Hann sagðist nú
eiginlega ekkert hafa teflt eftir að
Albert vinur hans dó, og þess sáust
nokkur merki á taflmennsku hans.
En að aflokinni hverri skák sagði
hann djúpri og sannfærandi röddu:
„Næst skal ég taka þig.“
Nú er skák Guðmundar J. Guð-
mundssonar lokið. Hann sigraði.
Ég veit að í framtíðinni verður
það svo að þá kemur mér hann í
hug þegar ég heyri góðs manns
getið.
Hrafn Jökulsson.
Frá því ég man eftir mér hefur
Guðmundur J. Guðmundsson verið
til staðar, óijúfanlegur hluti af
landslaginu, nánast einsog Esjan.
Og sú staðreynd mun reynast
óhagganleg þrátt fyrir fráfall hans,
að á síðustu áratugum hafa fáir
talsmenn verkalýðshreyfingarinnar
sett eins mikinn svip á sína samtíð
og hann gerði.
Allt frá því Guðmundur J. Guð-
mundsson fór að láta til sín taka
sem ungur maður hefur þjóðin aldr-
ei velkst í vafa um hver Jakinn
var. Og jafnvel eftir að heilsunni
hrakaði virtist baráttuþrek hans
óþijótandi og brennandi löngun til
að hrinda fram þjóðfélagsbreyting-
um launafólki til hagsbóta.
Því fór fjarri að Guðmundur J.
væri alltaf allra, jafnvel í eigin
ranni, innan verkalýðshreyfingar-
innar, enda fór hann iðulega ótroðn-
ar slóðir. Fyrir bragðið gustaði oft
hressilega um Jakann. En þannig
vill það líka stundum verða með
menn sem ekki vilja lognmollu og
liggur á að láta hlutina gerast. ís-
lensk verkalýðshreyfing þyrfti að
eiga sem flesta slíka eldhuga.
Hin síðari ár, eftir að ég tók við
formennsku í BSRB, lágu leiðir
okkar Gumundar J. Guðmundsson-
ar oft saman og var jafnan gott
að leita til hans.
Að honum er nú mikill sjónar-
sviptir. Reyndar er fráfall Guð-
mundar J. í mínum huga enn mjög
óraunverulegt og ég hef grun um
að fyrir okkur mörg verði svo um
langa hríð. í lifanda lífi var Guð-
mundur J. Guðmundsson fyrirferð-
armikill maður. Og minningin um
Jakann mun lifa. Hún verður á sín-
um stað, fyrirferðarmikil - einsog
Esjan.
Eiginkonu Guðmundar J. Guð-
mundssonar og fjölskyldu votta ég
mína dýpstu samúð.
Ögmundur Jónasson.
Guðmundur Joð, eitt helsta stór-
menni íslenskrar verkalýðssögu, er
skyndilega allur, allt of skömmu
eftir að hann ætlaði að fara að
hægja á, setjast við lestur fornbók-
mennta og njóta langþráðra og
verðskuldaðra frístunda.
Sagnameistarinn segir ekki kím-
inn fleiri mergjaðar sögur héma
megin - og skvettir ekki lengur
neftóbaki allt um kring eftir því sem
nær dregur hámarki sögunnar.
Slyngur samningamaður og verka-
lýðsforingi leggur ekki lengur á
ráðin um næstu skref í stöðugri
baráttu fátæks fólks fyrir rétti sín-
um og brauði. Blíður afí fær ekki
lengur blik í auga þegar minnst er
á börn og barnabörn. Elskandi eig-
inmaður lygnir ekki lengur aftur
augum þegar hann talar um Elínu
sína sem var honum dýrari en nokk-
uð annað.
Guðmundur Joð var hjartahlýr
maður - en bjó vitaskuld yfír þeim
hæfileika að fara fínt með það þeg-
ar honum þótti hæfa. Á bak við
framhliðina var tilfinningalega við-
kvæmur maður og sjálfsagt hefur
sú staðreynd átt meiri þátt í að
móta hann og marka hans kúrs
meira en sósíalískir leshringar og
rökræður um díalektíska efnis-
hyggju. Samstaða Guðmundar með
lítilmagnanum í samfélaginu var
einlæg og afdráttarlaus. Trú hans
á mannlega reisn var óendanleg.
Fyrirlitning hans á þvermóðsku
skrifræðiskerfisins og hverskonar
snobbi var fullkomin. Reykvískt
verkafólk var hans fólk og með
hagsmuni þess í huga vann hann
sitt ævistarf. Hver maður mætti
vera fullsæmdur af að hafa unnið
þó ekki væri nema brot af öllu því
sem Guðmundur Joð kom til leiðar
fyrir íslenskt verkafólk. Vandséð
er hver fyllir það skarð.
Skemmtilegasta verk sem ég hef
tekið mér fyrir hendur var að skrá
endurminningar Guðmundar jaka.
Ég hafði áður heyrt hann segja
fáeinar sögur í hóp blaðamanna og
samheija á þingum Verkamanna-
sambandsins og ASÍ - en að hann
gæti sagt sögu um nánast hvert
einast atvik lífs síns hafði ekki
hvarflað að mér. Og þetta voru
engar venjulegar sögur; lífið var
endalaus og samansúrruð ævintýr
og frásagnarlistin, herra minn trúr,
- sjálfur Garcia Márquez hefði
mátt hafa sig allan við.
Vegna starfa erlendis get ég
ekki fylgt góðum vini síðasta spöl-
inn. Elínu, börnum þeirra og barna-
börnum sendum við Dagmar hug-
heilar samuðarkveðjur.
Omar Valdimarsson.
Mér brá er ég heyrði fráfall vinar
míns Guðmundar J. Guðmundsson-
ar. Að vísu er sagt að maður komi
í manns stað, en með fráfalli Guð-
mundar þykir mér skarð fyrir skildi,
sem seint verður fyllt. Með örfáum,
fátæklegum orðum, vil ég kveðja
Guðmund.
Óþarft er að rekja hreinskilni
Guðmundar og baráttuvilja. Það
þekkir þjóðin öll. Hann var einlæg-
ur baráttumaður fyrir bættum kjör-
um almennings í landinu. Hann var
einnig sannur andstæðingur þeirrar
tekjuskiptingar, sem fer vaxandi
með þjóðinni, skiptingu í ríka og
fátæka. Guðmundur var harður
stuðningsmaður velferðarkerfisins.
Með öðrum orðum, Guðmundur
trúði því að þjóðinni í heiid farnað-
ist best ef lífskjör væru tiltölulega
jöfn, allir hefðu atvinnu og jafnræð-
is væri gætt eins og frekast er
unnt og þjóðfélagið viðurkenndi þá
skyldu að sjá þeim farborða, sem
af einhveijum ástæðum færu hall-
oka í lífsbaráttunni.
Guðmundur J. Guðmundsson
hvikaði aldrei frá þessari sannfær-
ingu sinni. Hann var henni trúr til
dauðadags. I síðasta skiptið sem
við hittumst stuttlega lýsti hann
áhyggjum yfir öndverðri þróun.
Við Guðmundur þekktumst lengi,
en kynni okkar urðu ekki náin fyrr
en á árunum 1989 og 1990. Þá var
mönnum orðið ljóst, að ekki varð
lengur búið við þá verðbólgu sem
hafði geisað um áratuga skeið.
Menn skildu loksins að hún þjónaði
aðeins þeim, sem áttu fjármagn og
gátu siglt á öldutoppnum, en gerði
hins vegar þá fátæku fátækari.
Þetta skildi Guðmundur manna best
og var kappsmál að samstaða
næðist um að ráða niðurlögum verð-
bólgunnar en án þess þó að launa-
menn einir greiddu herkostnaðinn.
Vafalaust var þjóðarsáttin, sem
náðist í upphafi árs 1990, mikilvæg-
asta skrefið, sem hefur verið stigið
í viðureigninni við verðbólguna.
Ýmsir hafa viljað tileinka sér þá
samningsgerð. Það er mikill mis-
skilningur. Þjóðarsáttin var sameig-
inleg verkalýðshreyfingu, atvinnu-
rekendum og ríkisvaldi. Fáir vita
hins vegar hve stóran þátt Guð-
mundur J. Guðmundsson átti í gerð
þjóðarsáttarinnar. Sem forsætis-
ráðherra kom ég mjög nálægt
samningsgerðinni og átti marga
trúnaðarfundi með forustumönnum
verkalýðshreyfingar og atvinnurek-
enda. Að öllum ólöstuðum reyndust
mér einna mikilvægastir fundir með
Guðmundi J. Guðmundssyni. Ég
leitaði tíðum ráða hjá Guðmundi
og fékk ég þau ætíð umbúðalaust,
enda var Guðmundur sérstaklega
ráðhollur maður. Hjá Guðmundi
fékk ég að vita hvað launamenn
gátu þolað og hveijar væru þær
lágmarkskröfur á hendur ríkis-
valdsins, sem fullnægja yrði, ef
þjóðarsáttin ætti að nást.
Þessir viðræðufundir okkar Guð-
mundar voru ekki haldnir fyrir
framan ijölmiðla. Við kusum báðir
að halda þeim leyndum, ekki vegna
þess að eitthvað væri athugavert
við fundi okkar. Við óttuðumst hins
vegar, að viðræður okkar kynnu
að skapa tortryggni, sem oft getur
spillt góðu máli.
Frá þessum árum hélst góð vin-
átta okkar Guðmundar. Hann heim-
sótti mig m.a. á skrifstofu mína í
Seðlabankanum og kvaðst þá í
fyrsta sinn hafa stigið inn fyrir dyr
þessa musteri fjármagnsins. Við
áttum þá eftirminnilegar umræður
um daginn og veginn en ekki síst
um þær miklu og, að sumu leyti,
alvarlegu breytingar, sem eru að
verða í þjóðmálum.
Fyrir síðustu áramót hitti ég Guð-
mund á förnum vegi. Hann kvaðst
þá ætla að líta inn til mín öðru sinni.
Af þeim fundi verður því miður ekki,
a.m.k. ekki í þessu lífi.
Ég lýk þessum fátæklegu orðum
með því að þakka Guðmundi hans
mikla starf í þágu alþýðufólks í
landinu og okkar góðu kynni. Ég
votta eftirlifandi eiginkonu Guð-
mundar, Elínu og fjölskyldu dýpstu
samúð okkar Eddu.
Steingrímur Hermannsson.
SJÁ BLS. 32
Sambandið
ergXg
Nú er sannarlega rétti tíminn að fá sér GSM-farsíma,
þráðlausan síma og venjulegt símtæki því Siemens símarnir
hafa aldrei verið á betra verði en nú.
... með Siemens
símtækjum!
GSM-FARSIMINN
Einstaklega léttur (165 g), þunnur (16/22 mm) og
meðfærilegur farsími. Hljómgæðin í S6 eru framúrskarandi
Nú á ótrúlegu júnítilboðsverði:
29.900 fcr. stgr.
MtmXTTmitu
ÞRÁÐLAUST SÍMTÆKI
Sérlega skemmtilegt, létt og meðfærilegt þráðlaust símtæki með skjá og
laust við allar truflanir. Langur endingartími rafhlöðu. Svo þægilegur að
þú skilur ekki hvernig þú komst af án hans. DECT-staðall.
Nú á júnitilboðsverði,
19.900 fcr. stgr.
EUROSET 8 0 5 / 8 1 5 / 83 5
AFBURÐA SIMTÆKI
Nýjasta útgáfan frá Siemens af þessum einstaklega þægilegu
og traustu símtækjum. Hönnun og framleiðsla í sérflokki.
s Skjár, hátalari, spólulaus símsvari, skammval,
P hraðval, séraðgerðir Pósts og síma, forritanleg
hringing, fjölbreytt litaúrval o.s.frv., o.s.frv. Tilvalin
símtæki jafnt fyrir heimili og fyrirtæki.
Verö frá 3.S70 fcr.
Og rúsínan í pylsuendanum:
ÞRÁÐLAUSAR ISDN-SÍMSTÖÐVAR
frá Siemens. Hvað viltu hafa það betra?
Umboðsmenn um land allt.
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 • Sími 511 3000
Heimasíða: www.tv.is/sminor