Morgunblaðið - 22.06.1997, Síða 26

Morgunblaðið - 22.06.1997, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ RAFN Hafnfjörð Morgunblaðið/Amaldur Halldórsson Póstkort eru gífurleg íandkynning VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Litbrá hf. er rótgróið fyrirtæki á sviði ljósmyndunar, texta- gerðar, hönnunar, litgreiningar, tölvuumbrots og prentun- ar. Fyrirtækið er e.t.v. þekktast fyrir póst- og jólakortaútg- áfu auk landkynningarefnis. Litbrá er fjölskyldufyrirtæki og fer þar fyrir Rafn Hafnfjörð sem er löngu landskunnur fyrir listrænar ljósmyndir sínar af landi og þjóð. Eftir Guðmund Guðjónsson RAFN HAFNFJÖRÐ er fæddur í Hafnarfirði 21. ! desember 1928. Hann missti móður sína 9 ára og var þá „kippt upp af götunni" af móðursystur sinni og bömum hennar. Rafn fór í Flensborgar- skóla og að þeirri skólagöngu lok- inni lá leiðin í Iðnskólann. Krókur- inn beygðist snemma hjá Rafni, í Flensborg var hann síteiknandi og þótti svo efnilegur að teiknikennari hans, Ásgeir Júlíusson, tók hann í einkatíma. Sami maður kom Rafni á framfæri við leikmyndagerð hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar og til stóð um tíma að Rafn myndi leggja fyrir sig leikmyndagerð eða mynd- list í Bretlandi. Hann varð hins vegar frá þeim ætlunum að hverfa vegna fjárskorts. Þess í stað lauk Rafn Iðnskólanum á einu ári, menntaði sig í ljósmyndun, plötu- töku og offsetprentun. Hann sjálf- menntaði sig síðan í listrænni ljós- myndun. Hann gekk að eiga Krist- ínu Jóhannsdóttur frá Patreksfírði og eiga þau sex böm, Hjördísi, tvíburana Birnu og Hrafnhildi, El- ínu Þóru, Þyrí og Jóhann. Þegar skólagöngu lauk tóku sig saman nokkrir félagar og stofnuðu „Litla Ijósmyndaklúbbinn" þar sem félagarnir, auk Rafns, Kristinn Siguijónsson, Óttar Kjartansson, Gunnar Pétursson, Guðmundur W. Vilhjálmsson, Guðjón B. Jónsson, Magnús Daníelsson og Þorsteinn Ásgeirsson, lögðu sig sérstaklega eftir því að taka _ listrænar ljós- myndir þar sem ísland var við- fangsefnið. Þeir lögðu mikla rækt við við- fangsefnið, fengu m.a. þekkta Ijós- myndara á borð við Jón Kaldal og Hjálmar R. Bárðarson til að halda fyrirlestra og dæma verk sín. Klúbburinn hélt m.a. sýningu á verkum sínum í Bogasal Þjóðminja- safnsins og fékk rífandi dóma, m.a. hjá Birni Th. Björnssyni. „Ljósmyndarafélag íslands var með sýningu í Listaskálanum á sama tíma og var mikill rígur þar á milli. Umsagnimar voru á þann veg að við komum miklu betur frá þessu og raunar fengum við stór- kostlega dóma. Þetta var einn af mikilvægustu þáttunum í mínu lífs- hlaupi, því að segja má að þama hafi ég ákveðið að leggja ljósmynd- un fyrir mig,“ segir Rafn, sem einn- ig hélt einkasýningu á Kjarvals- stöðum 1979 og átti myndir á Heimssýningunni í Montreal 1967. Við það má bæta, að Rafn hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir myndir sínar, m.a. frá Ferðamála- ráði Evrópu, Almenna bókafélag- inu, Flugleiðum o.fl. Litbrá fæðist Árið 1954 var ekkert að vanbún- aði og þeir Rafn, Kristinn Sigur- jónsson og Eymundur Magnússon stofnuðu Litbrá. „Fyrstu verkefnin vom bækl- ingagerð fyrir Loftleiðir. Loftleiðir vom þá byrjaðar að fljúga til Lúx- emburg og þeir þurftu að auglýsa ísland sem „stopover“-valkost. Bæklingarnir byggðust á ljósmynd- um mínum og það sem var kannski alveg sérstaklega ánægjulegt við þetta var, að prentun þessi var öll í Bandaríkjunum og við náðum henni heim. Við vorum að þessu leyti frumkvöðlar, því það var eng- in svona offsetprentsmiðja á ls- landi á þessum ámm. Þetta var aðeins byijunin, við byijuðum strax fyrsta árið að prenta jólakort og gemm það enn í dag og emm mjög stórir á því sviði. Ég kem nánar inn á það á eftir. Við litprentuðum einnig á matvælaumbúðir m.a. utan um rækjur, gaffalbita og kaffibæti sem 0. Johnson og Kaaber seldu í stór- um stíl í þá daga. Þetta var gífur- legt magn, upplagið á þessum kaffibætismiðum var 100.000 stykki á ári og það var mjög gam- an að þessu. Bæklingagerð hvers konar, sérstaklega þó tengd land- kynningu, færðist einnig jafnt og þétt í vöxt,“ segir Rafn. Hvað áttir þú ósagt um jólakortin? „Við byijuðum á þeim strax fyrsta árið eins og ég gat um áðan og þöfum aukið hlut okkar jafnt og þétt. Ég er og hef alltaf verið mikill áhugamaður um myndlist hvers konar og frá upphafi höfum við hjá Litbrá lagt áherslu á að gefa út jólakort með myndum eftir ekkta meistara myndlistarinnar. upphafi vorum við með kort með myndum eftir Halldór Pétursson, síðan Barböru Árnason, Jón Engil- berts, Jörund Pálsson og Gunnlaug Scheving. Seinna gáfum við út kort með myndum eftir Sigrúnu Eldjárn og Jóhannes Kjarval. Við höfum til þessa dags gefið út kort með alls 16 myndum eftir Kjarval. Þannig tengist þessi útgáfu öll listáhuga mínum sem alltaf hefur fylgt mér,“ segir Rafn. Hann bend- ir á veggina á skrifstofu sinni. Þar hanga verk eftir ýmsa þekkta meistara, Erró, Karl Kvaran, Hall- dór Pétursson, Eirík Smith og Walt Disney! Þegar Rafn fór að koma undir sig fótunum byijaði hann nefnilega að safna málverk- um og hann segist nú eiga dágott safn. „Þarfir fólks eru ólíkar. Ein af mínum frumþörfum er að hafa fallega myndlist í kring um mig,“ segir Rafn. í póstkortin Litbrá er kannski hvað þekktast fyrir póstkortaútgáfu. Rafn er spurður hvað hann selji mörg póst- kort á ári og hvort þetta sé ekki gullnáma í þjóðfélagi sem stendur frammi fyrir ört vaxandi ferða- mannastraumi? Ekki vildi Rafn kannast við að hér væri gullnáma á ferðinni og því siður vildi hann fara út í sölutöl- ur. Hann sagði: „Ég er oft spurður þessarar spurningar, hvað selurðu mikið af kortum? Ég vil ekkert svara þessu. Markaðurinn er þrátt fyrir þennan vaxandi ferðamanna- straum frekar smár og það er eigin- lega bijálæði að standa í þessu. Þú kemur í hótelmóttöku úti á landi á íslandi og í anddyrinu standa 5-6 póstkortastandar, hver frá sínu fyrirtæki! í Hollandi eða Englandi myndir þú sjá einn stand og þó skaltu athuga, að ferðamannafjöldi á íslandi á einu ári samsvarar ferðamannastraumi til Lundúna eina helgi! Þetta er þá engin gullnáma? „Nei, það er langur vegur þar frá og ég vorkenni fólki sem lætur sér koma til hugar koma að fara út í póstkortaútgáfu, svo yfirfullur sem þessi litli markaður er.“ Er ekki erfitt að finna réttu myndina, fmna milliveginn milli hins listræna og hins almenna? Og, hefur smekkur ferðamanna breyst í kortavaii? „Jú, það getur verið erfitt að hitta á það rétta. Dæmi um að hitta á rétt er mynd sem ég tók fyrir mörgum árum af Skaftafelli og Hvannadalshnjúk. Stóð þá á bakka Skeiðarár og þetta var áður en brýrnar voru byggðar. Úlfar Jakobsen, sá mikli ferðafrömuður sagði mér einu sinni að hann hefði hvað eftir annað verið spurður er hann fór með erlenda ferðamenn þarna austur: Hvaðan var myndin tekin? Það þurfti ekki að spytja að því hvaða mynd um var að ræða. Þessi mynd fór svo víða og var svo þekkt að spurningin þurfti engra skýringa við. Hins vegar var ekki hægt að svara spurningunni, því Skeiðará er eins og pendúll og er eitt árið hér og það næsta annars staðar. Enn í dag er þetta kort eitt af okkar bestu sölukortum. Svo er maður auðvitað ekki alltaf jafn heppinn. Já, ég held að smekkur ferða- manna hafi breyst. Þ.e.a.s. listrænu myndirnar ganga betur en áður. Þetta er hluti af tíðarandanum og sést einnig á fatatísku og arkítekt- úr. Ég veit ekki hvort þetta fylgir meiri og betri menntun á mynd- málssviðinu, en myndmálið er miklu sterkara en áður. Meira ríkj- andi. Ég segi hiklaust, að ein góð ljósmynd segi meira en þúsund orð og blöð, tímarit, myndbönd og sjón- varp endurspegla þetta.“ Þú hefur sagt að póstkort séu ein- hver besta landkynning sem til er. Er það ekki fremur stórt tekið upp í sig? „Nei, alls ekki. Eitt póstkort er gífurleg landkynning, hvað þá þeg- ar þau skipta orðið hundruðum þúsunda á mörgum árum. Hvert kort er skoðað af minnst 2-3 ein- staklingum og maður getur ímynd- að sér að allt að 10-12 manns geti verið að skoða hvert kort. Þá sér fólk þetta stórbrotna og fallega land og getur vel hugsað sér að heimsækja það. Ég get sagt þér litla sögu um hvernig póstkort urðu allt að því þungamiðja heillar brúð- kaupsveislu í Bandaríkjunum: Það hringdi til mín maður og sagðist vera að gifta dóttur sína vestur í Bandaríkjunum. Þarna átti að vera 200 manna veisla og þau hjónin voru að sjálfsögðu boðin, en hann vantaði einhveija góða hug- mynd til að leggja á borð með sér. En hann vissi ekki hvað hann átti að færa dóttur sinni. Hann spurði mig ráða og ég sagði við hann eft- ir smáumhugsun, að ég skyldi gefa honum 200 póstkort, sitt með hveiju mótívinu. Hann skyldi síðan leggja eitt kort við hvern disk og þetta ættu að vera gjafir til gest- anna. Þetta gerði maðurinn og síðan hringdi hann í mig er hann kom aftur heim. Hann sagði að þetta hefði gert þvílíka lukku að hann hefði aldrei trúað því að óreyndu. Gestirnir fundu samhengið: Þessi fallega stúlka var frá þessu fallega landi. Um fátt annað var rætt veisl- una á enda og fólk var að skiptast á kortum fram á nótt. Þetta skap- aði þannig verulega stemmningu og umræðu í veislunni." Meira um landkynningu Ég get nefnt annað dæmi um gildi fallegra mynda. Ég hef lengi stundað stangaveiði og látið mál- efni þeirrar íþróttar til mín taka. Fyrir nokkrum árum var svo komið að margir eigendur og leigutakar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.