Morgunblaðið - 22.06.1997, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR/Sambíóin Álfabakka, Kringlubíó, Bíóborgin og Borgarbíó á Akureyri
sýna hasartryllinn Fangaflug, Con Air, með þeim Nicholas Cage, John Cusack og John
-A
Malkovich í aðalhlutverkum, en myndin er nýjasta afurð kvikmyndaframleiðandans
Jerry Bruckheimer sem m.a. á að baki The Rock og Crimson Tide.
Hasar í
háloftum
Hetja af
nýrri
kynslóð
komnir á sextugsaldurinn og
Schwarzenegger er að verða fimmtugur.
Sjálfur er Cage aðeins 33 ára gamall og
má því segja að hann sé af nýrri kynslóð
hasarhetja.
Cage er bróðursonur leikstjórans og
kvikmyndaframleiðandans Francis Ford
Coppola og segist hann frekar hafa goldið
þess en notið, en engu að síður hefur hann
fengið hlutverk í a.m.k. þremur mynda
frænda síns. Cage breytti nafni sínu þegar
hann ákvað að gerast leikari til þess að
komast úr skugganum langa sem ættar-
nafnið virtist ætla að varpa á leikarann.
Nicolas Cage er fæddur og uppalinn á
Long Beach í Kalifomíu en þar kom hann
í heiminn 7. janúar 1964. Faðir hans heitir
August Coppola, er fyrrverandi prófessor
í samanburðarbókmenntum við háskóla
Kaliformufylkis á Long Beach.
Nicolas lauk ekki framhaldsskólaprófi
heldur hélt út í heim að freista gæfunnar
sem leikari. 17 ára gamall var hann farinn
að leika í sjónvarpsþáttunum Fast Times
at Eidgemont High, ásamt Sean Penn,
Judge Reinhold og fleirum.
Ur sjónvarpsþáttunum lá leiðin í auka-
hlutverk í mynd Francis frænda, Rumble
Fish, og að því loknu beið aðalhlutverkið í
kvikmyndinni Valley Girl (1983). Francis
frændi hjálpaði Cage með lítið hlutverk
illskeytts glæpamanns í mynd sinni
Cotton Club (1984). í Birdy (1984) lék Ca-
ge síðan hermann sem skaddast hafði í
Víetnam og lét hann draga úr sér tvær
tennur til að geta túlkað hlutverkið sem
best.
Engu munaði að Nicolas Cage yrði
rekinn þegar hann lék í Peggy Sue Got
Married (1986). Stjarna myndarinnar,
Kathleen Turner, þoldi illa óheflaða
framkomu hans. I kjölfarið kom
Moonstruck (1987), vinsæl rómantísk
gamanmynd með Cher í aðalhlutverki og
þá Raising Arizona, mynd Coen-bræðra
þar sem Cage var í aðalhlutverki á móti
Holly Hunter. Sama ár lék hann í Vamp-
ire’s Kiss þar sem hann sporðrenndi t.d.
lifandi kakkalakka. Meðal annarra
mynda sem þessi kraftmikli leikari hefur
komið fram í eru Wild at Heart eftir Da-
vid Lynch, Fire Birds, Amos & Andrew,
Red Rock West, Deadfall, It Could
Happen to You, með Rosie Perez og
Bridget Fonda, Honeymoon in Vegas,
með Sarah Jessica Parker og James Ca-
an, Guarding Tess með Shirley
MacLaine, Kiss of Death á móti David
Caruso. Næst á hvíta tjaldið er svo vænt-
anleg hasarmyndin Face Off sem John
Woo leikstýrir og John Travolta leikur
aðalhlutverkið í á móti Nicolas Cage og
einnig Superman Lives þar sem Cage
leikur ofurhetjuna.
Cage hefur átt í ástarsamböndum með
ýmsum glæsikonum í gegnum tíðina og
meðal þeirra eru leikkonurnar Jenny
Wright, Uma Thurman og Kristina
Fulton, sem ól honum soninn Weston árið
1992. Árið 1995 kvæntist hann hins vegar
leikkonunni Patricia Arquette sem hann
hafði reyndar verið með um skeið átta
árum áður.
POE (Nicholas Cage) drýgir mikla hetjudáð þegar hann aðstoðar við að koma í veg fyrir ætlunarverk
Cyrus og félaga hans.
gerðu þeir félagar samning við
Paramount um að framleiða fimm
kvikmyndir og þáðu þeir 300 miUj-
ónir dollara fyrir. Þrátt fyrir að
fyrsta myndin, Days of Thunder,
skilaði á endanum hátt í 400 miUj-
óna dollara tekjum gekk allt á aft-
urfótunum við gerð hennar og
kostnaðurinn rauk upp úr öllu valdi.
Þetta varð til þess að upp úr sam-
vinnunni við Paramount slitnaði og
Simpson og Bruckheimer sömdu
við Disney, en þar komust þeir ekki
upp'með það sem þeir vildu. Þeir
lentu því loks á samningi hjá Col-
umbia, sem réðst í gerð Bad Boys
sem Disney hafði hafnað, og sömu
sögu er að segja um Crimson Tide.
Bruckeheimer hefur haldið merki
þeirra félaga á lofti eftir að Simp-
son lést og meðal væntanlegra
mynda hans er Armageddon með
Bruce Willis í aðalhlutverki og
Enemy of the State sem Bruck-
heimer gerir í samvinnu við leik-
stjórann Tony Scott (Top Gun, Da-
ys of Thunder, True Romance.
JOHN Malkovich leikur Cyrus
„The Virus“ Grissom sem
skipuleggur ránið á fanga-
flutningavél bandarískra rík
islögreglumanna.
Á JÖRÐU niðri verður lög-
reglumaðurinn Vince Larkin
(John Cusack) að reyna að
koma í veg fyrir ætlunarverk
glæpamannanna.
CON Air er heitið á loftflutn-
ingadeild bandarískra ríkis-
lögreglumanna sem sér um
flutning rúmlega 150 þúsund
glæpamanna landshluta á milli
vegna réttarhalda, sjúkraflutninga
og fangaflutninga milli fangelsa.
Þegar flytja á hættulegustu fang-
ana sem fyrirfínnast í betrunar-
húsum Bandaríkjanna saman í
nýtt öryggisfangelsi af nýjustu
gerð fær hinn nýlega náðaði Ca-
meron Poe (Nicholas Cage) að
fljóta með í fluginu. Hann er á leið
til að hitta kærustuna sína Tricia
(Monica Potter) eftir að hafa af-
plánað refsivist fyrir að hafa af
ógát orðið manni að bana sem réð-
ist á hana, og jafnframt er hann að
flýta sér í afmæli átta ára gamall-
ar dóttur þeirra sem hann hefúr
aldrei litið augum. Poe lendir í
miðju ráðabruggi fanganna um að
ræna flugvélinni, en þeim aðgerð-
um stjórnar hinn illskeytti Cyrus
„The Virus“ Grissom (John Mal-
kovich). Á jörðu niðri þarf lög-
reglumaðurinn Vince Larkin
(John Cusack) að horfast í augu
við það erfíða hlutverk að koma í
veg fyrir ætlunarverk glæpa-
mannanna og um leið verður hann
að hindra þá ráðagerð yfirmanna
sinna að sprengja flugvélina með
fangana innanborðs í loft upp. Til-
neyddur drýgir Poe mikla hetju-
dáð þegar hann í samvinnu við
Larkin heyr baráttu við Cyrus og
þrjótana sem eru í slagtogi með
honum, en þeir hyggjast myrða
alla þá sem um borð í flugvélinni
eru þegar hún stefnir í brotlend-
ingu á aðalgötunni í Las Vegas.
Framleiðandi Con Air er
Jerry Bruckheimer, sem
ásamt Don Simpson hefur
verið meðal happasæl-
ustu kvikmyndafram-
leiðenda allra tíma, en Simpson
lést í fyrra skömmu áður en mynd
þeirra The Roek var frumsýnd.
Áratugurinn milli 1980 og 1990 var
nánast ein samfelld sigurganga
hjá þeim félögum, en þá stóðu þeir
m.a. að baki myndunum Flashd-
ance, Beverly Hills Cop og Top
Gun. Það sem af er þessum áratug
kom hins vegar ekkert sérstaklega
bitastætt úr smiðju þeirra félaga
fyrr en Bad Boys leit dagsins ljós
árið 1995. Tvær aðrar myndir
þeirra slóu í gegn sama ár en það
voru Crimson Tide með Denzel
Washington og Gene Hackman í
aðalhlutverkum og Dangerous
Minds með Michelle Pfeiffer í að-
alhlutverki.
Bruckheimer ólst upp í Detroit,
og var faðir hans afgreiðslumaður
í fataverslun. í fyrstu starfaði
hann við auglýsingagerð en hóf
fljótlega að framleiða kvikmyndir,
en þeirra á meðal voru Cat People
og American Gigolo. Fyrsta mynd-
in sem þeir Bruckheimer og Simp-
son framleiddu saman var Flashd-
ance og ekkert lát varð á vinsæld-
um þeirra mynda sem Simpson og
Bruckheimer framleiddu. Talið er
að Flashdance, Beverly Hills Cop
I og II, Top Gun, Days of Thund-
er, Bad Boys, Dangerous Minds,
Crimson Tide og The Rock hafí
samtals skilað rúmlega þrem millj-
örðum dollara í tekjur. Þeir félag-
ar voru taldir einkennandi fyrir
allt það besta og versta sem
Hollywood hafði upp á að bjóða á
síðasta áratug. Þeir framleiddu
stórmyndir og gerðu stórstjörnur
úr Eddie Murphy og Tom Cruise,
þeir keyptu sér risastór
íbúðarhús og óku um á
nákvæmlega eins
kolsvörtum Ferrari-
bílum. Árið 1988
NICHOLAS Cage hefur greinilega
stundað líkamsrækt af nægilega mikl-
um ákafa undanfarin misseri til að
verða gjaldgengur sem hasarmynda-
hetja, en í þá átt virðist hugur leikar-
ans helst hneigjast upp á síðkastið.
Cage hefur hingað til aðallega
verið flokkaður sem leikari af
alvarlegri sortinni og er hlut-
verk hans sem rómantíski
drykkjumaðurinn í Leav-
ing Las Vegas ágætt dæmi
um þá hliðina á leikaran-
um, en fyrir það hreppti
hann óskarsverðlaunin í
fyrra, og þá hefur hann
leikið i nokkrum róman-
tískum gamanmyndum.
Skömmu eftir ósk-
arsverðlaunafhending-
una í fyrra var svo
frumsýnd hasarmynd-
in The Rock með Ca-
ge í aðalhlutverki og
þótti hann skila sínu
með miklum sóma í
þeirri mynd og því
vekur það litla
furðu að sjá hann i
aðalhlutverkinu í
Con Air, enda
Bruckheimer fram-
leiðandi beggja
myndanna. Það
undrar kannski
engan að Cage
skuli þykja gjald-
gengur sem hasar-
helja þegar liaft er
í huga að t.d. þeir
Stallone og Ilarri-
son Ford eru báðir