Morgunblaðið - 22.06.1997, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1997 31' ~
IL
FÉLAGS VÆÐING HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
NÝJAR hugmyndir í stjórnmálum
og stjórnsýslu hafa þróast hratt
eftir að klakabönd kaldastríðs-
stjórnmálanna tóku að þiðna fyrir
alvöru eftir miðjan síðasta áratug.
Þetta var raunar löngu tímabært
þar sem þau hugmyndakerfi sem
við höfum búið við á síðustu ára-
tugum, hvort heldur er hið pólitíska
eða stjórnsýslan, þróaðist um eða
eftir aldamótin síðustu, Hvort
tveggja var barn síns tíma. Þó að
við formælum gjarnan „bjúrókras-
íunni“ í dag var henni engu að
síður ætlað, á sínum tíma, að
tryggja samfellu í stjómarathöfn-
um, reglufestu og jafnræði, og
koma í veg fýrir að stjórnmála-
menn misnotuðu völd sín og opin-
bert fé. Hið miðstýrða opinbera
kerfi var ekki ýkja stórt í upphafi
aldarinnar en það hefur farið sí-
fellt stækkandi og átt æ erfiðara
með að laga sig að breyttum tímum
sem einkennast af stöðugum og
hröðum breytingum. Allt hefur
sinn tíma þ.á m. hugmyndir manna
um sitt nánasta umhverfi. Vandinn
sem menn standa þó oft frammi
fyrir er ekki fólginn í því að þróa
nýjar hugmyndir, heldur losna
undan þeim gömlu.
Vanahugsunin er býsna lífseig.
Vald- og verkefnadreifing
Engu að síður hafa nýjar hug-
myndir leitt til þess að áherslur í
stjórnmálum og stjórnsýslu eru að
breytast. Breytingarnar einkenn-
ast m.a. af tilfærslu á völdum,
ábyrgð og verkefnum. Verkefni
flytjast frá ríki til sveitarfélaga og
frá sveitarfélögum til nærsamfé-
lagsins, þ.e. til félagasamtaka og
annarra sem nær standa þiggjend-
um þjónustunnar. Reykjavíkurborg
hefur á undanförnum misserum
fikrað sig inn á þessa braut og í
auknum mæli fært verkefni í hend-
ur félagasamtaka á grundvelli
þjónustu- eða stjómunarsamninga.
Tilgangurinn með þessu fyrir-
komulagi er þríþættur, í fyrsta lagi
að færa þjónustu- og fram-
kvæmdahlutverk nær þeim sem
gleggst til þekkja, í öðm lagi að
auka hagkvæmni í rekstri og í
þriðja lagi að stuðla að aukinni
vald- og verkefnadreifingu í borg-
inni. í þessari grein ætla ég að
fjalla aðeins um þá þróun sem átt
hefur sér stað hjá Reykjavíkurborg
á undanförnum misserum og þær
hugmyndir sem að baki liggja. í
fyrsta lagi ætla ég að segja stutt-
lega frá nokkrum samningum sem
gerðir hafa verið við félagasamtök
um rekstur og umsýslu á ýmsum
sviðum, í annan stað fjalla um
breytt rekstrarfyrirkomulag leigu-
húsnæðis Reykjavíkurborgar og í
þriðja lagi um samstarf við Búseta
- tilraunaverkefni sem hófst í júní
1995 samkvæmt sérstökum samn-
ingi.
Samningur við KSÍ um
Laugardalsvöllinn
Rekstur Laugardalsvallar, sem
er aðalleikvangur Reykjavíkur og
þjóðarleikvangur í knattspymu og
ftjálsum íþróttum, hefur verið á
vegum borgarinnar frá upphafi. Á
síðari árum hafa alþjóðlegar reglur
um slik mannvirki verið hertar
verulega og löngu ljóst að Laugar-
dalsvöllurinn var að falla á tíma.
Höfðu viðræður um þessi mál stað-
ið linnulítið frá 1989 milli borgar-
yfirvalda og KSÍ, en án niður-
stöðu. Það var mín skoðun, þegar
ég kom að málinu 1995, að eðli-
legt væri að ríkið axlaði hluta
Mikil þróun hefur átt sér
stað hjá Reykjavíkur-
borg á undanförnum
misserum. í þessari
grein fjallar Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir
um þá þróun og þær
hugmyndir sem
að baki liggja.
kostnaðar vegna endurbótanna,
þar sem þær tengjast ekki aðstöðu
fyrir íþróttafélögin í Reykjavík,
heldur kröfum sem gerðar eru
vegna þátttöku okkar í alþjóðlegu
iþróttastarfi. Menntamálaráðu-
neytið, sem er ráðuneyti íþrótta-
mála, vildi ekki koma til móts við
þessi sjónarmið borgarinnar. Þetta,
ásamt nauðsyn þess að leggja
strax á þessu ári og því næsta út
í mjög kostnaðarsamar endurbæt-
ur á stúku- og vallaraðstöðu, varð
kveikjan að því að borgaryfirvöld
og KSÍ hófu viðræður um breytt
rekstrarform á Laugardalsvelli.
Niðurstaðan varð sú að gerður var
samningur um að KSÍ tæki að sér
allan rekstur vallarins og mann-
virkja á honum. Gildir samningur-
inn frá ársbyijun 1997 til 15 ára.
í samningnum eru ákvæði sem
tryggja rétt annarra íþróttasam-
banda til aðgangs að vellinum og
borgaryfirvöld eiga aðild að vallar-
stjórn sem hefur umsjón með fram-
kvæmd samningsins. Reykjavíkur-
borg greiðir fast árlegt framlag til
rekstrar vallarins auk þess sem
KSÍ axlar alla ábyrgð á því að
nauðsynleg mannvirki verði reist.
KSÍ er sá aðili sem mesta hags-
muni hefur af því að völlurinn
standist kröfur og sé vel rekinn.
Það treystir sér til þess að gera
þetta með ódýrari hætti en borgar-
yfirvöld, m.a. vegna þess að það á
aðgang að fjölda sjálfboðaliða og
getur tryggt meiri sveigjanleika í
rekstrinum heldur en opinber yfir-
völd treysta sér til.
Aðrir samningar
Fleiri samningar af svipuðum
toga hafa verið gerðir að undan-
förnu sem lúta sömu markmiðum.
Hliðstæður samningur, þótt hann
sé mikju smærri, hefur verið gerð-
ur við íþróttabandalag Reykjavík-
ur (ÍBR) um rekstur og uppbygg-
ingu skautasvellsins í Laugardal.
Þar hafa lengi verið uppi óskir um
yfirbyggingu sem tryggt geti nýt-
ingu svellsins mun lengri tíma á
árinu en nú er. Nú hefur ÍBR tek-
ið þetta verkefni að sér með samn-
ingi við borgina. Forsendan í þeim
samningi er sú hin sama og ég
lýsti varðandi Laugardalsvöll - á
vettvangi íþróttahreyfingarinnar
sjálfrar treysta menn sér til þess
að annast framkvæmdir og rekstur
með ódýrari hætti en opinberir
aðilar. Þessu til viðbótar má nefna
samning við Hestamannafélagið
Fák um rekstur Reiðhallarinnar í
Víðidal, samning við Bandalag at-
vinnuleikhópa um rekstur Tjarnar-
bíós og samning um rekstur hljóð-
kerfis Reykjavíkurborgar. Þá má
nefna samning við Félagsstofnun
stúdenta (FS) um rekstur tveggja
leikskóla. Leikskólarnir eru sam-
eign FS og borgarinnar, Dagvist
barna sér um að úthluta leikskóla-
plássunum en FS sér
um reksturinn og fær
til þess fast árlegt
framlag.
Hlutafélag um
rekstur leiguíbúða
Reykjavíkurborgar
Þróun húsnæðis-
mála hefur á undan-
fömum árum og ára-
tugum verið með nokk-
uð öðrum hætti hér á
landi en í ýmsum ná-
grannalöndum okkar,
t.d. á Norðurlöndum.
Víðast hvar á Norður-
löndunum hafa sveit-
arfélög unnið markvisst að því að
losa sig við rekstur og eignarhald
á leiguhúsnæði og falið það öflug-
um félögum sem sérhæft hafa sig
í rekstri fasteigna eða að stofnuð
hafa verið sérstök félög í þeim til-
gangi. Hjá Reykjavíkurborg er nú
verið að leggja út á svipaða braut
og nýverið var stofnað hlutafélag,
Félagsbústaðir hf., um rekstur og
umsýslu leiguíbúða Reykjavíkur-
borgar. Reykjavíkurborg á nú um
l. 100 íbúðir sem hún leigir ein-
staklingum og fjölskyldum sem
ekki eru talin ráða við þau kjör sem
bjóðast á almennum leigu- eða
fasteignamarkaði. Til þess að eiga
aðgang að leiguíbúðakerfi borgar-
innar eru umsækjendur metnir
m. a. á grundvelli tekna og annarra
aðstæðna þeirra. Umsýsla leigu-
íbúðanna hefur verið nokkuð flókin
og enginn einn aðili hefur haft
heildaryfirsýn yfir íbúðaeign borg-
arinnar; Félagsmálastofnun hefur
annast mat á umsækjendum og
úthlutun, byggingadeild borgar-
verkfræðings nýbyggingar og við-
hald, gatnamálastjóri hirðingu og
viðhald lóða, fjárreiðudeild inn-
heimtu húsaleigu, borgarbókhald
séð um bókhald vegna reksturs
o.s.frv. Þess sér víða stað í kerfinu
að ábyrgðin á því hefur ekki verið
nægilega afmörkuð og heildaryfir-
sýn hefur skort. M.a. hafa leigu-
tekjur verið langt undir raunkostn-
aði án þess þó að fyrir liggi sam-
þykkt húsaleigustefna eða menn
geri sér grein fyrir raunverulegum
niðurgreiðslum til einstakra fast-
eigna innan kerfisins. Mjög fáar
íbúðir hafa losnað á ári hveiju,
enda vart við því að búast að fólk
flytjist úr niðurgreiddu, tiyggu
húsnæði ef ekki er kallað eftir
því. Fyrir vikið hafa biðraðir eftir
húsnæði ekki styst þótt nýjar íbúð-
ir hafi bæst í kerfið á hveiju ári.
Viðhaldi hefur víða verið áfátt og
engar reglubundnar áætlanir um
viðhald ‘verið gerðar. Sama gildir
um lóðir sem víða eru í niðumíðslu
og innheimta hefur til skamms
tíma verið mjög ófullnægjandi,
þótt þar hafí orðið á mikil bót á
síðustu misserum.
Markmiðið að veita
betri þjónustu
Þetta var myndin sem við stóð-
um frammi fyrir þegar ákveðið var
að setja á stofn sérstakt félag, sem
tæki við allri ábyrgð á rekstri og
umsýslu leiguíbúða borgarinnar.
Þar höfum við leitað fyrirmynda
annars staðar á Norðurlöndum og
fór starfshópur okkar m.a. í heim-
sókn til höfuðborganna og kynnti
sér fyrirkomulag þar. Staðan nú
er sú að félagið hefur verið sett á
stofn og við höfum fengið heimild
félagsmálaráðuneytis til þess að
það sinni þeim verkefnum sem ég
hef lýst. Kostnaðarmat hefur verið
lagt á fasteignir og í
framtíðinni verður
leiguverð ákveðið á
grundvelli raunkostn-
aðar. Forsenda þess
er þó sú að áður náist
fram endurskoðun á
húsaleigubótakerfinu
þannig að einstakling-
ar sem þurfa á aðstoð
að halda fái hana eftir
sem áður. Ávinning-
urinn sem borgin
væntir af þessari
breytingu er sá að ná
betri heildarsýn yfir
leiguíbúðir borgarinn-
ar. Jafnframt von-
umst við til þess að þjónustan
batni, viðhorfið til leiguíbúða borg-
arinnar breytist og ekki síst að það
skapist aukin hreyfing innan fé-
lagslega íbúðakerfisins. Nýtt mat
á aðstæðum einstaklinga og fjöl-
skyldna leiðir vonandi í ljós að
nokkur hluti leigjendanna er nú
þannig settur að hann getur hag-
nýtt önnur úrræði sem bjóðast, t.d.
eignaríbúðir í félagslega kerfinu.
Með hliðsjón af því að leiguíbúða-
kerfi sveitarfélaganna er ætlað að
þjóna þeim sem lakast eru settir
og enn fer því fjarri að okkur hafi
tekist að útrýma biðlistum hjá
borginni er mikið kappsmál að
koma þessari hreyfingu á innan
kerfisins. Ef allt fer að óskum er
ekkert því til fyrirstöðu að ná-
grannasveitarfélögin komi að
þessu máli og nýti sér þjónustu
hins nýja félags. í framtíðinni hlýt-
ur líka að koma til álita að fela
félaginu einnig umsjón með öðru
húsnæði á vegum borgarinnar s.s.
skrifstofuhúsnæði, skólum, leik-
skólum o.s.frv. Rekstur fasteigna
er ekki hluti af opinberri stjóm-
sýslu - jafnvel þótt opinberir aðilar
eigi fasteignir sem annast þarf
rekstur á. í rekstri fasteigna er
þörf fyrir tiltekna faglega þekkingu
- en hins vegar er ekkert sem
kallar á að hinar flóknari reglur sem
gilda um opinbera stjómsýslu ríki
þar.
Samstarf við Búseta
í júní 1995 var undirritaður
samningur um tilraunaverkefni
milli Reykjavíkurborgar og Búseta
varðandi viðhald og rekstur hluta
af leiguíbúðum Félagsmála-
stofnunar, alls 98 íbúðir. Megintil-
gangur verkefnisins var að fá sam-
anburð á viðhaldi og rekstri íbúða
í umsjón Búseta miðað við núver-
andi fyrirkomulag á rekstri íbúða
borgarinnar og um leið að kanna
hvort hægt sé að bjóða út við-
halds- og eignaumsjón. Á þessum
tíma hefur verið leitast við að þróa
hagkvæmari leiðir í viðhaldi og
rekstri íbúðanna. Safnað hefur
verið saman grunnupplýsingum
varðandi fasteignaskráningu og
eignaumsýslu íbúðanna. Á grund-
velli þessara upplýsinga hefur ver-
ið gerð langtímaáætlun um viðhald
og tekið saman yfirlit yfir heildar-
húsnæðiskostnað þannig að hægt
er að bera saman tekjur og gjöld
vegna þessara íbúða. Í samstarfinu
við Búseta hefur einnig verið gert
átak í frágangi lóða, orkusparnaði
og öryggismálum og gerð athugun
á breyttu fyrirkomulagi með hús-
vörslu. Tilraunatímabilinu lýkur
um næstu áramót og því er enn
of snemmt að segja til um niður-
stöðu þess en þó má fullyrða að
reynslan af þessu tilraunaverkefni
mun án efa koma að góðum notum
við þá endurskipulagningu sem nú
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
er hafin á rekstrarformi leiguíbúða
Reykj avíkurborgar.
Reykjavíkurborg
á réttri leið _
Félagsvæðingu þá sem hér hefur
verið fjallað um þarf að skoða í
víðu samhengi. Hún er einn hlekk-
ur í þeirri viðhorfsbreytingu í opin-
berum rekstri sem ég gat um í
upphafi greinarinnar. Hún ber vott
um ný vinnubrögð sem hafa það
að markmiði að nýta takmarkað
skattfé Reykvíkinga betur en gert
hefur verið. Þörfm fyrir þjónustu
opinberra aðila er takmarkalítil og
alltaf má hugsa sér að gera betur
og veija meira fé í rekstur fjöl-
margra málaflokka. Það sem víö^hj
vitum þó öll er að því eru takmörk
sett hvað hægt er að sækja mikið
fé í vasa skattborgaranna til þess
að standa undir sívaxandi kröfum.
Víðast eru verkefni stjórnmála-
manna því ekki lengur að stjórna
vexti eins og verið hefur lengst
af þessari öld, heldur að stjórna
breytingum. Viðfangsefnið felst
meðal annars í því að skilgreina
hver eru mikilvægustu verkefnin
og raða þeim fremst í forgangsröð-
ina þegar fjármunum er skipt milli
verkefna. Þá er nauðsynlegt að
velta því fyrir sér hvort rekstur
sem sveitarfélög hafa sinnt er ekki
allt eins vel - og jafnvel betur -mu
kominn í höndum annarra. Það
þarf hins vegar ekki að breyta
neinu um þá pólitísku ábyrgð sem
sveitarstjórnmenn bera á því að
veita viðunandi félagslega þjón-
ustu á fjölmörgum sviðum. Áðrir
þættir, sem ég tel ekki síður mikil-
væga, eru fólgnir í að endurskoða
vinnubrögð og vinnuferla í þeim
rekstri sem eftir stendur hjá opin-
berum aðilum til þess að gera hann
hagkvæmari og bæta þjónustu.
Endurskoðun af þessu tagi er haf-Jfy
in hjá Reykjavíkurborg og trúlega
erum við heldur síðar á ferðinni í
því efni en höfuðborgirnar annars
staðar á Norðurlöndum. Við höfum
einsett okkur að leita fyrirmynda
um það sem vel hefur gefist ann-
ars staðar. Það mun taka tíma að
endurskipuleggja rekstur og við-
horfin hjá Reykjavíkurborg - en I
mínum huga er ekki vafi á því að
við erum á réttri leið.
Höfundur er borgarstjóri.