Morgunblaðið - 22.06.1997, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR J.
- GUÐMUNDSSON
Fallinn er í valinn einn svipmesti
verkalýðsleiðtogi þessarar aldar,
Guðmundur J. Guðmundsson. Hann
hefur um margra áratuga skeið
sett svip sinn á íslenska verkalýðs-
baráttu og raunar þjóðlífið allt.
Guðmundur var Reykvíkingur en
með rætur í Amarfirði og úr Borg-
arfírði. Hann stundaði verkamanna-
vinnu á árunum 1941-1953. Hann
var glæsimenni að vallarsýn og var
m.a. fyrirmynd að hinni frægu
I^ktyttu Einars Jónssonar sem er í
Hallgrímskirkju. Krafðist hann
Dagsbrúnartaxta fyrir þann tíma
sem hann stóð fyrir hjá listamann-
inum. Nokkur sumur var hann lög-
regluþjónn á Siglufirði hjá frænda
sínum garpinum og öðlingnum
Bjarna Jóhannessyni sem þá var
þar yfirlögregluþjónn.
Arið 1953 gerðist Guðmundur
starfsmaður Dagsbrúnar og tók
sæti í stjórn félagsins. Varaformað-
ur félagsins var hann frá 1961 til
1982 er hann tók við formennsku
af Eðvarð Sigurðssyni fyrrverandi
alþingismanni. Eðvarð var mjög
minnisstæður maður, greindur og
„ai'ógvær og var þeirra samstarf gott
að því er ég best veit.
Arin 1975-1991 var Guðmundur
formaður Verkamannasambands
íslands. Þá átti hann langa hríð
sæti í miðstjórn ASÍ og var fulltrúi
á nokkrum þingum Alþjóðavinnu-
málasambandsins ILO.
Guðmundur átti sæti í miðstjórn
Sósíalistaflokksins og síðar í mið-
stjórn Alþýðubandalagsins frá
stofnun þess og allt til 1987. Guð-
mundur átti sæti í borgarstjóm
Jteykjavíkur og síðar á Alþingi
' *i979-1987.
Þann tíma sem Guðmundur sat
á Alþingi tókst með okkur góður
kunningsskapur sem hélst síðan.
Hann var minnisstæður maður,
skemmtilegur í samtölum og flutti
mál sitt af þrótti ekki síst í ræðu-
stól. Röddin var djúp og þróttmikil,
áherslur miklar og hreyfíngar allar.
Guðmundur hafði að heimanfylgju
gott bijóstvit og hyggindi og treysti
hann því betur en lærðustu hag-
fræðingum. Hann vildi mikið á sig
leggja fyrir umbjóðendur sína,
greiðasamur og ráðagóður.
Guðmundur stóð ekki einn í líf-
inu. Hann átti Elínu Torfadóttur
-Jiina ágætustu konu og eignuðust
Ijau fjögur börn, mikið myndarfólk.
Islenskt verkafólk á Guðmundi
J. Guðmundssyni mikið að þakka
og að leiðarlokum vil ég fyrir hönd
félagsmálaráðuneytisins þakka
Guðmundi góð samskipti.
Ég vil einnig þakka persónulega
mjög góð og skemmtileg kynni og
votta aðstandendum hluttekningu
mína.
Páll Pétursson.
Guðmundur J. Guðmundsson
markaði djúp spor í samfélagi okk-
ar í hartnær hálfa öld. Verka hans
sér víða stað. En hann var líka stór-
^J^rotinn og trygglyndur vinur. Við
fráfall hans skynja ég loks til fulls
hversu mikils ég mat vináttu hans.
Söknuðurinn er sár.
Sveinstaular innan úr Sogamýri
tíðkuðu það fyrir 35 til 40 árum
að sækja niður á höfn í von um
vinnu hjá Eimskip eða Togaraaf-
greiðslunni. Þá urðu verkamenn að
sæta þeirri niðurlægingu að þurfa
að þramma hvern morgun á eftir
verkstjórum í von um dagsverk. Það
heyrði til undantekninga að sú upp-
hefð hlotnaðist okkur strákunum
_aá fá dagsverk hjá Eimskip, en
becur gekk hjá Togaraafgreiðslunni
þar sem við fengum iðulega vinnu
við að skrúbba lestarborð. Einn
daginn bar vel í veiði. Gullfoss var
að koma að landi og verkstjórar
báðu þá sem ekki höfðu þegar ver-
ið pikkaðir út að hinkra við. Næga
vinnu væri að hafa um tíuleytið
^ægar uppskipun úr Gullfossi hæf-
íst. Þegar að uppskipun kom hlaut
aðeins hluti af mannskapnum náð
fyrir augum verkstjóranna, hinir
áttu að hundskast burt. Fyrri vil-
yrði um vinnu voru að engu höfð.
Upphófust mótmæli og var verk-
stjórum brigslað um að ganga bak
orða sinna. Þennan daginn lærði
ég sitthvað í lögfræði og verkalýðs-
málum sem mér auðnaðist ekki á
löngum setum yfir fræðiritum.
Verkstjórar svöruðu mótmælum
með því að bjóða þeim sem mest
höfðu sig í frammi vinnu í þeirri
von að takast mætti að rjúfa sam-
stöðu verkamannanna. Örfáir létu
kaupa sig. Hinir stéttvísu kröfðust
efnda fyrir allan hópinn. Allt kom
fyrir ekki og var því farið upp á
skrifstofu Dagsbrúnar þar sem
Guðmundur J. tók á móti hópnum,
snaraðist í úlpu og stormaði í broddi
fylkingar niður á höfn. Þar hófst
mikil rekistefna. Djarfur og bein-
skeyttur en um leið heiðarlegur
málflutningur Guðmundar stendur
mér ljóslifandi fyrir hugskotssjón-
um. Guðmundur ljómaði af rótgró-
inni og einlægri verkalýðshyggju
og réttlætiskennd. Píslarganga
verkamanna hvern morgun var eit-
ur í hans beinum. Eldri mennirnir
í hópnum höfðu sjálfir upplifað
þessa sáru auðmýkingu í atvinnu-
leysi kreppuáranna þegar þeir
máttu snúa heim dag eftir dag án
þess að hafa fengið vinnu. Og Guð-
mundur hafði sjálfur, barn að aldri,
reynt hversu nöturleg heimkoma
verkamannanna var. Úr andliti
þeirra skein óttablandið vonleysi.
Verkamennirnir höfðu fyrir fjöl-
skyldum að sjá en gátu ekki staðið
sína plikt.
Orrustan við höfnina þennan dag
endaði með fullum sigri Guðmundar
og félaga hans. Forstjóri Eimskips
hét því eftir langt þóf, að öllum,
sem fengið höfðu vilyrði fyrir vinnu,
skyldu greidd full laun fyrir daginn.
Við svo búið hóaði Guðmundur í
okkur strákhvolpana og sendi okkur
út af örkinni til að hafa upp á öllum
sem loforð höfðu fengið um vinnu.
Eftir mikil hlaup var nafnalistinn
klár og dagslaunin voru greidd að
viku liðinni. Ég taldi mig hafa unn-
ið fyrir laununum þótt á annan veg
væri en til stóð. Þetta voru fyrstu
kynni mín af drengskaparmannin-
um Guðmundi J. Guðmundssyni. Á
þessum tíma var Guðmundur þegar
sjóaður af réttindabaráttu fyrir
verkamenn og virtur af þeim. Að
sama skapi var hann hataður á
„fínni heimilum" og gekk sú saga
að þar væri nafn Guðmundar frem-
ur nefnt en grýlu til að koma döng-
un í óþekk börn. Þegar ég hóf störf
hjá Dagsbrún fyrir um það bil sautj-
án árum varð ég svo þeirrar gæfu
aðnjótandi að eignast Guðmund og
Elínu konu hans að vinum.
Guðmundur var gagnmenntaður
maður í þess orðs bestu merkingu.
Hann var víðlesinn og afar fróður
um menn og málefni. Háskóli hans
var höfnin. Þar komst Guðmundur
ungur í kynni við aldamótakynslóð-
ina sem átti ekki kost á skólagöngu
en var sjálfmenntuð með þeim hætti
að unun var að og lagði allt í sölurn-
ar til að koma börnum sínum til
skólamennta. Þessir gömlu verka-
menn, sem nú eru flestir gengnir á
vit feðra sinna, voru hafsjór af fróð-
leik. Þeir höfðu Íslendingasögurnar
á hraðbergi, lásu þjóðlegan fróðleik
og sökktu sér niður í skáldsögur
og ljóðabækur. Áttu sér gjarnan
uppáhalds rithöfund og ljóðskáld
og kunnu þá og skildu til hlítar.
Þessir verkamenn mótuðu Guð-
mund og gerðu hann að þeim mæta
manni sem hann var. Lögfræði og
ekki síst málflutningur fyrir dómi
var Guðmundi hugleikinn og fyrir
mér var hann yfirlögfræðingur
Dagsbrúnar. Hann fylgdist grannt
með öllum mínum störfum, jafnt í
þágu Dagsbrúnarmanna sem ann-
arra, og studdi mig með ráðum og
dáð. Guðmundur hafði oft á orði
að hann tæki ekki frið þegar góður
ófriður væri í boði. Það mátti til
sanns vegar færa þegar réttlætis-
Morgunblaðið/Ól.K.M.
GUÐMUNDUR á tali við mótmælendur fyrir fram Alþingishúsið.
Morgunblaðið/Ol.K.M.
MIKIL vinátta var með Guðmundi J. og Alberti Guðmundssyni.
Hér eru þeir saman á hafnarsambandsþingi 1980. Myndin er úr
Baráttusögu Guðmundar J. Guðmundssonar sem Ómar Valdimars-
son skráði.
kennd hans var misboðið, sér í lagi
þegar hagsmunir Dagsbrúnar-
manna voru í húfí. Þá gat hann
reiðst snögglega og bitið kröftug-
lega frá sér. Yfirdrepsskap og hé-
góma sætti hann sig aldrei við og
lá ekki á andúð sinni. í reynd var
Guðmundur sáttfús maður og fund-
vís á leiðir til lausnar kjaradeilum
sem öðrum deilum. Þá leitaði hann
að hætti viturra manna í smiðju
lærðra sem leikra um ráð. Það er
með ólíkindum hveiju Guðmundur
hefur áorkað í réttindamálum
verkafólks með félögum sínum í
Dagsbrún. Nægir að nefna brýn
réttindi, sem nú þykja sjálfsögð, svo
sem til mannsæmandi húsnæðis,
orlofs, uppsagnar- og veikindarétt-
ar og fastráðninga og er þá fátt
eitt nefnt. Þá var hlutur Guðmund-
ar ekki lítill þegar tókst að koma
böndum á verðbólguna með þjóðar-
sáttarsamningunum. Líf Guðmund-
ar var helgað velferð annarra en
hann skeytti lítt um eigin hag.
Andlát Guðmundar markar þátta-
skil í starfi og sögu verkalýðshreyf-
ingarinnar. Ný kynslóð er tekin við
sem ekki hefur lifað og hrærst í
réttindabaráttu fyrri áratuga aldar-
innar og hennar bíða um margt
önnur og ólík verkefni. Ný kynslóð
fær ríkulegan arf af vinnu Guð-
mundar og félaga hans. Það er samt
verk að vinna og verkefnin eru
óþijótandi. Arfleifð og minning
Guðmundar verður best ræktuð
með þrotlausri baráttu gegn at-
vinnuleysi. Það er böl sem Guð-
mundur gat aldrei sætt sig við en
varð að horfa upp á síðustu ár ævi
sinnar, sér til sárrar skapraunar.
Það er margs að minnast þegar
Guðmundur er annars vegar. Hann
lifði lífinu lifandi eins og mamma
hefði sagt. Guðmundur var meðal
annars dæmalaus frásagnarmaður
og naut þar afburða minnis. Að
sitja kvöldstund með Guðmundi og
Elínu var óþijótandi veisla veitinga,
sagna, rökræðna og visku. Guð-
mundur var stæðilegur maður, svip-
mikill og vel gerður að upplagi.
Augu hans og tillit endurspegluðu
víðfemt sálarlíf og skaphöfn. En á
engan horfði Guðmundur jafn fal-
lega og Elínu konu sína, sem staðið
hefur við hlið Guðmundar í blíðu
og stríðu og á snaran þátt í verkum
hans. Þá lýstu augu hans af slíkri
ást og virðingu að tilhugsunin ein
yljar manni um hjartarætur. Hjá
Elínu og fjölskyldu hennar dvelur
hugur minn nú í innilegri samúð.
Við andlát Guðmundar sækir að
mér hryggð sem ég hef ekki upplif-
að gagnvart óskyldum síðan Bjarni
vinur minn Steingrímsson lést fyrir
tæpum 30 árum. Blessuð sé minn-
ing þessara vina minna.
Atli Gíslason.
Með Guðmundi J. Guðmunds-
syni, fyrrverandi formanni Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar, er
genginn einn áhrifamesti foringi
íslenskrar verkalýðshreyfingar um
hálfrar aldar skeið.
Nánast alla starfsævi sína helg-
aði Guðmundur J. Verkamannafé-
laginu Dagsbrún. Hann hóf störf
hjá félaginu 1953, þá 27 ára gam-
all og starfaði samfleytt á þeim
starfsvettvangi þar til hann lét af
störfum 1996.
Allan þennan tíma átti hann
sæti í stjórn félagsins, var varafor-
maður frá 1961-82 og formaður
félagsins frá 1982-96. Hann var
formaður Verkamannasambands
íslands frá 1975-92 og stjórnar-
maður í miðstjóm ASÍ frá 1980-88.
Guðmundur sat í öllum samn-
inganefndum Dagsbrúnar frá 1956.
Þó að Guðmundur J. gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum í þágu
borgarinnar og Alþingis átti starfs-
vettvangur hans í Dagsbrún alla tíð
hug hans og hjarta. Þar vildi hann
fyrst og fremst starfa. Hann sagði
jafnan að hann vildi ljúka starfsævi
sinni hjá Dagsbrún sem og hann
gerði.
Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjót-
andi að starfa með þremur for-
mönnum Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar, þeim Hannesi M.
Stephensen, Eðvarði Sigurðssyni og
nú síðast og lengst með Guðmundi
J. Guðmundssyni.
Allir hafa þessir menn haft mót-
andi áhrif á mig - en hver á sinn
hátt. Lengst starfaði ég með Guð-
mundi, en við vorum vinnufélagar
frá 1969. Það sem var mest áber-
andi í fari hans var áræði hans og
kjarkur. Hann lá aldrei á skoðunum
sínum og Iét þær óhikað í ljós hvar
sem var. Enda var hann eftirsóttur
sem funda- og ræðumaður. Guð-
mundur var mikill talsmaður þeirra
sem minna mega sín í þjóðfélaginu
og lagði mikilvægum þjóðþrifamál-
um lið sem um munaði. Þessara
eiginleika hans nutu fjöldi Dags-
brúnarmanna sem til hans leituðu
í erfiðleikum, því til fárra manna
var betra að leita en Guðmundar
J. sem lá ekki á liði sínu til styrkt-
ar sínu fólki.
í hugum fólks var Guðmundur
J. og Dagsbrún eitt. Hann var fyrst
og fremst Dagsbrúnarmaður, enda
nutum við Dagsbrúnarmenn þess í
öllum störfum hans, hvort sem hann
sat á þingi, í borgarstjórn eða var
í öðrum opinberum verkefnum.
Guðmundur J. Guðmundsson er
aðalhöfundur Breiðholtsíbúðanna
sem á sínum tíma útrýmdu bragga-
hverfum borgarinnar. Það var því
ekki að ástæðulausu að þegar fyrr-
verandi íbúar Höfðaborgar komu
saman buðu þeir Guðmundi J. sem
heiðursgesti á samkomuna.
Á þessari öld hafa margir for-
ystumenn verkafólks komið úr röð-
um hins almenna launamanns og
orðið baráttumenn sjónarmiða jafn-
aðar, réttlætis og bættra kjara al-
þýðu manna.
Það er margt sem bendir til þess
að þessir menn séu nú að hverfa
af sjónarsviðinu, en Guðmundur J.
var sannarlega einn af þeim. Með
réttlætiskennd sinni og baráttu-
þreki höfðu þeir mikil áhrif á allt
þjóðfélagið í átt til jöfnuðar.
Það er einmitt þess vegna sem
þjóðfélagið er nú á hraðri leið til
sérhyggju- og sérhagsmuna að
manna eins og Guðmundar J. og
félaga hans nýtur ekki lengur við
í hópi áhrifamanna.
Við Dagsbrúnarmenn kveðjum
nú með þakklæti og virðingu mikil-
hæfan foringja sem áratugum sam-
an stóð í fylkingarbijósti og hlífði
sér hvergi þegar liðið fór fram.
Við munum kappkosta að halda
merkinu á loft.
Elín Torfadóttir, eiginkona Guð-
mundar J., stóð ávallt fast við hlið
manns síns og tók fullan þátt í
baráttu hans. Hann var þeirrar
gæfu aðnjótandi í lífinu að eiga fjöl-
skyldu sem studdi hann alla tíð í
þeim erfiðu verkefnum sem hann
tókst á hendur fyrir Dagsbrúnar-
menn, land og þjóð.
Við sendum Elínu, börnum þeirra
og öðrum ættingjum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Halldór G. Björnsson,
formaður Dagsbrúnar.
Risinn með barnshjartað, sem
ekkert aumt mátti sjá án þess að
reyna að hjálpa, er fallinn, farinn
yfir móðuna miklu þaðan sem eng-
inn á afturkvæmt.
En minningin um góðan dreng,
í fyllstu merkingu þeirra orða, lifír
áfram í hugum þeirra sem þekktu
hann.
Ekki er víst að allir viti að Guð-
mundur rak umfangsmikla félags-
málastofnun á eigin vegum á skrif-
stofu sinni og í hvert sinn, sem ég
leit þar við sat fjöldi manna á bið-