Morgunblaðið - 22.06.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 35
MINNIIVIGAR
BAKLAND Guðmundar J. Guðmundssonar var löngum meðal verkamanna við Reykjavíkurhöfn,
í minningu Guðmundar J. Guð-
mundssonar.
Vestan um haf barst helfregn köld
horfínn var góður drengur
bak við óræðust tímans tjöld,
titraði ómsár strengur.
Foringi fallinn var
frækinn af verkum sínum
hljóðnaði í huga mínum
harmljóðið sungið var.
Lengi hann fremst í stafni stóð
styrjaldir ýmsar háði.
Vaskastur allra á vígaslóð
vinninpm mörpm náði.
Atti hann dáð og dug
djörfung og viljann hreina,
hann lét ei hindrun neina
hefta né vísa á bug.
Otrauður hann um æviskeið
alþýðu krafta léði.
Framtíðarsýnin há og heið
hugsjónin göfga réði.
Atti á ögurstund
eggjan heita til dáða,
lét hann réttlætið ráða
rómuð hans karlmannslund.
Félaga kæran kveð ég nú
klökkvi er mér í sinni.
Yfir hans sögu bjarma ber
bjartan í framtíðinni.
íslensk alþýða fær
aldrei þakkað sem vildi.
Skarð er nú fyrir skildi.
Skínandi er minning tær.
Helgi Seljan.
Guðmundi J. Guðmundssyni (þá
í Ingimarsskólanum) kynntist ég í
Æskulýðsfylkingunni veturinn
1943-44. Þann vetur sem hinn
undanfarandi gekk allmargt pilta -
og allnokkrar stúlkur - í fylking-
una. Hófst þá skeið vaxtar hennar
og viðgangs, sem stóð fram til loka
sjötta áratugarins, og í breyttri
mynd nokkru lengur. Flestir þess-
ara nýliða voru frá heimilum verka-
manna, iðnaðarmanna og sjó-
manna, mótaðir af viðhorfum
kreppuára fjórða áratugarins, og
litu þeir sósíalisma sem fyrirheit
um bætt samfélag.
Flestir þeir, sem í fararbroddi
fylkingarinnar höfðu verið fyrstu ár
hennar, svo sem Snorri Jónsson og
Stefán Magnússon, höfðu þá alfarið
snúið sér að verkalýðsmálum, og í
forsvari á styijaldarárunum voru
einkum Haraldur Steinþórsson, Lár-
us Bjamfreðsson, Gísli Halldórsson
og Halldór Stefánsson, að ógieymd-
um Bóasi Emilssyni, er sem formað-
ur 1945 beitti sér fyrir byggingu
skála í Rauðhólum, sem örvaði
útilífsþáttinn í starfi fylkingarinnar,
sem hámarki náði á sjötta áratugn-
um með ferðum á heimsmót æsk-
unnar. Eins og önnur pólitísk æsku-
lýðsfélög á þessum árum safnaði
fylkingin nýrra félagsmanna í skól-
um og á vinnustöðum og kom nokkr-
um hundruðum á skrá og átti alla
jafna á annað hundrað virkra félags-
manna. Hittust þeir á félagsfundum
og á skemmtunum, vínlausum fram
yfir miðjan sjötta áratuginn.
Við Guðmundur J. urðum strax
í hópi áhugasamra, sem fundi sóttu
reglulega og reyndu að leggja til
máia. I fyrstu hafði hann sig lítt í
frammi, en vakti ósjálfrátt traust
og fór brátt að gegna trúnaðarstörf-
um. Og varð hann forseti landssam-
bands Æskulýðsfylkingarinnar
1950-52. Á þessum árum fóru
skoðanir okkar mjög saman, og leit
hann stundum til mín á kvöldin.
Ræddum við þá það, sem hæst bar
innan sjóndeildarhrings okkar. Og
síðan í hálfan annan áratug rædd-
umst við öðru hverju við, oftast á
Miðgarði eða í risinu á Tjarnargötu
20.
Frá styrjaldarlokum og fram
undir miðjan sjötta áratuginn vann
Guðmundur J. ýmist sem verka-
maður eða lögreglumaður, og varð
hann ötull félagsmaður Dagsbrún-
ar. í verkfalli Dagsbrúnar og all-
margra annarra verkalýðsfélaga í
desember 1952 var hann formaður
verkfallsstjórnar hennar. Að verk-
fallinu loknu var hann kjörinn í
stjórn Dagsbrúnar, og um sumarið
var hann í framboði til Alþingis
fyrir Sósíalistaflokkinn.
í verkföllunum miklu í mars-
apríl 1955, ef til vill mestu verkföll-
um sem hériendis hafa verið háð,
var Guðmundur J. enn formaður
verkfallsstjórnar Dagsbrúnar og sá,
sem verkfallsvarsla hvíldi öðrum
fremur á. í þeim átökum kom
glögglega fram hógværð, lagni og
festa hans, ef til vill helstu eðlis-
þættir hans. Og var hann upp frá
því talinn til forystusveitar verka-
lýðshreyfingarinnar. Ári síðar var
hann kjörinn í miðstjórn Sósíalista-
flokksins, en í henni og miðstjórn
Alþýðubandalagsins sat hann til
1987; borgarfulltrúi var hann
1958-62 og alþingismaður
1979-87.
í verkfalli Dagsbrúnar og Fram-
sóknar tíu árum síðar, 1965, sýndi
Guðmundur J. enn lagni sína og
festu, en verkfallið háðu félögin
með yfirvinnubanni og dagsverk-
föllum. I veikindum Eðvarðs Sig-
urðssonar lagði Guðmundur til þá
lausn, í samráði við Finnboga Rút
Valdimarsson, að fallist yrði á 4%
kauphækkun og styttingu vinnu-
viku í 44 stundir, ef ríkisstjórnin
stæði að byggingu 1.250 félags-
legra íbúða.
„Þannig varð Breiðholt til,“ sagði
hann Ómari Valdimarssyni, sem tók
saman viðtalsbók við hann (síðara
bindi, bls. 56).
Haraldur Jóhannsson.
Það var í „stóra verkfallinu“ 1955
að Morgunblaðið sór þá ímynd inn
í þjóðarvitundina að Guðmundur jaki
væri eins konar séríslenskur Che
Guevara sinnar kynslóðar: Uppreisn-
armaður og skæruliðaforingi.
Verkfallið stóð að mig minnir í
allt að sex vikur. Þjóðfélagið var
lamað. Ólafur Thors var forsætisráð-
herra og réð ekki neitt við neitt.
Hannibal stýrði ASÍ. Á hveijum
morgni las hann um sig óbóta-
skammir með morgunkaffinu, enda
var hann óvenju léttur í spori og
glaðbeittur þessa dagana. Verka-
lýðshreyfingin var staðráðin í að
knýja fram hvort tveggja: Verulegar
kauphækkanir og loforð stjórnvalda
um lögbindingu atvinnuleysistrygg-
inga.
Tuttugu árum áður, í ríkisstjórn
hinna vinnandi stétta, lagði Haraldur
Guðmundsson, atvinnumálaráðherra
Alþýðuflokksins, fram frumvarp til
laga um almannatryggingar, þar
með talið atvinnuleysistryggingar.
Framsókn setti það sem skilyrði fyr-
ir stuðningi við stjórnarfrumvarpið,
að kaflinn um atvinnuleysistrygg-
ingar yrði tekinn út. Það þótti þeim
of dýru verði keypt - í miðri krepp-
unni. Nú var verkalýðshreyfingin
staðráðin í að bæta fyrir þessi mi-
stök. Nú skyldi hefna þess í héraði
sem hallast hafði á Alþingi, 20 árum
áður.
Guðmundur joð sá um verkfalls-
vörsluna með víkingasveit Dags-
brúnar. Höfnin var harðlæst. Ekki
bensíndropi afgreiddur. Mjólkinni
var hellt niður - og Guðmundur
sakaður um að hafa líf saklausra
bijóstmylkinga á samvizkunni. En
verkfallsbijótar komust ekki upp
með moðreyk. Þá var Guðmundi jaka
að mæta og víkingasveit hans. Það
lögðu fáir í ’ann.
Þjóðin skiptist í tvær fylkingar
með og móti Guðmundi jaka. Blöðin
voru full ýmist af bænakvaki eða
baráttukveðjum. Sumir báðu guð sér
til hjálpar að nú yrði að koma á
„röð og reglu"; sjálf siðmenningin
væri í húfi. Aðrir vitnuðu í Skáldið
með stórum staf: Vont væri þeirra
ranglæti en verra þeirra réttlæti.
Og sögðust aldrei myndu feija
kóngsins bífalningsmann yfir
Skerjafjörð stéttabaráttunnar.
Við skólastrákar í MR höfðum
brennandi áhuga á þessum hasar.
Við kröfðumst þess að fá leyfi úr
tíma til að sækja útifund á Lækjar-
torgi. Því var umsvifalaust hafnað.
Þá rifum við alla glugga upp á gátt
svo að boðskapurinn buldi í hlustum
okkar úr hátölurum harkaliðsins.
En þegar Ebbi í Dagsbrún fór að
tíunda „árangrana af kjarabarátt-
onum“ var Jóni Guðmundssyni, ís-
lenskukennara, öllum lokið. Hann
skellti aftur gluggum með þeim
ummælum, að hvað svo sem liði öll-
um kaupkröfum, skyldi engurn líðast
að spilla svo málkennd skólapilta að
andleg örkuml gætu hlotist af. Við
það sat.
En hann reiknaði ekki með radd-
styrk jakans. Fimmbulbassinn buldi
á glerinu. Við fengum að vísu ekki
að sjá hann. En þá heyrði ég hann
í fyrsta sinn - en ekki það síðasta.
Með Guðmundi J. Guðmundssyni
er horfinn af sjónarsviðinu seinasti
verkalýðsleiðtoginn af gamla skól-
anum. Honum sveið svo sárlega nið-
urlæging fátæktarinnar á kreppuár-
unum, að hann gat engum fylgt að
málum, sem ekki lét hendur standa
fram úr ermum. Hann heimtaði heil-
agt stríð gegn ranglætinu. Hann
krafðist mannsæmandi lífskjara fyr-
ir sitt fólk - og það strax. Og engin
undanbrögð, engar refjar.
Þess vegna hreifst Guðmundur
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ALBERT FINNBOGASON,
fyrrverandi bóndi,
frá Erpsstöðum Dalasýslu,
Álfheimum 36,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 25. júní kl. 13.30.
Elísabet Benediktsdóttir,
Anna Margrét Albertsdóttir, Hildiþór Kr. Ólafsson,
Guðrún Albertsdóttir, Páll Björnsson,
Svanhildur Albertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
STEINAR BJARNASON
trésmiður,
Skólabraut 5,
Seltjarnarnesi,
áður Dvergasteini,
verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn
24. júní kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega
bent á Heimahjúkrun Krabbameinsfélagsins.
Hróðný Pálsdóttir,
Steinunn Steinarsdóttir,
Garðar Steinarsson,
Sigurður Steinarsson
og fjölskyldur.
t
Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför
GUÐMUNDAR M. ÞÓRÐARSONAR,
bryta,
Laugarásvegi 1.
Sæmunda G. Pétursdóttir,
Hilmar Guðmundsson, Guðrún M. Valgeirsdóttir,
Þórunn Guðmundsdóttir, Sigvaldi Viggósson,
Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir, Brynjar Eymundsson,
Hulda C. Guðmundsdóttir, Stefán Finnbogason,
Ólafur D. Guðmundsson, Valgerður Jónasdóttir,
og fjölskyldur.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæra
JÓNMUNDAR EINARSSONAR
stýrimanns,
Engjaseli 84,
Reykjavík.
Hrafnhildur Eiríksdóttir,
Harpa Dís, Einar Sævar,
Anna Karen,
Valdís Pálsdóttir
og systkini hins látna.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and-
lát og útför,
SIGURÐAR TRYGGVASONAR
kennara,
Kópavogsbraut 86,
Kópavogi.
Inga Hanna Ólafsdóttir,
Hulda Björg Sigurðardóttir, Haukur Sigurðsson,
Anna Margrét Sigurðardóttir, Ólafur Atli Sigurðsson.
Lokað
Skrifstofa mín verður lokuð eftir hádegi mánudaginn 23. júní nk.
vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR J. GUÐMUNDSSONAR.
Atli Gfslason hrl.