Morgunblaðið - 22.06.1997, Síða 52

Morgunblaðið - 22.06.1997, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Höfðatúni 12 «105 Reykjavík • Sími 552-6200 & 552-5757 • Fax: 552-6208 SEQLAQfcRÐIN ÆGIR EYJASLÓÐ 7 107 REYKJAVÍK Sími 5112200 RISA SAMK0MUTJALDI9 J iéMjíC/íj Sallý: Verð fró kr. 75.000,- Cppfyllnm allar .vérþarfir nm áferd, liti og lögim. •1« MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/SJÓNVARP-ÚTVARP Sjónvarpið ►22.25 Aake Sandgren er af mörgum talin ein bjartasta von Svía meðal kvikmyndaleikstjóra af yngri kynslóð og mynd hans Slöngu- byssan fór víða. Nýrri er Stór- ir karlar og litlir (Stora och smaa man, 1995), þar sem lýst er ævin- týraferð þriggja sæn- skra djassgeggjara til fyrirheitna landsins - Bandaríkjanna. Aðalhlut- verk Peter Engman, Torgny Kingen Karlsson og Thommy Berggren. Umsagnir liggja ekki fyrir en ég veðja á góða skemmtun. Stöð2 ►15.00 Sjónvarps- myndin Flóttinn til Norna- fjalls (Escape To Witch Mounta- in, 1995) e rendurgerð sam- nefndrar Disneymyndar (1975) um tvo munaðarleysingja sem búa yfir dulrænum hæfileikum. Nær ekki alveg sama sjarma og frun myndin en þokkaleg afþreying samt. Aðalhlutverk Robert Vaughn. ★ ★ Robert DeNiro sýnir snilldarleik í kvik- myndinni Brasilía. Stöð 2 ►20.50 Fáir vestrænir sam- tímaleikstjórar hafa náð viðlíka tökum á og einbeitt sér jafn eindregið að fantasíunni og Terry Gilliam, sem er Bandaríkjamaður en starfaði lengi með Monty Pythongenginu breska. Fyrsta bíómynd hans eftir að því samstarfi lauk var Brasilía (Brazil, 1985) sem er sérstæð blanda af Kafka og Orwell með magn- aðri myndsýn Gilliams og segir frá litlu peði í skrif- finnskubákni framtíðarþjóðfé- lags, draumum hans og veru- leika. Myndin er of löng og sagan verður veikari eftir því sem á hana líður, en stíllinn er snilldarlegur, leikurinn líka - hjá Jonathan Pryce og Ro- bert DeNiro m.a. - og ekki verð- ur Gilliam vændur um skort á hugmyndaflugi. ★ ★ ★ Og hér með fara þessir pistlar í sumarfrí. Árni Þórarinsson Morgunblaðið/Jim Smart DAVID Bristow í góðum félagsskap, MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Leyndarmál Roan Inish (The Secret of Roan Inish)k k 'h Eigi skal skaða (First Do No Harm)-k ★ ★ Ótti (Fear)-k k 'h Jack (Jack)-k k Vondir menn í vígahug (Marshall Law)k'h Helgi í sveitinni (A Weekendin the Country)kí) k k Köld eru kvennaráð (The First Wives Club)k k k Ofbeldishefð (Violent Tradition)k k'h Óvæntir fjölskyldumeð- limir (An Unexpected Family)* ★ ★ Flagð undir fögru skinni (Pretty Poison)k 'h Eiginkona efnamanns (The Rich Man’s Wife)k 'h Djöflaeyjan (Djöflaeyjan)k k k 'h Plágan (The Pest)k k k * Islenskur markaður er mikilvægur NÚ ER staddur hér á landi David Bristow sem er dreifing- arstjóri fyrirtækisins United International Pictures (UIP). UIP er í eigu þriggja stórfyrir- tækja á bandarískum kvik- myndamarkaði, Paramount, Metro Goldwyn Mayer og Uni- versal. Hlutverk UIP er að sjá um dreifingu og markaðssetn- ingu kvikmynda fyrirtækjanna þriggja fyrir utan Bandaríkin. David er hér á landi til að hitta fulltrúa íslenskra kvikmynda- húsa og ræða markaðssetningu myndarinnar Horfinn heimur („The Lost World: Jurassic Park“) sem er framhald af stór- myndinni „Jurassic Park.“ „I dag er markaðssetning kvik- mynda mjög mikilvæg. Fólk hef- ur svo mikið val á afþreyingu að það þarf að sannfæra áhorf- endur um að kvikmynd sé þess virði að fara á,“ segir David, „það er hins vegar n\jög misjafnt hvernig myndir eru markaðssett- ar. Horfinn heimur er t.d. ein af þeim myndum sem höfða til mjög breiðs aldurshóps, allt, frá 12 til 80 ára. Markhópur myndarinnar er því mjög stór. Sumar myndir höfða til mun þrengri hóps og því eru auðvitað aðrar áherslur í markaðssetningu." í starfi sínu sér David um mjög víðfemt svæði sem nær frá Evrópu til Afríku. Hann segir það misjafnt hvernig staðið er að markaðssetningu. „Stundum höldum við fundi og boðum full- trúa kvikmyndahúsa frá nokkr- um löndurn til skrafs og ráða- gerða. Þá er hægt að skiptast á hugmyndum. Stundum ferð- umst við á staðinn eins og ég er að gera núna.“ David er nú á Islandi í fyrsta skipti og líkar mjög vel. „Islend- ingar fara mjög mikið í bíó og því er markaðurinn mikilvægur þrátt fyrir smæðina. Hér eru dyggir kvikmyndaaðdáendur og við viljum viðhalda því. Ein af leiðunum sem við notum til að koma til móts við íslendinga er sú að við bjuggum til vegg- spjöld með þýddum titli í stað þess að hafa íslenska titilinn fyrir neðan þann enska.“ David segir markmiðið að sjálfsögðu vera að enn fleiri komi og sjái Horfinn heim en komu á „Ju- rassic Park“ sem sló öll met.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.