Morgunblaðið - 24.07.1997, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.07.1997, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Arnaldur Hvalfjarðargöng orðin 4.820 metra löng Vegskálinn steyptur Forseti Kjaradóms um ólíka úrskurði kjaranefndar og Kjaradóms Kjaranefnd ötulli við að breyta laun- um sinna manna HAFIN er vinna við að steypa vegskála að sunnanverðum Hvalfjarðargöng-unum. Fyrsti áfangi var steyptur í fyrradag. Vegskálinn er 218 metra langur að sunnanverðu og níu metra breiður og hver steypuáfangi er 12 metrar. Áfangarnir eru því um 20 talsins og er ráðgert að verkinu verði lokið í október. Aætlað er að byrja að steypa vegskála að norðanverðu í haust en hann verður 60 metra langur og 12 metrar á breidd. Hæðin í skálunum er um sex metrar. Notuð eru stálmót sem eru sérhönnuð og sérsmíðuð í Sviss og Ítalíu fyrir þetta verk. Mótin eru færð til á járnbrautartein- um. Hermann Sigurðsson stað- arverkfræðingur segir að þetta sé algeng aðferð erlendis þegar langir skálar eru steyptir. Mótin eru af staðlaðri stærð og voru ekki fáanleg notuð. Hugsanlega verða þau seld úr landi að notk- un Iokinni. AIIs fara um 2.000 rúmmetrar af steypu í vegskálann sunnan- verðan. í meðalstórt einbýlishús fara 150-200 rúmmetrar af steypu. í skálann að norðan- verðu fara um 500 rúmmetrar af steypu. Eftir er að grafa 650 metra Hermann segir að góður gangur sé í gerð sjálfra gang- anna. Undanfarnar vikur hafi þau Iengst um 100 metra á viku. Að sunnanverðu eru göngin orð- in 2.670 metra löng og 2.150 metra löng að norðanverðu. Enn er eftir að grafa 650 metra og auk þess þarf að sprengja fyrir stórri vatnsþró og snúningsút- skoti í miðjum göngunum. „Við vonumst til þess að það verði komin hola í gegn í októ- ber. Við erum nokkra mánuði á undan áætlun og stefnt er að því að göngin verði opnuð fyrir umferð haustið 1998,“ sagði Hermann. LEIKLIST Lcikfclag íslands Veðmálið eftir Mark Med- off. Islensk þýðing: Jón Bjami Guð- mundsson. Leikarar: Baltasar Kor- mákur, Benedikt Erlingsson, Kjartan Guðjónsson og Margrét Vilhjálms- dóttir. Leikstjóri: Magnús Geir Þórð- arson. Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Jóhann Bjami Pálmason. Tónlistarstjóm: Emilíana Torrini. Loftkastalinn, miðvikudag- ur 23. júlí LÍKT OG í fyrrasumar setja Loftkastalamenn (í samvinnu við Leikfélag íslands) nú á svið tveggja áratuga gamalt bandarískt leikrit. Að þessu sinni er það Veðmálið eft- ir Mark Medoff, sem íslenskir áhorf- endur kannast við sem höfund leik- ritanna „Hvenær kemurðu aftur rauðhærði riddari?" og „Guð gaf mér eyra“ (Children of a Lesser God), sem fært var í kvikmyndabún- ing fyrir rúmum áratug. Þótt það sé ástæðulítið að vera að fárast yfir þessu vali í sjálfu sér, þar sem allt of lítið af bandarískum nútímaverk- um ratar yfirhöfuð inn í íslenskt leik- hús, má kannski spyija af hveiju ungt og framsækið leikhúsfólk leitar ekki nær sér í tíma við verkefnaval. Nóg er framboðið af hnyttnum og skemmtilegum nýjum bandarískum leikverkum (Svanurinn eftir Eliza- betu Egloff er ágætt dæmi sem ís- lenskir áhorfendur þekkja). Ég bendi m.a. á hinn unga höfund Nicky Sil- ver sem hefur slegið í gegn á síð- ustu árum með verkum sínum Pterodactyls, Fat men in skirts, og The Food Chain, til að nefna dæmi. Það væri óneitanlega gaman að sjá erlend samtímaverk oftar á sviði hér heima en raun ber vitni. Að því sögðu skal strax tekið fram að sýningin í Loftkastalanum á Veð- málinu er ágætis afþreying í heild og á köflum bráðfyndin. Vel má skemmta sér yfir því eina kvöldstund þótt verkið sé bæði rýrt að listrænu GARÐAR Garðarsson, forseti Kjaradóms, segir að ástæða þess að Kjaradómur og kjaranefnd hafa kveðið upp ólíka úrskurði að undanförnu um launahækkanir þeirra embættismanna sem undir þessa aðila heyra, sé sú að mun styttri tími hafi liðið á milli úr- skurða kjaranefndar en á milli úr- skurða Kjaradóms, sem hafði ekki tekið mál til úrslausnar síðan í september 1995. Kjaradómur ákvarðaði í seinustu viku æðstu embættismönnum að jafnaði 8,55% launahækkun sem gildir frá 1. apríl en kjaranefnd úrskurðaði í seinasta mánuði stór- um hluta þeirra embættismanna sem undir hana heyra 4,7% hækk- un sem gildir frá 1. júlí. í lögum um Kjaradóm og kjaranefnd segir að kjaranefnd skuli m.a. hafa til viðmiðunar laun sem greidd eru hjá ríkinu á grundvelli kjarasamn- inga eða Kjaradóms. Guðrún Zo- éga, formaður kjaranefndar, segir að kjaranefnd og Kjaradómur séu óháðir aðilar. „Kjaranefnd varð fyrri til að þessu sinni og hækkaði í samræmi við kjarasamninga," segir hún. „Kjaranefndin hefur verið miklu ötulli að breyta launum sinna innihaldi og þó nokkuð „gamaldags" eða „hallærislegt" að efni, eins og oft vill verða með það sem er of langt aftur í tíma til að kallast „sam- tími“ en þó of stutt til að kallast „fortíð". íslensk þýðing Jóns Bjarna Guðmundssonar rann ágætlega en textinn býður ekki upp á neina snilldartakta, hann er fábreyttur, skreyttur nokkrum ágætum brönd- urum en þegar allt kemur til alls ótrúlega innihaldslaus. Skemmtigildi sýningarinnar felst fyrst og fremst í bráðskemmtilegum leik og samleik karlleikaranna þriggja, Baltasars Kormáks, Bene- dikts Erlingssonar og Kjartans Guð- jónssonar. Því miður get ég ekki nefnt hér með eina kvenleikarann, Margréti Vilhjálmsdóttur, þar sem hlutverk hennar er vægast sagt pín- legt: hallærislegt og illa skrifað frá hendi höfundar og gefur þessari ágætu leikkonu ekkert færi á að sýna það sem í henni býr. Margrét verður óhjákvæmilega fórnarlamb hlutverksins á sama hátt og persóna hennar, Júlía, er fórnarlamb hrá- skinnaleiks þeirra félaga Nicks (Baltasar) og Leeds (Benedikt) sem veðja um það hvort sá fyrrnefndi getur fengið hana með sér í rúmið án þess að eiginmaður hennar (Kjartan) leiti hefnda innan tveggja sólarhringa. Það er þó umhugsunar- atriði hvort leikstjórinn hefði ekki getað hjálpað Margréti til að glæða persónuna meira lífi með annars konar áherslum; en stúlkukindin gerir lítið annað en iða sér til, fara höndum um eigin kropp (og ann- arra) og toga niður um sig efnislitla kjóla. Karlhlutverkin í þessari sýningu eru mun bitastæðari og hafa þau öll eitthvað til síns ágætis. Baltasar Kormákur var oft á tíðum mjög skemmtilegur sem íþróttafríkið og kvennaljóminn Nick og átti hann oft salinn í kostulegum hoppum sínum og skrykkjum. Sérstaklega var fynd- in senan þar sem hann gerir sig til við Júlíu í dansi og minnti hann einna hélst á karlfugl sem sperrir sínar manna,“ segir Garðar. Hann bend- ir einnig á að kjaranefnd hafi gert verulegar breytingar á uppbygg- ingu launa þeirra embættismanna sem heyra undir nefndina. Garðar segist munu beita sér fyrir því að styttri tími líði á milli þess að mál séu tekin til úrlausnar í Kjaradómi en verið hafi. Erum bara að vinna eftir lagarammanum Varðandi gagnrýni sem fram hefur komið á ákvörðun Kjaradóms vísar Garðar í lagafyrirmæli sem dómnum ber að fara eftir, þar sem segir að Kjaradómur skuli gæta samræmis í úrskurðum sínum við laun þeirra sem eru í sambærileg- um störfum á almenna vinnumark- aðinum. Garðar segir Kjaradómi bera skylda til að fara eftir þessu en um leið að líta til almennrar launaþróunar. Þá vakni sú spurn- ing hvað sé almenn launaþróun. „Við þurfum að taka einhverskon- ar meðaltal og þá er nærtækast að grípa til opinberra talna, skrán- ingar á því sem þegar hefur orðið, vegna þess að þær mæla líka launaskriðið. Við erum bara að vinna eftir lagarammanum sem okkur er settur,“ segir Garðar. fínustu ij'aðrir til að koma kvenfugl- inum til. Benedikt Erlingsson fór ágætlega með flóknasta hlutverk leikritsins, þótt reyndar sé stúndum erfítt að átta sig á karakter hans. Þó hefði hann mátt skerpa betur þær tilfinningalegu andstæður sem hlut- verkið býður upp á. Kjartan Guðjóns- son átti stórgóðan leik sem hinn óöruggi og dálítið ráðvillti eiginmað- ur Júlíu og uppskar hann marga hlátra í salnum. í heild var persónu- sköpun hans sú sem var mest sann- færandi. Eins og áður er á minnst var samleikur þeirra þriggja fínn og má sem dæmi taka stórskemmtilega senu þar sem spilaður er körfubolti með ímynduðum bolta. í viðtali við Mbl í gær segir Magn- ús Geir leikstjóri að hópurinn hafi ákveðið að draga fram í sýningunni „amerískan veruleika í stað þess að staðfæra og laga að íslenskum veru- leika“ þar sem verkið sé „mjög amer- ískt“ og íslenskir áhorfendur séu þeim veruleika vel kunnir úr bíó- myndum, ef ekki leikhúsi. Þetta er vafalaust farsælasta leiðin að verk- inu því það býður ekki upp á stað- færslu með öllum sínum ameríska „campus“-móral og byssuleik. Kven- lýsingin er einnig langt frá „íslensk- um veruleika" (eins og ég hygg að þegar sé komið fram) og einnig (von- andi) sá tvískinnungur sem fram kemur í afstöðu til kynlífs þar sem karlmenn eru veiðimenn og hausa- safnarar og konur í besta falli bráð- in. Líkingin við ameríska spennu- mynd hittir reyndar ágætlega í mark, því þótt íslendingar séu vanir að horfa á slíkar myndir sér til af- þreyingar er það fráleitt að þeir horfi á þær einhveijum samsömun- araugum, þær bjóða hreinlega ekki upp á það. Á sama hátt má njóta þessarar sýningar, enda trúi ég að hún muni aðallega höfða til sama aldurshóps og stífast sækir kvik- myndahúsin. Sviðsmynd, lýsing og tónlist sýningarinnar • undirstrika einnig þessi tengsl. Soffía Auður Birgisdóttir Hjólaði fram af kletti við Öskju ÞYRLA Landhelgisgæslunnar TF-LÍF sótti slasaðan Hollending að Öskju í fyrrinótt. Maðurinn hafði hjólað fram af sex metra háum kletti. Landhelgisgæslan fékk til- kynningu um slysið kl. 1 um nóttina og var þess óskað að þyrlan sækti manninn. Þyrlan lenti á bílastæði við skála í Dreka um kl. 3.30, þar sem sá slasaði var í tjaldi og læknir hjá honum. Hlúð var að manninum, sem var með áverka á baki og ökkia. Þyrlan hélt til Reykjavíkur eftir tólf mínútna viðdvöl og lenti við flugskýli Landhelgisgæsl- unnar, þar sem sjúkrabifreið beið og flutti manninn á sjúkrahús til frekari aðhlynningar. ÞU KAUPIR EINN KJÓL Á ÚTSÖLUNNI OG FÆRÐ ANNAN OKEYPIS SUÐURKRINGLUNNI Amerísk afþreying

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.